Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýa: en að halda jólaprédikunina stand- andi í dyrunum. Jólaboðskapurinn var nýr á þessum stað. Fólkið hafði bara nýlega heyrt, að Guð hefði gerst maður og að það hefðu verið dýra- hirðar eins og það, sem fengu fyrstir að heyra tíðindin. Einhvem tíma fyrir löngu höfðu spámenn þjóðflokksins spáð því, að frelsari myndi koma, sem lækna myndi alla sjúkdóma og gefa öllum mönnum eilíft líf. Fréttir um, að hann væri þegar fæddur og hefði fæðst fyrir mörg hundruð ámm, fékk marga til að sperra eyrun. Gat það verið satt? Hvers vegna hafði hann þá ekki komið fyrr til þeirra? Þessi gamli boðskapur var nýr fyrir flestum kirkjugesta. Það var gott að tala til þessa fólks. Það var opið og jákvætt og hlustaði af mikilli athygli. Enginn jólasveinn var til staðar til að stela senunni! Skyndilega varð prestur- inn fyrir árás skæðrar vespu, em stakk hann í kinnina í miðri préd- ikun! Eftir smáhlé hafði hann jafnað sig og hélt áfram. — Þetta var sannur gleðiboðskapur fyrir mörgum, en ýmsir þurftu að hugsa málið. Á eftir guðsþjónustuna var jóla- veisla, fyrsta sinnar tegundar í hreppnum. Hún samanstóð af kjöti og hrísgtjónum, mat sem flestir gátu sjaldan eða aldrei veitt sér. Gleðin var mikil. * Islenskjól Það var orðið áliðið, þegar ég hélt heim á leið. Gul síðdegissólin skein á fallega nýviðgerða kofana í grenndi við heimili okkar, em voru málaðir í alls konar fallegum litum. Á mörgum voru málaðar myndir, sumar mjög fallegar. Fólkið setur nýtt lag af leir í kof- ana fyrir jólin í staðinn fyrir það, sem rigningin þvoði af, því að þá er regntíminn búinn og því von til, að húsin haldist falleg að minnsta kosti fram í mars eða apríl. Veislan í kirkjunni á kristni- boðsstöðinni var búin og allir famir heim. Kvöldið áður á að- fangadagskvöld höfðu unglingam- ir í kómum sýnt sinn hefðbundna helgileik um fæðingu Jesú um klukkustundar langan. Kvöldið eftir sýndu þeir IV2 klukkutíma langt leikrit um týnda soninn, fært inn í nútímaaðstæður. Heima biðu íslenskir gestir. Hangikjöt frá íslandi var á borð- um. Í stofunni var jólatré úti í homi. Kerti og jólaskraut, sem bömin höfðu búið til skreyttu hús- ið. Kvöldið áður höfðum við tekið upp jólagjafír frá íslandi. Þegar líða tók á kvöldið hlustuðum við á Fagnaðarboðskapur jólanna er víða nýr í Pókothéraði. Þanmg byija flestir söfnuðir. Menn safnast saman undir skuggsælu tré. Trjádrumbur og steinar þjóna hlutverki kirkjubekkja. Um 2.500 miiljónir manna þekkja ekki gleði- tíðindi jólanna. Tími kristniboðs er því langt frá þvi liðinn. Ljósm./Kjartan Jónsson Jól á afrískri grund Regnið steyptist niður, og bíllinn dansaði á glerhálum moldarveginum. Hvernig ætli þetta gangi? Skyldi bfllinn kom- ast alla leið? Svona hugsanir fylltu huga minn á leiðinni til einnar af útkirkjunum mínum á jóladag fyrir nokkrum árum á meðan ég reyndi aUt, sem ég gat, tíl að halda bUnum á veginum og sneiða hjá verstu drullupyttunum. Aftur í voru nokkrir spariklæddir farþegar, sem höfðu fengið að sitja í, svo og prédikarinn. Enginn hafði átt von á rigningu á þessum árstíma. Þetta ár var ekkert öðruvísi en önnur, og nátt- úran var komin í jólabúninginn sinn, sviðin af steikjandi heitri hitabeltissólinni. Sumir kúabænd- ur voru í þann mund að flytja kýmar upp í Ijöllin, þar sem enn var grænt gras. Þetta kom því flatt upp á alla. Frá því á að- fangadagskvöld og langt fram á jóladag rigndi eins og á stóra regntímanum. Regn er blessun, og hví átti það vel við, að það skylöi rigna á sjálfum jólunum. Bændumir vom án efa himinlif- andi, en hún olli okkur ökumönn- unum óneitanlega nokkrum erfíðleikum! Framundan var skæð brekka, gömul vinkona frá fyrri regntím- um. Skyldi mér takast að leika á hana? Ég steig þéttingsfast á bensínið og jók hraðann éins mik- ið og ég þorði. í fyrstu gekk allt vel, og bíllinn færðist lengra og lengra upp í mót, en að lokum seig hann út í ræsi við vegarbrún- ina og sat þar fastur. Farþegamir litu hver á annan. Þeir skildu, hvað þetta þýddi og án þess að segja orð, fóru þeir út að ýta. Um síðir sigruðum við brekkuna og gátum haldið ferðinni áfram, en skór farþeganna voru ekki eins fínir og áður! Á leiðarenda komumst við. Áfangastaðurinn var lítill, fátækur söfnuður á þurri sléttu. Þar rignir að jafnaði svo lítið, að uppskeran bregst alltaf. Þeir heppnustu fá bara að smakka örlítið á því, sem þeir vonuðust til að yrði góð upp- skera. Fójkið á margar kýr og geitur. Geitumar em aðalgjald- miðlillinn, seldar til að kaupa maískom. Fólk er margt fomt í hugsun. Kýmar em undirstaða lífsins að mati karlmannanna og sá eini auður, sem er einhvers virði. Það má því sverfa illilega að, svo að einhver þeirra verði seld og andvirðisins notið. Húsa- kosturinn er lélegur, fléttaðir veggir og moldarþök, sem em ekki þau ákjósanlegustu í rign- ingu. Sterkur söngur við taktfast klapp barst á móti okkur, þegar við stigum út úr bílnum. Björt rödd forsöngvarans skar sig úr. Sönggleðin var mikil, enda er söngur í miklum hávegum hafður á meðal Pókotmanna. Margir vom mættir, svo að litla húsið var troð- fuilt. Presturinn sá ekki annað ráð „Erum við nokkuð búin að týna jólunum? Heið- ingjar I Japan halda margir jól, vegna þess að það er gaman að gera sér dagamun á miðjum vetri. Sönn jólagleði er að þekkja persónulega þann, sem fæddist í fjárhúsinu forðum og lifa með honum dag hvern. Fyrir þeim ein- um hefur það einhverja merkingu, að sveinninn fæddist á meðal kinda í Betlehem, þá, að Guð, skapari heimsins, íklæddist mannlegu holdi til að tjá okkur ást sína.“ t - Ijósm./Kj artan Jónsson Nútímakofi. Bárujám hefur komið í stað grassins. Búið er að setja mold í nokkra veggi, þ.e. búið er að „steypa“. Síðan þarf að „grófpússa“, „ffnpússa“ og mála. Ljóam./Kjartan Jónsson Pókotmenn geta sungið endalaust. Hér syngur yngsta kynslóðin gleðisöng jólanna, sem þeir hafa nýlega lært. Ávallt er klappað i takt við sönginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.