Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 auskonar krakkar og allskonar úr Vertu með í skemmtilegri keppni allra krakka, 6-11 og 12-16 ára. Teiknaðu eða búðu til líkan af úri eins og þér dettur í hug og þú getur unnið ferð til Sviss eða nýtt armbandsúr. Aðalverðlaunin verða ekki kynnt fyrr en í lokakeppninni í Sviss, þegar keppt er til úrslita milli allra Norðurlandanna. Hjá úrsmiðnum þínum færðu bækling með nánari upplýsingum um keppnina. Best er að byrja strax - því ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta Iðnaðarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Mundu að merkja tillöguna vel. ÚRSMIÐAFELAG ISLANDS 0 Iðnaðarbankinn Deilt um gildi skipu- lagsreglugerðaiimiar DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennalista deildu um gildi skipulagsreglu- gerðar á síðasta fundi borgar- stjórnar. Davíð taldi sum ákvæði reglugerðarinnar ekki styðjast við lög en Ingibjörg taldi alla reglugerðina gilda. Kveikjan að þessum deilum var sú fullyrðing Ingibjargar, að sam- kvæmt 9. mgr. 4. gr. reglugerðar- innar væri borgarstjórn skylt að leita álits Náttúruvemdarráðs vegna umhverfislegra áhrifa. Davíð sagði þetta ekki vera rétt. Benti hann á að fyrir nokkrum árum hefði verið lagt fram frumvarp að nýjum skipulagslögum og reglugerð samin á grundvelli þess frumvarps. Frumvarpið háfí ekki öðlast laga- gildi, en engu að síður hafi ráðherra staðfest gildi reglugerðarinnar. „Menn læra það á fyrstu vikunum í laganámi, að reglugerðir hafa ekki gildi að lögum nema þær styðj- ist við heimild í lögum. Þær greinar reglugerðarinnar eru þvi aðeins í gildi, sem óbreyttar eru frá gömlu reglugerðinni, sem styðst við heim- ild í núgildandi lögum, og er tíðrætt ákvæði þar ekki á meðal,“ sagði Davíð. Ingibjörg Sólrún sagði það hyggju sína, að annað hvort hlyti öll reglugerðin að vera gild eða ekki, menn gætu ekki verið að taka út einstakar greinar sem ógildar. Benti hún á að fremst í reglugerð- inni kæmi fram að reglugerðin væri í gildi og að hún styddist við skipulagslög. „Meirihlutanum hent- ar ekki að þetta ákvæði sé í gildi og þess vegna hengja þeir sig við þrönga lagatúlkun eins og kleprar við keisarans skegg.“ Davíð sagði það vera sanna ánægju sína að halda fyrirlestur í almennri lögfræði fyrir „lögvísinda- mennina" í borgarstjórn og rifja þannig upp þá tíð er hann kenndi nemendum í Verslunarskólanum lögfræði. „Alþingi setur lögin, en ráðherrar geta sett reglugerðir um tiltekin mál, með stoð í lögum. Þeir sem setja reglugerðir án stoðar í lögum eru að taka sér lagasetning- arvaldið í hendur," sagði Davíð og bætti við: „Gaman væri að finna þann baráttulögfræðing sem héldi því fram að nóg væri seta reglu- gerð með stoð í lagafrumvarpi!" björg það ekki rétt hjá lögmanni borgarinnar að öll efnisatriði varð- andi ráðhús hefðu verið auglýst og kynnt. Það ætti aðeins við um punktalínu á skipulagsuppdrætti en ekki hæð hússins og útlit. Ingibjörg lagði fram bókun frá sér og fulltrúum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Kemur þar meðal annars fram að álitsgerð borgarlög- manns sé á ábyrgð meirihlutans. Oviðunandi væri að ekki væri betur til undirbúnings vandað en raun væri í jafn viðkvæmu deilumáli. Telja fulltrúar þessir fráleitt að meirihluti borgarfulltrúa vilji ekki auglýsa skipulag ráðhúslóðar sér- staklega, þrátt fyrir að þess þurfi varðandi lóð Alþingishússins. Aldrei rætt í skipulagsnef nd Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að eng- inn þyrfti að velkjast í vafa um stuðning Framsóknarflokksins við byggingu ráðhússins. Hins vegar gæti hann sem fulltrúi í skipulags- nefnd sagt það, að ráðhúsið hefði aldrei verið rætt í skipulagsnefnd borgarinnar; við afgreiðslu Kvosar- skipulags hefði verið látið í það skína, að síðar yrði rætt um ráð- húsið, en ekki hefði af því orðið. Alfreð taldi það sjálfsagða ósk að afgreiðslu umsagnar borgarlög- manns yrði frestað, svo að borgar- fulltrúum gæfist betri tími til að kynna sér efni hennar. „Þar sem fulltrúar meirihlutans hafa hafnað jafn sjálfsagðri ósk, hlýtur svar borgarlögmanns að skoðast sem svar meirihluta Sjálfstæðismanna einvörðungu og fulltrúa Framsókn- arflokksins óviðkomandi." Búktal og persónulegt hefndarstríð Davíð Oddsson, borgarstjóri, benti á að allir fulltrúar í skipulags- stjórn væru skipaðir af ráðherra og bæri enginn þeirra meiri skyldur en aðrir. Davíð kvaðst treysta betur lagaþekkingu borgarlögmanns en borgarfulltrúans og kvaðst vera því sammála að viðkomandi tilvik ætti undir það sem Ólafur Jóhannesson kallaði „formlegt vald“. „Sam- kvæmt röksemdum borgarfulltrú- ans gæti ráðherrann skipulagt hverfi og götur og hækkað og lækk- að hús,“ sagði Davíð. Fannst Davíð „búktal" borgarfulltrúans vera ógeðfellt og engu líkara en viðkom- andi arkitekt væri í persónulegu hefndarstríði við borgaryfirvöld. Minnihlutinn mótmælir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, (Kvl) gagnrýndi umsögn borgarlög- manns. I fyrsta lagi sagði hún ekki unnt að líta fram hjá því að Guðrún Jónsdóttir arkitekt væri fulltrúi ráð- herra í skipulagsstjóm ríkisins og eini fulltrúi hans. Hefði hún því sérlega ríkar skyldur gagnvart hon- um. I öðru lagi kvað Ingibjörg 17. og 18.gr. skipulagslaga taka af all- an vafa um það að samþykki ráðherra væri skilyrði. Taldi hún það orka tvímælis að skipulags- stjóm ríkisins færi með yfirstjórn skipulagsmála en ekki félagsmála- ráðherra. I þriðja lagi kvað Ingi- BORGARSTJORN Félagsmálaráðherra rétt og skylt að staðfesta Kvosarskipulagið BORGARSTJÓRN telur öll lagarök mæla með því að félagsmálaráð- herra staðfesti formlega séruppdrátt um skipulag miðbæjar Reykjavíkur og að sterk rök hnígi að því að honum sé skylt að gera það. Ályktun þessi, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu, byggir á umsögn borgarlögmanns. Fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista greiddu atkvæði gegn þessari umsögn, en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Á fundi borgarstjómar síðastlið- inn fimmtudag var lögð fram umsögn borgarlögmanns um bréf, sem félagsmálaráðherra sendi borgarstjóra 23. desember síðastlið- inn. í bréfi þessu óskaði ráðherra umsagnar borgarstjómar um erindi Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts til félagsmálaráðherra, þar sem arki- tektinn gerir það að tillögu sinni, að ráðherra staðfesti ekki sémpp- drátt að skipulagi miðbæjar Reykjavíkur. Guðrún kemur fram sem einstaklingur í umsögn borgarlögmanns, Magnúsar Óskarssonar, segir í inn- gangi, að ekki fari á milli mála að Guðrún skrifi bréfið sem einstakl- ingur. Hvomgt bréfið nefni að þessi einstaklingur sitji í skipulagsstjóm ríkisins, enda sé báðum bréfriturum ljóst að meðferð málsins hjá skipu- lagsstjóm sé lokið. Gagnrýnir borgarlögmaður þessa málsmeðferð og dregur í efa lagalegt gildi bréfs Guðrúnar, þar eð hún sem einstakl- ingur hafi ekki aðild að viðkomandi stjórnarathöfn, en velur engu að síður þann kost að svara fyrirspum- unum, þar eð ráðherra fari fram á það. Staðfesting ráðherra ein- ungis formleg athöfn Áður en borgarlögmaður tók fyr- ir einstök atriði bréfs Guðrúnar, staldraði hann við réttaráhrif um- sagnar ráðhprra. Með því að kanna skýringar ólafs Jóhannessonar í kennslubók sinni í stjómarfarsrétti og með könnun á þeim ákvæðum skipulagslaga og reglugerðar, sem einkum ættu við, komst hann að þeirri niðurstöðu að skipulagsstjórn sé hinn raunvemlegi ákvörðunarað- ili um staðfestingu uppdrátta, sem til hennar bæmst, en staðfesting ráðherra væri formleg athöfn, sem efnislega væri bundin af ákvörðun skipulagsstjórnar og undir engum kringumstæðum gæti ráðherra breytt skipulagsuppdrætti. Formið í lagi Um athugasemdir Guðrúnar varðandi form uppdráttar segir borgarlögmaður í umsögn sinni, að faglegri umsögn um uppdráttinn sé lokið og engin rök séu fyrir því að taka til meðferðar formið, á gmndvelli bréfs sem Guðrún sem einstaklingur skrifi, enda hafi hún haft til þess tækifæri við faglega umfjöllun í skipulagsstjóm að gera ágreining um þennan þátt málsins. Bætir hann því við að ekkert sé athugavert við form uppdráttarins frá lagalegu sjónarmiði. Um þá athugasemd Guðrúnar að deiliskipulag væri ekki í samræmi við aðalskipulag, segir borgarlög- maður að henni sjáist einmitt yfir það ákvæði, sem hér skipti máli. Það ákvæði sé 6. mgr. 4.1.gr. skipu- lagsreglugerðar, sem segi að í þessum tilvikum skuli fara við máls- meðferð að ákvæðum 17. og 18. gr. skipulagslaga, en það hafi ein- mitt verið sú meðferð sem málið hafi fengið. Öll efnisatriði kynnt almenningi Um breytinguna á skipulagsupp- drættinum, segir í álitsgerð borgar- lögmanns, að það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er að sú skipulagstillaga sem er til stað- festingar, sé sama efnis og sú tillaga, sem skipulagsyfirvöld höfðu til meðferðar og kynntu almenn- ingi. Hefðu öll efnisatriði varðandi ráðhúsið verið auglýst og kynnt almenningi. Segir síðan: „Hér hefur ekkert annað gerst en það, að ein af staðreyndum málsins, staðsetn- ing ráðhúss innan byggingarreits, er samkvæmt ábendingu skipulags- stjóra ríkisins, er sett fram í gleggra formi en áður.“ Um þá skoðun Guðrúnar, að at- hugasemdir borgarstjómar um ráðgerða nýbyggingu Alþingis ættu að sjást á skipulagsuppdrætti, sagði Magnús, að færsla hinnar sjálf- sögðu bókunar borgaryfírvalda, um að þau gætu ekki fjallað um stærð og gerð þinghússins á því stigi, að uppdráttur hefði nákvæmlega enga lagalega þýðingu í sambandi við staðfestingu ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.