Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 41 Eggert Haukdal, alþingismaður: Stj ómmálaflokkarnir bera sameig- inlega ábyrgð á vaxtaþróuninni Vaxtamunur hvergi hærri en hér á landi, sagði Steingrímur J. Sigfússon geri hina þungu vexti enn þung- bærari. Þingmaðurinn taldi mikil- vægt að halda vöxtum á hliðstæðu róli og í markaðs- og samkeppn- isríkjum okkar. Þeir eigi hinsvegar ekki að vera það lágir að þeir hvetji til vafasamra íjárfestinga eða dragi úr innlendum spamaði. Okkur hafi hinsvegar reynzt með- alvegurinn vandrataður. Tímabært sé að staldra við og endurskoða vaxtastefnuna — með hagsmuni almennings og framleiðslunnar í huga. Vaxtamál tóku lungann úr starfsdegi neðri deildar Alþing- is í gær. Eggert Haukdal (S/Sl) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur um lánskjör og ávöxtun sparifjár. Gangrýndi hann harð- lega vaxtaþróunina í landinu, en friimvarp hans gerir m.a. ráð fyrir að leggja niður verðtrygg- ingu samkvæmt lánskjaravisi- tölu, enda verði felld niður ákvæði VH. kafla, 34.-47. grein- ar, laga nr. 13/1979 um stjórn efnahagsmála. Ennfremur ákvæði annarrar málsgreinar 9. greinar laga um Seðlabanka íslands, nr. 36/1986. Stjórnmálaflokkarnir allir sekir Eggert Haukdal sagði lögin um verðtryggingu fjárskuldbindinga sett af vinstri stjóm Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 1979. Síðan hafí nær allir flokkar setið í ríkisstjómum, — án þess að hreyfa við því kerfí, sem enn ræður ferð. Stjómmálaflokkarnir beri því sameiginlega ábyrgð á stöðu mála, að vísu mismikla. Það gengur ekki lengur að AIMnCI benda á vondu mennina í Seðla- bankanum, sagði þingmaðurinn. Þeir sækja vald sitt til ríkisstjórnar og Alþingis á hveijum tíma. Síðan rakti þingmaðurinn lög, er varða peninga-, banka- og vaxtamál, og hélt því fram, „að þegar full verð- trygging fjárskuldbindinga hófst árið 1982, vegna þrýstings frá Seðlabankanum — samfara al- mennum vaxtahækkunum, hafi efnahagsmálin farið úr böndum". Hann sagði: „Frá því í september 1982 til sama tíma 1983 hækkaði lánskjaravísitalan um 96%, þannig að skuldir þegnanna tvöfölduðust á einu ári.“ Ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar tók síðan kaupgjalds- vísitöluna úr sambandi en ekki lánskjaravísitölu. „Þetta leiddi til greiðsluerfiðleika hjá íbúðareig- endum og byggjendum, síðan til verkfalla og grunnkaupshækk- ana.“ Síðan vóru vextir gefnir fíjálsir. Á síðustu 12 mánuðum hafa vextir hækkað um liðlega 113%, sagði Eggert, „gengislækk- un blasir við á ný, svo og miklar kaupkröfur". Hávaxtabremsan * haldlaus Eggert Haukdal sagði og að helzta forsenda hávaxtastefnunn- ar, að draga úr lánsfjáreftirspum, hafí brugðizt. Hávaxtabremsan hafi reynzt haldlaus. Engin sönnun hafí heldur verið færð á það að hún hafi aukið heildarspamað í landinu. Eggert sagði fmmvarp sitt miða að því að sníða helztu gallana af peningakerfínu. Lagt er til að gengistrygging sé tekin upp í stað mánaðarlegrar vísitölutengingar, og aðeins á langtíma skuldbinding- ar. Aðeins opinberar gengisbreyt- ingar verði teknar til greina, ekki smávegis gengissig. Gengisteng- ing fjárskuldbindinga dregur mjög úr viljanum til að lækka gengið. Þingmaðurinn fann og sitt hvað að bankakerfinu, sagði banka- kostnað 4-6 sinnum meiri hérlendis en erlendis. Lánskjaravísitölu verður að af- nema nú þegar, en samræma vaxtastefnu okkar þeirri, er gildir í viðskipta- og samkeppnisríkjum. „Því aðeins að vextir séu hóflegir og stöðugir er nokkur von til þess að við vinnum bug á verðbólgunni til frambúðar. Ársvextir 50-100% Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði m.a. að hann hefði hina mestu andúð á þeirri hávaxtastefnu sem fylgt hafí verið. Háir vextir hafí átt að takmarka lánsfjáreftirspum. Það hafí hinsvegar bmgðizt. Þeir væm verðbólguhvetjandi, enda fari þeir út í verð vöm og þjónustu. Þegar það vaxtakerfí, sem nú ráði ferð, var upp tekið, var talað um verðtryggingu og 2,5-4% raun- vexti. Bankar, Qánnagnsleigur og ríkissjóður hafí hinsvegar boðið upp raunvexti. Ríkissjóður býður t.d. bréf með 8,5% raunvöxtum. Verðbréfamarkaðir starfi nánast stjómlaust, óháðir bindiskyldu, skráningarskyldu eða upplýsinga- skyldu, sem hliðstæð fyrirtæki erlendis lúti, enda vanti löggjöf um starfsemi þeirra. Ef til vill mætti lækka vaxtastigið með því að veita erlendum bönkum einhvem starfs- rétt hér á landi. Ámi sagði Seðlabankann hafa rétt til að setja þak á vexti, ákveða hæstu vexti, en nýti ekki þann Svipmynd frá Alþingi: Hvað erá dagskrá? Þessi skemmtilega svip- mynd frá Alþingi var tekin í fyrradag. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir málin við Geir Haarde, alþingsmann, og Friðrik Sophusson, varaformann flokksins, sem snýr hnakka í ljós- myndarann. Auðséð er að alvörumál er á dag- skrá. Að baki þeirra er Þorv&ldur Garðar Kristj- ánsson, forseti samein- aðs þings. Eggert Haukdal rétt. Þingmaðurinn taldi hinsvegar að það kynni að vera í athugun, að hvetja bankann til slíks. Dráttarvextir eru 4,30% sagði þingmaðurinn. Það þýðir 50% vext- ir á ári á skattskuldir oggjaldfallna víxla og verðbréf. Ársvextir hins gráa markaðar væru helmingi hærri eða um 100%. Vaxtastigið er of hátt sagði þingmaðurinn. Það horfír þegar í óefni fyrir fólk og fyrirtæki, ekki sízt í framleiðslu- og útflutnings- greinum. Vandrataður meðalvegurinn Matthías Bjarnason (S/Vf) þakkaði Eggert Haukdal frnrn- kvæði hans að flytja sjálfstætt þingmannafrumvarp en bíða ekki eftir ríkisstjóm og sérfræðingaliði hennar. Matthías sagði vandrataðan meðalveginn, svo í vaxtamálum sem öðmm. Sú hafí verið tíðin að gjafvextir hafí ráðið ferð. Þeir hafi í senn aukið stórlega á eftir- spum eftir lánsfjármagni, jafnvel til vafasamra fjárfestinga, og brot- ið niður spamað í landinu, sam- hliða verðbólgu. Þá hafí verið gengið gróflega á rétt sparenda. Frá þessari stefnu var horfið. Þá var talað um raunvexti á bilinu 2-3,5%, sagði þingmaðurinn, en síðan hafí staðan skekkzt. Matthías sagði að háir vextir, samhliða samdráttarstefnu í físk- veiðum, bitni harðast á útflutings- greinunum. Útflutningsgreinar geti ekki velt kostnaðarauka út í verðlag á sjávarvöramörkuðum erlendis. Samdrátturinn í veiðum Allar frumvarpsgrein ar óþarfar - utan ein Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagði allar framvarps- greinar í framvarpi Eggerts Haukdals óþarfar — utan eina, það er greinin um að leggja niður láns- kjaravísitölu. Hinar greinamar hafí þegar lagagildi — í lögum um Seðlabanka Islands. Þannig væra efnisatriði tveggja fyrstu frum- varpsgreinanna í 9. grein laga um Seðlabankann. Þakkarvert væri hinsvegar og meira en tímabært að taka vaxtamálin til umræðu á Alþingi. Rangt væri og að draga alla stjórnmálaflokka til ábyrgðar fyrir vaxtaöngþveitið. Það eigi fyrst og fremst rætur í pólitískum ákvörð- unum síðsumars 1984 þegar Steingrímur Hermannsson,' form- aður Framsóknarflokksins, hafí leitt ríkisstjóm. Það komi því úr hörðustu átt þegar þessi fyrrver- andi forsætisráðherra og núver- andi utanríkisráðherra tali um peningamarkaðinn sem ófreskju, sem hann botni ekkert í, hafandi setið í báðum þeim ríkisstjómum, er beri pólitíska ábyrgð á efna- hagsþróuninni frá 1984. Eymingjalegt sé líka þegar þessi sami fyrrverandi forsætisráðherra hengi alla sök á Seðlabanka. Ríkis- stjóm og þingmeirihluti hennar hafa húsbóndavald yfír Seðlabank- anum. Flutningsmaður þessa framvarps var og stuðningsmaður beggja þei. -a ríkisstjóma, sem mesta ábyrgð bera á vaxtaþóun- inni frá 1984. Það er með ólíkinum að Steingrímur Hermannsson tali eins og hann gerir um ófreskju pen- ingamarkaðarins, eftir að hafa setið í tveimur síðustu ríkisstjóm- um og leitt raunar aðra. Og í ríkisstjóminni situr hann enn og getur ekki annað. SÍS segir honum að sitja þar. Vaxtamunur, munur inn- og útlánsvaxta, er hér mun hærri en ég þekki til erlendis, sagði þing- maðurinn. Þrátt fyrir háa útláns- vexti, sem er tiiefni þessarar umræðu, rýmaði sá spamaður al- mennings, sem geymdur var í bankakerfínu á bankabókum og bankareikningum um einn til tvo milljarð á síðasta liðnu ári, vegna þess að vextir vóra neikvæðir. Ef einhversstaðar er óarðbær rekstur í þjóðfélaginu, sagði þingmaðurinn einnig, þá er hann í bankakerfinu. Kynferðisafbrot gagnvart börnum; 40 kynferðisafbrot kærð til RLR1987 Fjörutíu kynferðisafbrot vóru kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1987, að því er kom fram í svari Jóns Sigurðssonar, dómsmálaráðherra, við fyrir- spurn Salome Þorkelsdóttur (S/Rn) um kynferðisafbrot gagn- vart börnum. í svari ráðherra kom fram að á tímabilinu 1. desember 1984 til jafnlengdar 1987 kom engin kæra um kynferðisafbrot gagnvart böm- um fram í eftirtöldum umdæmum: A-Skaftafellssýslu, Norður-Múla- sýslu, Keflavíkurflugvelli, Neskaup- stað, Þingeyjarsýslu, Borgarfjarð- arsýslu, Ámessýslu, Dalasýslu, Snæfellssýslu, Bolungarvík. Eitt mál kom til meðferðar í ísa- fjarðarsýslu, eitt í Húnavatnssýslu, eitt í Rangárvallasýslu, eitt í Strandasýslu, fimm í Kópavogi, tvö í Siglufírði (á sama mann), eitt í V-Skaftafellssýslu og eitt í Keflavík. Á árinu 1987 vóra 40 kynferðis- afbrotamál kærð til Rannsóknar- lögreglu ríkisins, flest skírlífisbrot, en einnig flokkuð sem nauðgun, áreitni, ósiðlegt athæfí, afbrigðileg hegðun o.fl. Sumar þessara kæra era úr umdæmum utan höfuðborg- arsvæðisins og jafnframt skráðar þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.