Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 28. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsíns Danmörk í áratug: Kaupmáttur skrapp saman um 15-20% Erlendu lánin fóru í einkaneysluna Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. ÞEIM fækkar stöðugt krónun- um, sem danskir launþegar eiga eftir þegar greidd hafa verið föst útgjöid eins og húsaleiga og skattar. Kemur það fram i nýjum upplýsingum frá danska efna- hagsráðuneytinu, að kaupmáttur almennra launa hefur rýrnað um 15-20% á tíu árum. Verst hafa orðið úti í þessari kaupmáttarrýmun hjón, sem búa í einbýlis- eða raðhúsi, eiga eitt bam og hafa venjuleg laun verka- eða Bandaríkin: Demókratar sigurvissir Washington. Reuter. s Fulltrúadeild Bandaríkja- þings fjallaði í gær um tillögu Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta um 36 milljón dollara fjárstuðning við skæruliða í Nicaragua en búist var við, að umræður stæðu lengi og atkvæða- greiðslan ekki fyrr en eftir miðnætti að isl. tima. Reagan forseti kom fnam í sjónvarpi í fyrrakvöld þar sem hann sagði, að þingmanna biði nú að segja já eða nei við örygg- ishagsmunum bandarísku þjóðarinnar en bauðst jafn- framt til að láta þingið um að ákveða hvenær eða hvort 3,6 milljónir dollara, sem eiga að fara til hemaðaraðstoðar, verði veittar. Leiðtogar demókrata kváð- ust ekki mundu taka neitt tillit til þessarar málamiðlunar Re- agans og voru vissir um, að tillagan yrði felld. iðnaðarmanna. Þegar slík fjölskylda hefur borgað skatta og húsnæðis- kostnað hefur hún 21,4% minna til ráðstöfunar en fyrir tíu ámm. Eft- ir- og ellilaunaþegum hefur famast best því að þeirra tekjur hafa að- eins rýmað um 3% á þessum tíma. Almenningur veitir sér nú minna en fyrir áratug en það kemur þó fram í yfírliti ráðuneytisins, að Danir hafí aldrei tekið jafn mikil erlend lán og í þennan tíma og hafí þau að stórum hluta farið í einkaneysluna. Það er ekki síst húsnæðiskostnaðurinn, sem hefur hækkað. Árið 1955 fóm aðeins 8% launanna til að greiða leigu, hita og rafmagn en 1981 vom það 24% og hefur hækkað síðan. Þrátt fyrir kaupmáttarrýmunina hefur aldrei fyrr selst jafn mikið af einkabflum í Danmörku og nú síðustu árin en nauðungarappboð á húseignum em einnig fleiri en nokkm sinni. Bandaríkin: Reuter Hviksaga um kjarnorku- slys ORÐRÓMUR um að kjamorku- slys hefði orðið í Sovétríkjun- um fór í gær eins og eldur í sinu um alla Evrópu og var strax mikill viðbúnaður hjá geislamælingarmönnum i Svíþjóð og Finnlandi. Sovét- menn báru fréttimar strax til baka og norsk stjóravöld sögðu, að um væri að ræða misskiln- ing, sem rekja mætti til til- raunaskeytasendinga milli Alþjóðakjaraorkumálastofnun- arinnar og Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar i Genf. Talsmaður þeirrar fyrrnefndu segir þó, að hvorki „Sovétríkin“ né „kjaraorkuslys" hafi komið fyrir i textanum. Kennir hann óvönduðum fréttamönnum um uppákomuna. Á myndinni er 1 starfsmaður finnsku geisla- varaanna að kanna málið. Nýjar tillögur um sjálf- stjórn Palestínumanna Bandaríkjastjórn hefur lagt fram nýjar tiUögur um takmark- aða sjálfsstjóra Palestínumanna fram í desember á þessu ári og hefjist þá formlegar samninga- viðræður um framtíðarstöðu hernumdu svæðanna. Var þetta haft eftir ísraelskum embættis- mönnum í gær og BBC, breska ríkisútvarpið, sagði, að Jórdaníu- stjórn hefði tekið vel í tillögurn- ar. Bandaríkjastjóm tilkynnti í gær, að Richard Murphy, aðstoðamt- anríkisráðherra og helsti sérfræð- ingur hennar í málefnum Mið-Austurlanda, væri á fömm til Sýrlands og Saudi-Arabíu og var það strax sett í samband við fréttir um að Philip Habib, erindreki Bandaríkjastjómar, hefði kynnt Jórdaníustjóm nýjar tillögur um frið í Mið-Austurlöndum. í BBC sagði, að Jórdaníumenn hefðu fallist á að skoða tillögumar nánar en embættismenn í ísrael segja, að í þeim sé lagt til, að 1,5 milljónir Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu kjósi sér sína eigin stjóm og njóti tak- markaðrar sjálfsstjómar þar til í desember þegar sest verði að samn- ingum um framtíðarskipan mála á hemumdu svæðunum. Charles Red- man, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, vildi ekkert segja um.einstök atriði þessara til- lagna en tók þannig til orða, að Bandaríkjastjórn væri nú að leita leiða, sem ætlað væri að bera „góð- an árangur". A hættuslóðum Reuter íranskur byssubátur réðst í gær á norska olíuflutningaskipið Petrob- ulk Ruler en vann þó á því litlar skemmdir. í áhöfninni eru að mestu Filippseyingar og eru hér nokkrir þeirra í björgunarvestum, tilbúnir til að fara frá borði ef þörf krefur. Að baki þeim má sjá ummerkin eftir iranska sprengikúlu. Kúbusljórn úthúðar baráttu- mönnum fyrir mannréttindum — kallar þá svikara og handbendi Bandaríkjastjórnar Havanna. Reuter. STJÓRNVÖLD á Kúbu höfðu í gær hörð orð um þá menn, sem berjast fyrir auknum mannrétt- indum í landinu, og sögðu þá ganga erinda Bandaríkja- stjórnar. Á mánudag hófst í Genf mannréttindaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna en fulltrúi Bandaríkjamanna hjá mannréttindanefndinni er skáldið Armando Valladares, sem sat í fangelsum Kastrós í 22 ár. Sjaldgæft er að Kúbustjóm við- urkenni að þar í landi séu ekki allir ánægðir með ástand mann- réttindamálanna, en í stjórnar- málgagninu Prensa Latina vom andófsmenn úthrópaðir og kallað- ir meðreiðarsveinar Bandaríkja- manna. Valladares einum var hins vegar helgaður klukkutímalangur sjónvarpsþáttur þar sem hann var kallaður svikari og strengbrúða Ronalds Reagans, ekkert skáld, heldur gagnbyltingarmaður, sem átt hefði fangavistina skilda. Á _________________í_______________ mannréttindaráðstefnunni í Genf verður m.a. rætt um ástandið á Kúbu og er augljóst, að Kúbu- stjóm kvíðir þeirri umræðu. Valladares tókst að skrifa bók í fangelsinu, „Úr hjólastólnum mínum", og var henni smyglað úr landi og hún gefín út á Vestur- löndum. Vakti hún mikla athygli og varð til þess, að Francois Mitt- errand Frakklandsforseti fékk Valladares leystan úr haldi árið 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.