Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 42 Gísli Guðmunds son - Minning Gísli fæddist á Akranesi 31. ágúst 1909. Hann hefur lengst af verið kenndur við Akurgerði þar sem hann átti heima alla sína ævi. Foreldrar hans voru Marsibil Gísla- dóttir og Guðmundur Hansson. Gísli kvæntist Láru Jónsdóttur frá Gunn- laugsstöðum í Borgarfírði. Þau eignuðust engin böm en bróðurdæt- ur hans sem áttu heima á efri hæðinni áttu alltaf gott athvarf hjá þeim. Ég kynntist Gísla fyrir um það bil 13 árum síðan, þegar ég fluttist á Skagann. Með okkur tókst góð vinátta, sem ég er þakklátur fyrir. Gísli var áhugasamur um það sem var að gerast í kringum hann, hann las mikið og fylgdist vei með. Það var gaman að ræða við hann um ýmis þjóðmál og hafði hann ákveðn- ar skoðanir á flestu. En hann kunni líka að hlusta á aðra þannig að margir komu við hjá honum til að spjalla við hann. Skoðanir hans á pólitík voru oft róttækar en þó þannig að manngildi var sett ofar öllu og vildi hann að hlutur þeirra sem minna mega sín yrði meiri. Gísli vann við físk alla áina ævi, ýmist á sjó eða á landi. Þegar ég kynntist honum vann hann á eyr- inni hjá HB og co. Nokkrum árum síðar eignaðist hann hlut í trillu og fór ég þá oft með honum á sjóinn. Tveir á litlum bát komast ekki hjá því að deila verkum og ræða um hlutina. Ég kynntist þá hversu gott var að vinna með Gísla. Hann var ákveðinn en þó alltaf tilbúinn að hlusta á skoðanir viðvanings sem hafði afskaplega lítið til málanna að leggja. I nóvember varð ljóst að Gísli væri alvarlega veikur, þannig að ekki gafst langur tími til að und- irbúa komu þess sem bíður okkar allra. Hans heilsu hrakaði mjög síðustu dagana, og mátti þá sjá dagamun á honum. Hann gat dval- ið yfír jólin heima og tekið á móti árlegum gestum á aðfangadags- kvöld. Því kvöldi mun ég ekki gleyma. Élsku Lára, ég votta þér einlæga samúð mína. Elmar Þórðarson Náfrændi minn og vinur, Gísli Guðmundsson frá Akurgerði á Akranesi, er látinn á 79. aldursári. Útför hans verður gerð frá Akra- neskirkju laugardaginn 9. janúar nk. Gísli var fæddur í Akurgerði og átti þar heimili alla sína ævi. Foreldrar hans voru sómahjónin Marsibil Gísladóttir frá Kal- mannsvík og Guðmundur Hansson föðurbróðir minn frá Elínarhöfða. Báðar eru þessar jarðir í Innri- Akraneshreppi, en nú fyrir löngu komnar í eyði. Gísli var fjórði í aldursröð 7 barna þeirra hjóna og sá fímmti er kveður þennan heim. Eftir lifa 2 alsystkini hans, Hansína og Sigurður, bæði búsett á Akranesi og hálfbróðir hans, Skúli Skúlason, aldraður ekkjumaður í Reykjavík. Foreldrar Gísla, Marsibil og Guð- mundur, bjuggu alla sína búskap- artíð að Akurgerði við mikla reglusemi og snyrtimennsku. Þau hjónin í Akurgerði höfðu bæði í heiðri hinar fomu, en nú nær horfnu dyggðir nýtni og sparsemi. Heimilisfaðirinn var eins og margir ættmenn hans frá Elínar- höfða hneigður fyrir sjóinn, feng- sæll, glöggur og gætinn sjómaður. Hann átti alltaf bát, venjulega 4ra manna far, og síðar lítinn trillubát, með þeim fyrstu á Akranesi. Þess- um bátum reri hann til fiskjar þegar færi gáfust og fengs var von. Ekki gaf þessi atvinnuvegur allt- af mikið í aðra hönd. Agangur erlendra togara var svo mikill í Faxaflóa á þessum árum, að þeir nánast sátu fyrir fískigöngunum. A vorin sáust oft frá Akranesi tugir erlendra togara á veiðum á Sviðinu. Þrátt fyrir ýmsa erfíðleika var jafnan vel fyrir öllu séð á heimili þeirra hjóna. Við þessi hollu uppeld- isáhrif ólst Gísli upp með foreldrum og systkinum í Akurgerði. Við Gísli vorum leikbræður í æsku og áttum þess kost að eiga margar samverustundir á lífsleið- inni, enda örskammt á milli heimila okkar. Leikir barna á Akranesi á þessum árum báru tíðum merki atvinnuveg- anna. Okkur langaði til að eignast sem besta báta og sigla þeim á tjömum, eða í flæðarmálinu. Guð- mundur, faðir Gísla, smíðaði bæði Sama var að segja um Bóa hvað snerti kunnáttu hans á sviði hús- bygginga. Skipti þar ekki máli hvort hann var með hamarinn í trésmíð- inni, múrskeiðina við múrverkið svo og rafmagns- og pípulagnir. Allt þetta lék í höndunum á honum, sá ég oftsinnis til hans í þessum efn- um. Sennilega hefur Bói verið sannur Breiðfírðingur og verið óskabam þeirrar náttúra, sem Breiðaíjörður hefur boðið upp á og forðað mörg- um frá sulti og seyra á harðinda- áram þjóðar okkar. Þessi náttúra gerði samt miklar kröfur til barna sinna, þar dugði engin sérfræðinga- eða skrifstofupólitík, þarna gilti að vera fjölhæfur og hagsýnn, geta borið sig eftir björginni, þessum kostum tel ég að Bói hafí verið búinn og slíkum var þessi náttúra gjöful. - Ég hef orðið þess aðnjótandi undanfarin vor að fá að fara með Bóa út í hinar ýmsu eyjar á Breiða- fírði. Þessar ferðir munu aldrei hverfa mér úr minni, þeim fylgdi einhver sérkennilegur blær og gjör- samlegt fráhvarf frá ys og erli þéttbýlisins. Hér var það hin lifandi náttúra, sem kom á skerminn, vog- ar og sund, fossandi straumar eins og í beljandi stórfljóti, kliður í sjó- fugli við ströndina, mávar sveim- andi yfir með sínum sérstöku hljóðum, sem gáfu til kynna að ein- hvers staðar væra egg þeirra á barði eða við stein, auk annarra óma kom hrossagaukurinn með sitt titrandi hnegghljóð. Á slíka hljóm- sveit og sjónarspil hlustuðum við Bói og Halldór litli sonur hans sitj- andi á hæð eða hól eftir að hafa rölt um eitthvert svæðið. Undir slíkum kringumstæðum er ekki eyð- andi tíma í að ræða um hið sífellda þjóðmálaþras. í þessum ferðum okkar komst ég að því að Bói hafði kynnt sér eftir föngum hjá eldri mönnum og reyndari hvernig ætti að sigla um Breiðafjörð, en ljóst er að það er ekki hægt að gera hugsunarlaust. Sagði Bói að menn ættu að temja sér að sigla alltaf eftir öraggustu leiðunum og breyta þar aldrei út af, sama hvort gott eða vont væri í sjó. Ef út af því væri breytt gætu menn hlotið verra af. Greinilegt var hversu aðgæslan kom þarna vel fram hjá honum. Þetta var eitt af þeim skilyrðurn, sem BreiðaQörður setti þeim er sóttu á vit hans. byrðing og skútu af miklum hag- leik og gaf syni sínum. Engan dreng þekkti ég, sem átti þá jafn fallega og góða báta sem þessa og var Gísli mikils metinn og auðvitað öf- undaður af þessum leikföngum. Aldrei bar þó útaf með sátt og sam- lyndi, því Gísli var jafnan fús að deila sínum föngum með öðram. Á þessum áram beindist hugur ungra drengja hér á Akranesi mest að sjónum. Afkoma heimilanna byggðist að mestu á sjávaraflanum. Ungur að áram, 16 ára gamall, réðist Gísli sem fullgildur háseti á vertíðarbát frá Akranesi, sem þá var gerður út frá Sandgerði á línu- veiðar. Mjög óvanalegt var að svo ungur drengur fengi skipsrúm með góðum aflamönnum, en Gísli var bráðþroska og í góðu áliti sem sjó- Bói þurfti ekki langt að sækja hagleik sinn og ekki lengra en til foreldra sinna, þeirra Gests Bjarna- sonar og Hólmfríðar Hildimundar- dóttur. Að vísu sá ég ekki til handarverka Gests, þar sem hann var látinn áður en við Bói kynnt- umst, en ég hef séð handavinnuna hennar Hólmfríðar og þá sér í lagi saumaskap hennar og myndir þær sem hún hefur búið til úr skeljum, þetta era hrein listaverk. Hann er fallegur þjóðbúningurinn, sem hún saumaði á sonardóttur sína, Hólm- fríði Hildimundardóttur, og ekki skömm að því að ganga fyrir for- seta okkar í honum. Sjáanlegt er að Hólmfríður, hús- móðirin með tíu börnin, hefur þurft oft að grípa til nálarinnar eða pijón- anna því um börnin sín hugsaði hún vel og hefur eflaust þurft að sýna hagsýni á sínu stóra heimili. Þau Þórhildur og Bói eignuðust tvö börn, Halldór, sem er 13 ára og Hólmfríði 7 ára. Halldór á að fermast í vor. Hann hefur í skóla sýnt afburða námshæfíleika, hann hefur og sýnt yfírburði í ýmsum íþróttagreinum. Ég vil að lokum þakka fyrir þá vináttu og góðvild, sem ég og fjöl- skylda mín höfum orðið aðnjótandi á heimili þeirra Bóa og Þórhildar svo og þær samverastundir, sem við höfum átt þar og annars staðar með þeim. Minningin um þessa liðnu tíð mun geymast í huga okkar. Minning: Hildimundur Gests- son, Stykkishólmi Fæddur 9. ágúst 1936 Dáinn 2. janúar 1988 Það er morgunn hins fyrsta sunnudags í nýbyijuðu ári, síminn hringir og mér er sagt að svili minn Hildimundur Gestsson, Lágholti 9, Stykkishólmi, hafí látist í gær- kvöldi. Við slíka óvænta harma- ffegn setur mann hljóðan og verður mjög tregt um tal og erfítt með að viðurkenna staðreyndir fyrir sjálf- ’ um sér. Þó kynni okkar Bóa, eins og hann var ávallt kallaður, væra ekki nema tæpur einn og hálfur áratug- ur, þá voru þau það góð að ég tel mig þurfa að kveðja hann með nokkram orðum. Bói var fæddur í Stykkishólmi 9. ágúst 1936, sonur hjónanna Gests Bjamasonar, sem er látinn fyrir nokkra, síðan og Hólmfríða Hildimundardóttur, sem lifír son sinn. Var hann því aðeins 51 árs þegar hann féll frá. Hann var þriðja elsta af tíu systkinum, fjórum drengjum og sex stúlkum, sem öll era hið mesta atgervis- og myndar- fólk. Það hefur því verið stór hópur, sem þau Hólmfríður og Gestur hafa þurft að fæða og klæða, það var þó ekki það stórt mál fyrir þau hjón- in að þau réðu ekki við það, enda voru þau mjög samstillt og mjög mikið hagleiksfólk. Þar sem hér var um að ræða tápmikil og glaðvær böm hefur heimili Bóa ómað af glaðværð og ærslagangi. Ljóst er þó að þessir bemskuleikir hafa fljótlega breyst yfír í það að taka þátt í hinum daglegu störfum bæði til sjós og •'ands enda venja í þá daga. Þessi störf vora einnig oftast til mikillar ánægju fyrir hinn unga þjóðfélags- þegn, efldu honum sjáfstraust og örvuðu hann til dáða. Slík störf hafa orðið mörgu baminu raun- hæfasti og besti skólinn til undir- búnings fyrir fullorðinsárin, þrátt fyrir það að engin prófskírteini væra gefín út vegna þessa náms. Kynni okkar Bóa hófust fyrir tæpum 15 áram er hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur frá ísafírði, en hún er dóttir hjónanna Ingibjargar Bjömsdóttur og Halldórs M. Hall- dórssonar afgreiðslumanns sem lengst af bjuggu í Tangagötu 4 á ísafírði en þau era bæði látin. Kona þess, sem þetta skrifar, og Þór- hildur era systur. Vegna þessara mágsemda gafst mér nokkur kostur á að kynnast Bóa. Ég kom oft á vinnustað hans, en hann var vélgæslumaður hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkis- hólmi. Gegndi hann þar og ýmsum öðram störfum bæði hvað snerti viðgerðir og viðhald hinna marg- breytilegu tækja. Við komuna á þennan vinnustað Bóa kom greini- lega í ljós hversu mikið snyrtimenni hann var. Þama var allt svo fínt og fágað og vart farandi þar inn nema á sparifotunum, þama sást hvergi drasl eða óhreinindi. Ég á ekki von á því að víða sjáist önnur eins fyrirmyndar umgengni. Mér var það oft mikil ánægja þegar Bói var að útskýra fyrir'mér hvemig þessi eða hin vélin ynni. Kom þá greinilega í ljós að hann þekkti hveija skrúfu í hinum margbreyti- legu vélum. Ljóst var og að hann greindi strax, ef hjartsláttur þeirra, ef ég mætti þannig að orði kom- ast, var ekki eðlilegur og var það þá þegar í stað lagað og eigi þurfti að gera mikla leit að biluninni. Hér var á ferðinni starfsmaður, sem gerði sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hafði að hafa þessi tæki í lagi og hvaða verðmæti kynnu að fara í súginn, ef þau bil- uðu. Bói var einnig, að því er virtist, opinn fyrir öllum tæknilegum nýj- ungum, sem hentað gátu vinnustað hans og aukið framieiðni og nýtingu á því hráefni, sem verið var að vinna úr, en það var aðallega hörpudisk- ur. Hygg ég að margur háskóla- genginn tæknimaður hefði mátt passa sig á honum í þessum efnum. mannsefni: Hann reyndist líka traustsins verður. Sjómennskan við þær aðstæður og aðbúnað, sem þá tíðkuðust, reyndi mikið á þrek ungmenna, svo nútímaæskan á erfitt með að skilja hvað í húfí var og hvað mikið varð á sig að leggja til að verða eftirsótt- ur sjómaður. Gísli stóðst þessa raun með ágætum og varð fljótt afkasta- maður í fremstu röð, við þau verk er að sjómennsku lutu. Sama mátti segja um hvað annað sem hann lagði hendur að, því hann var bæði fljótvirkur og laginn og sérlega vandvirkur. Þann 14. október 1950 gekk Gísli að eiga eftirlifandi konu sína, Lára Jónsdóttur frá Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum. Lára er traust og góð kona, sem reyndist manni sínum hollvinur og bjó honum vist- legt og hlýlegt heimili. Þau hjónin Gísli og Lára eignuðust ekki börn, en bróðurdætur Gísla hændust mjög að þeim og áttu þar sitt annað heim- ili, enda vora þau bæði sérlega barngóð. Þeir bræðurnir bjuggu iengst af í sama húsinu á Akur- gerði 19, sem stendur á Akurgerðis- lóð. Þær systumar nutu ástúðar og umhyggju frænda síns og konu hans í ríkum mæli enda vora þær þeim eins og bestu böm foreldra sinna, ræktarsamar og hjálpfúsar. Gísli var tryggur vinur vina sinna, ættrækinn í besta lagi og fengum við frændur hans oft að njóta þess. Æskuheimili mínu að Merkigerði sýndi hann mikla tryggð og ræktar- semi. Móðir mín bjó í 24 ár ein í íbúð sinni eftir að faðir minn lést, naut þar vinsemdar Gísla í ríkum mæli og átti Lára kona hans ekki síður þar hlut að máli. Þann vináttu- Við hjónin, böm okkar og fjöl- skyldur þeirra færam elsku Þór- hildi, bömunum hennar ungu, Halldóri og Hólmfríði, svo og hinni öldnu og duglegu mömmu og ömmu, Hólmfríði, okkar dýpstu samúðarkveðjur við svo sviplegt fráfall elskulegs eiginmanns, föður og sonar. Við biðjum guð að styðja þau í sorg þeirra og vera þeim við hlið á komandi áram. Blessuð veri minning hins góða drengs. Jóhann Þórðarson Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess vist mun þó vaka. (V.B.) Árið 1987 hefur kvatt, árið 1988 nýgengið í garð. Atburðir og atvik liðins árs rifjast upp, en um leið væntingar og vonir í sambandi við nýtt ár. Á þessum fyrstu dögum ársins eram við minnt á hversu stutt er milli lífs og dauða. Að kvöldi 2. janúar sl. andaðist á St\ Fransiscu-sjúkrahúsinu Hildi- mundur Gestsson. Er ég frétti lát hans varð ég harmi slegin. Af hveiju hann á besta aldri og átti svo miklu ólokið? Burt kallaður frá eiginkonu, ungum börnum og aldr- aðri móður. Við Bói, en svo var hann kallaður, voram systkinabörn, fædd og uppalin í sama húsi. Minn- ingar liðinna ára streyma fram. Ég man lítinn hnellinn dreng með alla dökku lokkana sína sem var svo gaman að greiða, rólegt en glaðvært barn, sem svo gjaman söng fyrir okkur vísur er við pössuð- um hann. Barnsskónum var slitið á Höfðanum og Silfurgötunni og gjarnan farið niður í annan bæjar- hluta. Ári seinna fluttu foreldrar mínir einnig og þá áttum við heima hvort í sínu húsinu. Ég man unglinginn er við tóku ýmis störf, dagfarsprúður og sam- viskusamur, hugsunin var að vinna vel, verða sjálfbjarga og sjálfstæð- ur, ekki upp á aðra komin. Bói var þriðja bam hjónanna Hólmfríðar Hildimundardóttur og Gests Bjamasonar. Þeim varð tíu barna auðið er öll komust til fullorð- insára. Er faðir hans lést langt um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.