Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Eru íslendingar um- hverfisvemdarsinnar? eftírKonráð O. Jóhannsson Þorri Islendinga heldur að svo sé, en það stafar fyrst og fremst af þrennu; gífurlegu áhugaleysi á náttúruvemd, þekkingarskorti á náttúru íslands, og síðast en ekki síst röngum áróðri sumra forráða- manna landsins og eru mér þá efstir í huga þeir kumpánar, Stein- grímur Hermannsson og Halldór Asgrímsson. Steingrímur hefur margoft sagt að íslendingar séu allra þjóða fremstir í náttúru- og umhverfísvemd og Halldór tekið í sama streng þó einkum ef hann hefur að eigin mati þurft að rétt- læta framgöngu sína í hvalamálinu svokallaða. Sannleikurinn er hins vegar sá, að islensk náttúra hefur til dagsins í dag vemdað sig að mestu leyti sjálf og er það að þakka hnattstöðu landsins og þá um leið veðráttu. En nú er svo komið að það vopn dugir henni ekki lengur. Með batn- andi veðráttu (þó einkum á vetuma) og aukinni tækni á hún sífellt meira í vök að veijast. Náttúran fær sífellt minni og minni frið. Nú er sótt í hana gegndarlaust allan ársins hring. Aður vom frátafír vegna brælu algengar til sjós, en nú næsta fátíðar við tilkomu meiri sóknar- hörku og stærri skipa og fullkomn- ari. Einnig er sífellt verið að sækja í fleiri tegundir og stafar það oft af því að skortur er á annarri og er þá bara stokkið í þá næstu þar til hún er búin, eða því sem næst. Öldum saman var hálendi Islands ósnortið, en smám saman fórum við að ferðast um það, en bámm þó ekki gæfu til að skilja að þar yrði að fara með gát. Er nú svo komið að á fegurstu stöðum hálend- isins ríkir örtröð á sumram og sífellt em lagðar slóðir fyrir bíla í allar. áttir, á hina ýmsu staði, og það jafnvel þótt vitað sé að þeir þoli mjög takmarkaðan umgang. Fyrir fáum ámm einskorðuðust fjalla- ferðir við sumarmánuðina, en nú fara menn allra sinna ferða á öflug- um snjósleðum, fjórhjólum og bflum um þvert og endilangt hálendið á hvaða tíma árs sem er. En vendum okkar kvæði í kross. Hvað hafa íslendingar gert í nátt- úmvemd? Það er sorglega lítið og skal nú greint frá af hveiju. Nátt- úmvemdarráð er gjörsamlega févana stofnun og hefur svo verið frá fyrstu tíð og em þeir menn, sem þurfa að halda á þeim fáu krónum sem fást til framkvæmda þar, ekki öfundsverðir! Það er viðtekin venja að þegar á að fá fjárveitingu til Náttúmvemdarráðs frá Alþingi, þá er allt skorið við nögl, en það kveð- ur við annan tón er veita á til ferðamála, þá em nógir peningar á lausu. Hver er skýringin á því? Jú, vegna þess að þar em „bissnes- mennimir" og með sambönd. á réttum stöðum. Ferðamálaráð fékk 18 milljónir króna í fjárveitingu síðastliðið ár og eyddi nánast hverri krónu í landkynningu erlendis, nán- ar tiltekið í New York og Frankfurt. 10% af tekjum í fríhöfninni eiga að renna til framkvæmda innan- •lands, en það fé hefur alltaf verið skorið niður og lítið sem ekkert sést af því eins og til dæmis í ár. Náttúravemdarráð fékk 12,5 millj- ónir til ráðstöfunar, en þyrfti ef vel ætti að vera 35—40 milljónir. Hundrað og þrettán þúsund útlend- ir ferðamenn ferðuðust á landinu okkar í ár, þar af fóm milli 60 og 70 þúsund í hálendisferðir, allt að því eftirlitslaust. En hvemig göngum við sjálfír um landið okkar og lífríki þess? Það er skemmst frá því að segja að hing- að til höfum við hagað okkur svo til að eigin geðþótta í umgengni við landið. Islendingar em veiðiþjóð en þeir hafa aldrei lært að umgangast veiðina né bráðina, því magnið hef- ur alltaf setið í fyrirrúmi, en gæðin látin sitja á hakanum. Þetta er þó að breytast töluvert til sjós og er það vel, en þó er langt í að vel sé. Það er opinbert leyndarmál að smá- fískadráp hefur viðgengist í áratugi til sjós, en allt ætlar vitlaust að verða ef leiða á að því rök. En nú er því miður orðið ljóst að við höfum stundað rányrkju á fiskistofnunum við landið í áraraðir, það sýna vísindalegar niðurstöður. Gamall málsháttur segir: Lengi tekur sjórinn við; en nú er nóg kom- KÆLI' OG FRYSTISKÁPUR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurð. Sjálfvirk afþýðing í kæli. Vinstri eða hægri opnun Fullkomín vidgerða- og varahlutaþjónusta. — HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Konráð O. Jóhannsson „Kæru landar. Tökum höndum saman um að vernda landið okkar og lífríki þess svo að það megi um aldur og æfi verða sú paradís á jörðu sem það er nú.“ ið. Allar fjömr og strandlengjur em að fyllast af óþverra og rasli sem sjómenn henda í hafíð af skipum sínum. En hvemig er það í landi? Þar em allar reglur og lög gagn- vart veiði þverbrotnar enda lítið sem ekkert eftirlit og margir samsekir. Það er löngum vitað að á vorin fara trillueigendur víða um land og draga fyrir silung í eyðifjörðum, við árósa og víðar og skófla upp físki. Einnig á þetta sér stað á fáföm- um heiðalöndum, í vötnum þar draga menn fyrir með hestum og jafnvel traktomm. Nokkuð víða em gæsavörp, bæði heiðargæsa og grá- gæsa, þar er farið ránshendi vor eftir vor og þykir sjálfsagt. Sömu- leiðis em gæs og helsingi skotin á vorin og það er ekkert gert í mál- inu. Lítum aðeins á ijúpnaveiðina: Það er á allra vitorði að menn veiða ijúpur af snjósleðum og fjórhjólum, en ekkert er heldur gert í því. Það er einnig vitað að á mörgum stöðum á landinu fara menn í ijúpur hálfum mánuði fyrir leyfðan tíma og leggja svo inn í verslanir helling af ijúpu á fyrsta degi. Á hina stóm flóa og fírði landsins hópast gæsin í sámm síðsumars, þar er hún murkuð niður af óþokkum á hraðbátum ogtrillum. Hreindýraveiðiþjófnaður er líka stundaður svo vitað er og það í töluverðum mæli. Þetta er ljót lesn- ing, en ég get sannað hvert orð ef í hart fer. Af mörgu er að taka ef skoða á framkomu Islendinga gagn- vart dýmm landsins gegnum aldim- ar og má þá nefna flekaveiði á svartfugli, hina viðbjóðslegu neta- veiði á sel, ótrúlega óþokkalegar aðgerðir við tófuveiðar og fleira og fleira. En höfum við lært af reynslunni? Það er sorglega lítið, því miður. Um það vitnar margt. Skoðum að- eins löggjöfina um veiðar með skotvopnum. Þar segir að ekki megi nota stærri haglabyssu en cal. 12 til fuglaveiða eða tófuveiða, ekki er minnst á lágmarks hlaupavídd né lágmarks hagla- stærð. Sem sagt, þú mátt fara á fugla- og tófuveiðar með eins litla byssu og þú vilt og eins fín högl og þér sýnist. Sama er uppi á ten- ingnum ef skoðuð er löggjöf um- hreindýraveiðar. Þar segir að lág- marks hlaupvídd riffíls skuli vera 6,16x51 eða 342 cal. Ekkert er minnst á kúluþyngd eða hleðslu- magn, en 243 cal. er til í kúluþyngd- um frá 75-80-90-100-110 „grains" og að sjálfsögðu em jafnmargar púðurhleðslur á bak við kúlumar. Það er ljóst að mjög mismunandi eiginleikar fylgja þessum mörgu hleðslum. Það er vitað að hreindýraveiði fer fram með ótrúlega litlum rifflum, til dæmis 22-250, 222, 222, mag. 223, 22, Homet og jafnvel 22, Rim- fíre Og ættu þeir, sem það gera, að skammast sín. Ef skoðuð em skotvopnaleyfí sumra þeirra manna sem stunda hreindýraveiðar kemur í ljós að þar er ekki riffíll á skrá með lágmarksstærð til hreindýra- veiða. Og svo em menn að tala um umhverfísvemd. Ég slæ nú botninn í þetta spjall, en ég tek það fram að ég gæti skrifað meira um þetta mál, því af nógu er að taka, en plássið leyfír ekki meira að sinni. Að lokum þetta til forráðamanna þjóðarinnar: Al- menningur í landinu trúir ykkur þegar þið fullyrðið eitthvað í fjöl- miðlum um eitt eða annað málefnið, vandið því málflutning ykkar og munið að í fæstum tilvikum er ein- hver á staðnum til að andmæla ykkur ef rangt er farið með. Kæm landar. Tökum höndum saman um að vemda landið okkar og lífríki þess svo að það megi um aldur og æfi verða sú paradís á jörðu sem það -er nú. Höfundur er málmiðnaðarmaður að mennt. Hann hefur réttindi sem landvörður og starfar sem alíkur á sumrin. Telefáx þjónusta Fyrirtæki - einstaklingar Gerist áskrifendur að þjónustu okkar fyrir árið ’88. Við bjóðum lágan sendingarkostnað og afslátt fyrir áskrifendur. Telefaxþjónustan, Skúlatúnl 6, 3. hæð. Opið frá kl. 9-18. Sími 621971. CtD pioimeer SJÓNVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.