Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 á Fróni sem þrauka víða upp til flalla hvað svo sem þeir verða að leggja á sig til að halda velli þar. Það er víða barátta að vera bóndi. . Og þeir eiga oft mikið undir því að póstur, sími og rafmagn bregð- ist ekki. Pósturinn kemur ekki upp að dyrum Pósturinn sem ber út í borgum rennur sitt strik á hjólinu og þarf ekki nema að rétta hendina út og stinga bréfunum í litla boxið sem stendur úti á lóð. Lúgur á hurðum þekkjast ekki og þeir sem bera út blöð og póst þurfa ekki að fara upp að dyrum eins og á íslandi. Enda er veðurfar nokkuð öðruvísi. Þó geta blöð og bréf orðið rennblaut í rigningu og ónýt ef þau standa up úr eins og stundum gerist ef enginn er heima til að líta eftir póstinum. Önnur þjónusta pósts og síma er íslendingum gamalkunnug. Ein stutt og tvær langar og þeir sem höfðu verið lengi í sömu sveit þekktu á handbragðinu hver var að hringja. Þá var spennandi að fara og lyfta upp tóli til að fá frétt- ir, jafnvel næra „Gróu á Leiti". Því var gleðin blandin hjá ýmsum íslendingum sem á seinni árum tengdust inn á sjálfvirkar stöðvar. Mörgum hefur fundist þeir vera að tapa hlunnindum að geta ekki leng- ur verið inni í hjartslætti sveitarinn- ar með því einu að lyfta upp tóli. íslendingar eru ekki einir um þetta, því hér í Ástralíu hefur siminn gegnt sama hlutverki fyrir mörg þorp og svæði inni í landi fram að þessu. En nú fer þessi mannlegi sími að heyra sögunni til. Því er þannig farið með suma hér að þó þeim finnist gott að eiga sín símtöl einir, finnst þeim þeir einnig verða sambandslausir við umhverfið þegar hann líður undir lok. Eitt af minnstu þorpum í óbyggðum Ástr- alíu, Mudamucla í Suður-Ástralíu, var nýlega tengt inn í sjálfvirkni nútímans. Og árið 1990 ætlar Telecom í Ástralíu að vera búið að koma allri þjóðinni í sjálfvirk síma- samband. En eins og þeir segja er þessi sími ekki mannlegur. Hann deilir ekki út uppskriftum, tilkyrmir ekki fæðingu nýrra þjóðfélagsþegna, kallar ekki á lækni né brunalið og hefur ekki þetta alsjáandi auga yfir mannlífinu eins og gamla kerfið gerði. Þegar hinar nýju línur höfðu ver- ið tengdar í þessu litla þorpi urðu símalínur heima hjá símastúlkunni rauðgóandi því margir vissu ekki hvemig ætti að nota þessa nýju tækni. Rafmagn íslendingi finnst skiýtið að hiti geti orsakað rafmagnsleysi. Við sem helst höfum kynnst rafmagns- leysi þegar „Kári“ hefur verið í essinu sínu með miklu frosti og roki. Hér er rafmagn framleitt með olíu og gasi og er oft nokkuð rykkj- ótt. Undirrituð hefur fengið að finna fyrir því þegar dyntir í rafmagni hafa rænt hana því sem hún hafði sett á skjá, en ekki haft rænu á að geyma nógu títt. Það eru örvar sem fara um rafmagnslínur og tmfla svo nauðsynlegt er að hafa sérstök tæki fyrir tölvur sem vetja þær fyrir þessum trufiunum. Á heitum sumardögum, þegar allir hafa loftkælingu í gangi og nóg er að gera við íssölu, á rafkerf- ið það til að gefast upp með til- heyrandi afleiðingum. Og þessa daga í lok október jókst rafmagns- notkun úm fimmtíu prósent vegna loftkælingar sem er meira en jafn- vel yfir veturinn þegar fólk hefur rafmagnsofna í gangi. Það er áreiðanlega óskemmtilegt að vera með mörg hundruð lítra af bráðnum ís í kringum sig á degi sem getur verið um þijátíu til fjöru- tíu stiga heitur. Alla vega hlyti umhverfið að vera litskrúðugt þar sem ís er í ótal litum. Eins hlýtur að vera svekkjandi að vera með tæknibúnað fyrir landbúnað í gangi, standa uppi rafmagnslaus og verða að gera allt í höndum. Ekki síst þegar náttmyrkrið hefur hellst yfir og þurrkur gerir að verkum að hættulegt er að kveikja eld. Allir hafa við eitthvað að beijast. Það getur jafnvel orðið of heitt við ströndina svo þar verði fámennt eins og á þessari mynd. Matthildur Bjömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Veður er sígilt umræðuefiii næst- um hvar sem er í heiminum, þó mynstur þess sé oft breytilegt frá einu landi til annars og sannarlega frá eirini heimsálfu til annarrar. Meirihluti jarðarbúa á allt sitt að einhveiju leyti undir veðrinu þó misjafiit sé hve bein áhrif það hafi á sjálfa afkomu þeirra. Við íslendingar höfum átt mikilla hagsmuna að gæta varðandi veðrið og það sérstaklega hvað varðar þá atvinnuvegi sem lengst af hafa ver- ið kallaðir undirstöðuatvinnuveg- imir. Landbúnaður og sjávarútveg- ur. Það sama á við hér í Ástralíu sem einnig fær að finna fyrir áhrifum veðurguða rétt eins og aðrir staðir jarðar. Þegar ísland er óðum að hverfa á bak við dimmu skammdegis og einstaklingar þjóðarinnar keppast við að gleyma sjálfum sér í áhuga- verðum málefnum til að finna síður fyrir áhrifum myrkurs, er daginn að lengja hér á suðurhveli ásamt því að verða heitari. En hann lengir ekki á sama hátt og okkar með því að verða bæði bjartara á morgnana og kvöldin. Hann lengist mest á kvöldin en dagsbii -1 er aldrei lengur en sextán og hálfan til sautján tíma en er styst um níu tíma. Á stysta degi ársins sem er tutt- ugasta og fyrsta júní kemur sólin upp um sjö um morguninn en sest klukkan sjö mínútur fyrir fimm. Á lengsta degi ársins sem er þann 21. desember kemur sólin upp nítján mínútur fyrir fimm um mörguninn og sest sjö mínútur yfir sex að kvöldi. Að krókna úr kulda eða stikna úr hita Hér í Adelaide hafa verið einir heitustu októberdagar sem um get- ur í sögunni. Þijá daga samfellt um mánaðamót okt,—nóv. hefur hitinn verið rétt í kringum §örutíu stig. Fyrsta daginn var hann þijátíu og sjö stig, næsta dag, laugardag, fór hann upp í þijátíu og níu stig og í dag, sunnudaginn fyrsta nóvembier, er reiknað með að verði fjörutíu stiga hiti. Á slikum dögum er ómet- anlegt að hafa loftkælikerfí, sem þó ekki allir hafa. Þá er í fá hús ~ að venda því það er mun óhægara um vik að kæla sig niður hér en að hita upp hús á íslandi þegar frostið bítur. Það er aðeins hægt með því að stinga sér í sundlaug eða undir kalda sturtu eða bað sem þó er skammgóður „kælir" í ókældu húsi. Og svo auðvitað að stunda stöðuga drykkju kaldra drykkja. Á Islandi hefur þó alltént verið „Þegar ísland er óðum að hverfa á bak við dimmu skammdegis og einstaklingar þjóðar- innar keppast við að gleyma sjálfum sér í áhugaverðum málefn- um til að finna síður fyrir áhrifum myrkurs, er daginn að lengja hér á suðurhveli ásamt því að verða heitari.“ hægt að hækka hitann þegar frost hefur bitið og hverfa inn í eigin hugmyndaheim með aðstoð bókar eða einhvers annars. í hitanum er það ekki eins auðvelt og fólk langar tæplega að hreyfa sig meira en nauðsyn krefur og sumir eiga erfitt með að einbeita sér, þó ekki sé nema yfir bók. Ýmsar reglur gilda um umgengni um glugga og dyr á slíkum dögum til að koma í veg fyrir að hleypa hitanum „inn“. Þessa heitu daga má segja að varla sjáist sála á ferli því enginn fer út í hitann að nauðsynjalausu nema þeir harðgerðustu sem hafa mest hitaþol. Fáir fara í gönguferð eða dvelja úti í garði nema til að vökva plöntur. Það er yfirleitt ekki gert fyrr en sólin fer að síga tii viðar því annars myndu rætur tijáa og blóma soðna. Ef hiti fer eitthvað upp fyrir fjörutíu stig eru böm stundum send heim úr skólum rétt eins og þegar stórhríð lemur glugga á íslandi, og böm eru ýmist ekki send í skóla eða send heim. Mér er einnig sagt að mest sé að gera á myndbandaleigum á heit- um dögum þegar fólk kúrir inni í loftkældum húsum. Afleiðingar óblíðr- ar veðráttu Fyrir mánuði síðan eða svo var þó annað uppi á teningnum því þá geisaði mikill stormur með hagléli hér yfir Suður-Ástralíu og eyðilagði mikinn hluta ávaxtauppskeru, ekki síst vínbeija. Höglin vom á stærð við meðalsnjóbolta og voru gler- hörð. Það ásamt næturfrostum sem komu snemma í vor, í september, hafa valdið miklum skaða. Er áætl- að að tapið geti orðið allt að fimmtíu milljónum ástralskra doliara ein- ungis vegna vfnbeija því nú geta þeir ekki staðið við samninga sem gerðir hafa verið um sölu á víni. Og komræktendur tala um sjö millj- ón dollra tap vegna veðursins. Nú hefur fólki verið ráðlagt að flárfesta í vínbirgðum sem til eru frá síðasta ári því það litla sem til verði á næsta ári verði mjög dýrt. En þurrkur er ekki síður algengt vandamál hér í Ástralíu. Fyrir því hafa íbúar í þorpinu Bowen í Queenslandi heldur betur fundið því þar hefur ekki rignt í níu ár. Og þriðjungur búfjár svæðisins hefur drepist vegna þess. Sú öfuga veður- farsþróun hefur orðið að það hefur rignt í eyðimörkinni en ekki upp til flalla eins og venjan hefur verið og plöntur fyrir áttatíu milljónir dollara á ári. Fyrir þá sem þó enn halda kyrru fyrir þó þeir hafi tapað tveim þriðju hluta eigna sinna getur það þrátt fyrir allt þýtt að þeir verði að flýja á brott. En það er erfitt fyrir þá sem sitja á jörðum sem hafa verið eign sömu ijölskyldu kynslóðum saman. Þeir allrahörðustu ætla enn að þrauka og gera allt tiltækt til að halda þeim bústofni við sem enn er á lífi. Einn bóndinn, Mr. Dale Smith Vatnsdælur og tankar eins og algengt er að sjá við ástralska sveitabæi. Koma þó að litlu gagni þegar ekkert er vatnið til að dæla. nú hafa nokkrir bændur rekið bú- fénað sinn niður á eyðimörkina. En ávaxtabændur geta ekki notað þá aðferð. Ein straumharðasta á Ástralíu, áin Dan í Bowen í Queenlandi, hef- ur þomað upp og þurrkurinn hefur gert út af við stóran hluta búfjár á svæðinu. Hola sem bændur þessa svæðis voru vanir að sækja vatn sitt í er nú komin fjóra metra niður fyrir sjávarmál. Veðurfræðingar búast alveg eins við öðru þurrkaári og jafnvel fleimm. Ekkert vatn þýðir að engin ræktun verði á svæði sem hefur framleitt mangó og aðrar að nafni, sagði að það eiha sem hann hefði getað gert væri að gæta bústofnsins og að enginn möguleiki hefði verið til að veija tíma til við- halds á húsakosti, girðingum né öðru. Ekki væru neinir peningar. Við horfum' á reikninginn hækká endalaust vegna kostnaðar við skepnumar sem við verðum að ala á komi og molassa sem kostar okk- ur þijú þúsund dollara á viku. Við kvörtum þó ekki, þetta er það sem fyigir því að búa hér og hér em allir á sama báti. Svo sagði hinn æðmlausi ástr- alski bóndi og minnti mig með því á hið sama eðli andfætlinga sinna Það sem gestsaugað sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.