Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.12.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 Borgarráð: Umhverfi Tjamar- innar rannsakað BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að fram skuli fara ítarlega athuguná vatnasviði Tjarnarinnar ng var borgarstjóra falið að leita eftir samstarfi og þátttöku innlendra sem erlendra aðila, sem besta þekkingu þykja hafa í þessum efnum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu á fundi borgar- ráðs fram tvær tillögur, er varða lífríki og umhverfí Tjamarinnar. Sú fyrri er þess eftiis, að borgarráð samþykki að fela borgarstjóra að kynna Náttúruvemdarráði hug- myndir Reykjavíkurborgar að byggingu ráðhúss við norðurenda Tjamarinnar. Þessi tillaga var samþykkt með ágreiningi. Síðari tillagan, sem samþykkt var samhljóða, var svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að láta fara fram athugun á vatnasviði Tjam- arinnar. Einkum skal athugað með hvaða hætti endumýjun vatns í Tjöminni á sér stað, hvaða áhrif framtíðarbyggingar Háskólans 'geti haft í þeim efnum, svo og þýðing þess að flugvallarsvæðið og umhverfí þess sé í óbreyttri mynd, annars vegar og hins vegar hver áhrif þess yrðu, ef flugvöllur yrði lagður niður og íbúða- og þjón- ustubyggð yrði skipulögð á þessu svæði. Jafnframt skal kannað sam- hengi náttúrlegs umhverfís Tjam- arinnar við það dýralíf sem þar þrífst. Enn fremur skal skoðað, hvemig stemma megi stigu við vaxandi leðjufyllingu í Tjöminni, án þess að skaða það dýralíf sem henni tengist." Morgunblaðið/Þorkell Sparisjóði Hafnarfjarðar árnað heilla SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar hélt upp á 85 ára afmæli sitt í húsakynnum sínum við StrandgötU I Hafnarfirði í gær. Fjölmenni var í afmælisveislunni og komu þar margir Hafnfirðingar til að árna afmæiisbarninu heilla, enda hefur Sparisjóðurinn verið snar þáttur í framfara- og atvinnu- sögu Hafnarfjarðar á þessari öld. VEÐURHORFUR í DAG, 23.12.87 YFIRLIT á hódegi í gnr: Yfir Grænlandi er 1.025 mb hæð en lægöa- svæði norð-austur af landinu fjarlægist. Á Grænlandshafi er aðgerðaiftil og minnkandi 975 mb lægð en allmikll 965 mb lægð um 1.500 km suð-vestur I hafi hreyfist norð-norð-austur I átt til landsins. Vlða verður dálítið frost I kvöld og fram eftir nóttu en síðan fer veður hlýnandi. SPÁ: Vaxandi suð-austan- og austanótt, vlða hvasst og rigning. Veður fer hlýnandi, I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á AÐFANGADAG: Austan- og norð-austanátt og fremur kalt. Él á Vestfjörðum og Norðurlandi en skúrir eða slydduél ó Suður- og Austurlandi. Elnna helst þurrt á Vesturlandl. HORFUR Á JÓLADAG: Fremur hæg austan- og norð-austanótt og kalt. Dálítil él víð noröur- og norð-austurströndina en annars vlðast þurrt. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: • Vindörin sýnir vind- -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað / / / * / * 5 5 5 Þokumóða Súld Sl(ýiað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * R Þrumuveður VK VEÐUR VÍBA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fal. tíma Mtl vaður Akureyri 2 léttskýjað Reykjavlk 1 akýjað Bergan 7 skúr Helsinki +17 snjókoma JanMayen +2 snjókoma Kaupmannah. 8 lóttskýjað Narsaaraauaq +1« helðskfrt Nuuk +10 léttakýjað Osló 1 þokumóða Stokkhólmur +1 snjókoma Þórshöfn 6 skýjað Algarve 18 heiðakfrt Amsterdam 8 Mttskýjað Aþena 12 skýjað Barceiona 14 mlstur Berlfn 8 súld Chlcago 1 snjóéi Feneyjar 3 þoka Frankfurt 10 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 8 léttskýjað LasPalmas 20 léttskýjað London 9 léttskýjað Los Angeles 9 helðsklrt Lúxemborg 7 þokumóða Madrfd 8 þoka Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal +2 léttskýjað NewYork 3 helöskfrt Parfs 8 þoka Róm 14 þokumóða Vín 8 súld Washlngton +1 súld Winnipeg +18 hálfskýjað Valencla 16 rykmlstur Menntamálaráð: Einar Laxness framkvæmdastjóri Menntamálaráðherra hefur ráðið Einar Laxness, cand.mag., framkvæmdastjóra Menntamála- ráðs og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Menntamálaráð mælti samhljóða með ráðningu hans á fundi 14. desember síðastliðinn. Einar Laxness er fæddur árið 1931. Hann lauk cand. mag.-prófí I sagnfræði og dönsku frá Háskóla íslands árið 1959 og stundaði um skeið framhaldsnám I Kaupmanna- höfn. Hann hefur verið kennari frá 1961, fyrst í gagnfræðaskóla, en frá 1966 við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þar hefur hann verið deildarstjóri við sögudeild undan- farin ár. Einar Laxness hefur gefíð út nokkur frumsamin rit og annast ritstjóm nokkurra verka. Hann átti sæti í Menntamálaráði 1963 til 1956 og 1978 til 1987. Hann var formaður Menntamálaráðs á árinu 1978 til 1983. Alls sóttu 14 um starfíð. Þeir voru auk Einars Birgir Þorvaldsson, Einar Laxness Jón Ormar Ormsson, Knútur Bru- un, Páll Skúlason lögfræðingur, Sigurður G. Þorsteinsson, Stefán ólafsson og Valdimar J. Magnús- son. Sex umsækjendur óskuðu nafnley.ndar. Amfetamínframleiðsla: Mönnunum sleppt MENNIRNIR tveir, sem hand- teknir voru vegna framleiðslu amfetamíns i ibúð annars þeirra, hafa nú verið látnir lausir. Rannsókn málsins stend- ur þó enn. Mennimir voru handteknir um miðjan desember og fundust tæki og efni til amfetamínframleiðslu í íbúð annars þeirra, auk nokkurs magns af fullunnu amfetamíni. Talið er að framleiðslan hafi stað- ið nokkuð lengi. Samkvæmt upplýsingum fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík þótti ekki ástæða til að halda mönnunum lengur, þó rannsókn sé ekki lokið. Þá situr enn í gæsluvarðhaldi einn maður, sem stóð að innflutn- ingi á 10,7 kílóum af hassi, sem falið var í málningardósum. Öðr- um manni og konu hefur verið sleppt úr haldi og fer rannsókn málsins senn að ljúka. Eldri kona rænd FULLORÐIN kona varð fyrir þvi óláni á mánudagskvöld að tveir ungir menn rændu af henni handtösku hennar og hlupu á brott. í töskunni voru skilríki konunnar, ávísanahefti og um 6—8.000 krónur í pening- um. Konan var á gangi eftir Berg- staðastræti um kl. 19 á mánudag. Skyndilega komu tveir ungir menn, sem konan telur vera 16-18 ára, að hlið hennar og reif annar þeirra töskuna af henni. Síðan tóku piltamir til fótanna og hurfu út I myrkrið. Taska konunnar er rauð, með axlaról. Þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar um atburðinn eru beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögreglu ríkisins, sem vinnur að málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.