Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 RagnarH. Ragnar ísafirði — Kveðja í augum okkar allra hlýtur það að vera eitthvað sérstakt sem gefur lífinu mest gildi. hvað það nú er, fer auðvitað eftir sjónarmiðum og vaentingum hvers og eins. í augum Ragnars H. Ragnars var það listin sem gaf lífinu ótvírætt gildi og tón- listin þótti honum æðst allra lista. Ég hef aldrei kynnst nokkrum manni sem elskar tónlist jafn mikið og Ragnar gerði, hún var honum jafn mikils virði og lífið sjálft. Nemendum sínum kenndi hann að bera virðingu fyrir góðri tónlist, að hún væri dýrgripur og bæri að meðhöndla hana sem slíka. Fyrir litla krakkagemlinga var stundum erfitt að skilja að það var Ragnari mikið í mun að nemendur rækju nám sitt af alúð og sýndu tónlist- inni þá virðingu sem henni ber. En það er með tónlistamám eins og flest annað nám, margt skilar sér ekki fyrr en löngu síðar. Ragnari tókst þó furðu fljótt að laða fram það besta hjá hveijum og einum og fá jafnvel verstu tossa til að spila eins og engla. Mín fyrstu kynni af Ragnari hafa trúlega verið af samæfíngunum sem haldnar voru á sunnudögum. Á hverjum sunnudegi fóru nemend- ur skólans í spariföt og tróðu sér inn í stofumar heima hjá Ragnari og Siggu að Smiðjugötu 5. Þeir sem komu snemma fengu bestu stólana eða besta útsýnið, en þama var ein- mitt samsafn stóla af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum, allt frá hægindastólum niður í eld- húskolla. Eg man að eitt sinn sat ég, lítil og homð, á eldhuskolli. Svo lítii að fótleggimir náðu ekki niður á gólf heldur dingluðu í lausu lofti. Mér hundleiddist. Ég reyndi því að finna mér eitthvað til dundurs og fékk þá snjöllu hugmynd að telja állar bækumar í bókahillunum. (Mér fannst það hlyti að vera mjög hagnýtt fyrir Ragnar og Siggu.) Þetta reyndist mér ærið verkefni og hef ég ekki enn lokið talning- unni. Veggir klæddir gömlum bókum frá gólfi og upp í loft, leynd- ust nefnilega út um allt hús — jafnvel niðri í kjallara — og því engin leið að telja öll ósköpin. Ragn- ar fræddi okkur krakkana um allt milli himins og jarðar. Hann sótti mikinn fróðleik úr öllum þessum SIEMENS SIEMENS uppþvottavól LADY SN 4520 með Aqua- Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. • 5 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Óvenjulega hljóðiát og spameytin. Smith og Norland, Nóatúni4, s. 28300. TÖLVUPRENTARAR SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. I SötunrOjQiLflgiiyio3 <S(o) Vesturgötu 16, sími 13280 Þú færð svarið ásamt ótai upplýsingum varðandi einangrun hjá ráðgjafa Steinullarverksmiðjunnar í síma 83617 frá kl. 9-11. STEINULLARVERKSMIÐJAN HF bókum og auk þess var hann víðför- ulli og lífsreyndari en við öll til samans. Það er annars ótrúlegt hvemig hægt er að hýsa hundrað til tvö- hundruð manna skóla á heimili sínu og í herbergjum út um allan bæ. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt Ragnar og Siggu kvarta undan átroðningi þótt heimili þeirra hafi staðið öllum opið frá morgni til kvölds, sjö daga vikunnar. I borð- stofunni var og er gestamóttakan. Þar er setið yfir kaffíhlaðborði hvenær sólarhrings sem er og öll heimsins mál rædd fram á rauðan morgun. Ég hef aldrei getað skilið hvar hún Sigga fær allar þessar kökur eða hvemig hún fær tímann til að ganga upp. Hún þarf stundum að gera allt í einu, tala í símann, baka vöfflur, búa til stundaskrá og spjalla við gesti. Á samæfingum var borðstofunni breytt í áhorfendasal og hljóðfæra- geymslu. Og þar sem ekkert eldhúsborð komst fyrir inni í eld- húsinu þurfti heimilisfólkið að gera sér að góðu að borða standandi, nú eða sleppa því að borða, á þeim tímum sem tónfræði var kennd í borðstofunni. Þegar stundaskráin var samin, var aldrei tekið tillit til þess að fjölskyldan þyrfti endrum og eins að fá frið og meira að segja laugardagar og sunnudagar vom erilsömustu dagar vikunnar. Ég man mér þótti ekkert sjálfsagðara en að tónfræði væri kennd á sama stað og heimilisfólkið borðaði mat- inn sinn, ég þekkti ekkert annað og hélt að allir tónlistarskólar væru eins og sá á ísafírði. Ég hóf mína skólagöngu þama inni í téðri borð- stofu, 6 ára að aldri, og þar sem ég gekk aldrei í leikskóla né í 6 ára bekk bamaskóla, vom það mikil viðbrigði fyrir villing eins og mig að þurfa allt í einu að sitja til borðs með mörgum krökkum, lúta aga og þegja á réttum stöðum. Alvaran náði hámarki þegar Sigga tók mann upp að töflu, þessa heldur betur færanlega krítartöflu sem þurfti eðlilega alltaf að vera á fleygiferð um húsið. Þetta vom skemmtilegir tónfræðitímar enda var næstum allt leyfilegt, svo lengi sem náms- efnið komst til skila. Sigga kippti sér ekki upp við það þótt borðstofu- borðið væri orðið útkrafsað eftir veturinn, hún bara skellti dúk yfir þegar gesti bar að garði og gamla borðið stendur enn. Ragnar fylgdist nákvæmlega með framfömm hvers nemanda og það jafnvel þótt hann hefði nóg á sinni könnu, stjómandi kórum, kennandi tónlist af öllu tagi að ógleymdu því að vera kirkjuorgan- isti. Vikulega, þ.e.a.s. á samæfing- um, skiluðum við tónfræðiverkun- um sem við höfðum unnið heima, og datt engum í hug að svíkjast undan því skólastjórinn var strang- ur og fór fram á sitt. (Hjá honum kynntist ég aga í fyrsta og eina skiptið á ævinni.) Þegar inn var komið og hljóðfæraleikurinn hafinn, sat Ragnar við sitt borð með stóra leyndardómsfulla bók, hlustaði þungur á brún og skráði niður frammistöðu hvers og eins. Ég rejmdi alltaf að lesa út úr svip Ragnars hvemig mér hafði til tek- ist. Ef loðnu augnabrúnimar sigu óvenju mikið, að maður tali nú ekki um ef hann varð eins og Beethoven í framan, þá hefði áreiðanlega mátt spila betur. En stundum ljrftist önn- ur brúnin, Ragnar brosti og kinkaði kolli. Oftast flutti hann ræðustúf milli laga og gátu því samæfingam- ar orðið æði Iangar. Þessi ræðubrot vom ýmist um frammistöðu þess sem nýverið hafði lokið leik sínum eða jafnvel um eitthvað afskaplega óskylt tónlist. Ragnar lét sig allt varða og áhugasvið hans náði langt út fyrir tónlistina. Eitt sinn sagði hann: „Ég hef lifað tvær heimsstyij- aldir, hungur og kreppu. En það er ekkert í líkingu við það sem ykkar kynslóð á eftir að þola." Hvort sem það nú var út af þessari setningu eða einhverri annarri álíka áhrifamikilli, þá kom það eitt sinn fyrir að ég var svo mikið úti á þekju að ég stóð mig að því að klappa hraustlega fyrir sjálfri mér um leið og ég heigði mig. Sá gamli hafði nefnilega einhveiju sinni, eftir að hafa séð nemanda sem mnnið hafði í bijóst, hvesst á okkur augunum og sagt að það væri kurteisi að klappa bæði vel og lengi svo undir tæki í húsinu. Eftir það klappaði ég alltaf umhugsunarlaust og það jafnvel fyrir sjálfri mér. Þegar að því kom að Ragnar, sjálfur skólastjórinn, sóttist eftir að fá mig sem píanónemanda sinn þótti mér það mikill heiður. Ég var þá á gelgjuskeiðinu og satt að segja logandi hrædd við manninn. Það gustaði alltaf svo mikið um Ragn- ar, hvað svo sem hann sagði eða gerði, alltaf var hann jafn ákveðinn í orðum og fór að engu með hæga- gangi. Ótti minn hvarf auðvitað eftir að hafa kynnst honum sem kennara og sérstaklega eftir að ég hætti að taka hann of alvarlega. Ragnari var nefnilega meira um það gefið að nemendur sínir hefðu skoð- un á málunum og svömðu fyrir sig, en að þeir hlýddu öllu umhugsunar- laust. Hann bar mikla virðingu fyrir nemendum sínum og leit alltaf á þá sem jafningja sína. Hann hafði mikinn metnað, setti markið hátt óg gerði þess vegna kröfur. Stund- um of miklar kröfur, en þá var um að gera að reyna þó sitt besta og alltaf sætti Ragnar sig við þá mála- miðlun. Spilatímamir í Tangagötu 29 líða mér trúlega seint úr minni. Þar kenndi Ragnar í litlu fábrotnu her- bergi sem er svo lítið að nánast ekkert annað en flygillinn komst þar fyrir. Aðeins nauðsjmlegustu hlutir fengu þar inni, auk myndar af Jóni Sigurðssyni, sem hékk þar á vegg. Ósjaldan horfðist maður í augu við hann Jón, það var eins og eyru hans hlustuðu. Til að kom- ast inn í herbergið þurftu miklir skruðningar að eiga sér stað. Pláss- ið var nefnilega svo lítið að Ragnar sat nákvæmlega fyrir hurðinni. Það gat tekið dágóða stund að komast inn í spilatíma, því hugur Ragnars var við ósýnilega tóna en ekki við einhvem utanaðkomandi þrýsting. Þar sem skapgerð Ragnars var sem íslenskt veðurfar — gat sumsé sveiflast snögglega í allar áttir — gerðist það oft að ég reyndi að lesa út úr svip þess nemanda sem á undan mér var, í hvemig skapi Ragnar væri í það og það skiptið. Fljótlega skildist mér þó að góða skapið sem var núna rétt áðan, gat rokið út í veður og vind á auga- bragði ef spilamennskan var ekki upp á marga fiska. Það var jafnvel ekki á það treystandi að bros færð- ist yfir Ragnar þótt mikið hafi verið æft, þvf honum var það eðlilega mikilvægara hvemig fólk spilaði en ekki hve lengi menn æfðu. Kom jafnvel fyrir að ég mætti á staðinn óæfð með öllu, einbeitti mér hvað mest ég mátti og þá sagði Ragnar: „Þetta var yndislega vel leikið hjá þér, núna hefðurðu æft þig vel.“ Ég held svei mér þá að ég hafi ekki lært að sperra eyrun og hlusta með athygli, fyrr en ég fór að sækja spilatíma til Ragnars. E.t.v. kemur slík hlustun þó af sjálfu sér með auknum þroska hvers nemanda, en þó er ég sannfærð um að Ragnar átti stóran þátt í því að þama inni í þessu litla herbergi uppgötvaði ég hvað klassísk tónlist hefur að geyma, hreifst með og hef verið viðloðandi tónlist síðan. Það gat gengið á ýmsu í spilatím- unum hjá Ragnari. Hann sagði oftast meiningu sína, það hvarflaði aldrei að honum að fara hringinn í kringum hlutina. Stundum að loknum spilatíma átti ég það til að fara í fylu. Gekk ég þá út með tárin í augunum, jafnvel með skammar- bréf í vasanum til foreldra minna, sannfærð um að ég væri vita von- laus píanóleikari. Hitt gat líka gerst að Ragnar sagði mann vera þvílíkan snilling að ég næstum því trúði því að ég spilaði manna best norðan Alpafjalla. En þótt okkur Ragnari tækist oft að vera ósammála fór ég aldrei í alvarlega fylu og aldrei rifumst við. Ætli það væri ekki ljóta vitleysan ef allir væm alltaf sam- mála um alla skapaða hluti — en það er nú önnur saga. Það var annars ótrúlega auðvelt að kæta Ragnar og jafnvel leiða umræðuefnið langt út fyrir tónlist- ina. Margoft glejmidum við stað og stund og em spilatímamir hjá Ragnari þeir lengstu sem ég hef fengið á ævinni. Oftast var ég seinni part dags í spilatíma og'ef ég ætl- aði að fara í bíó þá um kvöldið var vissara að semja við Ragnar strax í upphafi tímans um að fá að sleppa „snemma". í hita og þunga leiksins fékk nefnilega fátt eitt stöðvað manninn, enda lifði hann sig inn í tónlistina, „söng“ með og baðaði út öllum öngum. Ég gat aldrei skil- ið hvaðan gamalmenni á níræðis- aldri fékk allan þennan kraft og allt þetta úthald. Ég sá ekki betur en hann nærðist eingöngu á fransk- brauði og kaffi, og aldrei lá honum á heim til sín í kvöldmat. Það var eins og hann væri allt öðmvísi gam- all en allir aðrir á hans aldri. Það var yndislegt að sjá hve Ragnar naut þess út í æsar að kenna, hann smitaði frá sér góða skapinu og gerði nemenduma að nánum vinum sínum. Af honum hef ég lært margt og mikið um píanókennslu, sem ég hef síðan getað nýtt mér við eigin kennslustörf. Mér er alltaf minnisstætt þegar Ragnar var tiltölulega nýbyijaður að kenna mér og rafmagnið fór af í miðjum spilatíma. í. svartasta skammdeginu sér maður ekki handa sinna skil ef rafmagnið svíkur mann, og hélt ég, græning- inn, að nú Ioksins léti Ragnar staðar numið eða a.m.k. drægi úr ferð- inni. En það var nú öðm nær. Hann sótti kertisstúf og eldspýtur og lét sem ekkert hefði í skorist. Þama stóð hann jrfír mér, syngjandi sem fyrr, örlítið skjálfhentur og tók ekk- ert eftir því að kertavaxið sullaðist niður á handarbökin mín. Ég gat ekki annað en brosað og eftir þetta skildist mér að fyrir Ragnari var það sjálfsagt mál að rafmagnið djrtti út annað veifið og enn sjáif- sagðara að nemendumir mættu þrátt fyrir það í spilatíma. Það var því ekki um annað að ræða, en að bijótast framvegis í gegnum hríðar- byl í kolniðamyrkri, ef rafmagnið fór, og spila við rómantískar að- stæður Ragnars. Einhveiju sinni kom ég á gönguskíðum í spilatíma, enda vom varla aðrar samgöngu- leiðir færar. Það var rafmagnslaust og þegar inn kom hélt ég áfram að nota ennisluktina sem ég hafði haft á höfðinu. Þetta fannst Ragn- ari mikið snjallræði og ljomaði hann allur. Það var sama hvert ég horfði — upp á nótnablöðin, niður á hljóm- borðið, til hægri eða vinstri — alltaf lýsti ljósið. Ragnar bað mig fyrir alla muni að koma framvegis með luktina í spilatíma ef rafmagnið brygðist, og þar með hættum við að eiga rómantískar stundir í Tangagötunni. Eitt var dæmigert fyrir Ragnar, en það var hversu vandvirknisleg og skipulögð vinnubrögð hans vom. Hver af hans nemendum kannast ekki við þá miklu vinnu sem hann lagði í stflabækumar, en hver nem- andi var með stflabók til að taka með sér heim. Þar voru skráð heiti verkanna, nöfn höfundana og ná- kvæm tilmæli um hvemig skyldi æfa. Við hvert verk stóð hvemig nemandinn hafði staðið sig í spila- tímanum og var þá ekkert verið að skrifa á skeytamáli heldur heilu ræðumar látnar §úka. Ragnar not- aði marga liti til að koma boðum sínum til skila — hver penni hafði sitt hlutverk, hvort heldur það var blár blekpenni, rauður kúlupenni eða svartur blekpenni. Milli verka voru tvær línur dregnar með reglu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.