Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Forsætisráðherra í umræðu um lánsfjárlög: Náum niður vöxtum með því að draga úr ofþenslu og verðbólgu LÁNSFJÁRLÖG komu til ann- arrar umræðu í efri deild Alþingis á laugardag. Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar leggur til breyting- artillögur sem hækka frumvarp- ið um 379 milljónir. Almennar umræður urðu um efnahagsmál í tengslum við lánsfjárlögin og kom þar mikið við sögu viðtal við utanríkisráðherra, er birtist í Tímanum þennan dag, þar sem hann gagnrýnir vaxtastefnunar og viðtal við forstjóra Þjóðhags- stofnunar þar sem Iýsir því yfir að forsendur þjóðhagsáætlunar fyrir næsta ár séu brostnar. SVAVAR Gestsson (Abl/Rvík) sagði minnihluta fjárhags- og við- skiptanefndar leggja til að frum- varpinu til lánsíjárlaga yrði vísað aftur til ríkisstjómarinnar þar sem Ijóst væri að þær upplýsingar sem lægju fyrir um stöðu efnahagsmála væru úreltar. Fyrirsjáanlegt væri líka að ríkisstjómin ætlaði að grípa til efnahagsaðgerða eftir hátíðar. Sagði hann fjármálaráðherra hafa gefið í skyn að verið væri að leggja skattahækkanir á borð til að geta tekið þær síðar til baka í kjarasamn- ingum. Svavar vitnaði til viðtals við Steingrím Hermannsson í Tíman- um, þar sem hann hefði sagt að raunvaxtaokrinu yrði að linná. Sagðist hann hyggja að ekki væri til nokkur annar maður sem hefði af slíkri hreinskilni Iýst eigin afrek- um. Beindi hann þeim spumingum til ríkisstjómarinnar hvaða ráðstaf- anir væm í gangi í gengis-, vaxta- og verðlagsmálum. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, þakkaði þing- manninum fyrir lesturinn úr Tímanum með sinni „ljúfu og bliðu raust". Hann hefði litlu að bæta við það sem hann segði þar. Steingrímur sagðist líta svo á að Seðlabankanum bæri að skila tillög- um til ríkisstjómarinnar um hvemig draga mætti úr vöxtum. Hann væri ósammála viðskiptaráðherra sem teldi að við ættum að bíða og sjá hvemig markaðslögmál virkuðu hér á landi. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði efnahagsmál vera stöðugt verkefni stjómvalda og væm ekki afgreidd einu sinni til tvisvar á ári. Forsætisráðherra sagði að við byggjum nú við efnahagsástand sem hefði um nokkurt skeið ein- kennst af þenslu og væri því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem drægju úr halla. Ríkisstjómin hefið lýst sig reiðubúna til viðræðna um lausn kjarasamninga ef sam- komulagi næðist um að draga úr verðbólgu og þenslu. Sagði hann þá yfirlýsingu for- stjóra Þjóðhagsstofnunar að þjóð- hagsspáin væri úrelt ekki eiga að koma neinum á óvart. Ljóst væri að við hefðum nú á síðustu vikum Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. mætt miklu andstreymi og stæðum frammi fyrir nýjum erfíðleikum, m.a. falli dollarans. Forsætisráð- herra vitnaði því næst í bréf sem honum hafði borist frá forstjóra Þjóðhagsstofnunar þar sem segði að unnið væri að endurskoðun Þjóð- hagsspár en ekki væri fært að klára það starf fyrr en eftr áramót þar sem margar forsendur væm óklár- ar. Varðandi orð sem fallið hefðu upp á síðkastið um gengisfellingu þá væri það spuming hvort útflutn- ingsatvinnuvegimir þyldu gengis- fellingu. Stöðugt gengi hefði öðm fremur hjálpað til að lækka verð- bólgu og hefði það einnig stuðlað að framleiðsluaukningu og veitt aukið aðhald við stjómun fyrir- tækja. Áföll síðustu vikna hefðu þó sett t.d. frystinguna frammi fyrir nýjum vanda. En menn mættu ekki gleyma því að fall krónunnar hefði áhrif á kjör fólks og það væri spuming hvaða áhrif það hefði til langs tíma fyrir útflutningsgreinamar. Það réðist af þróun helstu kostnaðarþátta s.s. launa. Hann gæti tekið undir það að vextir væm of háir, þensla of mikil og verðbólga. Ríkisstjómin væri nú að grípa til aðgerða, til þess að ná betri tökum á efna- hagslífinu. Við þyrftum að ná niður verðbólgu og koma í veg fyrir of- þenslu. Þannig næðum við niður vöxtunum. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði viðtals við utanríkis- ráðherra í Tímanum hafa gætt nokkuð í umræðunni. Þar hefði gætt óánægju með háa vexti en viðskiptaráðherrá sagði að við þyrftum að gæta vandlega hvemig úr þessu fengist bætt áður en við tækjum ákvörðun um vaxtastefn- una. í viðtalinu hefði hann 1) sagt að fijálshyggjan í peningamálum væri að sigla öllu í strand, 2) að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. raunvaxtastefnun væri okur, 3) ekki væri hægt að láta grá peninga- markaðinn leika lausum hala áfram, 4) ríkisstjómin þyrfti að grípa í taumana, 5) hann væri ósammála því að við ættum að bíða og láta lögmál markaðarins ráða fram úr hlutunum. Varðandi fyrsta atriðið þá ætti utanríkisráðherra væntanlega við það fyrirkomulag vaxtamála að lánastofnanir fengju fijálsar hendur í vaxtamálum og að ríki hlutaðist einungis til um þær ákvarðanir í undantekningartilfellum. Ákvarð- anir um þetta hefðu verið teknar í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannssonar. Viðskiptaráðherra sagði of fljótt að dæma hvemig þetta dygði en enginn vildi líklega hverfa aftur til skömmtunarstjóm- ar. Varðandi annað atriðið þá væri ljóst að vextir hefðu hækkað vem- lega en ekki væri tímabært að kenna fijálsræðinu um það. Eftir- sókn eftir lánsfé hefði verið mikil, uppgangur hefði verið í efnahagslíf- inu og halli á fjárlögum. Ákaflega erfítt væri að meta raunvexti lfðandi stundar og mikilvægt að blanda ekki saman nafnvöxtum og raun- vöxtum. Þegar talað væri um vaxtakostnað útflutningsfyrirtækj- anna bæri líka að hafa í huga að mikið af því væri beinlínis tengt erlendum vöxtum. Varðandi þriéja atriðið þá væri hann sammála því að setja bæri lágmarksleikreglur utan banka- kerfísins. Unnið væri að gerð til- lagna að reglugerð eða fmmvarpi um það atriði. Varðandi fjórða atriðið væri ekki nóg að reyna að hrópa vexti niður, við yrðum að virða það stjómkerfí er við byggjum við og ríkisstjómin réði ekki vöxtum. Þó væri leyfílegt að grípa inní ef vextir fæm óeðli- lega fram úr þeim í nágrannaríkjun- um. Innan skamms væri von á nýrri áfangaskýrslu um hvemig þessi mál stæðu. Viðskiptaráðherra sagði að fyrst og fremst þyrfti þó að breyta markaðsaðstæðum á lána- markaði. Eyða þyrfti óvissu um ríkisfjármál og bijóta á bak aftur verðbólguhugsunarháttinn. Menn mættu heldur ekki bara hafa áhyggjur af skuldumm heldur líka þeim er ættu sparifé. Mikilvægt væri að vextir væm slíkir að þeir hvettu til spamaðar. Július Sólnes (B/Rn) sagði tekjuáætlun ríkisstjómarinnar byggja á forsendum þjóðhagsáætl- unar sem samkvæmt forstjóra Þjóðhagsstofnunar þarfnaðist ýmissa breytinga. Þetta sýndi betur en ella að fjárlagafmmvarpið og lánsfjárlög væra fölsuð plögg. Júlí- us sagði flest benda til þess að eitthvað skrýtið myndi gerast um áramótin. Halldór Blöndal (S/Ne) sagði það vera ofsögum sagt að kalla þessi plögg fölsuð. Reynt hefði ver- ið að gefa sem fyllstar upplýsingar. Það sama hefði verið uppi á ten- ingnum þegar Albert Guðmundsson hefði verið fjármálaráðherra. Þá hefðu tölur verið að breytast fram á síðustu stundu en hann vildi ekki halda því fram að Albert hafi verið með neitt fals heldur reynt að gera grein fyrir bestu upplýsingum á hveijum tíma. Halldór sagði það undarlegt að þegar utanríkisráðherra kæmi loks til landsins þá léti hann taka við sig jafn undarlegt viðtal og það' í Tímanum. Ómögulegt væri að skilja sumt af því á annan hátt en sem megnasta vantraust á ríkisstjóm- ina. En það væri nú þannig að þegar menn væm mikið erlendis þá þyrftu þeir að taka djúpt í árinni til að eftir þeim yrði tekið. Nýstúdentar Fjölbrautarskólans í Ármúla setja upp stúdentshúfurnar. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Útskrift í Fjölbraut við Armúla LAUGARDAGINN 19. desember brautskráði Fjölbrautaskólinn við Armúla 44 stúdenta. Fór athöfnin fram í Langholtskirju undir stjórn Hafsteins Stefánssonar, skólameistara. Alls vom brautskráðir nemendur af sjö brautum skólans. Þar af vom flestir af viðskiptabraut, eða átján. Nemendur í skólanum vom 620 á nýlokinni önn. Við brautskráninguna sungu fé- lagar úr Dómkómum nokkur lög undir stjóm Marteins H. Friðriksson- ar og flutt vom ávörp. Dux skólans var Höskuldur Jensson og hlaut hann margvísleg verðlaun, en að auki var veittur ijöldi verðlauna fyrir árangur í einstökum greinum. Hallgrímskirkja: Messur og tónleika- hald yfir hátíðamar MIKILL tónlistarflutningnr hefur einkennt starfsemi Hallgrímskirkju nú um aðvent- una og verður framhald á þvi yfir hátíðarnar. Margir kórar hafa komið fram í náttsöng og við guðþjónustur og má ætla að á fjórða þúsund gesta hafi sótt Hallgrímskirkju til helgi- halds og tónleika á aðventunni, auk allra þeirra sem daglega heimsækja kirkjuna. Um jólin verður einnig mikið um tónlistarflutning. Við aftan- söng klukkan 18 á aðfangadag syngja báðir kórar Hamrahlíðar- skólans undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og mun málmblás- arakvartett undir stjóm Ásgeirs Steingrímssonar leika jólatónlist úr kór kirkjunnar í hálfa klukku- stund á undan guðþjónustunni. Við miðnæturmessu klukkan 23.30 á aðfangadagskvöld syngur Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar Áskelssonar, en frá klukkan 23 munu þau Camilla Söderberg, Daði Kolbeinsson og Hörður Áskelsson leika jólatónlist. Á jóladag hefst hátíðarguð- þjónusta klukkan 14. Á annan í jólum er guðþjónusta klukkan 11 og síðan messa fyrir heymarlausa og aðstandendur þeirra klukkan 14. Sunnudaginn 27.desember er svo guðþjónusta klukkan 11, en klukkan 17 sama dag er dagskrá með jólasálmum, ritningarlestmm og jólamótettum sem nefnist „Söngvar og lestrar á jólum". Verður dagskráin með sama sniði og um síðustu jól og er aðgangur ókeypis. Prestar Hallgrímskirkju, sr. Ragnar Fjalar Lámsson og sr. Karl Sigurbjörnsson, munu þjóna til skiptis við jólaguðþjónustumar. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.