Morgunblaðið - 04.02.1988, Page 70

Morgunblaðið - 04.02.1988, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 KORFUKNATTLEIKUR Pétur Guðmundsson lög- legur með landsliðinu fyrir Evrópukeppnina næsta ár? Alþjóða körfuknattleikssambandið hefur lagt fram breytingartillögu sem myndi leyfa leik- mönnum úr NBA-deildinni að leika með landsliðum þjóða sinna MIKLAR líkureruáþvíað Pétur Guðmundsson, ieik- maður San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, geti leikið með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í körfu- knattleik á nœsta árl. Það yrði ífyrsta sinn sem hann léki með landsliðinu síðan hann gerði samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Trailblaizers 1982. Sam- kvœmt núgildandi reglum má leikmaður sem einhvem tíma hefur gert samning við lið í NBA-deildinnf bandarísku ekki leika með landsliði, jafn- vel þó hann snúi afturtil áhugamennsku. Nú eru allar líkur á að þessu verði breytt. Stjóm FIBA, Alþjóða körfu- knattleikssambandsins, samþykkti um helgina að leggja fram breytingartillögu á heims- þingi sambandsins í apríl á næsta ári, þess efnis að frá þeim tíma skuli allir leikmenn vera löglegir með landsliði þjóðar sinnar, burt- séð frá því í hvaða liði eða deild þeir leika. Aðildarþjóðir Alþjóða körfuknattleikssambandsins munu þá greiða atkvæði um hvort þetta verður samþykkt. Liklegtaðtillagan verðisem- þykkt, seglr aðstoðarfram- kvæmdastjórl FIBA David Tumer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri FIBA sagði í símasamtali við Morgunblaðið í gær, frá höfuðstöðvum Alþjóða- sambandsins í Miinchen f Vestur- Þýskalandi, að hann ætti von á að tillagan yrði samþykkt. „Stjóm FIBA, sem er skipuð 31 fulltrúa, sámþykkti um helgina að leggja þessa tillögu fyrir heimsþingið sem verður í apríl á næsta ári. Þar verða greidd atkvæði um til- löguna og ég tel mjög líklegt að hún verði samþykkt. Það er svolít- ið undarlegt að körfuknattleikur- inn skuli vera eina íþróttagreinin þar sem einhveijar skorður eru settar. Þar mega menn vera at- vinnumenn, en ekki leikmenn í NBA-deildinni. Ef þessi tiliaga verður samþykkt þá verða NBA- leikmenn löglegir með sínum landsliðum strax, og þar með í Evrópukeppninni 1989, heims- meistarakeppninni 1990 og Ólympíuleikunum 1992. ólympíu- leikamir eru þó háðir samþykki Alþjóða Olympíunefndarinar, en . þó að hún hafni þessari tillögu þá verða leikmenn löglegir fyrir heimsmeistarakeppnina og Evr- ópukeppnina. Umrædd tillaga var upphaflega lögð fyrir heimsþingið fyrir nokkr- um árum, en var felld með 31 atkvæði gegn 27. Nú hafa að- stæður breyst og fleiri þjóðir eiga leikmenn í NBA-deildinni og því mjög lfklegt að hún verði sam- þykkt. Borislav Stankovic, framkvæmda- stjóri FIBA tók í sama streng og hann sagðist einnig gera sér mikl- ar vonir um að Alþjóða Ólympfu- nefndin samþykkti að leyfa NBA-ieikmönnum að leika á Olympíuleikunum í Barcelona 1992. Elnars þáttur Bollasonar Einar Bollason, fyrrum landsliðs- þjálfari íslands í körfuknattleik, lagði þessa tillögu fyrst fram á heimsþingi í Möltu 1985, ásamt fulltrúum Norðurlandanna og Skotlands. Þá var hún felld naum- lega. Það skal þó tekið með í reikninginn að síðan hefur útlend- ingum flölgað verulega f NBA- deildinni og því fleiri þjóðir sem vilja koma þessari tillögu í gegn. „Þegar við bárum þessa tillögu fram, 1985 þá munaði mjög litlu að hún yrði samþykkt, þrátt fyrir að margar þjóðir bæru fram mót- mæli,“ sagði Einar Boilason í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þjóðveijar voru til dæmis mót- fallnir og sögðu að þetta væri bara frekja hjá þessari „Norður- landamafíu". Það hefur hinsvegar breyst og nú eru þrír leikmemn úr byijunarliði Vestur-Þjóðveija í NBA-deildinni. Detlef Schrimpf og Uwe Blab leika báðir með Dallas og Chris Weip leikur með Fíladelfíu. Auk þess eru f NBA- deildinni leikmenn frá Kanada, Frakklandi og einn frá Bahama. Það er þvf augljóst að þessar þjóð- ir munu styðja tillöguna. „Gott mál fyrir okkuri' „Þetta er gott mál fyrir okkur og ég hef ekki trú á öðru en að þessi tillaga verði samþykkt," sagði Bjöm Björgvinsson formaður KKÍ f samtali við Morgunblaðið í gær. „Ef Stankovic segir að hún kom- ist f gegn þá gerir hún það örugglega, enda er hann nokkurs konar „Guðfaðir" körfuboltans og stjómarmenn líta fyrst á hann áður en þeir segja nokkuð. Mér finnst mjög trúlegt að NBA- leikmenn megi einnig leika á Ólympíuleikunum. Það er svo augljóst að þar eru atvinnumenn og körfuboltinn er þar sér á báti. Það vita það allir að í handknatt- leik og knattspymu em atvinnu- menn í landsliðunum, en körfubolti er eina greinin sem er útilokuð. Mér fínnst það því líklegt að orðið „áhugamennska" verði einfaldlega fellt út fyrir Olympíu- leikana f Barcelona 1992 og allir þeir bestu mæti til leiks." ÁkvaðlA í aprfl Endanleg ákvörðun í þessu efni verður tekin í apríl. Þá kemur heimsþingið saman og greiðir at- kvæði um tillögunua. Þeir sem Morgunbiaðið ræddi við í gær voru allir sannfærðir um að tillag- an yrði samþykkt og þvf er alit útlit fyrir að Pétur Guðmundsson verði löglegur að nýju með íslenska landsliðinu fyrir Evrópu- keppnina á næsta ári, eftir sjö ára útilokun. Pétur Guðmundsson i leik með Los Angeles Lakers á sfnum tfma. Nú ieikur hann með San Antonio Spurs í NBA-deildinni. KORFUKNATTLEIKUR / STJORNULEIKUR NBA AbduMabbar valinn í sautjánda skipti Flestirfrá LA Lakers og Boston Celtics Kareem Abdul Jabbar leikur um helgina 17. „Stjömuleik" sinn, en hann var valinn f lið Vesturdeild- arinnar af þjálfurum NBA-deildar- innar. í gær voru liðin tilkynnt, en leikurinn fer fram á sunnudaginn í Chicago og er 37. „Stjömuleikur- inn“ frá upphafi. Þrír nýliðar eru í liði Austur-deildar- innar og fímm nýliðar f liði Vestur- deildarinnar. Danny Ainge frá Bos- ton, Brad Daugherty frá Cleveland og Glenn Rivers frá Atlanta leika sinn fyrsta „Stjömuleik“ fyrir Aust- ur-deildina. Lafayette „Fat“ Lever frá Denver, Karl Malone frá Utah og Xavier McDaniel frá Seattle eru nýliðamir í Vestur-liðinu, auk Steve Johnson frá Portland sem hætti við vegna meiðsla. í hans stað kemu'r James Donaldson frá Dallas, sem einnig leikur sinn fyrsta leik. Kjör leikmanna í Stjömuleikinn fer þannig fram að áhorfendur velja fimm leikmenn í byijunarliðið. Svo velja þjáifarar þá sjö leikmenn sem eftir em. í byrjunarliði Austur-liðsins eru Moses Malone frá Washington, Larry Bird frá Boston, Dominique Wilkins frá Atlanta, Michael Jordan frá Chicago og Isiah Thomas frá Detroit. ' í byijunarliði Austur-deildarinnnar eru Akeem Olajuwon frá Houston, Alex English frá Denver, Karl Mal- one frá Utah, Earvin „Magic" Johnson frá Lakers og Lafayette „Fat“ Lever frá Denver. Flestir leikmenn eru frá Lakers og Boston, þrír frá hvom liði, en þjálf- ari Lakers, Pat Riley, stjómar liði Vestur-deildarinnar. Dallas, Port- land, Denver, Fíladelfía og Atlanta eiga tvo leikmenn hvert lið. Þrátt fyrir að Vestrið hafí sigrað í fyrra, 154:149 eftir framlengdan leik í Seattle, þá hefur Austrið enn yfirhöndina, samanlagt, 24:13. Abdul-Jabbar. AU STURSTRÖNDIN Danny Ainge, Boston......................28 1 Charles Barkley, Ffladelfíu,.............24 2 Larry Bird, Boston,......................31 9 Maurice Cheeks, Ffladelfíu...............31 4 Brad Daugherty, Cleveland,...............22 1 Patrick Ewing, New York,.................25 2 Michael Jordan, Chicago,.................24 4 Moses Malone, Washingtion............:..32 10 Kevin McHale, Boston.....................30 4 Glenn Rivers, Atlanta....................25 1 Isiah Thomas, Detroit....................26 7 Dominique Wilkins, Atlanta...............27 3 Þjálfari: Mick Fratello frá Atlanta Hawks. VESTURSTRÖNDIN Kareem Abdul-J abbar, Lakers...........40 17 Mark Aquirre, Dallas.....................28 3 James Donaldson, Dallas..................30 1 Clyde Drexler, Portland,.................25 2 Alex English, Denver,....................34 7 Earvin Johnson, Lakers................ 28 8 Lafayette Lever, Danver..................27 1 Karl Malone, Utah,.......................24 1 Xavier McDaniel, Seattle,............. 24 1 Akeem Olajuwon, Houston,................25 4 Alvin Robertsson, San Antonio............25 3 James Worthy, Lakers,................. 26 3 Þjálfari: Pat Riley frá LA Lakers. (Tölumar gefa til kynna aldur og fjölda „Stjömu- leikja" viðkomandi)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.