Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 16

Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Leiðir listarinnar Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Björn Th. Björnsson: ALDA- SLÓÐ. Mál og menning 1987. Aldaslóð er í líkum anda og Alda- teikn (1973), í báðum bókunum leitast Bjöm Th. Bjömsson við að auðvelda skilning á myndlist með texta og mynddæmum. Að þessu sinni.leitar hann fanga í liðinni tíð, ekki síst miðöldum, en tínir líka til ýmislegt markvert úr samtímanum. Islenskum myndlistarmönnum er skipað í samhengi heimslistar, dæmi um slíkt ekki mörg, en þau auka gildi bókarinnar. UmQöllun Bjöms Th. Björnsson- ar um myndlist er tíðum eins konar listsagnfræði. Myndlistin er alltaf í tengslum við tímann, jafnvel list sem ekki er félagsleg í eðii sínu dregur dám af því sem efst er á baugi í samtímanum, efnahag, stjómmálum. Að þessu leyti minnir hann á danskan kollega sinn, Broby Johansen, sem líkt og Björn Th. hefur unnið markvisst að því að kynna myndlist fyrir alþýðu. Aldaslóð er ríkulega myndskreytt bók, myndir og myndatexti skyggja stundum á meginmál, en allt helst þetta í hendur þegar best lætur. Kaflinn Að skoða myndir hefst á þessum orðum: „Við sem leggjum stund á lista- sögu emm stundum um það beðin, að útskýra listaverk. Svo er þó ham- ingjunni fýrir að þakka, að það er ekki á mannlegu valdi. Væri það Björn Th. Björnsson hægt, þyrfti engin myndlist að vera til, eða: að þá væri eins hægt að skrifa fyrir henni endanlega for- múlu. Leyndardómur allrar listar er einmitt sá, að hún á enga aðra leið að njótandanum en sína eigin leið, og hún á engan annan hljóm- grunn en þess manns sem við henni tekur. Hinsvegar er til margskonar aðferðarvísir til að nálgast lista- verk, til þess að skapa njótandanum nálægari og þá ef til vill réttari sjón- arhól gagnvart listaverki." Hlutverk Aldaslóðar er að vera leiðsögn og heppnast að mínu viti. Meðal þess sem lesandinn fær fróð- leik um er táknmál í myndlist, tengsl gamallar og nýrrar listar, myndbygging, hreyfing í myndfleti, sjón og sjónvilla og er þá fátt eitt talið. Eg er ekki viss um að annað höfði til hins almenna skoðanda en táknmálið og tengslin, en ekki sak- ar að fá innsýn í sem flest sem varðar myndflötinn. Sú list sem rís undir nafni þolir vel að vera „skýrð", alltaf er eitthvað eftir fyr- ir þann sem skoðar vel. Einstakir málarar sem Bjöm Th. tekur til rækilegrar umræðu eru svo að dæmi séu nefnd Hieronymus Bosch, Jan van Eyck, Jan Vermeer, Théodore Géricault og Pablo Pic- asso. í texta um Dauðasyndirnar sjö eftir Bosch býður Bjöm Th. til stofu íslenskum skáldum, meðal þeirra Hallgrími Péturssyni og Eysteini munki Ásgrímssyni. Þegar vel er að gáð skilur ekki margt að þá Bosch og Eystein. Óhugnanlegar lastaverur Boschs gætu vel tekið sér erindi úr Lilju í munn: „Blár og ljótur í öfundareitri/ jafnan hef eg næsta kafnað./ Reiðigall með sámm sullum/ sviðrar mér um blás- in iðrin.“ Það sem fýrir Birni Th. vakir ekki síst er að sýna samhengi ald- anna í list og viðfangsefnum. Þannig kemst hann til dæmis að orði um málverk van Eycks af Am- olfini og brúði hans (hluti þess kápumynd) að við séum samtíma- menn þessara fyrirmynda málarans. þótt fimm aldir og hálfri betur skilji á milli. Skinhelgin er hin sama að mati Bjöms Th. Hér verður efni Aldaslóðar ekki rakið umfram það sem þegar er gert. Þótt ekki sé unnt að útskýra listaverk fullkomlega má gera til- raun til að vekja áhuga á því. Bjöm Th. Bjömsson leggur í Aldaslóð sitt til mála hvað þetta varðar. Á bökkum Laxár Békmenntir Sigurjón Björnsson Jóhanna Á. Steingrímsdóttir: Á bökkum Laxár. Tveggja manna tal. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1987. 168 blaðsíður. Höfundur þessarar fallegu bókar, Jóhanna Álfheiður Steingrímsdótt- ir, er eftir því sem ég hef fregnað húsfreyja í Ámesi í Aðaldal. Ames er nýbýli úr Nes-landi, en í Nesi er Jóhanna fædd og uppalin, dóttir fýrrum búenda þar Sigriðar Péturs- dóttur og Steingríms Baldvinsson- ar, hins kunna og snjalla hagyrðings. Minningu foreldra sinna tileinkar hún þessa bók. Undirtitill bókarinnar er „tveggja manna tal“. En höfundur hugsar sig sem leiðsögumann lesanda um bakka Laxár. Oftast em þau (eða þær) á rölti í námunda við Nes, en fara þó stöku sinnum lengra til, að Halldórsstöðum og niður undir Laxárósa. Einnig er boðið í bæinn og lesandinn fær að hlýða á tal og samkveðlinga þeirra aldavinanna Steingríms bónda og Egils á Húsavík. Það er jafnvel skroppið á beitarhúsin í Nesi. Jóhanna er sérstaklega skemmti- legur ferðafélagi. Hún er róman- tískur fegurðardýrkandi, þekkir náttúrlega hveija þúfu í landareign- inni, hvem hyl, hvem streng og hvem hólma í ánni sinni og kann ókjör af sögum úr fortíð og nútíð. Það er sest niður á árbakkannn eða í snotran hvamm og Jóhanna segir frá. Frásagnarstíll hennar er ein- faldur, lipur og tær og glaðlegur. Og þar sem hún talar alltaf beint til lesandans verður frásögnin ein- staklega lifandi og skemmtileg. Ég hafði mikla ánægju af að lesa þessa bók eða öllu heldur fara í þetta ferðalag. Staðir sem ég hef aldrei komið á standa mér nú ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Ekki spillir að í bók þessari er hátt á annan tug mynda. Allar em þær í litum nema ein og yfirleitt prýðisvel gerðar. í formála skýrir höfundur frá því að hún hafi upphaflega gert þætti þessa sér til dægradvalar og flutt þá í útvarp vetuma 1983 og 1984. Segist hún þá hafa verið hvött til að halda áfram, og er þessi bók árangurinn.. Full ástæða er til að hvetja hana til að halda enn áfram. Hún á mörgum fremur erindi á rit- völl. Og bágt á ég með að trúa því að hún geti ekki farið í fleiri ferða- lög með lesanda sínum um þessar fögm sumarslóðir. Snorri Sveinn og Sag- an af brauðinu dýra Myndlist Valtýr Pétursson í forlagsverzlun Vöku-Helga- fells við Síðumúla em nú sýndar lýsingar þær, er Snorri Sveinn Friðriksson gerði við ofangreint skáldverk Halldórs Laxness í til- efni af 85 ára afmæli skáldsins, og muni ég rétt, sýndi sjónvarpið þessar myndir, samtímis því að skáldið las upp sögu sína hér á dögunum. Ég verð að játa, að þá fannst mér sumar þessar myndir heldur sætar í litnum, eða svo varð útkoman í tæki mínu, en þegar fmmmyndimar vom skoðaðar skila litimir sér á annan og betri hátt. Ég ætlaði vart að þekkja myndimar fyrir sömu verk og þau, sem sjónvarpið skil- aði. Skáldverk Halldórs er sérlega vel fallið til myndskreytingar og Snorra Sveini hefur tekizt ágæt- lega að fella myndir sínar að hinum nærfæma texta. Hann nær veðrabreytingum og um- hleypingum í litatóna sína, stórhríð á heiðum uppi og steikj- andi sól, sem glóir í öllu sínu veldi og fangar hug manns. Það er í sannleika sagt sjaldan, sem maður sér eins vel heppnaða lýs- ingu við jafn ágætan texta. Ég gerði mér ferð til að skoða þessar tíu vatnslitamyndir inn í Síðumúla og sé sannarlega ekki eftir þeim mínútum, sem í það fóm. Þetta em nokkuð stórar vatnslitamyndir, gerðar af mikilli íþrótt og tilfínningu og sóma textanum með ágætum. Þær em leiknar ólíkum tóntegundum, sumar gráar og þungar í litnum, aðrar blossandi og ágengar, en allt em þetta fyrst og fremst ágætar vatnslitamyndir, og það er ef til vill fyrir mestu. Eg læt þessum stutta sálmi lokið hér, en vildi með þessum línum vekja athygli á allt of sjaldséðum vinnubrögðum á sviði bóka- skreytinga meðal sjálfra bóka- þjóðarinnar. Grænt tré í sniónum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Heiðrekur Guðmundsson: LANDAMÆRI. Kvæði. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs 1987. Það er roskið skáld sem kveður í Landamærum. Heiðrekur Guð- mundsson hefur verið meðal þeirra skálda sem best yrkja að hefð- bundnum hætti, en nú em fjömtíu ár síðan fyrsta ljóðabók hans, Arfur öreigans, kom út. Landamæri em sjöunda ljóðabókin frá hendi Heið- Hræranlegar hátíðir Bókmenntir Sigurjón Björnsson Árni Björnsson: Hræranlegar hátíðir. Gleðskapur og guðsótti kringum P'áska. Bókaklúbbur Arnar og Órlygs. Reykjavík. 1987. 283 blaðsíður. í þessari bók er rakinn uppmni og saga „fjórtán daga eða tmabila sem eiga það sameiginlegt að tengj- ast páskum". Hefst þetta tímabil „í upphafí langaföstu sjö vikum fyrir páska" og endar „nær níu vik- um eftir páska“. Dagar þessir og tímabil em: Langafasta, bolludagur, sprengi- dagur, öskudagur, dymbilvika, pálmadagur, skírdagur, langafrjá- dagur, páskar, gangdagur, upp- stigningardagur, hvítasunna, þrenningarhátíð og dýridagur. Em kaflar bókarinnar jafnmargir. Þeir em því augljóslega stuttir, 10—12 blaðsíður hver. Frásögnin er grein- argóð, útúrdúralaus og fræðileg. Sérstaklega finnst mér gagnleg umfjöllun höfundar um nöfn dag- anna og tímabilanna, skýringar þeirra og breytingar nafna í tím- anna rás. Höfundur skrifar lipran og þekkilegan stíl, oft raunar af nokkmm gáska. Verður maður margs fróðari af frásögn hans. í lok hvers kafla er skrá yfir tilvísanir. Þá er í bókarlok skrá yfir skamm- stafanir og styttingar heimildarita, skrá um persónur, staði og nokkur efnisastriði. Vantar því ekkert nema heimildaskrána. Vel er að útgáfunni staðið. Lítið fann ég af prentviltum eða öðm til að hnjóta um. Við samanburð á þessari bók og þeirri sem höfundur lét frá sér fara í fyrra (Þorrablót á íslandi) fínnst mér að nú hafi tekist mun betur til. Er full ástæða til að hvetja höf- Arni Björnsson und til að halda áfram á sömu braut, því að ég þykist vita að dijúgt sé enn í sjóði hans og syrpum. reks, en einnig hefur komið út úrval ljóða hans. í upphafsljóði Landamæra, Grenitréð nefnist það, kemur fram að margt er líkt með gömlu tré og gömlum manni, en báðum er nauð- syn að halda reisn sinni. Tréð sem gróðursett var í garðinum, lítill við- arangi, óx þrátt fyrir gmnna og grýtta mold því að rætumar vom góðar: Það tré varð síðan augnayndi þitt og öruggt skýli tryggum þrastahjónum, tók vöxtinn út á vor- og sumartíð, beið vetrarlangt síns tima, grænt í snjónum. Mistur er annað ljóð þar sem líkar hugleiðingar koma fram og vissu- lega em þær ágengar í Landamær- um: Eg er á leið til landamæra, aldraður maður og einn á ferð. Það er mistur framundan og fátt um kennileiti, að baki mér bjarmar enn af degi. Þar hverfa þeir einn af öðrum áningarstaðir mínir síðast við sjóndeildarhring. Landamæri tjá það sem skáldið vill segja með því að draga upp myndir úr náttúmnni og láta þær oft spegla það sem inni býr. Náttúr- an, landið, tungan koma til lesand- ans í.ýmsum myndum, en samtími og umheimur halda líka vöku fyrir skáldinu og em tilefni ljóða. Heiðrekur Guðmundsson Heiðrekur Guðmundsson yrkir af kunnáttu og list. Skáldskapur hans tekur ekki miklum breytingum með ámnum, en augljóst er að hann lætur ekki nýja strauma fara fram- hjá sér. Nokkur ljóðanna í Landa- mæmm em til vitnis um það. Skáldið gerir sér vissulega grein fyrir aldri sínum og að það er full- trúi tíma sem senn em liðnir. En víða er kraftur og vorhugur í ljóðun- um. Kannski er kostur þeirrá fyrst og fremst sá hve lipurlega er ort. Það getur sá einn gert sem agað hefur mál sitt uns hann ræður yfir hljóðfærinu. Skógardraumur er meðal þeirra ljóða sem ofangreind orð eiga við um. Lokalínumar lýsa Heiðreki Guðmundssyni á vegamótum: Þegar blöð á birkitijánum byija að springa út á vorin, langar þig að leita uppi leynistíg - og hverfa í skóginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.