Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 13 Yfirlit yfir álagningu söluskatts/virðisaukaskatts í aðildarríkjum OECD 1) Fjöldi Almennt Hæsta Lægsta Skattur á brýnustu Til samanburðar: Heildarskatttekjur hins opinbera í hlutfalli við skattþrepa skattþrep þrep þrep matvæii landsframleiðslu 2) I. Virðisaukaskattur 1. Danmörk (EB) 1 % 22,0 % % % 22,0 % 50,3 2. Noregur 1 20,0 20,0 49,9 3. Svíþjóð 1 23,5 23,5 52,2 4. Finnland 1 19,0 (0,0) 3) 38,6 5. Nýja-Sjáland 1 10,0 10,0 34,3 6. V-Þýskaland (EB) 2 14,0 7,0 7,0 37,4 7. Holland (EB) 2 20,0 6,0 6,0 46,1 8. Bretland (EB) 2 15,0 0,0 0,0 39,1 9. Austurríki 3 20,0 32,0 10,0 10,0 42,3 10. Grikkland (EB) 3 18,0 36,0 9,0 (9,0) 35,1 11. írland(EB) 3 25,0 0,0 0,0 40,2 12. Lúxemborg (EB) 3 10,0 2,0 2,0 41,5 13. Portúgal (EB) 3 16,0 30,0 8,0 0,0 30,6 14. Spánn(EB) 3 ' 12,0 33,0 6,0 6,0 30,3 15. Frakkland (EB) 4 18,6 33,3 5,5 5,5 45,1 16. ítalía(EB) 4 18,0 38,0 2,0 - 2,0 34,7 17. Tyrkland 4 12,0 0,0 0,0 16,1 18. Belgía(EB) 6 19,0 33,0 1,0 6,0 46,9 II. Söluskattur 19. ISLAND 1 25,0 25,0, 29,1 20. Kanada 1 12,0 0,0 33,9 21. Sviss 1 6,2 0,0 31,1 22. Ástralía 3 20,0 30,0 10,0 0,0 30,3 23. Bandaríkin4) - - - - - 29,2 24. Japan4) - - - - - 28,0 1) Hér er almennt miðað við álagningn söluskatts á vörur í ársbyijun 1987. í flestum tilvikum eiga þessar upp- lýsingar líka við um útselda þjónustu, nema á íslandi og í Svíþjóð, en þar er lægra skattþrep, 12% á tiltekinni þjónustu. Tölur fyrir ísland taka þó mið af ákvæðum nýrra söluskattslaga, sem komu til framkvæmda í upp- hafi þessa árs. 2) Yfirleitt miðað við árið 1986 skv. upplýsingum frá OECD. Til samanburðar má nefna, að skatthlutfallið hér á landi er skv. afar lauslegum áætlunum talið 29,1% árið 1987 og gæti nálgast 31,5% árið 1988. 3) I Finnland er stuðst við söluskatt með virðisaukaskattsniði, þ.e. endurgreiðslukerfi til þess að koma í veg fyrir uppsöfnun skatts á hinum ýmsu framleiðslustigum. Kjötvörur og mjólkurvörur eru undanþegnar skatti á fyrsta stigi framleiðslunnar, en ekki hinum síðari. Vegna sérstakra endurgreiðslureglna á þessum vörum má þó heita, að þær séu því sem næst skattfijálsar á endanlegu sölustigi. 4) I Bandarikjunum er ekki lagður á almennur söluskattur, heldur einungis í einstökum fylkjum. í Japan er enginn söluskattur innheimtur. Heimild: OECD, Working Papers No. 40: Tax Reform in OECD Countries, ágúst 1987. þessu. Með öðrum orðum, hvemig dæmið lítur út á mælikvarða vísitölu- flölskyldunnar. Þá kemur í ljós, að framfærslukostnaður þessa heimilis breytist ekki, þegar öll útgjöld þess eru tekin með í reikninginn. 5. Hvað hækkar matar- kostnaður heimilanna mikið? Það er auðvitað ljóst, að matvæla- liðurinn hækkar nokkuð með álagn- ingu söluskatts á allar matvörur nú um áramótin. Þessi hækkun er talin geta orðið um 7% að meðaltali. Astæðan fyrir því, að matvælaliður- inn hækkar ekki meira, þrátt fyrir álagningu söluskatts á öll matvæli, er meðal annars sú, að ýmsar mikil- vægustu matvörur heimilanna eins og mjólk, smjör, skyr og dilkakjöt hækka alls ekki í verði. Auk þess hækkar fiskur einungis um 10% og sama gildir um flestar aðrar kjötvör- ur, egg og osta. Þess vegna er það alls ekki rétt, sem ýmsir hafa gefið í skyn, að matvörur hækki um fjórð- ung. Þær hækka um 7%. 6. Hvað eru þetta miklar fjárhæðir? Ef við lítum aftur á vísitölufjöl- skylduna, mælist þessi 7% hækkun á matvælaliðnum í kringum 1.800 krónur á mánuði, rúmlega 20 þúsund krónur á heilu ári. Á móti þessu vegur hins vegar jafnmikil lækkun á öðrum neysluvörum, þannig að heild- arframfærslukostnaður þessa meðal- heimilis ætti ekki að hækka vegna þessara breytinga. Auk þess má nefna, að byggingar- kostnaður mun lækka nokkuð við þessar breytingar. Þar með lækkar lánskjaravísitalan — eða a.m.k. dreg- ur úr hækkun hennar — um rúmlega hálfa prósentu. 7. En hvað með önnur heim- ili? Heimili lágtekjufólks, einstæðra foreldra, eldra fólks? Vega matarútgjöld þeirra ekki þyngra en hjá meðalfjölskyldunni? Koma þessi heimili ekki verr út úr þessum breytingum? Hækkun á verði matvæla kemur náttúrulega ekki jafnt við pyngju allra heimila. Barnmargar fjölskyld- ur og tekjulág heimili veija stærri að fólk missti vinnuna en við því væri ekkert að gera.“ Eins og fram kemur hér að fram- an kom þetta ekki fram í viðtalinu, en auðvitað er það ekkert gaman- mál að missa vinnuna. í sumum tilfellum getur það verið skelfilegt eins og Sigríður segir í grein sinni. Við erum þó svo lánsöm að búa við næga atvinnu, jafnvel er skortur á vinnuafli, og er atvinnuástandið því sem betur fer ekki eins slæmt hér á landi og víða í nágrannalöndum okkar, þar sem atvinnuleysi ríkir. Ullarrisinn og námskeið fyrir iðnverkafólk Sigríður hefur horn í síðu „ullar- risans" og segir í grein sinni, „þá er það líklega í hans þágu að allir aðrir fari á hausinn, risinn getur þá í friði haldið áfram að tapa og SÍS og ríkið haldið áfram að ausa í hann peningum." Þessi tvö fyrirtæki voru einmitt sameinuð til þess að freista þess að bæta reksturinn og meðal ann- ars til þess að koma í veg fýrir að „ausa þyrfti í þau peningum“ og að nokkur hundruð manns misstu atvinnu sína. Rétt fyrir jól við lok námskeiðs í fata- og vefjariðnaði, sem haldið var fyrir forgöngu samtaka at- vinnuveitenda og launþega í grein- inni og var styrkt af opinberu fé, sagði ég m.a.: „Vel menntað og þjálfað starfs- fólk er sennilega einhver besta trygging fyrir því að fyrirtæki geti aukið sína samkeppnishæfni og verðmætasköpun í þeirri sam- keppni sem nú ríkir hvarvetna. Það er mín von að samskipti aðila vinnumarkaðarins megi í fram- tíðinni mótast í meira mæli af samstarfi en deilum. Námskeið sem þetta er gott dæmi um það hvernig samstarf þessara aðila hluta af tekjum sínum til matarinn- kaupa en önnur. Það var ekki síst af þessum ástæðum, að ákveðið var að grípa til stórfelldra niður- greiðslna, þannig að helstu nauð- hefur tekist vel, og stuðlar að aukinni samkeppnishæfni inn- lends atvinnulífs i þeirri miklu alþjóðasamkeppni sem nú ríkir. Aðeins með slíku samstarfi mun okkur takast að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun í fram- tíðinni innan einstakra fyrirtækja sem og þjóðfélagsins alls. Einung- is þannig getum við bætt lífskjör okkar í framtiðinni." Ullariðnaður undir landbúnaðarráðuneyti Varðandi þá ábendingu Sigríðar, að ullariðnaðinum væri best borgið undir landbúnaðarráðuneytinu, þá er það ósennilegt að iðnaðurinn vilji láta hneppa sig í fjötra skömmtun- arkerfis og framleiðslustjórnunar synjavörur hækkuðu alls ekkert í verði. I sama tilgangi voru barnabæt- ur hækkaðar sérstaklega um 9-10% og lífeyrisgreiðslur um 6-8%. Auk þess voru gerðar lagfæringar á landbúnaðarins, jafnvel þótt fjötr- unum fylgi ríkisstyrkir. Staðreyndin er sú, að vandi ullar- iðnaðarins stafar af því, að innlendir kostnaðarliðir hafa hækkað veru- lega, einkum laun, á sama tíma og framleiðsluverðmætið rýrnaði. Lækkun olíunnar fyrir nokkrum misserum kom sjávarútvegi til góða en ekki ullariðnaðinum. Fiskafurðir okkar hafa hækkað í verði á erlend- um mörkuðum á meðan verð á ullarvörum stóð í stað eða lækkaði á seinustu árum. Þessi atriði skýra að mestu leyti þann vanda, sem greinin stendur frammi fyrir. Það er von mín, að ullariðnaður- inn rísi úr þeirri lægð, sem hann hefur verið í að undanförnu. Stór orð og rangar fullyrðingar leysa því miður engan vanda. bamabótaaukanum, sem koma bam- mörgum fjölskyldum sérstaklega til góða. Með þessu er leitast við að tryggja, að bammargar og tekjulág- ar fjölskyldur beri ekki skarðan hlut frá borði vegna skattbreytinganna nú um áramótin. 8. Hefði ekki verið einfald- ara að selja lægri söluskatt á matvæli eða jafnvel engan í stað þess að hækka niður- greiðslur og barnabætur? Þetta er í sjálfu sér eðlileg spum- ing. Raunar hefur nákvæmlega þetta atriði verið kannað bæði oft og ítar- lega erlendis, meðal annars af sérstakri rannsóknarnefnd í Svíþjóð fyrir nokkmm ámm. Niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama, að það sé árangursríkara að beita niður- greiðslum og barnabótum o.fl. til þess að draga úr áhrifum söluskatts á matvæli heldur en að hafa lægri söluskatt eða engan á matvömm. Fyrir þessu em margar ástæður, en þyngst vegur, að óhagræðið, sem margþrepa skattur hefur í för með sér, er svo mikið og skatteftirlit svo margfalt erfiðara. Þar með opnuðust svo margar leiðir til skattsvika. Þess vegna var sá kostur einnig valinn hér að halda sig við eitt þrep í sölu- skatti á allar vömr, en grípa jafn- framt til stórfelldra niðurgreiðslna og millifærslna til þess að draga úr áhrifunum á afkomu hinna tekju- lægstu. 9. Eru íslendingar einir um að leg-gja jafnháan söluskatt á allar vörur og einir um að leggja söluskatt á mat- væli? Undanfarnar vikur hefur ekkert eitt atriði verið jafnmikið rangfært af jafnmörgum jafnoft og það, að með því að leggja söluskatt á mat- væli hér á landi sé verið að setja heimsmet,t að minnsta kosti í Evr- ópu! Því hefur jafnvel verið haldið fram, að með því að leggja jafnháan söluskatt á allar vömr væri verið að ganga lengra en sjálft Evrópubanda- lagið, sem nýverið kynnti tillögur sínar um að mæla með tveggja þrepa virðisaukaskatti. Minna mátti það ekki vera! Hveijar em svo staðreyndirnar í þessu máli? Jú, í fyrsta lagi þá er mjög einföld ástæða fyrir þeirri af- stöðu framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins að mæla með tveggja þrepa skatti. Hún er sú, að þar er verið að gera tilraun til þess að sam- ræma og einfalda núgildandi kerfi í aðildarríkjum Evrópubandalagsins, þar sem skattþrepin em í dag bæði mishá og mismörg, eða frá einu í Danmörku upp í sex í Belgíu. Enda er staðan einfaldlega sú, að í átta af tólf ríkjum Evrópubandalagsins er virðisaukaskattur í þremur eða fleiri þrepum. í þremur ríkjum er skatturinn í tveimur þrepum. Aðeins í einu þeirra, í Danmörku, er skatturinn í einu þrepi. Það er þess vegna ekkert undarlegt, þótt menn treysti sér ekki til þess að ganga lengra í samræmingarátt að þessu sinni en fækka þrepunum úr sex niður í tvö. Tillögur Evrópu- bandalagsins em því vissulega um róttæka uppstokkun á núgildandi skattkerfi, en menn treysta sér hrein- lega ekki til að ganga lengra í bili. Hins vegar er það almennt viður- kennt og kemur fram í skýrslum um þetta mál bæði á vettvangi Evrópu- bandalagsins og raunar innan annarra samtaka, svo sem OECD, að langæskilegast væri að halda sig við eitt skatthlutfall, sem legðist undantekningalaust á allar vömr. Vilji menn leita leiða til þess að jafna kjör þegnanna, sé heppilegra og mun árangursríkara að gera það með hækkun bamabóta og tilfærslna en með undanþágum eða margþrepa söluskatti. Um þetta grundvallaratr- iði virðast flestir sammála niðurstöð- um sænsku nefndarinnar, sem nefnd var hér að framan. í öðm lagi má nefna — og á það er raunar rétt að leggja sérstaka áherslu, því að í umræðum hér að undanfömu hefur öðm verið haldið fram — að öll Norðurlöndin halda sig nær undantekningalaust við eitt skattþrep í virðisaukaskatti á vömr. I Danmörku, Svíþjóð og Noregi em allar' vömr skattskyidar, matvömr sem aðrar, en í Finnlandi em kjöt- og mjólkurvörur að mestu skatt- fijálsar, þar sem skatturinn er meira og minna allur endurgreiddur. Það er því aðeins í þeim löndum, sem notast við margþrepa skatt, að mat- væli em minna skattlögð en aðrar vömr. Raunar er það víða svo, að það em aðeins brýnustu matvömr, sem em í lægra skattþrepi, en aðrar matvömr fá venjulega skattmeðferð. 10 Eru neysluskattar á Is- landi með þeim hæstu í heiminum? Þetta er rétt, svo langt sem það nær, þ.e. ef eingöngu _er litið á þenn- an þátt skattanna. Á hinn bóginn segir þetta ekki alla söguna um sam- anburð heildarskatta hér á landi og annars staðar. Til þess þarf að líta á aðrar tegundir skatta, svo sem tekju- og eignarskatta, launaskatta o.fl. Til þess að fá raunhæfan saman- burð þarf að líta til allra þessara þátta í samhengi. Málið er nefnilega það, að hér á landi vega neysluskattar og aðrir óbeinir skattar miklu þyngra í heild- arsköttum hins opinbera en víðast hvar annars staðar. Tekjuskattar em á hinn bóginn mun lægri á íslandi en í nágrannalöndunum. Gróft reiknað má segja, að tveir þriðju hlutar allra skatta hins opinbera hér á landi séu skattar á vöm og þjónustu, saman- borið við einn þriðja hluta í öðmm OECD-ríkjum. Aftur á móti vega tekjuskattar aðeins um fimmtung heildarskatta á íslandi, eða helmingi minna en í öðmm ríkjum OECD. Þegar allir skattar em lagðir sam- an, kemur hins vegar í Ijós, að skattbyrðin hér á landi er umtalsvert lægri en að jafnaði í flestum öðmm vestrænum ríkjum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1986 má ætla, að hlutfall heildarskatt- tekna hins opinbera hafi verið um 29% af landsframleiðslu hér á landi, eða þriðja lægsta hlutfallið í hinum 24 aðildarríkjum OECD. Þetta er svipuð skattbyrði og í Bandaríkjun- um. Til samanburðar má nefna, að sambærilegt hlutfall er um og yfir 50% í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og að jafnaði um 37-38% í öllum ríkjum OECD (sjá nánar í meðfylgj- andi töflu). Þótt skatthlutfallið hér á landi muni vafalaust hækka nokkuð á þessu ári, þá verður það enn langt fyrir neðan það sem gengur og ger- ist meðal grannþjóðanna. Höfundur er hagfrædingnr og starfar í fjármálaráduneytinu. Lánveitingar Vömþróun Markaðsaðgerðir Hlutfallslega eftlr iðngreinum; Matvælaiðnaður Ullar- og fataframl. Vefjariðnaður Húsgagna- og innrétt.frl. Pappírsiðnaður Prentun, bókband, útg. Efnaiðnaður Jarðefnaiðnaður Jám- og málmiðn. Rafeindaiðnaður Plastiðnaður Gúmmíiðnaður Hugbúnaðarframl. Verktakastarfsemi Annað Samþykkt í þús. kr. 1985 1986 1987** 22.485 30.713 22.879 10.113 17.385 28.960 32.598 48.098 51.839 1.3 . 5,1 15,8 4,9 22,9 35,4 2,4 13,3 4,6 16,4 6,3 1,2 0,0 1,6 0,0 0,0 1,5 0,0 20,0 5,8 0,0 1,7 12,5 7,8 14,0 9,0 11,8 25,4 10,0 12,7 3,9 3,1 0,0 0,0 0,0 0,0 3,0 8,3 6,2 5,8 0,6 1,5 1,2 0,0 3,0 100,0 100,0 100,0 •• Fyrstu 11 mánuðir ársins. Lánveitingar vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.