Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 KORFUKNATTLEIKUR Pétur Guðmundsson lög- legur með landsliðinu fyrir Evrópukeppnina næsta ár? Alþjóða körfuknattleikssambandið hefur lagt fram breytingartillögu sem myndi leyfa leik- mönnum úr NBA-deildinni að leika með landsliðum þjóða sinna MIKLAR líkureruáþvíað Pétur Guðmundsson, ieik- maður San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, geti leikið með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í körfu- knattleik á nœsta árl. Það yrði ífyrsta sinn sem hann léki með landsliðinu síðan hann gerði samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Trailblaizers 1982. Sam- kvœmt núgildandi reglum má leikmaður sem einhvem tíma hefur gert samning við lið í NBA-deildinnf bandarísku ekki leika með landsliði, jafn- vel þó hann snúi afturtil áhugamennsku. Nú eru allar líkur á að þessu verði breytt. Stjóm FIBA, Alþjóða körfu- knattleikssambandsins, samþykkti um helgina að leggja fram breytingartillögu á heims- þingi sambandsins í apríl á næsta ári, þess efnis að frá þeim tíma skuli allir leikmenn vera löglegir með landsliði þjóðar sinnar, burt- séð frá því í hvaða liði eða deild þeir leika. Aðildarþjóðir Alþjóða körfuknattleikssambandsins munu þá greiða atkvæði um hvort þetta verður samþykkt. Liklegtaðtillagan verðisem- þykkt, seglr aðstoðarfram- kvæmdastjórl FIBA David Tumer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri FIBA sagði í símasamtali við Morgunblaðið í gær, frá höfuðstöðvum Alþjóða- sambandsins í Miinchen f Vestur- Þýskalandi, að hann ætti von á að tillagan yrði samþykkt. „Stjóm FIBA, sem er skipuð 31 fulltrúa, sámþykkti um helgina að leggja þessa tillögu fyrir heimsþingið sem verður í apríl á næsta ári. Þar verða greidd atkvæði um til- löguna og ég tel mjög líklegt að hún verði samþykkt. Það er svolít- ið undarlegt að körfuknattleikur- inn skuli vera eina íþróttagreinin þar sem einhveijar skorður eru settar. Þar mega menn vera at- vinnumenn, en ekki leikmenn í NBA-deildinni. Ef þessi tiliaga verður samþykkt þá verða NBA- leikmenn löglegir með sínum landsliðum strax, og þar með í Evrópukeppninni 1989, heims- meistarakeppninni 1990 og Ólympíuleikunum 1992. ólympíu- leikamir eru þó háðir samþykki Alþjóða Olympíunefndarinar, en . þó að hún hafni þessari tillögu þá verða leikmenn löglegir fyrir heimsmeistarakeppnina og Evr- ópukeppnina. Umrædd tillaga var upphaflega lögð fyrir heimsþingið fyrir nokkr- um árum, en var felld með 31 atkvæði gegn 27. Nú hafa að- stæður breyst og fleiri þjóðir eiga leikmenn í NBA-deildinni og því mjög lfklegt að hún verði sam- þykkt. Borislav Stankovic, framkvæmda- stjóri FIBA tók í sama streng og hann sagðist einnig gera sér mikl- ar vonir um að Alþjóða Ólympfu- nefndin samþykkti að leyfa NBA-ieikmönnum að leika á Olympíuleikunum í Barcelona 1992. Elnars þáttur Bollasonar Einar Bollason, fyrrum landsliðs- þjálfari íslands í körfuknattleik, lagði þessa tillögu fyrst fram á heimsþingi í Möltu 1985, ásamt fulltrúum Norðurlandanna og Skotlands. Þá var hún felld naum- lega. Það skal þó tekið með í reikninginn að síðan hefur útlend- ingum flölgað verulega f NBA- deildinni og því fleiri þjóðir sem vilja koma þessari tillögu í gegn. „Þegar við bárum þessa tillögu fram, 1985 þá munaði mjög litlu að hún yrði samþykkt, þrátt fyrir að margar þjóðir bæru fram mót- mæli,“ sagði Einar Boilason í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þjóðveijar voru til dæmis mót- fallnir og sögðu að þetta væri bara frekja hjá þessari „Norður- landamafíu". Það hefur hinsvegar breyst og nú eru þrír leikmemn úr byijunarliði Vestur-Þjóðveija í NBA-deildinni. Detlef Schrimpf og Uwe Blab leika báðir með Dallas og Chris Weip leikur með Fíladelfíu. Auk þess eru f NBA- deildinni leikmenn frá Kanada, Frakklandi og einn frá Bahama. Það er þvf augljóst að þessar þjóð- ir munu styðja tillöguna. „Gott mál fyrir okkuri' „Þetta er gott mál fyrir okkur og ég hef ekki trú á öðru en að þessi tillaga verði samþykkt," sagði Bjöm Björgvinsson formaður KKÍ f samtali við Morgunblaðið í gær. „Ef Stankovic segir að hún kom- ist f gegn þá gerir hún það örugglega, enda er hann nokkurs konar „Guðfaðir" körfuboltans og stjómarmenn líta fyrst á hann áður en þeir segja nokkuð. Mér finnst mjög trúlegt að NBA- leikmenn megi einnig leika á Ólympíuleikunum. Það er svo augljóst að þar eru atvinnumenn og körfuboltinn er þar sér á báti. Það vita það allir að í handknatt- leik og knattspymu em atvinnu- menn í landsliðunum, en körfubolti er eina greinin sem er útilokuð. Mér fínnst það því líklegt að orðið „áhugamennska" verði einfaldlega fellt út fyrir Olympíu- leikana f Barcelona 1992 og allir þeir bestu mæti til leiks." ÁkvaðlA í aprfl Endanleg ákvörðun í þessu efni verður tekin í apríl. Þá kemur heimsþingið saman og greiðir at- kvæði um tillögunua. Þeir sem Morgunbiaðið ræddi við í gær voru allir sannfærðir um að tillag- an yrði samþykkt og þvf er alit útlit fyrir að Pétur Guðmundsson verði löglegur að nýju með íslenska landsliðinu fyrir Evrópu- keppnina á næsta ári, eftir sjö ára útilokun. Pétur Guðmundsson i leik með Los Angeles Lakers á sfnum tfma. Nú ieikur hann með San Antonio Spurs í NBA-deildinni. KORFUKNATTLEIKUR / STJORNULEIKUR NBA AbduMabbar valinn í sautjánda skipti Flestirfrá LA Lakers og Boston Celtics Kareem Abdul Jabbar leikur um helgina 17. „Stjömuleik" sinn, en hann var valinn f lið Vesturdeild- arinnar af þjálfurum NBA-deildar- innar. í gær voru liðin tilkynnt, en leikurinn fer fram á sunnudaginn í Chicago og er 37. „Stjömuleikur- inn“ frá upphafi. Þrír nýliðar eru í liði Austur-deildar- innar og fímm nýliðar f liði Vestur- deildarinnar. Danny Ainge frá Bos- ton, Brad Daugherty frá Cleveland og Glenn Rivers frá Atlanta leika sinn fyrsta „Stjömuleik“ fyrir Aust- ur-deildina. Lafayette „Fat“ Lever frá Denver, Karl Malone frá Utah og Xavier McDaniel frá Seattle eru nýliðamir í Vestur-liðinu, auk Steve Johnson frá Portland sem hætti við vegna meiðsla. í hans stað kemu'r James Donaldson frá Dallas, sem einnig leikur sinn fyrsta leik. Kjör leikmanna í Stjömuleikinn fer þannig fram að áhorfendur velja fimm leikmenn í byijunarliðið. Svo velja þjáifarar þá sjö leikmenn sem eftir em. í byrjunarliði Austur-liðsins eru Moses Malone frá Washington, Larry Bird frá Boston, Dominique Wilkins frá Atlanta, Michael Jordan frá Chicago og Isiah Thomas frá Detroit. ' í byijunarliði Austur-deildarinnnar eru Akeem Olajuwon frá Houston, Alex English frá Denver, Karl Mal- one frá Utah, Earvin „Magic" Johnson frá Lakers og Lafayette „Fat“ Lever frá Denver. Flestir leikmenn eru frá Lakers og Boston, þrír frá hvom liði, en þjálf- ari Lakers, Pat Riley, stjómar liði Vestur-deildarinnar. Dallas, Port- land, Denver, Fíladelfía og Atlanta eiga tvo leikmenn hvert lið. Þrátt fyrir að Vestrið hafí sigrað í fyrra, 154:149 eftir framlengdan leik í Seattle, þá hefur Austrið enn yfirhöndina, samanlagt, 24:13. Abdul-Jabbar. AU STURSTRÖNDIN Danny Ainge, Boston......................28 1 Charles Barkley, Ffladelfíu,.............24 2 Larry Bird, Boston,......................31 9 Maurice Cheeks, Ffladelfíu...............31 4 Brad Daugherty, Cleveland,...............22 1 Patrick Ewing, New York,.................25 2 Michael Jordan, Chicago,.................24 4 Moses Malone, Washingtion............:..32 10 Kevin McHale, Boston.....................30 4 Glenn Rivers, Atlanta....................25 1 Isiah Thomas, Detroit....................26 7 Dominique Wilkins, Atlanta...............27 3 Þjálfari: Mick Fratello frá Atlanta Hawks. VESTURSTRÖNDIN Kareem Abdul-J abbar, Lakers...........40 17 Mark Aquirre, Dallas.....................28 3 James Donaldson, Dallas..................30 1 Clyde Drexler, Portland,.................25 2 Alex English, Denver,....................34 7 Earvin Johnson, Lakers................ 28 8 Lafayette Lever, Danver..................27 1 Karl Malone, Utah,.......................24 1 Xavier McDaniel, Seattle,............. 24 1 Akeem Olajuwon, Houston,................25 4 Alvin Robertsson, San Antonio............25 3 James Worthy, Lakers,................. 26 3 Þjálfari: Pat Riley frá LA Lakers. (Tölumar gefa til kynna aldur og fjölda „Stjömu- leikja" viðkomandi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.