Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 23.12.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 ■ TERRY Venables keypti sinn fyrsta leikmann, sem stjóri Totten- ham, í fyrrakvöld. Hann greiddi utandeildafélaginu Weymouth 100 þúsund pund fyrir markvörðinn Peter Guthrie. Hærri upphæð hef- ur ekki verið greidd fyrir leikmann fra'utandeildaliði. ■ JOHN O’Neill, sem Norwich keypti frá QPR í síðustu viku fyrjr 100 þúsund pund, á á hættu að ~>þurfa að hætta að leika knatt- spymu. Hann meiddist illa á hné í sínum fyrsta leik með Norwich á föstudaginn og sagðist læknir liðs- ins aldrei hafa séð hné eins illa útleikið. O’Neill er 29 ára vamar- maður og hefur verið fastur leik- maður í norður-írska landsliðinu. ■ ÓSKAR Fríðþjófsson sigraði í keppni án forgjafar á jólágolfmóti Nesklúbbsins, sem fram fór um helgina. Gísli Halldórsson, heið- ursforseti ÍSÍ, sigraði í keppni með forgjöf, Jón Svan Sigurðsson hafnaði í 2. sæti og Eyjólfur Bjarnason í því þriðja. 30 keppend- ur tóku þátt. Ji ÓLAFUR Egilsson sigraði í golfmóti GR um helgina, hlaut 29 punkta. Jóhann Friðbjörnsson fékk einnig 29 punkta, Lúðvík Lúðviksson varð í 3. sæti með 28 punkta og Rósmundur Jónsson í því íjórða með sama skor. 57 kepp- endur tóku þátt. ■ HANNES Guðmundsson var endurkjörinn formaður GR á aðal- fundi félagsins fyrir skömmu. Aðrir í stjóm eru Garðar Eyland, vara- formaður, Guðmundur Björnsson, ritari, Rósmundur Jónsson, gjald- ,*fc’keri og meðstjómendur þeir Geir Svansson, Ólafur Jónsson og Eyjólfur Jónsson. í varastjóm eru Bjarni Ragnarsson, Hallgrímur Ragnarsson og Jóhanna Ingólfs- dóttir. MDAVE Righetti, kastari í homabolta, fékk tilboð frá Tokyo Giants í Japan upp á 10 milljón dollara (tæplega f|ögur hundruð milljón íslenskra króna) fyrir næstu tvö árin, en kappinn sagði nei takk. Þetta er hæsta tilboð, sem leikmað- ur í hópíþrótt hefur fengið. ■ MÁNASKIN Sigga frænda (MSF) setti tvö íslandsmet í lið- skeilu í áskorendaleik gegn lands- liðinu um helgina. Liðið fékk 815 ■*%tig, sem er hæsta skor í leik í lið- skeilu go heildarskorið var 2239 stig. ■ EPIC Mombaert, þjálfari París St. Germain var rekinn frá félaginu um helgina, eftir að hann hafði verið þjálfari í aðeins 53 daga. ■ MANFRED BurgsmUller, sóknarleikmaðurinn gamalkunni hjá Werder Bremen, heldur upp á 38 Ara afmælið sitt á morgnn, með því að skrifa undir nýjan samning - sem gerir ráð fyrir því að hann verði enn á ferðinni, á skotskónum sínum, þegar hann verður 40 ára. Burgsmiilier hefur skorað 205 mörk í Bundesligunni. Aðeins Gerd gg^liiller, Klaus Fischer og Jupp Heynckes hafa skorað fleirri mörk. „Burgsmúller er einn af bestu leik- mönnunum sem hafa leikið í Bundesligunni," sagði Ottó Reh- hagel, þjálfari Bremen í gær. Annar gamalkunnur kappi á 38 ára afmæli í vikunni, eða á sunnudag- inn. Það er Fischer, sem leikur með Bochum. JVmór áritar Arnór Guðjohnsen, knatt- spyrnukappi hjá Anderlecht í Belgíu mun árfta bókina „Arnór - bestur í Belgíu“ sem Víóir Sigurðsson blaðamaður hefur skráð, í Pennanum við Hallar- múla ídag, Þorláksmessu, milli TBÍílukkan 13.00 og 15.00. lan Rush, markaskorarinn mikli, hefur ekki ná sér á strik hjá Juventus. JÚDÓ Tveir 17ara júdómenn fengu svarta beltið Tveir ungir og efnilegir júdó- menn úr Armanni fengu svarta beltið á dögunum. Það eru þeir Helgi Júlíusson og Eiríkur Ingi Kristinsson, sem eru aðeins 17 ára og því yngstu íslendingamir sem hafa fengið svarta beltið. Viðar Guðjohnsen var 18 ára þegar hann fékk svarta beitið. Þeir féiagar æfa nú á fullum krafti með landsliðinu og beijast um sæti í 65 kg flokki í landslið- inu sem tekur þátt í Norður- landamótinu í OIsó í apríl. Næsta stórmót í júdó, sem fer fram hér á landi, verður 15 ára afmælismót Júgósambandsins, 23. janúar. KNATTSPYRNA / ENGALAND Fátt getur stöðvað „Rauða herinn“ lan Rush á stóran þátt ívelgengni Liverpool Liverpool hefur örugga forustu í Englandi og fátt virðist geta komið í veg fyrir að þetta f rœga félag tryggi sér Englands- meistaratitilinn enn eitt árið. Rætt hefur verið um að lan Rush hafi ekki skilið eftir sig stórt skarð þegar hann fór til Juventus á ftalíu. „Rauði her- inn“ hafi aldrei verið öflugri en einmitt nú þegar Rush leikur ekki með honum. eir sem halda því fram hafa gleymt því að Liverpool fékk þrjár milljónir sterlingspunda fyrir Ian Rush. Fyrir hluta af þeim pen- ingum hafa leikmenn eins og John Aldridge, Ray Houghton og ensku landsliðsmennimir John Bames og Peter Beardsley verið keyptir til Anfield Road. Allt leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel. Þessir leik- menn væru ekki hjá Liverpool ef Ian Rush hefði ekki verið seldur. Á þessu sést að Rush á þó nokkuð í velgengni Liverpool-liðsins. Rush er aftur á móti óhamingjusamur hjá Juventus, þar sem hann hefur ekki náð sér á strik. Hann hefur aðeins skorað þijú mörk fyrir félag- ið - eitt í 1. deildarkeppninni og tvö í bikarleik, gegn smáfélagi. Eins og stendur þá hefur Juventus borg- að eina millj. sterlingspunda fyrir hvert mark sem Rush hefur skorað fyrir félagið. „Ég sé ekki að neitt félag geti stöðvað Liverpool. Leikmenn liðsins vinna mjög vel saman og leika ár- angursríka knattspymu," sagði Howard Wilkinson, framkvæmda- stjóri Sheffield Wednesday. Steve Ogrizovic, markvörður Co- John Barnes hefur leikið vel með Liverpool. ventry, sagði á dögunum, að Liverpool-liðið væri ósigrandi. „Það félag sem ætlar sér að leggja Li- verpool að velli þarf að ná að sýna toppleik á sama tíma og leikmenn Liverpool leiki illa. Vömin er sterk hjá liðinu og sóknarleikurinn vel útfærður." George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, sagði að það yrði erfitt að vinna upp hið góða forskot sem Liverpool hefur náð. „Það er hægt á löngum tíma. Nú um jólin kemur fram hvort að félög eins og Arse- nal, Nottingham Forest, Manchest- er United eða Everton nái að höggva á forskot Liverpool, eða hvort að Liverpool nái að auka for- skot sitt. Eg sé ekki önnur félög en þessi fjögur sem geta veitt Li- verpool keppni,“ sagði Graham. Það verður mikið að gera hjá knatt- spymumönnum í Englandi um jólin. Leikin verður heil umferð 26. des- ember, síðan 28. des., 1. og 2. janúar. Liverpool leikur fyrst úti gegn Oxford, síðan tvo heimaleiki - gegn Newcastle og Coventry, og loks útileik gegn Derby. Ekkert af þessum liðum ættu að ógna leik- mönnum Liverpool verulega, þannig að þeir ættu ekki að fara í jólakött- inn í ár. KNATTSPYRNA „Dýrt að fa Brasilíu- menn til íslands" ■ ■ ’ ' ’ .■■'■■■’..' - segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ. Brasilíu- menn leika í Kaupmannahöfn 1989 Brasilfumenn hafa samþykkt að leika vináttulandsleik í knattspyrnu gegn Dönum í Kaupmannahöfn 1989. Knatt- spyrnusamband Danmerkur á þá aldarafmæli og vilja Dan- ir bjóða upp á það besta. Brasilíumenn hafa verið mjög eftirsóttir gestir f Evrópu, enda leika þeir léttleikandi og skemmtilega knattspymu. Þeir hafa oft farið í keppnisferðir um Evrópu á undanfömum árum og þá hafa áhorfendur fjölmennt á völlinn til að sjá þá leika. „Nei, við höfum ekki haft það inn f myndinni hjá okkur að fá Barsi- iíumenn hingað til íslands. Það hefur verið reynt, en þar sem Brasilfumenn taka mikla peninga fyrir að leika vináttulandsleiki, varð ekkert úr því,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knatt- spymusambands fslands. Það mun kosta Dani mikla pen- ingafúlgu að fá Brasilíumenn í heimsókn. Þeir vonast til að að Idrætsparken í Kaupmannahöfn verði þéttsetinn þegar þeir ieika. Völlurinn tekur um 50 þús. áhorf- endur. Þess má geta að Laugar- dalsvöllurinn tekur aðeins rúmlega 16 þús. áhorfendur. KNATTSPYRNA Morgunblaöið/Einar Falur Atll Helgason tekur við viðurkenn- ingu frá Gunnari Guðmundssyni, formanni knattspymudeildar KR. Atli Helgason þjáHari Í30ár Fékk viðurkenn- ingu frá KR ATLI Helgason, sem hefur þjálfað drengja- og unglingalið í knattspyrnu meira og minna síðan 1950, hætti þjálfun í haust. Hann þjálfaði lengst af hjá KR og um helgina verðlaun- aði stjórn knattspyrnudeildar KR Atla fyrir vel unnin störf. Atli byijaði að þjálfa 19 ára „vegna veikinda," eins og hann orðaði það, „og til að gera eitthvað, því læknir bannaði mér að halda áfram að æfa.“ Síðan hafa flestir knattspymumenn KR notið kennslu hans, en auk þess þjálfaði hann tvö ár hjá Víkingi og önnur tvö hjá Aftureldingu. „Þegar strákamir sögðu að ég hefði þjálfað pabba þeirra ákvað ég að hætta þegar þeir segðu að ég hefði þjálfað afa þeirra," sagði Atli, þegar hann tók við viðurkenningu frá stjóm knattspymudeildar KR. Atli hefur kennt mörgum undir- stöðuatriði íþróttarinnar og lið undir hans stjóm hafa náð frábæmm árangri. „Af mörgu er að taka, en einna ánægðastur er ég með árang- ur á sterkum unglingamótum í Danmörku. Ég hef farið með fímm lið þangað til keppni og ávallt sigr- að,“ sagði Atli, en hann hefur starfað að undanfömu í drengja- nefnd KSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.