Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 43
vott vil ég þakka og reyna að meta að verðleikum. Samfundir með Gísla voru sér- lega ánægjulegir, hann var jafnan léttur í máli og skemmtilegur við- ræðumaður. Þá var hann hjartahlýr og greiðvikinn með afbrigðum. Hvarvetna þar sem hann gat því við komið vildi hann gera öðrum greiða og rétta hjálparhönd, ekki síst þeim sem minni máttar voru, eða stóðu að einhvpiju leyti höllum fæti í lífsbaráttunni. Annars var Gísli hlédrægur mað- ur og lét hvarvetna lítið á sér bera. Hann var ákveðinn í skoðunum og fastur fyrir ef honum þótti réttu máli hallað, enda var hann fróður um margt og bókhneigður. Gísli var reglumaður og heiðar- legur í öllum greinum og vel metinn af sínum samferðamönnum. Góður drengur er genginn. Eigin- kona hans, vandamenn og vinir kveðja hann með söknuði, en jafn- framt þakklæti fyrir góð samskipti á genginni tíð. Við hjónin sendum eigijikonu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Halldór Jörgensson Laugardaginn 9. janúar verður jarðsettur frá Akraneskirkju okkar kæri frændi og vinur Gísli Guð- mundsson. Hann lést á öðrum degi þessa nýja árs, 78 ára að aldri. Gísli hafði um nokkurt skeið kennt sér lasleika. Þó er ekki nema rúmur mánuður síðan í ljós kom hversu alvarlegur sjúkdómur hans var og komu þau tíðindi eins og reiðarslag. Gísli tók veikindum sínum með þeirri rósemi og jafnað- argeði sem honum var eiginlegt. aldur fram varð hann stoð og stytta móður sinnar. Hans 'stærsta gæfa og gleði var er hann kynntist konu sinni, Þórhildi Halldói-sdóttur frá ísafirði, og ekki var gleði hans minni er sonurinn Halldór fæddist og síðar dóttirin Hólmfríður. Ennþá höfum við búið hvrt í nálægð annars og hef ég átt þess kost að fylgjast með honum sem fulltíða manni. Heimilið og f|öl- skyldan voru honum allt. Bói og Þórhildur voru samhent hjón um uppeldi bama sinna, uppbyggingu heimilis síns, og fegra, prýða og bæta umhverfi sitt. Bói var mjög handlaginn og smíðaði jafnt úr tré og járni. Móðir hans hefur verið í skjóli þeirra og notið mikils kær- leika frá þeim og bömum þeirra. Nú að leiðarlokum vil ég þakka honum allt frá liðnum tíma. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég eftirlifandi konu hans, bömum, móður og öðmm aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Megi al- góður guð styrkja ykkur og blessa. Ó, gef þú oss drottinn enn gleðilegt ár og góðar og blessaðar tíðir, gef himneska dögg gegnum harmanna tár, gef himneskan frið fyrir lausnarans sár, og eilífan unað um síðir. (V.B.) Fari hann í friði. Hafi hann þökk fyrir allt. Krístín Björnsdóttir Birting af- m ælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i. Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 43 Hann vissi að hveiju stefndi, en hann bjó yfir miklum innri styrk og horfðist í augu við örlög sín, eins og sá getur sem yfirgefur jarðlífið sáttur við guð og menn og sitt eigið lífshlaup. Gísli hafði mikla mannkosti til að bera. Hann var heilsteyptur og hjartahreinn, vildi öllum vel oggerði öllum gott. Aldrei heyrðum við hann hnýta í nokkum mann eða láta miður falleg orð falla. Slíkt var fullkomlega andstætt hans eðli. Gísli var kvæntur Lám Jóns- dóttur og vom þau allt sitt hjóna- band búsett á Akranesi. Heimili þeirra var ætíð gestkvæmt, enda hveijum gesti er að garði bar tekið hlýlega og af sannri gestrisni. Það skipti ekki máli hvort staldrað var við í stutta stund eða beðist gisting- ar um lengri tíma, hver og einn var velkominn. Fyrir okkur systmnum, sem ólumst upp í sama húsi, var heimili Gísla og Lám okkar annað heimili. Þangað var alltaf hægt að leita, og ef eitthvað bjátaði á litu hlutirnir strax betur út eftir stutta stund niðri hjá Gísla og Lám. Gísli var félagslyndur maður, fróður og víðsýnn. Við komum aldr- ei að tómum kofanum hjá honum eða mættum áhugaleysi, ef eitthvað þurfti að ræða eða hjálp að sækja. Hann var okkur alla tíð ómetanleg- ur félagi og vinur. Gísli var laus við sýndarmennsku og fór ekki í manngreinarálit. Bæði bömum og fullorðnum sýndi hann sömu virð- ingu. Alla sína starfsævi starfaði Gísli sem sjómaður og verkamaður og þekkti þjóðfélagið frá sjónarhóli þeirrar stéttar sem ævinlega hefur þurft að gera meira en hún hefur fengið á móti. Hann hafði gaman af að skeggræða þjóðmálin og reyndar allt milli himins og jarðar og hann kunni það sem marga skortir, að hlusta á aðra. Gísli var hagleiksmaður og vel að sér á mörgum sviðum. Einkum hafði hann mikla ánægju af bók- menntum. Sérstakar mætur hafði hann á góðum sögum, kvæðum og þjóðlegum fróðleik. Þess naut hann allt fram til dauðadags. Einnig hafði hann mikinn áhuga og þekkingu á náttúru, umhverfi og sögulegum minjum. Betri og ljúfari ferðafélaga var ekki hægt að hafa. Allt um- hverfið fékk líf, þegar ferðast var með Gísla, vegna eftirtektarsemi hans og fróðleiks. Með Gísla hverfur einn fulltrúi þeirrar kynslóðar alþýðunnar sem byggði með hörðum höndum þetta nútímaþjóðfélag og sem lifði tímana tvenna. Hann var einn af þeim mönnum sem hafði skilning á mikil- vægi hins íslenska menningararfs og vissi, að engin þjóð getur staðið heil og sterk nema hún skilji sinn eigin bakgrunn og beri virðingu fyrir sjálfri sér og gildi mannlegs samfélags. Við, sem vorum svo gæfusöm að vera samferðarmenn Gísla, finnum að stórt skarð er höggvið í raðir okkar. Minningarnar hrannast upp og verða skýrar og ljóslifandi. En leiðir skilja, við vitum öll að dauðinn er framhald lífsins og kynslóðimar taka við hver af annarri. Við og fjölskyldur okkar sendum Gísla frænda hinstu kveðju. Minn- inguna um hann munum við ávallt varðveita. Láru sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju. Megir þú öðlast styrk í sorginni, kæra Lára. Marsibil, Ólafía og Þórdís. Minning: Sigríður Hannesdóttir Fædd 14. júní 1905 Dáin 29. desember 1987 Með tryggð til máls og manna Á mátt hins góða og sanna Þú trúðir traust og fast. (E. Ben.) Sigríður Hannesdóttir.andaðist á heimili sínu, Meðalholti 9 í Reykjavík, 29. desember sl. Sigríð- ur fæddist í Stykkishólmi 14. júní 1905. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur og voru foreldrar hennar þá látnir. Það má öllum vera ljóst að það hefur ekki verið dans á rósum fyrir ungling að sjá sér farborða í höfuðborginni á þeim árum. En Sigríður var gædd miklu andlegu og líkamlegu þreki ásamt ótrúlega mikilli bjartsýni og lífsgleði. Ég kynntist Sigríði á fjórða áratugnum. Með okkur tókst brátt góður kunningsskapur ' og síðan vinátta sem aldrei bar skugga á. Ég hef alltaf talið það lán að hafa kynnst Sigríði sem unglingur. Þeim fækkar óðum verkakonun- um sem stunduðu fískvöskun á þeim árum þegar körin stóðu nánast undir berum himni. Konumar þurftu oft að byija vinnudaginn með því að bijóta ísinn ofan af vatninu svo hægt væri að byija. Þá var ekki komið með heitt vatn til að taka sárasta kuldann af. Nei, bara að koma sér að verki og reyna að lifa þetta af. Auðvitað biðu margar konur tjón á heilsu sinni. Sigríður var hraust og komst sæmi- lega frá þessu. Bág kjör, atvinnu- leysi, heilsuspillandi húsnæði og algert réttindaleýsi verkafólks runnu Sigríði til rifja, enda skipaði hún sér fljótt í baráttusveit þeirra sem harðast börðust fyrir bættum kjörum verkafólks og stóð fljótlega í fararbroddi. Sigríður hafði mikla ánægju af félagsmálum og kom víða við. Það var eins og hún hefði tíma til alls. Hún stóð fyrir ferðalögum og skemmtunum af ýmsu tagi. Það var sannarlega gaman að skemmta sér með Sigríði, hún hafði góða söngrödd og dansaði frábærlega. Þau hjón vöktu virkilega athygli þegar þau svifu um dansgólfið. Sigríður hafði alla tíð hæfileika til að skemmta sér með ungu fólki. Þar sem hún stjómaði þekktist ekk- ert kynslóðabil. Þegar litið er yfír ævi Sigríðar að leiðarlokum, sér maður að hún hefur verið hamingjusöm kona, hún átti góðan mann, góð böm og sá marga drauma sína rætast um bætt kjör til handa alþýðufólki. Hún sá ísland verða fijálst og fullvalda ríki. Hún lifði mikla breytingatíma í atvinnuháttum þjóðarinnar. Hún var óeigingjam þátttakandi í bar- áttu fyrir fegurra mannlífi. Megi þjóðin eignast sem flestar slíkar konur. Útför Sigríðar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á þrett- ándadag jóla í fögru vetrarveðri að viðstöddu miklu fjölmenni. Að útför lokinni buðu böm Sigríðar til erfi- drykkju á Hótel Loftleiðum. Þar áttu vinir og vandamenn saman góða stund. Að lokum vil ég senda aðstand-- endum frú Sigríðar hlýjar kveðjur. Sigríði þakka ég áratuga vináttu og tröllatryggð. Kristján Guðmundsson frá Fáskrúðarbakka. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.ft. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 Síðumúli Ármúli Óðinsgata Hamrahlíð Eskihlíð 20-35 UTHVERFI Sæviðarsund hærritölur Hvassaleiti 27-75 SELTJARNARNES Látraströnd Fornaströnd VESTURBÆR Hjarðarhagi 44-64 Tómasarhagi 9-31 SKERJAFJÖRÐUR Einarsnes Bauganes GRAFARVOGUR Fannafold 116-175 KÓPAVOGUR Laufabrekka o.fl. Kársnesbraut 77-139 MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. GARÐABÆR Bæjargil flfi PIOIMEER SJÓNVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.