Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 71

Morgunblaðið - 23.12.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987 71 I HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Kristján á ferð og flugi Kang og Lee vom með flug- eldasýningu Skoruðu samtals átján mörk þegar S-Kóreumenn gerðu íslensku vöminni lífið leitt og unnu öruggan sigur, 33:28 „Þetta er búið að vera mjög erfítt og kom það niður á leik mínum með landsliðinu í kvöld. Það er kanski allt í lagi að leika fjóra leiki á sjö dögum en ferðalögin geta setið í manni. Nú fæ ég fjögurra dag frí hér heima og ætla ég svo sannarlega að njóta þeirra," sagði Kristján Arason eftir leikinn í gær- kvöldi. Hann heldur aftur utan 26. desem- ber og tekur þátt í æfíngamóti í með liði sínu Gummersbach milli hátíðanna. Hann getur því ekki leik^ ið með íslenska liðinu á Qögurra þjóða mótinu í Danmörku sem hefst 27. desember. Alfreð Gíslason og Bjami Guðmundsson verða einnig fjarri góðu gamni þar, en talið er líklegt að Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson verði með í Dan- mörku. SKYTTURN AR snaggaralegu frá S-Kóreu, Jae-Won Kang og Sang-Hyo Lee, gerðu íslend- ingum lífið svo sannarlega leitt í Laugardalshöilinni í gær- kvöldi. Þeir háðu markaeinvígi og héldu uppi flugeldasýningu - skoruðu mörk í öllum regn- bogans litum, þegar S-Kóreu- menn lögðu íslendinga að velli, 33:28. Samtals skoruðu þeir átján mörk og átti slök vörn íslendinga ekkert svar við leik þeirra. Það var sama hvernig reynt var að stöðva þá félaga, ekkert dugði. S-Kóreumenn tóku leikinn strax í sínar hendur - komust yfír, 3:0, síðan, 10:5 og þá mátti sjá, 12:5, á ljósatöflu Laugardalshallar- ■Bi innar. Þá kom smá SigmundurÓ. Ijós í leik íslenska Steinarsson landsliðsins og skrifar Valdimar Grímsson, smávaxinn og snöggur eins og S-Kóreumenn, tók Iéttan skemmtiþátt. Skoraði fimm mörk í röð. Kristján Arason bætti einu við og þá kom mark aftur frá Valda. Islendingar náðu þá að minnka muninn í tvö mörk, 13:15, en S-Kóreumenn áttu síðasta orðið í fyrri hálfíeik og voru yfír, 16:13, þegar flautað var til leikshlé.. Vamarleikur íslenska liðsins var dapur í fyrri hálfleiknum. í upphafí seinni hálfíeiksins fóru leikmenn íslenska liðsins að leiká flata vöm, 6:0, og Guðmundur Hrafnkelsson, sem varði þá markið — kastaði stríðshanskanum. Hann varði tvö langskot og eitt vítaskot. íslending- ar vom þá grimmir í vöminni og minnkuðu muninn í 14:16. Það var eins og íslendingar væm að ná tök- um á S-Kóreumönnum og mikil stemmning' var í leik þeirra. Mark- vörður S-Kóreu var þá aðeins eina hindmnin. Hann varði einnig þijú skot eins og Guðmundur. Stemmningin stóð ekki lengi yfír. Kang skoraði Qögur mörk í röð og Lee bætti því fímmta við á aðeins fjögurra mín. kafía og komu S- Kóreumönnum fimm mörk yfír, 21:16. íslensku leikmennimir vom ráðvilltir og reyndu þeir eina sókn- Morgunblaðiö/Einar Falur Þorglls Óttar Mathloson sleppur hér framhjá skyttunni Jae-Won Kang og skorar. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera góður hand- knattleiksmaður. Kristján Arason, einn okkar besti landsliðsmaður, lék í gær sinn fjórða leik á sjö dögum. Hann lék á miðvikudag og laugar- dag með liði sínu Gummersbach í þýsku deildarkeppninni og síðan með íslenska landsliðinu í gær og fyrra kvöld. Auk þess fylgja þessu mikil ferðalög sem geta verið þreyt- andi til lengdar. arlotuna að taka þá Lee og Kang úr umferð, en ekkert dugði. S- Kóreumenn héldu fímm marka forskoti sínu út leikinn og unnu ömggan sigur, 33:28. Handknattleikurinn sem boðið var upp á var hraður, en um leið aga- laus eins og alltaf vill vera þegar leikið er meira með kappi heldur en forsjá. Þau álög virðast vera á íslenska landsliðinu - að það geti ekki unnið tvo leiki í röð gegn mótheijum sínum hveiju sinni. Yfir- vegun og festu vantar í sóknarleik liðsins. Leikmenn gerðu sig seka um mörg ljót mistök. Þá er vamar- leikurinn enn stór höfuðverkur. Það sást í gærkvöldi. Margar vamar- leikaðferðir vom reyndar, en þær gengu ekki upp. Markvarslan var eftir því. Aðeins tíu skot varin - þar af tvö vítaskot. Valdimar Grimsson var sá leikmað- ur sem sýndi bestan leik. Skoraði átta mörk. Þorgils Óttar Mathiesen og Sigurður Gunnarsson áttu góða spretti. S-Kóreumenn leika mjög hraðan sóknarleik og þegar þeir Kang og Lee fá að leika lausum hala og skora mörg mörk með langskotum, kunna hinir smávöxnu leikmenn S-Kóreu sér ekki læti. Það var gam- an að sjá þá fagna unnum afrekum og hvemig þeir púrrnðu hvem ann- an upp. S-Kóreumenn em skemmti- legir handknattleiksmenn, en það er óþarfí að láta þá skora yfír 30 mörk í leik. Þeir gera það heldur ekki nema gegn slökum vömum. Island - S-Kórea 28-33 Laugardalshöll, vináttulandsleikur, þriðjudagur 22. desember 1987. Gangur leiksins: 0:3, 1:4, 3:4, 4:5, 4:7, 5:8, 5:12, 10:14, 13:15, 13:16. 14:16, 15:17, 16:21, 19:23, 20:25, 22:26, 23:27, 24:28, 25:31, 27:32, 28:33. Áhorfendur: Uppselt. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8, Sigurður Gunnarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 4/1, Guðmundur Guðmundsson 1, Geir Sveinsson 1, Atli Hilmarsson 1 og Jú- líus Jónasson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 4/1, Guðmundur Hrafnkelsson 6/1. Mörk S-Kóreu: Jae-Won Kang 10, Sang-Hyo Lee 8, Jae-Hwan Kim 6/2, Young-Dae Park 4, Young-Suk Sin 2, Suk-Chang Koh 2 og Jin-Suk Lim 1. Dómarar: Yngve Walstad og Ove Olsen frá Noregi. Þeir dæmdu ágæt- lega. Morgunblaðiö/Einar Falur Karl Þrálnsson kemst hér inn úr hominu og vippar skemmtilega yfír Jae-U Yoon, markvQfð. Hvað sögðu þeir? Vaiur Jónatansson skrifar Bogdan Kowalczyk, þjátfari „íslenska liðið spilaði ekki sem ein heild í kvöld. Alltof stuttar sóknir og einbeitingin var ekki fyrir hendi. Við spiluðum góðan handbolta fyrir Kóreumenn og þeir nýttu sér það. Við reyndum marvísleg vamar- kerfí gegn þeim sem gengu ekki upp nema þá helst 6—0-vömin sem við beittum í upphafí seinni hálfleiks. Svo er það gamla sagan að vinna tvo leiki í röð.“ Þorgils Ótlar, fyHriiAi „Leikurinn hjá okkur í kvöld var afspymulélegur. Við gerðum okk- ur seka um maraga feila í sókn og vöm. Þetta var einfaldlega slæmur dagur hjá flestum okkar. í fyrri leiknum gekk sóknarleikur- inn óvenju vel upp. Við hefðum þurft að laga vömina fyrir leikinn í kvöld, en það varð ekki og því fór sem fór.“ Valdimar Qránsson „Það má segja að slæmur kafli fyrstu mínútumar hafí slegið okk- ur út af laginu. Þeir hreinlega kaffærðu okkur fyrstu mínútum- ar. Eftir það var erfítt að ná þessu upp. Það vantaði smá heppni. Við gerðum marga feila f sókninni og áttum fjölmörg stangarskot. Ég náði mér vel á strik og það var því sorglegt að tapa þessum leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur. Við náðum okkur ekki upp eftir slaka byijun. Kóreumenn breyttu um vamarkerfí frá því í fyrri leiknum. Þeir bökkuðu nú meira og því var ekki eins mikið svigrúm inn á línunni." Kristján Arason „Þeir kaffærðu okkur strax f byij- un og það var greinilegt að fyrri leikurinn kostaði okkur of mikinn kraft. í toppæfingu eigum við að geta leikið tvo svona leiki á fullu. Kóreumenn hafa æft allt upp 6 tíma á dag og eru í betra úthaldi en við. Ég var gjörsamlega búinn í þessum leik enda var þetta minn fjórði leikur á sjö dögum með Gummersbach og landsliðinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.