Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987
Borgarráð:
Umhverfi Tjamar-
innar rannsakað
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að fram skuli fara
ítarlega athuguná vatnasviði Tjarnarinnar ng var borgarstjóra
falið að leita eftir samstarfi og þátttöku innlendra sem erlendra
aðila, sem besta þekkingu þykja hafa í þessum efnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði lögðu á fundi borgar-
ráðs fram tvær tillögur, er varða
lífríki og umhverfí Tjamarinnar.
Sú fyrri er þess eftiis, að borgarráð
samþykki að fela borgarstjóra að
kynna Náttúruvemdarráði hug-
myndir Reykjavíkurborgar að
byggingu ráðhúss við norðurenda
Tjamarinnar. Þessi tillaga var
samþykkt með ágreiningi.
Síðari tillagan, sem samþykkt
var samhljóða, var svohljóðandi:
„Borgarráð samþykkir að láta fara
fram athugun á vatnasviði Tjam-
arinnar. Einkum skal athugað með
hvaða hætti endumýjun vatns í
Tjöminni á sér stað, hvaða áhrif
framtíðarbyggingar Háskólans
'geti haft í þeim efnum, svo og
þýðing þess að flugvallarsvæðið
og umhverfí þess sé í óbreyttri
mynd, annars vegar og hins vegar
hver áhrif þess yrðu, ef flugvöllur
yrði lagður niður og íbúða- og þjón-
ustubyggð yrði skipulögð á þessu
svæði. Jafnframt skal kannað sam-
hengi náttúrlegs umhverfís Tjam-
arinnar við það dýralíf sem þar
þrífst. Enn fremur skal skoðað,
hvemig stemma megi stigu við
vaxandi leðjufyllingu í Tjöminni,
án þess að skaða það dýralíf sem
henni tengist."
Morgunblaðið/Þorkell
Sparisjóði Hafnarfjarðar árnað heilla
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar hélt upp á 85 ára afmæli sitt í húsakynnum sínum við StrandgötU
I Hafnarfirði í gær. Fjölmenni var í afmælisveislunni og komu þar margir Hafnfirðingar til að
árna afmæiisbarninu heilla, enda hefur Sparisjóðurinn verið snar þáttur í framfara- og atvinnu-
sögu Hafnarfjarðar á þessari öld.
VEÐURHORFUR í DAG, 23.12.87
YFIRLIT á hódegi í gnr: Yfir Grænlandi er 1.025 mb hæð en lægöa-
svæði norð-austur af landinu fjarlægist. Á Grænlandshafi er
aðgerðaiftil og minnkandi 975 mb lægð en allmikll 965 mb lægð
um 1.500 km suð-vestur I hafi hreyfist norð-norð-austur I átt til
landsins. Vlða verður dálítið frost I kvöld og fram eftir nóttu en
síðan fer veður hlýnandi.
SPÁ: Vaxandi suð-austan- og austanótt, vlða hvasst og rigning.
Veður fer hlýnandi,
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á AÐFANGADAG: Austan- og norð-austanátt og fremur
kalt. Él á Vestfjörðum og Norðurlandi en skúrir eða slydduél ó
Suður- og Austurlandi. Elnna helst þurrt á Vesturlandl.
HORFUR Á JÓLADAG: Fremur hæg austan- og norð-austanótt og
kalt. Dálítil él víð noröur- og norð-austurströndina en annars vlðast
þurrt.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: • Vindörin sýnir vind- -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka
Hálfskýjað / / / * / * 5 5 5 Þokumóða Súld
Sl(ýiað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * R Þrumuveður
VK VEÐUR VÍBA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fal. tíma Mtl vaður Akureyri 2 léttskýjað Reykjavlk 1 akýjað
Bergan 7 skúr
Helsinki +17 snjókoma
JanMayen +2 snjókoma
Kaupmannah. 8 lóttskýjað
Narsaaraauaq +1« helðskfrt
Nuuk +10 léttakýjað
Osló 1 þokumóða
Stokkhólmur +1 snjókoma
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 18 heiðakfrt
Amsterdam 8 Mttskýjað
Aþena 12 skýjað
Barceiona 14 mlstur
Berlfn 8 súld
Chlcago 1 snjóéi
Feneyjar 3 þoka
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 7 skýjað
Hamborg 8 léttskýjað
LasPalmas 20 léttskýjað
London 9 léttskýjað
Los Angeles 9 helðsklrt
Lúxemborg 7 þokumóða
Madrfd 8 þoka
Malaga 18 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal +2 léttskýjað
NewYork 3 helöskfrt
Parfs 8 þoka
Róm 14 þokumóða
Vín 8 súld
Washlngton +1 súld
Winnipeg +18 hálfskýjað
Valencla 16 rykmlstur
Menntamálaráð:
Einar Laxness
framkvæmdastjóri
Menntamálaráðherra hefur
ráðið Einar Laxness, cand.mag.,
framkvæmdastjóra Menntamála-
ráðs og Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs. Menntamálaráð mælti
samhljóða með ráðningu hans á
fundi 14. desember síðastliðinn.
Einar Laxness er fæddur árið
1931. Hann lauk cand. mag.-prófí
I sagnfræði og dönsku frá Háskóla
íslands árið 1959 og stundaði um
skeið framhaldsnám I Kaupmanna-
höfn. Hann hefur verið kennari frá
1961, fyrst í gagnfræðaskóla, en
frá 1966 við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Þar hefur hann verið
deildarstjóri við sögudeild undan-
farin ár.
Einar Laxness hefur gefíð út
nokkur frumsamin rit og annast
ritstjóm nokkurra verka. Hann átti
sæti í Menntamálaráði 1963 til
1956 og 1978 til 1987. Hann var
formaður Menntamálaráðs á árinu
1978 til 1983.
Alls sóttu 14 um starfíð. Þeir
voru auk Einars Birgir Þorvaldsson,
Einar Laxness
Jón Ormar Ormsson, Knútur Bru-
un, Páll Skúlason lögfræðingur,
Sigurður G. Þorsteinsson, Stefán
ólafsson og Valdimar J. Magnús-
son. Sex umsækjendur óskuðu
nafnley.ndar.
Amfetamínframleiðsla:
Mönnunum sleppt
MENNIRNIR tveir, sem hand-
teknir voru vegna framleiðslu
amfetamíns i ibúð annars
þeirra, hafa nú verið látnir
lausir. Rannsókn málsins stend-
ur þó enn.
Mennimir voru handteknir um
miðjan desember og fundust tæki
og efni til amfetamínframleiðslu í
íbúð annars þeirra, auk nokkurs
magns af fullunnu amfetamíni.
Talið er að framleiðslan hafi stað-
ið nokkuð lengi. Samkvæmt
upplýsingum fíkniefnadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík þótti ekki
ástæða til að halda mönnunum
lengur, þó rannsókn sé ekki lokið.
Þá situr enn í gæsluvarðhaldi
einn maður, sem stóð að innflutn-
ingi á 10,7 kílóum af hassi, sem
falið var í málningardósum. Öðr-
um manni og konu hefur verið
sleppt úr haldi og fer rannsókn
málsins senn að ljúka.
Eldri kona rænd
FULLORÐIN kona varð fyrir
þvi óláni á mánudagskvöld að
tveir ungir menn rændu af
henni handtösku hennar og
hlupu á brott. í töskunni voru
skilríki konunnar, ávísanahefti
og um 6—8.000 krónur í pening-
um.
Konan var á gangi eftir Berg-
staðastræti um kl. 19 á mánudag.
Skyndilega komu tveir ungir
menn, sem konan telur vera 16-18
ára, að hlið hennar og reif annar
þeirra töskuna af henni. Síðan
tóku piltamir til fótanna og hurfu
út I myrkrið. Taska konunnar er
rauð, með axlaról. Þeir sem geta
gefið einhveijar upplýsingar um
atburðinn eru beðnir um að hafa
samband við rannsóknarlögreglu
ríkisins, sem vinnur að málinu.