Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 23.12.1987, Síða 21
- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 21 Nokkur orð um ullariðnaðinn eftir Sigríði Skarphéðinsdóttur Ullariðnaðurinn á íslandi er að leggja upp laupana og engirin virð- ist ætla að hreyfa hönd til þess að gera tilraun til þess að bjarga hon- um. Síðastliðin ár hefur þessi iðnaður lagt mikla vinnu og fjár- muni í það að endumýja sig, sérstaklega hvað varðar hönnun og gæði vörunnar, en allt virðist vera unnið fyrir gýg og kemur þar margt til, en þó einkum óhagstæð þróun í gengismálum og þá sérstaklega lækkun dollars og þá vaxtaokrið sem viðgengst í landinu. Lánsfé fæst ekki nema með svo óheyrileg- um kostnaði að útflutningsfyrir- tækin, sem ekki geta velt kostnaðinum sjálfkrafa út í verð vörunnar, hafa enga möguleika á að nota það. Ekki hef ég nákvæmar tölur um það hvað mörgu iðnverkafólki hefur verið sagt upp störfum á seinni helmingi þessa árs, en ég gæti trú- að að það væri ekki undir tvö hundruð manns. Það urðu mörgum mikil von- brigði þegar iðnaðarráðhera gaf þá yfirlýsingu í sjónvarpsfréttum ný- lega að ekkert væri fyrir þessi fyrirtæki að gera, þau yrðu bara að fara á hausinn, en um leið kom fram ósk hans um að hið nýja stór- fyrirtæki ríkisins og Sambandsins gæti hækkað vöru sína og að það myndi þá væntanlega sitja eitt að markaðnum. Eigendur sauma- og pijónastofa um allt land voru búnir að eiga viðræður við ráðherrann sama dag og þeir töldu að hann hefði tekið jákvætt í málaleitan þeirra. Þessi yfirlýsing ráðherrans kom þeim því algjörlega á óvart. Mér hefur verið sagt að í sátt- mála ríkisstjómarflokkanna sé málsgrein, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Vinna skal að því að styðja við bakið á litlum og meðal- stómm fyrirtækjum." Ef fram- ganga iðnaðarráðherra í þessu máli ullariðnaðarins er að standa við þessi skrifuðu orð þá er það sátt, sem ráðherrann sagði sem svar við fyrirspum starfsmanna í Iðntækni- stofnun á fundi með starfsmönnum þeirrar stofnunar, að þetta væm orð sem stæðu þama og hann vissi ekki gjörla hvað þau þýddu. Nokkur orð um það sem snýr að fólkinu sem missir vinnu sína. Auð- vitað em það að mestum hluta konur á lágum launum, svokallaðar Sigríður Skarphéðinsdóttir. „Fáið ullariðnaðinn tekin undan iðnaðar- ráðuneytinu og seijið hann undir landbúnað- arráðuneytið sem aukabúgrein, þá væri honum borgið.“ iðnverkakonur, konur sem em flest- ar fullorðnar, hafa ekki reynslu eða menntun til annarra starfa, síst af öllu til þeirra starfa sem gefa gott í aðra hönd. Konur, sem ekki ber mikið á í þjóðfélaginu, enda virðast þær ekki eiga_ marga málsvara á æðri stöðum. í áðumefndu viðtali í sjónvarpsfréttum sagði iðnaðar- ráðherrann að það væri auðvitað leiðinlegt að fólk missti vinnuna, en við því væri ekkert að gera. Ég skal segja þér, Friðrik Sophusson, það er ekki bara leiðinlegt að missa vinnu, sem maður hefur stundað í fimmtán til tuttugu ár eða meira, það er í mörgum tilfell- um skelfilegt. Auk þess að missa vinnuna missum við líka flestöll réttindi, sem við höfum áunnið okk- ur með því að vinna lengi á sama vinnustað, svo sem veikindarétt og orlofsrétt. Engin slík réttindi flytj- ast á milli vinnustaða þó svo að unnið sé áfram í sömu atvinnugrein. Ég er ein af þeim, sem fengið hafa uppsagnarbréf um síðustu mánaðamót, ásamt öllum öðrum í fyrirtækinu. Fýrirtækið er líklega 40 ára, ég er búin að starfa þar í fímmtán ár. Við erum með góða hönnun og vandaða vöru. Undan- famar vikur höfum við öll f fyrir- tækinu ásamt góðum hönnuði lagt okkur fram um að ganga frá nýjum prufum fyrir næsta ár. Við sjáum núna fram á að öll þessi vinna er einskis virði, vegna þess að ytri aðstæður eru þannig að ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri. Svo að ég víki að hinum margumtalaða nýja ullarrisa, þá er það kannski í hans þágu að allir aðrir fari á hausinn, risinn getur þá í friði haldið áfram að tapa og SIS og ríkið haldið áfram að ausa í hann peningum. Það er svo sannar- lega ekki sama hér á íslandf Jón eða séra Jón. Hvað með allt sem ríkið afskrifar hjá Utvegsbanka, Saltverksmiðju, Þörungavinnslu, hvað ef fiskvinnsla eða útgerð veinar, er þá ekki hlaup- ið upp til handa og fóta? Það stendur ekki á iðnaðarráð- herra að hlaupa til útlanda með stóriðjukjaftæði. Hvað ef allar þær milljónir, sem búið er að eyða í það, hefðu verið notaðar til þess að styrkja þann iðnað sem fyrir er í landinu? Hvað með alla þá millj- arða, sem látnir eru í landbúnaðinn, þar verður að hjálpa öllum sem veina. Að lokum eitt til ullariðnrek- enda: Fáið ullariðnaðinn tekin undan iðnaðarráðuneytinu og setjið hann undir landbúnaðarráðuneytið sem aukabúgrein, þá væri honum borgið. Höfundur er iðnverkakona. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.