Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 39 Efasemdir um að kvótafmmvarpið verði afgreitt fyrir áramót: Tvöfalt fleiri þingmenn í neðri deild en þeirri efri - segir Þórhildur Þorleifsdóttir þingflokksformaður KvennaJista FRUMVARP um stjórnun fisk- veiða verður fyrsta mál á dagskrá neðri deildar Alþingis þegar það kemur saman eftir jól en þá eru þrír þingdagar eftir fram að áramótum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er allt eins líklegt að ekki takist að afgreiða frumvarpið sem lög fyr- ir áramót því ýmsir þingmenn, aðallega frá stjórnarandstöðu, ætli að taka góðan tima i umræð- ur. Þá hefur Matthias Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar lýst yfir andstöðu við frumvarpið og aðrir stjórnar- þingmenn hafa einnig gert fyrirvara við þá grein frum- varpsins sem fjallar um smábáta. Halldór Asgrimsson sjávarút- vegsráðherra segir að ef frum- varpið verði ekki afgreitt fyrir áramót hafi það ófyrirséða erfið- leika í för með sér. Jón Kristjánsson forseti neðri deildar sagði við Morgunblaðið að þetta frumvarp yrði tekið á dagskrá fyrsta fundar deildarinnar eftir jól og hann myndi reyna að koma frumvarpinu til nefndar eins fljótt og unnt væri. í samtali við Morgun- blaðið sagði Þórhildur Þorleifsdóttir Flug gengur vel INNANLANDSFLUG hefur gengið mjög vel það sem af er desember. Veður hefur lítið hamlað flugi og fjöldi farþega er mikill. Margar aukaferðir verða farnar í kringum jólin. Flugleiðir hafa bætt inn rúmum 100 aukaferðir frá miðjum desem- ber. Nú eru brottfarir frá Reykjavík samtals 22—25 á dag. Svo dæmi sé tekið er flogið sjö til níu aukaf- erðir til Akureyrar á hverjum degi. Farþegum í innanlandsflugi Flugleiða hefur fjölgað um 15% það sem af er desember miðað við des- ember í fyrra. Andri Hrólfsson stöðvarstjóri sagðist þakka það óvenju hagstæðum flugskilyrðum. Einnig hafa póstflutningar og fraktflutningar aukist um 10%. Flogið verður á alla áætlunar- staði Flugleiða á aðfangadag og verður síðasta brottför fyrir jól skömmu eftir hádegi á aðfangadag. Þá verður flogið til Akureyrar og lendir vélin um hálf fjögur aftur í Reykjavík. Ekkert verður flogið á jóladag, en á 2. dag jóla verður fyrsta ferð klukkan 10 um morgun- inn. Hjá Arnarflugi var bætt við 25—30 aukaferðum innanlands fyr- ir jólin. Arni Yngvason fram- kvæmdastjóri innanlandsflugs sagði að talsverð farþegaaukning væri í desember ef miðað er við sama mánuð í fyrra, eða um 40%, en fraktflutningar hafa aukist um 60%. Arnarflug er með áætlunarflug til níu staða á landinu. Aætlað er að reyna að ljúka við að fljúga fyr- ir jól á Þorláksmessukvöld, en ef einhverjar seinkanir verða vegn'a veðurs getur það dregist fram á aðfangadag. Ekkert verður flogið á jóladag, en flogið verður á alla staði á 2. dag jóla. Sagði Árni að aukaf- erðum yrði bætt við eftir þörfum. formaður þingflokks Kvennalistans að þetta frumvarp væri slíkt stór- mál að hún ætti von á að margir hafí á því skoðun. „Það er komið í ljós að það eru miklar breytingatil- lögur við frumvarpið og þar að auki hafa margir stjórnarliðar lýst yfir andstöðu við frumvarpið eða hluta þess. Og þótt ekki væri nema fyrir þá staðreynd, að það eru tvö- falt fleiri þingmenn í neðri deild en efri deild, er ljóst að frumvarpið rennur ekki þar í gegn eins og hnífur í smjör,“ sagði Þórhildur. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagðist fastlega gera ráð fyrir að það takist að afgreiða kvótafrumvarpið sem lög fyrir ára- mót en þá renna núgildandi lög um stjómun fískveiða út. „Ef að það tækist ekki hefði það mjög mikla erfiðleika í för með sér sem ekki verður séð fyrir endann á. Skipin verða að fá veiðiheimildir í upphafí árs og þau hyggjast nýta þessar veiðiheimildir með ýmsum hætti. Það er enn mikil vinna eftir í þess- um málum; það á til dæmis eftir að ganga endanlega frá reglugerð- um og útbýta veiðiheimildum til skipunum og það mun taka nokk- urn tíma. Við teljum okkur þó geta unnið úr því máli liggi það fyrir að frumvarpið verði að lögum fyrir árslok," sagði HalldórÁsgrímsson. Morgunbladið/Einar Falur Myndin er tekin í nýrri áhætturannsóknadeild Rannsóknarstofu Háskólans i veirufræði að Ármúla la. Hér er unnið við sérstakt hlífðarborð. Allt loft sem er fyrir innan hlífina fer aldrei út. Það dregst upp i gegnum síu og þaðan inn í rör sem flytur það í sérs- takt lofthreinsikerfi. Allt loft úr áhætturannsóknadeildinni fer í gegnum slika hreinsun áður en því er hleypt út úr húsinu. Eyðnirannsóknir að hefjast í nýju húsnæði Eyðnirannsóknir geta hafist í nýju húsnæði Rannsóknastofu Subarubifreiðirnar frá Drammen: Við krefjumst þess að bif- reiðirnar verði skoðaðar Háskólans í veirufræði við Ár- múla la strax eftir áramót. Undanfarið hefur verið unnið að því að stilla loftræstikerfi áhætturannsóknadeildarinnar, þar sem eyðnirannsóknimar eiga að fara fram, og búið er að reyna öll tæki rannsóknastofunnar. Að sögn’Margrétar Guðnadóttur prófessors, forstöðumanns Rann- sóknastofu Háskólans í veirufræði, var húsnæði áhætturannsókna- deildarinnar innréttað fyrst og var það tilbúið fyrir allnokkru. í fyrstu var fyrirhugað að starfsemin hæfíst þar á undan öðrum deildum og voru öll tæki komin upp. En erfiðlega gekk að stilla loftræstikerfíð sem bæði er mjög flókið og viðamikið og tók það marga mánuði. Byrjað var að innrétta annan áfanga hússins í sumar og er því nú lokið. Eina sem vantar, til þess að Rannsóknarstofan geti flust í nýja húsnæðið, eru sérstök hlífðar- borð sem flutt eru inn frá Dan- mörku, en þau eru nú á leið til landsins. segir Margeir Margeirsson, einn innflytjendanna Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ein Subarubifreiðanna hífð upp úr Goðafossi í Keflavík í gær. Loðnuveiðin: Af linn á vertíðinni 314 þúsund lestir SUBARUBIFREIÐUM þeim sem fluttar vom til landsins frá Drammen í Noregi var skipað upp úr Goðafossi í Keflavík í gær. Einn fjórmenninganna sem flytja bifreiðirnar inn, Margeir Mar- geirsson, sagði að íslenska Subamumboðið hefði reynt að skaða fjórmenningana vegna inn- flutningsins. Þeir muni krefjast þess að Bifreiðaeftirlitið skoði bif- reiðimar. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri Ingvars Helga- sonar, sagði að allt hefði verið gert til að fjórmenningarnir sköð- uðust ekki. Guðni Karlsson, deildarstjóri tæknideildar Bif- reiðaeftirlitsins, sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvort bifreiðimar yrðu skoð- aðar. „Subaruumboðið hér hefur reynt að skaða okkur ijárhagslega, laga- lega, kerfislega og áróðurslega," sagði Margeir. „Við keyptum þessa Subarubíla á fijálsum markaði án nokkurra kvaða annarra en þeirra að selja þá ekki í Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Finnlandi. Okkur voru fyrst boðnar um 55 milljónir króna fyrir bifreiðimar en við vildum fá 90 milljónir króna fyrir þær. Síðast voru okkur boðnar um 62 milljónir króna en við vorum búnir að lækka okkur niður í um 63,5 milljónir króna þegar upp úr samningaviðræðunum slitnaði. Við veitum 20 til 22% afslátt á bifreiðunum frá síðasta auglýsta verði Subaruumboðsins hér. Bifreið- imar fóru allar í gang hér í Keflavík og þær em allar í góðu ástandi enda verðum við með svipaða ábyrgð á þessum bifreiðum og Subaruumboðið hér er með á þeim bifreiðum sem það selur. Við munum krefjast þess að Bifreiðaeftirlitið skoði Subambif- reiðir okkar eins og lög gera ráð fyrir," sagði Margeir. „Tilraunir framleiðenda og allra aðstandenda," sagði Júlíus Vífill, „til að endurkaupa bifreiðimar á gríðar- lega háu verði, t þeim tilgangi einum að senda þær í brotajám, sýnir að allt hefur verið gert til að flórmenn- ingamir sköðuðust ekki, heldur gætu stungið í vasann mörgum milljónum hver fyrir sig. 'Hins vegar er ekki því að leyna að með innflutningi á þessum bifreiðum, ef svo álánlega vill til fyrir íslendinga alla að bifreið- imar yrðu skráðar, skaðast fjöldi manna um upphæðir sem í heild em miklu hærri en hagnaður fjórmenn- inganna. Svo getur hver og einn velt því fyrir sér hver skaðar hvern," sagði Júlíus. SVO MÁ heita að allir sjómenn séu í landi um jól og áramót, nema þeir sem fiska fyrir er- lendan markað, að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjó- mannasambands íslands. Loðnuflotinn er nú allur kominn í land og fer ekki á veiðar á nýjan leik fyrr en eftir áramótin. Síðustu bátamir lönduðu afla sínum í lok síðustu viku og samkvæmt upplýs- ingum loðnunefndar er heildarafl- inn á vertíðinni nú kominn í rétt rúmar 314 þúsund lestir. Börkur NK er aflahæsta loðnu- skipið er jólaleyfi hefst, hefur fengið um 16.000 tonn og Jón Finnsson RE er næstur með litlu minna. Börkur hefur frá því hann hóf veiðar landað öllum afla sínum í Neskaupstað, þrátt fyrir tals- verða fjarlægð frá miðunum. Jón Finnsson hóf veiðar mun seinna en hefur landað afla sínum í Siglu- firði og því átt styttri leið milli löndunarstaðar og miðanna. Kókaínákæra eftir áramót ÁKÆRA á hendur brasiliska karlin- um, sem smyglaði um 450 grömm- um af kokaíni til íslands, verður að öllum líkindum gefin út fljótlega eftir áramót. Maðurinn situr f gæsluvarðhaldi til mánaðamóta janúar-febrúar. Maðurinn var handtekinn ásamt konu sinni þann 17. október og fund- ust í fórum hans 450 grömm af kókaíni, sem er mesta magn af efninu sem fundist hefur hér á landi. Þau hjón voru bæði úrskurðuð í gæsluvarð- hald, en konunni var sleppt, þar sem hún taldist ekki tengjast málinu. Mað- urinn ætlaði sér að flytja kókaínið til Bandaríkjanna og selja það þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.