Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1988 29 irg’og f seint tveggja þurfi að rækja vel skyldu sína. Þingsköp eru fáorð um skyld- ur og ábyrgð alþingismanna. Kemur það til af því, að annað þykir mikilvægara í þeim efnum en bókstafur þingskapa. Þar er um að ræða hina pólitísku ábyrgð, sem hver og einn alþingismaður og ríkis- stjóm ber og verður að standa reikningsskil á frammi fyrir skapa- dómi sínum í alþingiskosningum. Það ber allt að sama brunni. Það eru kjósendur, almenningur, sem veitir Alþingi það aðhald, sem best á að duga. Hinu er ekki að neita, að þing- sköp geta líka komið að gagni í þessu efni. Þannig var sett ákvæði í nýju þingskapalögin frá 1985 um að þingmál, sem útbýtt er sex mán- uðum eftir þingsetningu, verði því aðeins tekin til meðferðar, að meiri- hluti þings samþykki það. Þetta ákvæði var sett með tilliti til þing- lausna og hefír þegar gefíð góða raun. Spuming er, hvort hliðstætt ákvæði eigi að setja í þingsköp einn- ig með tilliti til þinghlés vegna jólahátíðar. En hafa ber í huga, að ekki er hægt að setja fortakslaust bann við flutningi þingmála, hvað sem líður tímamörkum. Alltaf getur komið upp sú staða, að ríkisstjóm þurfí að ná máli fram á Alþingi, hvað sem tímanum líður. Þess vegna er mest um vert að ríkisstjóm, hver sem hún er, sýni í verki skilning sinn á mikilvægi þess að haga vinnubrögð- um svo að stuðlað sé í hvívetna að góðum starfsháttum Alþingis. Þá er í þingsköpum ákvæði, sem mega verða til vamar gegn mál- þófí. Ef umræður dragast úr hófí fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tíma- lengd. Einnig getur þingið ákveðið, að tillögu forseta, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Og í þingsköpum er að finna fleiri ákvæði sem varða þetta efni. Hliðstæð ákvæði er að fínna ann- ars staðar í þingsköpum löggjafar- Þorvaldur Garðar Kristjánsson þinga, en þau þing era sem kunnugt er margfalt fjölmennari en Alþingi. Koma slík ákvæði þar í góðar þarf- ir vegna þess að þeim mun fremur verður að takmarka ræðutíma hvers og eins þingmanns sem fjöldi þing- manna er meiri. Öðra máli gegnir um Alþingi. Við njótum í þessu efni fámennis Alþingis. Það er aðals- merki Alþingis, að þingmönnum hverjum og einum gefst mikið ráð- rúm til að tjá sig í umræðum. Það er mikill kostur að þurfa sem minnst að takmarka ræðutíma. Þess vegna varðar miklu, að þingmenn misnoti ekki þennan eðliskost Alþingis og hafi skilning á því að fara ekki út fyrir eðlileg mörk í lengd umræðu. Málþóf getur verið mannlegur breyskleiki, þegar menn sjást ekki fyrir í hita baráttunnar. En málþóf getur ekki verið aðferð minnihluta til að koma í veg fyrir eða tefj'a að mál meirihlutans nái fram að ganga. Til þess era ákvæði í þing- sköpum að koma í veg fyrir slíkt. Það er annars ósjaldan, þegar mönnum þykir eitthvað fara úr- skeiðis í störfum Alþingis að talið sé að bæta megi úr með því að breyta eða endurbæta þingsköp. Hér er oftast um misskilning að ræða, sem jafnvel bregður stundum fyrir hjá þingmönnum sjálfum. All- ur misskilningur í þessu efni er til hins lakara eins og endranær. Hætta er þá á að menn missi sjón- ar á orsökum þess vanda, sem við er að fást og alltaf kann að bera að í störfum Alþingis. Er þess þá ekki að vænta að úr verði bætt ef menn vaða í villu og svíma. Það skyldu menn hafa fyrir satt, að ekki er þingsköpum um að kenna sú tíma- þröng, sem sett hefir mark sitt á störf Alþingis nú um hátíðarnar. Orsakimar era aðrar, svo sem ég hef áður vikið að.“ — Það heyrist ósjaldan, að þið á Alþingi skipuleggið ekki nóg störf ykkar. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? „Það er rétt að þetta heyrir mað- ur stundum. Og ekki má vanmeta gildi góðs skipulags. En oftar en ekki verður að taka þessu tali með fyrirvara. Þeir segja mest af Ólafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann néð séð. Mönnum hættir til að bera Al- þingi saman við það sem er ósambærilegt. Er þá komist að þeirri niðurstöðu, að samanburður- inn sé Alþingi óhagstæður. Það er betra skipulag hjá vel reknum fyrir- tækjum en hjá Alþingi, segja menn. Sést mönnum þá yfír það, að Al- þingi, hvorki á, né getur verið rekið sem fyrirtæki. Starfsemi löggjafar- þings er allt annars eðlis og algjör- lega sérstæð. Skipulag Alþingis getur ekki ver- ið þannig, að farið sé eftir fyrir- framgerðri framleiðsluáætlun. Starf Alþingis er þess eðlis, að það getur annaðhvort liðið fram sem lygn elfur, að vísu mismunandi straumþung, eða brotist fram eins og stórfljót í vorleysingum og flætt út yfir alla bakka. Það er ekkert óeðlilegt við það, að störfin á Alþingi geti verið sveiflukennd. Tímaþröng þarf ekki að vera Alþingi til vansa. Það er ekkert við það að athuga að haldn- ir séu næturfundir á Alþingi, ef slíkt telst til undantekninga. Þingmenn leggja að sér að vinna sín skyldu- störf ekki síður en aðrir." — Stundum heyrist, að starfs- fólki sé ofboðið í vinnu, þegar mest annríkið er í þinginu með nætur- fundum og tilheyrandi. Hvað segir þú um það? „Ég kannast við þetta. Það kem- ur fyrir, að einstaka þingmenn láta í ljós, jafnvel í ræðustól, áhyggjur sínar yfír vinnuálagi starfsfólksins, þegar langdregin fundarhöld era í miklu annríki þingsins. Þetta er falleg hugsun. Eg hefí hins vegar aldrei orðið var við að starfsfólkið kvartaði undan vinnuálagi. Og Al- þingi hefír einvala starfsliði á að skipa, sem oft á tíðum vinnur ofur- mannleg störf. En hvað sem öðra líður lagar sjálft löggjafarstarfíð sig ekki eftir starfsfólkinu. Starfslið og manna- hald fer hins vegar eftir þörfum hinna eiginlegu þingstarfa. Góðu starfsliði er ljúft að leggja sig fram, þegar mikið liggur við. En takmörk era fyrir öllu og ekki má ofbjóða í þessum efnum frekar en í öðram, heldur fá þá fleiri hendur til að leggja hönd á plóginn, þegar mikið liggur við, ef þörf er aukins vinnu- afls. Er þessu þá líkt farið, þegar mikið gengur undan þingmönnum, eins og í aflahrotum, þegar mikill afli berst að landi í veiðistöð. í báð- um tilfellum þarf að taka til hendi til að koma því frá sem að berst.“ Virðing Alþingis — Menn hafa nú stundum á orði að á Alþingi stefni í meiri hörku og róstusamara þinghald en áður, og þykir það ekki auka á virðingu Alþingis. Hvað segir forseti samein- aðs Alþingis um þetta? „í stöðugleika sínum, sem elzta og mikilvægasta stofnun þjóðarinn- ar, ber samt Alþingi ætíð svipmót líðandi stundar. Þar gætir veðra- brigða sem yfír landið ganga. Þar blása vindar og þar skín sól í heiði. Þar er að finna æðarslög þjóðlífsins. Og ekki má gleyma, að Alþingi er vettvangur þjóðmálaátaka. Þar takast á menn og flokkar. Allir vilja vinna íslandi allt. En menn greinir á um, hvemig það megi bezt vera gert. Það er ekkert óeðlilegt við það, að mönnum geti hitnað í hamsi, þegar mikið er í húfí. Þá koma menn til dyranna eins og þeir era klæddir. Það verður ekki Alþingi að falli, þótt kunni að næða eða hvessa í þingsölum og jafnvel sviptivindar blási svo að hrikti í. Veg og virðingu Alþingis er borgið meðan réttum leikreglum er fylgt og velsæmis gætt.“ — Þú nefndir veg og virðingu Alþingis. Nú er einmitt oft sagt að þessu fari hrakandi. Hvað segir þú um það? „Það er ekkert nýtt að sagt sé, að vegi og virðingu Alþingis fari hrakandi. Helzt er svo að sjá, að þetta kveði við á öllum tímum. Mætti þá ætla, að þetta bæri vott um hvað almenningur gerði miklar kröfur til Alþingis og væri í raun annt um sæmd þess. Þetta væri þá ekki að lasta þó að hins vegar þurfí þetta ekki að vera rétt lýsing á stöðu Alþingis. Og það held ég að sé einmitt ekki nú. Það er ýmislegt sem bendir til þess, þvert á móti, að vegur og virðing Alþingis hafi ekki í annan tíma verið meiri en einmitt nú. Kemur þar margt til. Hefí ég þá meðal annars í huga það sem gerzt hefír upp á síðkastið. Má þar ýmislegt tií taka, en ég skal aðeins minna á tvennt máli mínu til skýringar. Í byijun síðasta árs varð sá merkisviðburður í stjórnsýslu lands- ins, að Ríkisendurskoðunin var flutt frá framkvæmdavaldinu í hendur löggjafarvaldsins. Ríkisendurskoð- unin starfar nú á vegum Alþingis í stað þess að heyra áður undir fjár- málaráðuneytið. Ríkisendurskoðun hefir eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Stjómar- skráin fær Alþingi í hendur vald tij að ákveða íjárveitingar ríkisins með ■“ fjárlögum. Með því að ríkisendur- skoðunin er á vegum Alþingis getur átt sér stað eftirlit löggjafans með því, hvernig framkvæmdavaldið, sem annast framkvæmd fjárlaga, nýtir fjárlagaheimildir Alþingis og hvort farið hefír verið út fyrir lög- legar heimildir. Þannig getur Alþingi betur en áður haldið á fjár- veitingavaldi sínu. Hitt, sem ég vildi nefna, er um- boðsmaður Alþingis, sem kosinn var nú í desember. En hlutverk umboðs- manns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borg- aranna gagnvart stjómvöldum landsins. Alþingi ber að setja reglur ' - um störf og starfshætti umboðs- manns. Þessar reglur verða settar á því þingi sem nú situr og að því loknu mun umboðsmaður hefja sín mikil- vægu embættisstörf. Verkefnið er að styðja menn til þess að ná rétti sínum og koma í veg fyrir, að menn séu beittir rangindum af hálfu opin- berra aðila. Með slíku aðhaldi að framkvæmdavaldinu stuðlar Al- þingi að betri stjómsýslu í landinu. Hér er um tvö stórmerk nýmæli að ræða. Sett hafa verið undir væng Alþingis tvenns konar ný verkefni. Hvort tveggja er svo sannarlega til þess fallið að auka veg og virðingu Alþingis. Hér er í raun og vera um að ræða þáttaskil, sem marka Al- þingi sterkari stöðu og viðameira hlutverk en nokkra sinni fyrr. Eftir sem áður verður sjálft lög- gjafarvaldið að sjálfsögðu það sem mestu varðar fyrir veg og virðingu Alþingis. En hvað eina sem vel er gert eykur reisn Alþingis og sæmd.“ Morgunblaðið/Þorkell Arkitektarnir átta sem sýna lokaverkefni sín f Ásmundarsal sitja hér fyrir aftan lokaverkefni Halldóru Bragadóttur frá LHT, Arkitektsektionen i Lundi i Sviþjóð, en það er breyting á gömlu sjúkrahúsi í Siena á Ítalíu i safnahús. Frá vinstri eru: Halldóra Bragadóttir, Ragnar Ólafsson, Andrés Narfi Andrésson, Pálmi Guðmundsson, Hjördís Sigurgísladóttir, Ólöf Flygenring, Helgi Már Halldórsson, og Hafdis Hafliðadóttir. n íÍiIf* Í*1 «9^ sem er heilsuhótel í Svartsengi, og baðhús í Öskjuhlíð sem Ragnar Ól- afsson hannaði í Kunstakademiets arkitektskole í Kaupmannahöfn. Eins og áður sagði þá kynna arki- tektamir verkefni sín í tengslum við sýninguna, og var fyrri kynningin á fimmtudagskvöldið síðasta, en hinn helmingur verkefnanna verður svo kynntur á fimmtudaginn 14. janúar ki. 20:00. Sýningin er svo opin virka daga kl. 17:00- 21:00 og um helgar kl. 14:00- 18:00. Sýningin er ekki einungis gott tækifæri fyrir almenn- ing og arkitekta að kjmna sér hugmyndir þeirra sem nýútskrifaðir era í faginu, heldur einnig fyrir þa' sem hyggja á nám í arkitektúr, þar sem kostur gefst á að bera saman mismunandi áherslur mismunandi skóla, og ræða við nemendur þaðan. Yisa Island eyk- ur þjónustu og tryggingavemd VISA ísland hefur nýlega til- kynnt aukna þjónustu og tryggingavemd fyrir korthafa, maka þeirra og börn á árinu 1988. f fréttatilkynningu frá Visa ísland segir m.a.: „„Vildartrygging Visa“ og Reykvískrar endurtryggingar fyrir almenna korthafa hækkar úr 4 milljónum í 5 milljónir króna í hámarksslysabætur, sjúkrakostn- aður erlendis nemur allt að 1 miiljón. Heimsókn að heiman greiðist nú fyrir náinn ættingja eða samstarfsmann ef vátryggður þarf að liggja á sjúkrahúsi í 10 daga eða lengur. Endurgreiðsla orlofsferðar allt að 40.000 er innif- alin fyrir hvem vátryggðan, en tryggingin nær til korthafa, maka hans og bama á framfæri til loka 22 ára aldurs (áður 17). Europ Assistance veitir sem áður viðlaga- þjónustu og neyðarhjálp allan sólarhringinn en nú einnig margví- slega aðra fyrirgreiðslu, svo sem tækniaðstoð og lögfræðiþjónustu. „Gulltrygging Visa“ fyrir hand- hafa Gullkorta hækkar úr 6 millj- ónum í 10 milljónir í hámarks- slysabætur á mann, og sjúkratrygging nemur 4 milljónum króna. Þá hækka farangurs- og margvíslegar tafa- og aukatrygg- ingar umtalsvert. Er þessi trygg- ing sú besta sem þekkist í greiðslukortaviðskiptum í heimin- um. Tryggingar þessar eru óháðar samsvarandi tryggingum annars- staðar og gilda jafnt innanlands sem utan, allan tíma, alla leið, alveg frá því að farið er að heiman og heim aftur. Allt sem þarf til þess að trygg- ingar þessar verði virkar er að hafa Gullkort í gildi, en almennir korthafar þurfa að reiða helming ferðakostnaðar með Visa-korti eða Visa-raðgreiðslum fyrir brottför.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.