Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 49 Samtök herstöðvaandstæðinga: i Skora á fyrirtæki að taka ekki þátt í fram- kvæmdum hersins SAMTÖK herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á íslensk fyrirtæki að taka ekki þátt í framkvæmdum við hernaðarmannvirki hér á landi. Ályktunin er fram komin í tengsl- um við komu fulltrúa frá erlendum fyrirtækjum í boði NATO vegna útboðs í lokaáfanga ratsjárstöðva hér á landi og hugsanlegri þáttöku íslenskra fyrirtækja sem undirverk- taka. í þessu sambandi vilja Samtök herstöðvaandstæðinga meðal ann- ars benda á „að þeir fjármunir sem um er að ræða sýni fram á gífur- legt umfang hemaðarframkvæmda hér á landi. Það sé öfugþróun að á sama tíma og friðarvilji og tilraunir til að snúa við vígbúnaðarkapp- hlaupinu séu ráðandi í heiminum skuli vera haldið áfram að byggja hemaðarmannvirki hér á landi af meiri krafti en nokkra sinni fyrr,“ eins og segir í ályktuninni. „ís- lensku hugviti og verkkunnáttu er betur varið til annarra hluta og skoram við á íslensk fyrirtæki að neita að taka þátt í baráttunni um að komast að IqÖtkötlum hemaðar- hyggjunnar," segir m.a. í ályktun herstöðvaandstæðinga. (Úr fréttatilkynningu.) Leiðrétting Ranghermt var í Morgunblaðinu í- gær í samtali við Hrafn Bachmann að Gylfí Ingason matreiðslumaður hefði rekið fískbúðina í Austurveri. Hið rétta er að Jón Bjömsson rekur þessar verzlun, en Gylfí hefur starf- að þar. 4NNLENTV Arlegt þorrablót Þing- eyinga á Suðurnesjum ÁTTHAGAFÉLAG Þingeyinga á Suðumesjum verður með sitt árlega þorrablót föstudaginn 6. febrúar nk. í Stapa. Félagið varð 15 ára 14. janúar sl. Átthagafélag Þingeyinga á Suð- umesjum var stofnað 14. janúar 1973 af 40 félögum. Markmið með stoftiun félagsins var að auka kynni meðal Þingeyinga búsettra á Suður- nesjum og halda tengslum við heimabyggðina, segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir að starfsemi félagsir.s hafí verið með miklum blóma frá upphafi. Félagið gengst árlega fyrir þorrablóti í byijun febrúar og í ár verður það nk. föstudag. Einnig hefur félagið verið vikulega með félagsvist, myndakvöld og dans- leiki. Rúmlega 100 manns era í félag- inu. Úr umferðinni í Reykjavík 2. febrúar 1988 Árekstran 24. Kl. 14.36 varð 8 ára bam fyrir bifreið á Höfðabakka/Dverghöfða og var flutt með sjúkrabíl á Slysadeild. Radarmælingar: 10 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Ártúnsbrekka: 92 og 96 km/klst. Elliðavogur: 84 km/klst. Reykjanesbraut: 84—88—90 og 98 km/klst. Sætún: 90 og 92 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 6 ökumenn kærðir. Klippt númer af 8 bifreiðum vegna vanrækslu á að fara til skoðunar. Kranabifreið fjarlægði 12 ökutæki af vettvangi vegna slæmrar stöðu. í þriðjudagsumferðinni voru tveir ökumenn granaðir um ölvun við akstur. Samtals 43 kærar fyrir umferðarlagabrot á þriðjudag. Frétt frá lögreglunni i Reykjavík. Samþykkt st}órnarfundar SUS á Egilsstöðum: Varað við afskiptum stjórnvalda af vöxtum I ALYKTUN, sem samþykkt var á stjóraarfundi Sambands ungra sj álfstæðismanna á Eg- Osstöðum síðastliðinn föstu- dag, er varað við hugmyndum Steingríms Hermannssonar um að stjóravöld hafi áhrif á vaxtaákvarðanir, en þess í stað lagt til að dregið verði úr þenslu og verðbólgu með al- mennum aðgerðum og frelsi í gjaldeyrisverslun aukið. í ályktuninni segir meðal ann- ars: „Stjóm Sambands ungra Sjálfstæðismanna varar eindreg- ið við hugmyndum Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um bein afskipti stjómvalda af vaxtaákv- örðunum. Með ófreskjutali Steingríms er raglað saman or- sök og afleiðingu. Verðbólga og ofQárfesting era meinsemdimar í íslensku atvinnulífí, en ekki vextimir. Vaxtastefnan var mót- uð í tíð síðustu ríkisstjómar, sem sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Hann ber því fulla ábyrgð á henni eins og aðr- ir ráðamenn þjóðarinnar." Stjóm SUS gerir einnig að umtalsefni þau umskipti, sem orðið hafí frá „Framsóknarára- tugnum“, en þá hafí vextir verið neikvæðir um 15 -20% og fé sparifjáreigenda brannið upp. „Ungt sjálfstæðisfólk hafnar þessari framsóknarleið og varar við afleiðingum hennar," segir í ályktuninni. Að lokum segir í samþykkt fundarins: „Hyggilegasta leiðin til lækkunar vaxta eru almennar ráðstafanir sem vita að því að draga úr verðbólgunni, slá á þenslu og auka frelsi í verslun með gjaldeyri. Jafnframt er nauðsynlegt að auka samkeppni útlánafyrirtækja með því að hið opinbera dragi úr lántökum sínum og að rýmkaðar verði heimildir fyrir erlenda aðila að veita fé í íslenskan atvinnurekst- ur í formi lána eða áhættufjár- magns án ríkisábyrgðar. Stjómvöld geta gengið á undan með góðu fordæmi með því að lækka opinber gjöld og stuðla að hallalausum ríkisbúskap." Hvatt til stofnunar fríhafnar á Seyðisfirði Á fundi stjómar SUS var jafn- framt samþykkt ályktun um byggðamál. Þar er hvatt til þess að úánnagn lífeyrissjóða og sjóða atvinnuveganna verði lán- að til framkvæmda á lands- byggðinni og þannig tryggt að fjármagn nýtist þeim er þess afla. í lok píaggsins segir: „Með stórátaki ríkisstjómarinnar í samgöngu- og fjarskiptamálum gefast mun fleiri möguleikar til eflingar atvinnustarfsemi hér á Austurlandi, ekki síst í þjónustu- greinum. Ungt sjálfstæðisfólk hvetur til þess að strax verði kannaðir möguleikar á rekstri fríhafnar á Seyðisfírði í tengslum. við ferðamannaiðnað." Ungir sjáJfstæðismenn skoða fyrirtæki á Austurlandi Egilsstöðnm. STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hélt opinn stjórnarfund í Samkvæmisp- áfanum í Fellabæ sl. laugar- dag og fjallaði um málefna- starf SUS og ástand í þjóðmálum. í leiðinni notuðu fundarmenn tækifærið og heimsóttu nokkra staði hér á Austurlandi, skoðuðu atvinnu- fyrirtæki og kynntu sér viðhorf fólks til margvislegra málefna. Fundarmenn notuðu tækifæ- rið og heimsóttu Eskifjörð þar sem þeir kjmntu sér fískvinnslu og útgerðarfyrirtæki á staðnum. Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður, tók á móti hópnum og sýndi þeim fyrirtæki sín og gafst þar gott tækifæri til að kynnast flestum greinum íslensks sjávar- útvegs og fískvinnslu. Gestir luku miklu lofsorði á móttökum- ar hjá Aðalsteini og töldu mikinn feng í að kynnast þessari undir- stöðuatvinnugrein landsmanna undir leiðsögn manns sem hefur áratugareynslu af þessum rekstri. Sérstaka athygli vakti hin mikla uppbygging sem ríkir á staðnum og bjartsýni fólks yfír framtíð þessarar atvinnu- greinar. Einnig heimsóttu fundarmenn Verslunarfélag Austurlands und- ir leiðsögn Sigurðar Grétarsson- ar, framkvæmdastjóra, og kynntust rekstri verslunar á landsbyggðinni og ekki síður rekstri sláturhúss og afurðasölu- fyrirtækis, en Verslunarfélag Austurlands er eitt fárra fyrir- tækja sem starfa að slátrun og afurðasölu og era í einkaeign. Einnig skoðuðu menn aðstöðu ferðaþjónustu bænda á Skipalæk í Fellum. _ Björa Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Stjórnarmenn SUS skoða netaverkstæði á Eskifirði undir leiðsögn Aðalsteins Jónssonar, sem er annar frá hægri. .__
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.