Morgunblaðið - 09.01.1988, Side 50

Morgunblaðið - 09.01.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 mnm © 1985 Universal Press Syndicate ,Heyrðirðu eKki c& ép hrópc&i parha. úti?" 'TM Rea. U.S. Pat. Otl.—aU rights reserved c19o4 Los Anoeles Times Syndicate Ég kem ekki til þín í af- Þú ert með ofnæmi fyrir mælið þitt. Þá er ég alltaf hreindýrafeldinum þínum, veikur í maganum ... vinur. HÖGNI HREKKVÍSI ,VAÍZ GAAAAN í PÍ'HAGAR.e»HU/A ?" Um skrif um Bubba Morthens Til Velvakanda. Einu hefur Steinari yfirsést að koma að í kvörtunargrein sinni yfir Bubba Morthens, nefnilega þessu: Steinar hf. og aftur Steinar hf. auglýstu Bubba upp til að bytja með. Sjónvarpsauglýsingar þeirra þrumuðu svoleiðis í eyrum fólks (halelújakórfélaganna) að það fann sig knúið til þess að æða út í næstu plötubúð til að heyra restina af sjón- varpsauglýsingunni góðu ... Strákamir á Borginni... En elsku bezti frændi! þó fjar- skyldur sé, lát oss ekki hengja bakara fyrir smið. Það er að segja: Ami Matthíasson er alveg blásak- laus af öllum þínum áburði. Ég hef fylgzt grannt með skrifum hans á rokksíðu Morgunblaðsins og er til vitnis um að öllum skrifum hans um Bubba hefur verið haldið í al- gjöru lágmarki, allt að því óeðlilega lítið. Sú litla en jákvæða umfjöllun sem platan Dögun hefur fengið í Morgunblaðinu hefur á engan hátt verið ieiðandi hvað þá heldur hlut- dræg. Þú verður að athuga það að þessa síðustu helgi fyrir jól er rúm- ur mánuður frá því Bubbi gaf út eina söluhæstu plötu sem gefín hefur verið út hérlendis og þá fyrst fóm blöðin: Morgunblaðið, Vikan og Alþýðublaðið, að taka viðtal við Bubba. Heilum mánuði seinna. Það var enginn kórstjóri að flýta sér neins staðar. Hin blöðin hafa þagað nýjasta afrek Bubba svo til í hel. Og eitt enn: Ekki auglýsir Gramm- ið hann upp í sjónvarpinu! „Það er minn stærsti metnaður í plötusölu að Jón Ólafsson og Stein- ar verði númer tvö og Grammið verði númer eitt (hlær).“ — Þetta lætur Bubbi hafa eftir sér í við- talinu í Morgunblaðinu þann 20. desember sl. Mér er spum: Er svona yfírlýsing frá hendi listamanns ekki draumur hvers útgefanda? Lýsir þetta ekki sönnum keppnisanda — allsendis óeigingjömum Gramm- ista? Auk þess var þessu svo greinilega varpað fram í góðlátlegu gríni rétt eins og þetta með fölsuðu upplagstölumar. Ekki kvartaði Bubbi þegar Gaggó Vest-laginu var troðið í efsta sæti vinsældalistans fyrir nokkmm ámm og því haldið þar í fjórtán vikur. Þar var svo greinilegt svindl og klíkuskapur á ferðinni að fólk úti f bæ (öllum halelújakómum blessaða sem greip til þess ráðs að kalla æðri máttar- völd til bjargar Bubba því hann væri sko greinilega ekki í vinsælda- lista-klíkunni) varð hreinlega ómótt. Ingibjörg Sigurbjömsdóttir Barnaleg rannsóknargleði Kæri Velvakandi í Morgunblaðinu sunnudaginn 3. janúar 42 er grein um Chemo- byl-slysið þar sem segir eftirfar- andi: „Chemobyl-slysið hefur leikið grátt lappneska hreindýrabændur. Það hefur hins vegar veitt nokkmm vísindamönnum einstakt tækifæri til að stunda rannsóknir sem án þess hefðu verið illmögulegar." Húrra!, lá við að ég hrópaði fyrir hönd þessara „vísindamanna". Mik- ið geta blessaðir mennimir verið bamalegir og fádæma vitgrannir þó þeir titli sig sem fræðimenn og kalli sig „homo sapiens“ eða hinn vitiboma mann. Jú, jú, þeir mæla og mæla geislavirkni hér og þar, banvæna sjúkdóma af völdum hennar og dánartíðni. Það er lítill vandi fyrir þessa „spekinga". Nú þurfa þeir aðeins nokkur slys í við- bót til að geta mælt og metið enn betur, og kannski eins og eina heimsstyijöld. Vera kann að þriðja heimstyijöldin lækki rostann í hin- um viti boma manni og sýni honum vanmátt sinn. Bamið þarf jú að brenna sig á eldinum til að læra að varast hann. Vera kann að ekki heyrist svo mörg húrrahróp frá „vitringum tækninnar" eftir það. Allavega er það víst að maðurinn hinn vitiborni mun detta harkalega á það sem hinn siðmenntaði og vitibomi maður kallar víst sitjanda eða afturenda, eða öðmm enn fínni nöfnum. Einar Ingvi Magnússon Víkverji skrifar Hún getur stundum verið undar- leg réttvísin. Viðmælandi Víkveija, eldri maður, hafði lagt bíl sínum við stofnun eina í borg- inni, en vegna viðgerða á lóð, hafði hann lagt bflnum of nálægt strætis- vagnabiðstöð að mati strætis- vagnabílstjórans. Þegar maðurinn kemur út sér hann að bíllinn er horfínn og er sagt að hann sé geymdur í Kolaportinu, en hann þurfí fyrst að greiða flutning á bflnum á lögreglustöðinni. Hann tekur leigubfl niður á lögreglustöð, greiðir gjaldið og fer að sækja bílinn sinn í Kolaportið. Þar greiddi hann tímagjald fyrir geymslu á bílnum, en fékk um leið afhentan sektar- miða sem hann átti að greiða á lögreglustöð. Þá þurfti maðurinn að fara aðra ferð á lögreglustöð og greiða sektina! Hefði ekki verið nær að slá tvær flugur í einu höggi og láta hann greiða flutningsgjald Vöku og sektina í einni ferð? xxx ITímanum á fímmtudag er sagt frá því, að útvarpsstöðin Bylgjan hefði greint frá því í fréttum kvöld- ið áður að til væri samtal blaða- manns DV við Paul Watson, helsta forsprakka Sea Shepard-samtak- anna, á segulbandsspólu þar sem Watson viðurkenndi þátt sinn í að sökkva hvalbátunum í Reykjavíkur- höfn. Vitnað er í Steingrím Hermanns- son sem segir spóluna vera til hjá dómsmálaráðherra, sem hafi lítið viljað tjá sig um málið, hvað þá staðfesta að hægt væri að lögsækja Paul Watson vegna þessa sönnunar- gagns þegar hann kæmi hingað til lands. Allt er þetta hið athyglisverðasta mál og það er ef til vill ekki að undra að íslensk stjórnvöld telji mikils um vert að koma réttvísinni yfír þennan herskáa „náttúruvernd- arsinna" sem telur hermdarverk vænlegustu leiðina fyrir málstað sinn. Víkveija telur hins vegar að hér sé ekki síður á ferðinni álita- mál fyrir fjölmiðlunga og varðar siðareglur þeirra, þ.e. að blaðamað- ur skuli virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. Þar sem Víkveiji þekkir til blaðamennsku í hinum fijálsa heimi, leggja frétta- menn mikla áherslu á slíkan trúnað við héimildarmenn og það gildir ekki síður um þau frumgögn þeirra sem, sem þeir byggja síðan frásögn sína á. í eldri siðareglum Blaða- mannafélags Islands sem giltu frá 1965 til 1985 sagði m.a. í 2. gr.: Blaðamanni „ber að virða nauðsyn- legan trúnað við . heimildarmenn sína. Sama gildir um skjöl og önnur gögn sem honum er trúað fyrir.“ I nýju siðareglunum hefur þessi setn- ing um skjölin og gögnin verið felld niður af einhveijum ástæðum. Erlendis afhenda blaðamenn því einfaldiega ekki þriðja aðila frum- gögn sín, svo að sá aðili geti síðar notað þau gegn viðmælanda blaða- mannsins og heimildarmanni. Víkveija virðist því að það sé á skjön við þessar vinnureglur að af- henda íslenskum stjórnvöldum segulbandsupptöku af viðtali við Paul Watson, og skiptir þá engu þótt Watson hafi ekki óskað sérs- taklega að blaðamaðurinn geymdi segulbandsupptökuna eingöngu fyrir sig. En siðareglu Blaðamannafélags- ins eru óljósar í þessu efni og mætti stjórn félagsins og siðareglu- nefnd því vel huga að þessu atriði úr því tilefnið er fyrir hendi. xxx að þykir yfírleitt ekki æskilegt að vera með atvinnuhúsnæði inn í miðju íbúðahverfí og beinlínis óæskilegt ef starfsemin tengist framleiðslugreinunum. Stöku sinn- um verður ekki hjá því komist en þá skiptir umgengin og umhverfið miklu máli. Víkveiji á jafnan leið um Eiðs- grandann á leið í og úr vinnu. Á þeirri má sjá skemmur helstu sö- lusamtaka salfísks hér á landi, Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, mitt inni í fjölmennri íbúðahús- byggð. Einhver kynni að ætla að mikill ami hlyti að vera af starfsemi af þessu tagi á slíkum stað — en það má ætla að íbúm hverfísins þyki það öðru nær. Þeir SÍF-menn leggja greinilega mikla áherslu að hafa þetta svæði sem snyrtilegast og að það falli inn í umhverfið eins og kostur er. Frágangur allur og viðhald bæði lóðar og bygginga er þannig að til fyrirmyndar er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.