Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 71 I HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Kristján á ferð og flugi Kang og Lee vom með flug- eldasýningu Skoruðu samtals átján mörk þegar S-Kóreumenn gerðu íslensku vöminni lífið leitt og unnu öruggan sigur, 33:28 „Þetta er búið að vera mjög erfítt og kom það niður á leik mínum með landsliðinu í kvöld. Það er kanski allt í lagi að leika fjóra leiki á sjö dögum en ferðalögin geta setið í manni. Nú fæ ég fjögurra dag frí hér heima og ætla ég svo sannarlega að njóta þeirra," sagði Kristján Arason eftir leikinn í gær- kvöldi. Hann heldur aftur utan 26. desem- ber og tekur þátt í æfíngamóti í með liði sínu Gummersbach milli hátíðanna. Hann getur því ekki leik^ ið með íslenska liðinu á Qögurra þjóða mótinu í Danmörku sem hefst 27. desember. Alfreð Gíslason og Bjami Guðmundsson verða einnig fjarri góðu gamni þar, en talið er líklegt að Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson verði með í Dan- mörku. SKYTTURN AR snaggaralegu frá S-Kóreu, Jae-Won Kang og Sang-Hyo Lee, gerðu íslend- ingum lífið svo sannarlega leitt í Laugardalshöilinni í gær- kvöldi. Þeir háðu markaeinvígi og héldu uppi flugeldasýningu - skoruðu mörk í öllum regn- bogans litum, þegar S-Kóreu- menn lögðu íslendinga að velli, 33:28. Samtals skoruðu þeir átján mörk og átti slök vörn íslendinga ekkert svar við leik þeirra. Það var sama hvernig reynt var að stöðva þá félaga, ekkert dugði. S-Kóreumenn tóku leikinn strax í sínar hendur - komust yfír, 3:0, síðan, 10:5 og þá mátti sjá, 12:5, á ljósatöflu Laugardalshallar- ■Bi innar. Þá kom smá SigmundurÓ. Ijós í leik íslenska Steinarsson landsliðsins og skrifar Valdimar Grímsson, smávaxinn og snöggur eins og S-Kóreumenn, tók Iéttan skemmtiþátt. Skoraði fimm mörk í röð. Kristján Arason bætti einu við og þá kom mark aftur frá Valda. Islendingar náðu þá að minnka muninn í tvö mörk, 13:15, en S-Kóreumenn áttu síðasta orðið í fyrri hálfíeik og voru yfír, 16:13, þegar flautað var til leikshlé.. Vamarleikur íslenska liðsins var dapur í fyrri hálfleiknum. í upphafí seinni hálfíeiksins fóru leikmenn íslenska liðsins að leiká flata vöm, 6:0, og Guðmundur Hrafnkelsson, sem varði þá markið — kastaði stríðshanskanum. Hann varði tvö langskot og eitt vítaskot. íslending- ar vom þá grimmir í vöminni og minnkuðu muninn í 14:16. Það var eins og íslendingar væm að ná tök- um á S-Kóreumönnum og mikil stemmning' var í leik þeirra. Mark- vörður S-Kóreu var þá aðeins eina hindmnin. Hann varði einnig þijú skot eins og Guðmundur. Stemmningin stóð ekki lengi yfír. Kang skoraði Qögur mörk í röð og Lee bætti því fímmta við á aðeins fjögurra mín. kafía og komu S- Kóreumönnum fimm mörk yfír, 21:16. íslensku leikmennimir vom ráðvilltir og reyndu þeir eina sókn- Morgunblaðiö/Einar Falur Þorglls Óttar Mathloson sleppur hér framhjá skyttunni Jae-Won Kang og skorar. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera góður hand- knattleiksmaður. Kristján Arason, einn okkar besti landsliðsmaður, lék í gær sinn fjórða leik á sjö dögum. Hann lék á miðvikudag og laugar- dag með liði sínu Gummersbach í þýsku deildarkeppninni og síðan með íslenska landsliðinu í gær og fyrra kvöld. Auk þess fylgja þessu mikil ferðalög sem geta verið þreyt- andi til lengdar. arlotuna að taka þá Lee og Kang úr umferð, en ekkert dugði. S- Kóreumenn héldu fímm marka forskoti sínu út leikinn og unnu ömggan sigur, 33:28. Handknattleikurinn sem boðið var upp á var hraður, en um leið aga- laus eins og alltaf vill vera þegar leikið er meira með kappi heldur en forsjá. Þau álög virðast vera á íslenska landsliðinu - að það geti ekki unnið tvo leiki í röð gegn mótheijum sínum hveiju sinni. Yfir- vegun og festu vantar í sóknarleik liðsins. Leikmenn gerðu sig seka um mörg ljót mistök. Þá er vamar- leikurinn enn stór höfuðverkur. Það sást í gærkvöldi. Margar vamar- leikaðferðir vom reyndar, en þær gengu ekki upp. Markvarslan var eftir því. Aðeins tíu skot varin - þar af tvö vítaskot. Valdimar Grimsson var sá leikmað- ur sem sýndi bestan leik. Skoraði átta mörk. Þorgils Óttar Mathiesen og Sigurður Gunnarsson áttu góða spretti. S-Kóreumenn leika mjög hraðan sóknarleik og þegar þeir Kang og Lee fá að leika lausum hala og skora mörg mörk með langskotum, kunna hinir smávöxnu leikmenn S-Kóreu sér ekki læti. Það var gam- an að sjá þá fagna unnum afrekum og hvemig þeir púrrnðu hvem ann- an upp. S-Kóreumenn em skemmti- legir handknattleiksmenn, en það er óþarfí að láta þá skora yfír 30 mörk í leik. Þeir gera það heldur ekki nema gegn slökum vömum. Island - S-Kórea 28-33 Laugardalshöll, vináttulandsleikur, þriðjudagur 22. desember 1987. Gangur leiksins: 0:3, 1:4, 3:4, 4:5, 4:7, 5:8, 5:12, 10:14, 13:15, 13:16. 14:16, 15:17, 16:21, 19:23, 20:25, 22:26, 23:27, 24:28, 25:31, 27:32, 28:33. Áhorfendur: Uppselt. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8, Sigurður Gunnarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 4/1, Guðmundur Guðmundsson 1, Geir Sveinsson 1, Atli Hilmarsson 1 og Jú- líus Jónasson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 4/1, Guðmundur Hrafnkelsson 6/1. Mörk S-Kóreu: Jae-Won Kang 10, Sang-Hyo Lee 8, Jae-Hwan Kim 6/2, Young-Dae Park 4, Young-Suk Sin 2, Suk-Chang Koh 2 og Jin-Suk Lim 1. Dómarar: Yngve Walstad og Ove Olsen frá Noregi. Þeir dæmdu ágæt- lega. Morgunblaðiö/Einar Falur Karl Þrálnsson kemst hér inn úr hominu og vippar skemmtilega yfír Jae-U Yoon, markvQfð. Hvað sögðu þeir? Vaiur Jónatansson skrifar Bogdan Kowalczyk, þjátfari „íslenska liðið spilaði ekki sem ein heild í kvöld. Alltof stuttar sóknir og einbeitingin var ekki fyrir hendi. Við spiluðum góðan handbolta fyrir Kóreumenn og þeir nýttu sér það. Við reyndum marvísleg vamar- kerfí gegn þeim sem gengu ekki upp nema þá helst 6—0-vömin sem við beittum í upphafí seinni hálfleiks. Svo er það gamla sagan að vinna tvo leiki í röð.“ Þorgils Ótlar, fyHriiAi „Leikurinn hjá okkur í kvöld var afspymulélegur. Við gerðum okk- ur seka um maraga feila í sókn og vöm. Þetta var einfaldlega slæmur dagur hjá flestum okkar. í fyrri leiknum gekk sóknarleikur- inn óvenju vel upp. Við hefðum þurft að laga vömina fyrir leikinn í kvöld, en það varð ekki og því fór sem fór.“ Valdimar Qránsson „Það má segja að slæmur kafli fyrstu mínútumar hafí slegið okk- ur út af laginu. Þeir hreinlega kaffærðu okkur fyrstu mínútum- ar. Eftir það var erfítt að ná þessu upp. Það vantaði smá heppni. Við gerðum marga feila f sókninni og áttum fjölmörg stangarskot. Ég náði mér vel á strik og það var því sorglegt að tapa þessum leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur. Við náðum okkur ekki upp eftir slaka byijun. Kóreumenn breyttu um vamarkerfí frá því í fyrri leiknum. Þeir bökkuðu nú meira og því var ekki eins mikið svigrúm inn á línunni." Kristján Arason „Þeir kaffærðu okkur strax f byij- un og það var greinilegt að fyrri leikurinn kostaði okkur of mikinn kraft. í toppæfingu eigum við að geta leikið tvo svona leiki á fullu. Kóreumenn hafa æft allt upp 6 tíma á dag og eru í betra úthaldi en við. Ég var gjörsamlega búinn í þessum leik enda var þetta minn fjórði leikur á sjö dögum með Gummersbach og landsliðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.