Morgunblaðið - 23.12.1987, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
DAGAR I
KUWAIT:
Turnar Kuwait
Að horfa á gos-
brurniana dansa
Ogalliráskautumí 30 stigahita
ÞEIRRI hugsun skaut upp í
kollinum á mér, að það hlyti
að vera gaman að vera
gosbrunnur...að minnsta kosti
ef þessi gosbrunnur skiptir i
sifeUu litum og fær að dansa
eftir alls konar músík. Hreyfir
sig af ljúfri, hvitri mýkt, þeytir
sér upp í þijátíu metra, dregur
sig hæversklega í hlé og
hverfur, og lifnar við á ný sem
stríðnisleg rauð skvetta. Svo
færist Strauss i aukana og
tilþrifin að sama skapi; og
aðaldansarinn stekkur þrjátíu
metra i loft upp, hinir teygja
sig í áttina tíl hans, sveifla sér
frá honum, nálgast hann á ný„
beygja sig, stimamjúkir og
þokkafullir eftir hljóðfallinu.
Það er kannski mjög sveitalegt
að segja það, en ég hef aldrei
nokkurn tima séð þvilika
töfrasjón. Það má vel vera, að
dansardi gosbrunnar séu viða,
en varia nokkurs staðar jafn
undursamlegir og í Kuwait.
Gosbrunnarnir voru að
dansa eftir arabiskri hljómlist,
þegar við komum. Taktur
hennar er áleitinn, þótt hann
virðist tilbreytingarlaus og
eintóna til að byija með.
Gosbrunnarnir hegðuðu sér
eftir því, bæði í litum og
hrynjandi sínum. AIIs eru þetta
271 gosbrunnur og það má geta
nærri að horfa á þetta magnaða
samspil Ijóss og lita og vatns.
Það er sem sagt sitthvað að sjá
gosbrunn eða gosbrunn. Finnst
mér.
Kuwait er ekki ferðamannaland
og það er allt með ráðum gert.
Óhugsandi er að fá vegabréfsáritun
til Kuwait á þeim forsendum, það
er raunar ýmsum vanda bundið að
fá áritun þangað. Samt er náttúr-
lega Ferðaskrifstofa kuwaitska
ríkisins og á hennar vegum er unn-
ið fjölþætt starf fyrir ferðamenn.
En bara Kuwaita. Selim Zabbal,
upplýsingafulltrúi þar, sagði að á
síðustu árum hefði meðal annars
verið komið upp veglegum tívolí-
garði í borginni, sem er undur
vinsæll. Skrifstofan hefur einnig
komið upp alls konar skemmtireit-
um og klúbbum til ýmsrar heilsu-
ræktar- og félagsstarfssemi og
seinna um daginn fór ég um þetta
svæði, með ströndinni. Þar eru líka
skemmtisneklquhafnir og var þar
að sjá marga rennilega skútuna.
Þótt olía Kuwait hafí stuðlað að
því að hér eru einhveijar hæstu
meðaltekjur í heiminum, þótti mér
fróðlegt að bera saman í huganum
Kuwait borg og Abu Dhabi í Sam-
einuðu furstadæmunum. Þar fannst
mér oft eins og olíuauðurinn væri
beinlínis rekinn upp að nefínu á
mér. Og stundum ægði öllu saman
og úr varð smekklaus óskapnaður.
Svo var engu líkara í furstadæmun-
um, að menn vildu helzt keyra á
benzunum þremur samtímis til að
ekki færi framhjá neinum, hvurs
lags ríkisfólk var á ferð.
Nú eru sum íbúðahverfí Kuwait-
borgar vissulega hin myndarle-
gustu, en ég varð ekki vör við það
óhóf, sem mér fannst setja svip á
margt í Furstadæmunum. Ég
treysti mér ekki til að segja um,
hvort olíuauðurinn hefur spillt íbú-
unum, en það var altjent ekki það
sem kom fyrst í hugann.
Ég fór að hitta herra Selim eftir
ábendingu stúlkunnar Rifu A1 Say-
er hjá upplýsingaráðuneytinu. Það
var ein af fáum tillögum Rifu, sem
var vit í. Allt vafðist fyrir henni.
Ég hafði beðið hana að útvega mér
viðtal við aðstoðarutanríkisráðher-
rann, því að aðalráðherrann var
erlendis. Hún taldi það óhugsandi
með svona stuttum fyrirvara. Ég
ákvað því að hringja sjálf í ráðu-
neytið og viti menn, ráðherrann
hefur náttúrlega tíma strax morg-
uninn eftir. Það er ekki í fyrsta
skipti, sem það kemur sér vel, að
vera frá Reykjavík, íslandi.
Ég sagði Rifu, að ég myndi sjá
um að hitta fólk án hennar ábend-
inga. En ákvað þó að fara á fund
herra Selims. Og sá ekki eftir því.
Hann reyndist mér eins drengilega
og hægt er að hugsa sér. Sagði að
það liði áreiðanlega nokkur tími,
þar til Kuwait færi að taka erlenda
ferðamenn í landið. En það væri
mikill áhugi á að hlú að aðstöðu
fyrir Kuwaita sjálfa. Svo kæmi hitt
seinna. Hann lét Siad, aðstoðar-
mann sinn, sem reyndist náttúrlega
ættaður frá Palestínu, fara með
mér í skoðunarferð, svo að ég gæti
áttað mig á borginni. Seinna efndi
hann til dýrlegs hádegisverðar í
veitingasal í Kuwaittumum. Þeir
eru eitt helzta kennileiti borgarinn-
ar og menn geta með réttu verið
Hún hafði meitt sig í puttanum
stoltir af þeim. Aðaltumamir em
tveir. sá hærri er 187 metrar og
hinn 147 metrar. Milli þeirra er
rennileg 113 metra súla.
Útsýnið af pallinum á efri tumin-
um er ofar öllum lýsingarorðum.
Manni fínnst því líkast sem Kuwait
allt sé fyrir fótum manns. Borgin
eins og dúkkubær langt fyrir neðan
og svo tekur við grár sandurinn í
fjarska.
í stærri tuminum eru þrír veit-
ingastaðir, herra Selim hafði pantað
borð í veitingasal sem er kenndur
við sjóndeildarhringinn. Það er í 82
metra hæð og þar var eiginlega
allt á boðstólum sem hugsast gat.
Og sítrónute er ágætt með rækjun-
um.
Þessir tumar Kuwait eru ekki
bara upp á skraut og til að menn
geti fallið í stafí yfír útsýninu. Þeir
eru vatnsgeymar og til að gegna
því hlutverki vom þeir reistir upp-
haflega, þó svo að hugmyndir um
veitingastaðina kæmu síðar og
fengu hinn bezta hljómgmnn. í
neðri hvelfíngu í stóra turninum em
um 1 milljón gallón af vatni og í
minni tuminum 2 milljónir. Súlan
á milli þðirra er meira upp á skraut
og þar er komið fyrir lýsingu á
tumana báða, svo að þeir em ekki
síður falleg sjón þegar dimmt er
orðið.
Ég hafði heyrt að vinsælasti
skemmtistaður ungmenna í borg-
inni væri Skautahöllin. Mér fannst
sniðug hugmynd að bregða mér í
skautahöll í Kuwait. Á nóvember-
degi, þegar hitinn var um þijátíu
stig. Skautahöllin var tekin I notkun
1980 og þar ræður ríkjum Abdul-
wahab Al-Bannay, glaðsinna
náungi og ekki jeifn formlegur í
framkomu og hann ætti að vera.
Sagði hann og hló við. Þegar hann
labbaði með mér inn í 9 stiga fros-
tið spurði hann hvort mér fyndist
þetta ekki heimilislegur kuldi. Og
trúði náttúrlega ekki eigin eymm,
þegar ég gaf honum skýrslu um
veðrið á Islandi í ár. Þar hefði sem
sé verið ógemingur að komast á
skauta í vetur vegna hlýinda. Þama
em tveir vellir og krakkar og ungl-
ingar á harðaspani. Þau þyrptust
að honum og heilsuðu herra Abdul-
wahab hrifín. Hann virtist þekkja
alla krakkana, enda sagði hann að
mörg kæm reglulega, sum á hveij-
um degi.
Abdulwahab sagði og glotti við,
að þetta væri eini samkomustaður
í öllu landinu, þar sem bæði stúlkur
og piltar væm saman. Hann sagði,
að það kæmi þó fyrir að stelpur,
sem væm að byija að læra á skaut-
um ellegar væm mjög feimnar og
óframfæmar fæm á lítinn völl ann-
ars staðar í húsinu, sem er eingöngu
fyrir kvenfólk. Það gilti einkum um
íranskar stúlkur,
Vinsældir Skautahallarinnar em
ótvíræðar, það var auðséð og krakk-
amir bmnuðu áfram, eða vom að
stíga fyrstu skrefín misjafnlega
listilega. En skemmtu sér konung-
lega. Á sumrin koma á annað
þúsund manns á dag. Stundum