Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 72
FERSKLEIK! MESTÁ REYNIR Þar vex sem vel er sáð! FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Ferskfisksala í Þýzkalandi: Hækkar tollur á karfaúr 2í 15%? „UM áramótin tók hér gildi ný tollaskrá Evrópubandalagsins, en menn eru núna fyrst að reka augun í það, að samkvæmt henni á að greiða 15% toll í stað 2% áður af um helmingi karfa, sem íslend- ingar landa hér. Gangi þessi breyting eftir þýðir það líklega að íslendingar landa ekki meiri djúpsjávarkarfa hér í Þýzkalandi," sagði Ari Halldórsson, umboðsmaður við fisksölu í Þýzkalandi, í samtali við Morgunblaðið. Til áramóta var hjá EB í gildi tollskrá, þar sem allur karfi frá ís- landi féll undir 2% toll. í nýju tollskránni eru hins vegar fleiri flokkar. Þar er tekið fram að grunn- sjávarkarfi (Sebastus Marinus) frá Islandi skuli tollast um 2%, en djúp- sjávarkarfinn (Sebastus Mentella). um 15%. Grunnsjávarkarfinn er bleikur og smáeygur, en djúpsjávar- karfinn dekkri og með stærri augu og hökutopp. Sá karfi veiðist til dæmis í Rósagarðinum og á Hryggnum. A síðasta ári seldu íslendingar samtals 11.700 tonn af karfa í Þýzkalandi að verðmæti 625 millj- ónir króna. Ætla má að um heliji- ingur þess sé djúpsjávarkarfi. Tollurinn hefur það, sem af er árinu aðeins verið 2%, en á mánudag landar Vigri RE væntanlega um 200 tonnum af karfa í Bremerhaven og óttast menn að sögn Ara að sá farmur verði hugsanlega tollaður um 15%. * VMSI reiðubúið til samstarfs við vinnuveitendur og ríkisstjórn: EKIÐMOTSOLU Morgunblaðið/RAX SÓLIN skein glatt á höfuðborgarbúa í gær. Þar sem hún er nú lágt á lofti blindast ökumenn oft af geisl- um hennar og hefur það valdið mörgum smáárekstr- um. Lögreglan hefur brýnt fyrir ökumönnum að gæta þess að bflrúður séu hreinar, svo betur sjáist út. Samkvæmt spá Veðurstofu íslands verður áfram bjart sunnanlands í dag. Norðanlands dregur úr snjókomu og vind lægir um allt land. Jóhann og Kortsjnoj sömdu um jafntefli Sáint John. Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunbiaðsins. JÓHANN Hjartarson og Viktor Kortsjnoj sömdu um jafntefli eft- ir 55 leiki i 7. einvigisskákinni í St. John í gærkvöldi. Skákin var mjög spennandi og Jóhann stóð betur frá upphafi, sérstaklega þar sem Kortsjnoj átti mjög lítinn tíma fyrir síðustu leiki sína. Hon- um tókst þó að veijast vel og þegar upp kom hróksendatafl, Kauphækkanir nái fyrst og fremst til verkafólks Harma mjög viðræðuslitin, segir forsætisráðherra GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að sambandið sé reiðubúið með vinnuveitendum og ríkisstjórn að leita leiða til að bæta kjör almenns verkafólks án þess að það verði til þess að það nái upp allan launastigann, en í gær ■ilitnaði upp' úr viðræðum VMSÍ og vinnuveitenda um kjarasamning til skamms tíma. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasijóri VSÍ, segir að verkefnið framundan sé að varðveita þá kaupmáttaraukn- ingu sem orðið hefur á undanförnum tveimur árum, eins og framast sé unnt, einkum hvað þá lægstlaunuðu varðar, og það verði ekki gert með óraunhæfum kauphækkunum. „Ég held að gæfa þjóðarinnar, liggur mér við að segja, ráðist af því hvort okkur tekst sameiginlega að afstýra að kauphækkanir nái jafnt yfir allt og alla. En þá axla allir aðilar gífurlega ábyrgð og þeir verða allir að leggja sig fram. Við viljum ekki verðbólgu og gerum okkur fulla grein fyrir því að þeir sem lægst hafa launin fara verst út úr því,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson meðal annars í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég harma mjög að upp úr við- ræðunum skyldi slitna. Samningar hafa verið lausir síðan um áramót ■jg það er mjög alvarlegt að jafn mikið skuli bera á milli aðila og raun ber vitni. Þetta ástand skapar mikla óvissu í íslensku atvinnulífi og efnahagsmálum," sagði Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra, um slit viðræðnanna. Hann sagði að þetta væri sér- staklega alvarlegt nú þegar stjórn- völd hefðu gert ráðstafanir til þess að næðist jafnvægi í efnahagsmál- um og allar aðstæður væru til þess að ná niður verðbólgu. „Það er mikill ábyrgðarhluti ef aðilar vinnu- markaðarins koma sér ekki saman um niðurstöðu í samningurn, sem samræmist því markmiði að ná nið- ur verðbólgu. Mér list mjög þung- lega á framhaldið, ef aðilar koma sér ekki mjög fljótt að samninga- borðinu aftur og það verður auðvit- að að gera þær kröfur til þeirra. Það væri mjög háskalegt við þessar aðstæður að stefna þjóðfélaginu í langvarandi vinnudeilur með verk- fallsátökum," sagði Þorsteinn ennfremur. Sjá ennfremur bls. 31. þar sem Jóhann hafði peð yfir, má segja að jafntefli hafi legið á borðinu. í upphafi skákarinnar gekk Kortsjnoj fram og aftur fráman við sviðið þar sem teflt er, en Jóhann settist hins vegar á stól úti í sal með kaffibolla á meðan Kortsjnoj hugsaði. Þegar líða fór á skákina sat Kortsjnoj lengst af við skák- borðið og lítið bar á taugastríði á milli skákmannanna. Áttunda skákin í einvíginu verður tefld annað kvöld og hefur Jóhann þá svart. Sjá skákskýringu og frétt á bls. 30. Greenpeace-samtökin: Herferð gegn sölu á ís- lenskum fiskí erlendis Vanvirða við íslenskt þjóðfélag*, segir sjávarútvegsráðherra GREENPEACE-samtökin hafa hafið herferð gegn sölu á íslensk- um fiski i Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum i því skyni að knýja stjórnvöld til að hætta hval- veiðum í vísindaskyni. Að sögn talsmanna samtakanna verður miklum fjármunum varið til þess- arar baráttu. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í gær að kröfur og hótanir Greenpeace væru að sínum dómi vanvirða við islenskt þjóðfélag, íslenskar hefð- ir og sjálfsákvörðunarrétt þjóða um nýtingu auðlinda sinna. „Allar hótanir eru auðvitað alvar- legar þótt ef til vill sé ekki ástæða til að gera meira úr þessari en fyrri hótunum þessara manna," sagði Halldór. „Hins vegar finnst mér undarlegt að þeir skuli hafa geð í sér til að heimsækja okkur íslend- inga til að segja okkur að nú ætli. þeir að eyðileggja markaði okkar. Þeir þykjast hafa siðferðilegan rétt til að hóta okkur og taka ákvarðan- ir varðandi nýtingu auðlinda umhverfis landið, en þótt þeir virðist hafa ótrúleg tök á mönnum í ábyrgð- arstöðum hjá sumum þjóðum munum við íslendingar auðvitað ekki beygja okkur fyrir hótunum sem þessum," sagði ráðherrann. Að sögn Magnúsar Gústafssonar, forstjóra Coldwater í Bandaríkjun- um, hafa Greenpeace-menn óskað eftir fundi með honum síðar í vik- unni til að gera grein fyrir aðgerðum samtakanna. Sjá frétt um aðgerðir Green- peace á bls. 39.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.