Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 t Föðursystir mín, GUÐNÝ LÝÐSDÓTTIR, Ásenda13, andaðist 6. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Stefánsdóttir. t Móðir okkar og amma, STEINUNN BENEDIKTSDÓTTIR frá Vallá á Kjalarnesi, andaðist mánudaginn 21. desember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Margrét Jakobsdóttir, Bjarni Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir, GUÐBRANDUR JÓHANNSSON, Hvassaleiti 20, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 22. desember 1987. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Stefánsdóttir, Kári Fanndal Guðbrandsson. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, ÓLAFUR HLÍVARR JÓNSSON kaupmaður, Dalalandi 2, lést í Landspítalanum 21. desember. Elfn Þórarinsdóttir, Sigurlaug M. Ólafsdóttir, Jón Þ. Ólafsson, Hjördís F. Ólafsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓN DÁNÍELSSON forstjóri, frá Garðbœ í Grindavfk, andaðist i Landspítalanum að kvöldi 21. desember. Loftur Jónsson, Eyrún Samúelsdóttir, Danfel Jónsson, Birna Bjarnadóttir, Elías B. Jónsson, Elín Jónsdóttir, Inga Jónsdóttir, Birgir Davfðsson. t STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Hraunbraut 45, Kópavogi, andaðist í sambýlinu Skjólbrekku þriðjudaginn 22. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 15.00. Gísli Guðmundsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Ingvar Bjarnason, Baldvin Guðjónsson, Halla Stefánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Þórunn Kristjánsdóttir, •'atrín Guðjónsdóttir, Jón H. Stefánsson, Sveinn Gfslason, Jóhannes Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkonan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA HJÁLMARSDÓTTIR, Espilundi 4, Garðabæ, sem andaðist 21. desember verður jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn 28. desember kl. 13.30. Vilhjálmur Þorláksson, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Símon Pálsson, Sveinn Vilhjálmsson, Guðmunda Inga Forberg, Hilmar Vilhjálmsson, Kári Vilhjálmsson, Vilhjálmur Styrmir Sfmonarson. t Alúðarþakkir til allra þeirra er áuðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengda- móður, ömmu og systur, GRÉTU BALDVINSDÓTTUR, Stapasfðu 13 G, Akureyri, Eiður Eiðsson, Auður Þorsteinsdóttir, Ásdfs Eiðsdóttir, Haraldur Örn Arnarson, A.uður Eiösdóttir, Sveinn Benediktsson, Birna Eiðsdóttir, Walter Ehrat, Baldvin Hreinn Eiðsson, Sofffa Pétursdóttir, Eiður Guðni Eiðsson, Harpa Dís Haraldsdóttir og systkini hinnar látnu. Kveðjuorð: Hermann Ágústs son Reyðarfirði Fæddur 23. júní 1908 Dáinn 25. nóvember 1987 Við andlát vinar míns og félaga, Hermanns Agústssonar, hrannast minningar liðins tíma upp. Ég man hann fyrst þá er hann fluttist til Reyðarfjarðar árið 1944. Þá eins og ævinlega voru það prúðmennsk- an og hógværðin, sem prýddu þennan góða dreng í daglegri um- gengni við samferðafólkið. Hermann Ágústsson fæddist 23. júní 1908 að Langhúsum í Fljótsdal í N-Múlasýslu. Foreldrar hans_ voru Vilhelmína Eiríksdóttir og Ágúst Jónsson, bóndi á Langhúsum. Hann féll frá árið 1910, þegar Hermann var aðeins eins og hálfs árs gam- all. Systkini átti hann þrjú og gefur það augaleið, að erfíðir tímar biðu móðurinnar með bomin sín fjögur. En það var ekki gefist upp. Tíminn leið og sveinninn ungi óx úr grasi. Hann varð snemma læs, þrátt fyrir stutta skólagöngu í æsku. Og áreiðanlega hefur þessi næmi piltur oft hugsað um frekari skólagöngu og framhaldsmenntun. Það var ekki áhlaupaverk á þessum tímum fyrir fátæka unglinga að bijótast til mennta. En það bjarmaði af nýjum degi í skólamálum íslendinga með tilkomu héraðsskólanna. Ný von vaknaði í brjósti hins unga manns. Sumarið 1930 eftir 22 ára sam- fellda dvöl á æskuheimili sínu réði hann sig sem vinnumaður til Péturs Jónssonar bónda á Egilsstöðum. Og þá um haustið settist Hermann í yngri deild Laugarvatnsskólans, vann við bústörf í Reykjavík sumar- ið 1931 og lauk prófí frá skólanum vorið 1932. Þótt Hermann væri ekki marg- orður um dvöl sína á þessu menntasetri fremur en um margt annað í lífí sínu, fann ég oft í við- ræðum við hann, að hann naut dvalarinnar í ríkum mæli. Næstu ár stundaði Hermann ýmis störf á heimaslóðum svo sem kaupavinnu og vegavinnu. Á árunum 1941—1944 bjó Her- mann ásamt konu sinni, Sigríði Stefánsdóttur, á Valþjófsstað og síðan á Arnaldsstöðum þar til þau fluttu til Reyðarfjarðar 1944 sem áður segir. Þar stundaði Hermann verslun- ar- og skrifstofustörf hjá Kaup- félagi Héraðsbúa óslitið til ársins 1983 að undanskildum árunum 1966—1971, erþau hjón áttu heima á Akureyri. Þar gegndi Hermann skrifstofustörfum hjá Mjólkursam- lagi KEA. Örfá orð um lífshlaup þess manns segja lítið. Maðurinn á bak við þau var hins vegar sérstakur. Hann var prýðilega greindur, skáldmæltur vel og söngvinn, en svo hlédrægur, að manni þótti oft nóg um. Starfsmaður var hann ágætur. Á vinnustað mátti hann ekki vamm sitt vita fremur en annars staðar. Hann hafði skýra og fagra rithönd, snyrtimaður í hvívetna. Hann gaf sig ekki mikið að fé- lagsmálum. Hins vegar munaði um framlag Hermanns, þegar á hólm- inn var komið. Ég minnist hans sérstaklega frá vetrinum 1948—49 hér á Reyðarfírði. Við stofnuðum lítinn karlakór og þar var hann hinn trausti liðsmaður. Hermann hafði góða söngrödd og óvenjulega vítt raddsvið. Þannig gat hann bæði sungið tenór og bassa. í kirkjukómum söng hann um áraraðir. Og hér sem annars staðar voru það samviskusemin og skyldu- ræknin, sem einkenndu manninn. í stjómmálum hafði Hermann ákveðnar skoðanir. Hann var sam- vinnumaður góður og studdi Framsóknarflokkinn svikalaust. En því fór víðs fjarri, að hér væri öfga- maður á ferð, enda hefði það verið í ósamræmi við eðli hans og gerð alla. Þjóðlegum fróðleik, skáldskap og bókmenntum unni Hermann af heil- um hug. Sjálfur var hann vel skáldmæltur, en flíkaði því lítt. Sem betur fer hafa þó varðveist eftir hann nokkrar vísur í bókinni Aldrei gleymist Austurland, sem út kom árið 1949. Um gæðinginn Skol, yrkir hann: Ágætlega á við Skol ísi lagður vangur. Fer þá saman flýtir, þol, fjðr og snilligangur. t Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við fráfall og útför fóstru minnar, STEINUNNAR EIRÍKSDÓTTUR frá Berghyl, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirði. Bára Kjartansdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, HILMARS LUDVIGSSONAR bakarameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgaesludeildar Borgarspítalans fyrir mjög góða umönnun. Sveiney Þormóðsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ' EGILS GESTSSONAR tryggingarmiðlara, Klapparbergi 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Borgarspitalanum sem annaðist hann í veikindum hans þar. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Örn Egilsson, Lonni Egilsson, Höskuldur Egilsson, Soffía Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Egilsdóttir, Lárus Svansson, Margrét Þ. Egilsdóttir, Óskar Smári Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hestamaður var Hermann ágæt- ur og átti marga dýrðlega daga á hestbaki með góðum félögum. í mínum fórum eru fáeinar vísur eftir hann, sem hann sendi föður mínum, en þeir voru góðir vinir og ortust á meðan báðir lifðu. Þar er á ferðinni græskulaust gaman blandað mátulegri stríðni hvors í annars garð. Faðir minn hafði oft orð á því, hversu mikill ágætismað- ur Hermann væri að allri gerð. Skulu Hermanni nú færðar bestu þakkir fyrir órofa vináttu hans í garð föður míns. Við spilafélagar Hermanns sökn- um nú vinar í stað. Við „græna borðið" var hann hrókur alls fagn- aðar. Hann var ágætur spilamaður, útsjónarsamur og hygginn, en jafn- framt glettinn og gamansamur. Þakkaðar skulu nú allar ánægju- stundimar á heimili þeirra Sigríðar og Hermanns. Þangað var gott að koma. Gestrisni og hlýja sátu þar í öndvegi. Á heimili þeirra dvaldi tengda- móðir Hermanns, Guðrún Magnús- dóttir, þar til hún lést fyrir fáum árum. Þá hefur Skarphéðinn Þorsteins- son frá Þuríðarstöðum löngum dvalið á heimili þeirra. Þegar hann nú lítur yfir farinn veg er honum efst í huga þakklæti fyrir vináttu þeirra alla tíð. Sigmar Ó. Jónsson frá Reyðarfírði ólst svo upp að hluta til hjá þeim öllum. Hermann Ágústsson lést 25. nóv. sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Það féll í minn hlut að fylgja honum þangað í síðustu ferð- ina. Þótt ég vissi vel um veikindi hans óraði mig ekki fyrir því, að þetta yrðu okkar síðustu samfundir. Við ræddum liðna atburði og hann var veitandinn í þeim samræð- um. Hann sagði vel frá. í raun lék hann á als oddi, þrátt fyrir veikindi sín. Þannig var hann. Hann kvart- aði ekki og vildi gera sem minnst úr eigin vanda. • Við tókumst í hendur við sjúkra- húsdymar. Það var hlýtt handtak og gott. Ég sé hann fyrir mér bein- an í baki og bjartan yfírlitum hverfa inn fyrir dymar. Það stafaði af honum hlýju og minningar hins liðna streymdu fram í hugann. Þannig lauk kynnum mínum af þessum góða dreng og þannig er gott að minnast hans. Hermann Ágústsson var kvaddur frá Reyðarfjarðarkirkju laugardag- inn 28. nóvembersl., en jarðsunginn frá Valþjófsstaðarkirkju laugardag- inn 5. desember sl. að viðstöddu fjölmenni. Hermann var kominn heim þar sem hann hvílir í mjúkri mold Fljóts- dalsins fagra, sem hann unni hugástum og orti til á eftirfarandi hátt: Meðan tala má, ég skal muna dalinn friða, græna bala, blómaval bjarkasali víða. Það fer vel á því, að Hermann, vinur minn, Ágústsson eigi hér síðasta orðið. Þau lýsa honum vel. Sigríði Stefánsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hans, svo og öðrum vin- um og vandamönnum sendum við Anna innilegar samúðarkveðjur. Jafnframt þökkum við áralöng kynni við þennan heiðursmann. Blessuð sé minning Hermanns Ágústssonar. Guðmundur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.