Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 31 Yiljum komast hjá verk- föllum í lengstu lög - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ „Vitanlega viljum við komast hjá verkföllum i Iengstu lög en ég óttast mjög átök á vinnumarkaði áður en samningar takast," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Is- lands, um slit viðrœðna VMSÍ og VSÍ um skammtímasamning. Hann sagði að framkvæmdastjómarfundur yrði í dag, þar sem staðan í aamningamálnnnm yrði metin. Ráðgast yrði við stjómir aðildarfélag- anna um framhaldið og viðræður gætu hugsanlega hafist aftur í næstu viku, án þess að hægt væri að fullyrða það. Guðmundur sagði fráleitt að kröfur VMSÍ þýddu 20% kaup- hækkun og að hækkun launa almenns verkafólks yrði til þess að verbólguholskefla riði yfir. Hann benti á að í desembersamningunum 1986 hefði verið samið um lágar kauphækkanir, en verðbólgan hefði samt riðið yfir á síðasta ári. VMSÍ hafi komið til móts við vinnuveit- endur með því krefjast 7% almenn- ar hækkunar í stað 9% og að námsskeiðsálag í fiskvinnu verði 3 þúsund í stað 3.600 króna. Vinnu- veitendur hafi boðið 5% almenna hækkun, að námsskeiðsálag yrði 2.600 krónur, starfsaldurshækkan- ir yrðu hæstar 7% eftir 15 ár, þær væru nú 5% í fiskvinnu, en hefðu verið 20% fyrir síðustu samninga og að samningurinn gilti til 15. júní í stað 30. apríl. Það hefði út af fyrir sig jafngilt samningi til haustsins og því verið óaðgengi- legt. Það hafi ekki verið hægt að hnika vinnuveitendum frá tilboði sínu og því ekki um annað að ræða en hætta viðræðum. Guðmundur sagðist telja þetta skammsýni hjá vinnuveitendum, því mjög erfitt yrði að koma saman samningum til lengri tíma. Þeir hafi ekki ljáð máls á því að starfs- aldurshækkanir yrðu færðar í fyrra horf og þó væru þær ekki nema hluti af þeim starfsaldurshækkun- um sem aðrir hópar nytu til dæmis opinberir starfsmenn, sem hefðu verið fá miklu meiri launahækkan-. ir fram til þessa en félagar VMSÍ Guðmundur J. Guðmundsson. hefðu fengið. Þó starfsaldurs- hækkanir hefðu fengist fram, þá yrði það ekki öðrum hópum for- dæmi fyrir kröfugerð, þar sem um samræmingu væri að ræða. Hann sagði að vinnuveitendur virtust ekki gera sér grein fyrir að fólk væri orðið langþreytt á sífelld- um hækkunum og að með þessum ósveigjanleika stefndu þeir í óefni. „Við erum þó reiðubúnir til þess með vinnuveitendum og ríkisstjóm- inni að reyna sameiginlega að finna leið til þess að fá bætt kjör fyrir almennt verkafólk án þess að það gangi yfir allt og alla. Ef samkomu- lag getur orðið um að launahækk- anir gangi aðeins til þeirra lægstlaunuðu og ríkisstjóm og vinnuveitendur em tilbúnir til þessa, þá er engin fúsari en við til að kauphækkanir nái ekki nema upp að ákveðnum mörkum. Eg held að gæfa þjóðarinnar, liggur mér við að segja, ráðist af því hvort okkur tekst sameiginlega að af- stýra að kauphækanir gangi upp allan launastigan. En þá axla allir aðilar gífurlega ábyrgð og þeir verða allir að leggja sig fram. Við viljum ekki verðbólgu og gemm okkar fulla grein fyrir því að þeir sem lægst hafa launin fara verst út úr því og höfum sterklega í huga það unga fólk, sem er með mikla lánabyrði," sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson. Semjum ekki um 20% launa- hækkun fyrir frestun viðræðna - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI „Hugmyndin um skammtímasamning hlaut að okkar mati að fela í sér í reynd frestun samninga og þar af leiðandi að kauphækkan- ir útilokuðu ekki að við myndum ná skynsamlegum samningum í sumarbyijun. Verkamannasambandið skýrði á hinn bógina kröfu- gerð sina i dag á þann veg að i henni fælist um 20% launahækkun í fiskiðnaðinum fyrir samning til 88 daga,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjórí Vinnuveitendasambands íslands, eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum um skammtimasamning. Hann sagði að VSÍ hefði gert VMSÍ gagntilboð um bráðabirgða- samning sem fæli í sér 5% hækkun strax, hækkun á námsskeiðsálagi í fiskvinnslu í 2.600 krónur og allt að 7% starfsaldurhækkanir með sama hætti og samist hefði um á VesMjörðum. Auk þess hefði verið gert ráð fyrir sérstakri greiðslu til hinna lægstlaunuðu, sem væri allt að 4 þúsund krónur. VMSÍ hefði hafnað bráðabirgðasamningi á þessum nótum og þv! væri nú ljóst að frestun samninga væri byggð á óraunsæi og skammtímasamningar væru úr sögunni. „Við semjum ekki um 20% launahækkun fyrir frestun við- ræðna um 88 daga. Slíkt myndi leiða af sér það ástand að samning- ar í júnímánuði hlytu að fæða af sér ennþá meiri hækkanir og ennþá meiri verðbólgu. Það myndi útiloka að einhver tök næðust á verðbólg- unni á þessu ári og til þess höfum við ekkert umboð. Að okkar mati hefur Verkamannasambandið nálgast þetta mál af óraunsæi og ábyrgðarleysi, því hvert mannsbam veit að ef laun 25-30 þúsund laun- þega eiga í einni svipan að hækka um 15-20% þá staðnæmist það ekkert við þann hóp heldur veður upp allan launastigan. AUir vita hvaða afleiðingar það hefur. Það er útbreiddur misskiningur að kaupmáttur verði til í kjarasamn- ingum. Menn géta hins vegar í Iqarasamningum markað þær skorður utan um efnahagsstarf- semina að kaupmáttur annað hvort vaxi eða minnki. Samningar um óðaverðbólgu eru jafnframt samn- ingar um lækkun kaupmáttar og lakari stöðu fyrirtækjanna. Að slfkum samningum stöndum við ekki,“ sagði Þórarinn. Aðspurður um hvert framhaldið yrði, sagði hann „Það er nú búið að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um samningstímann. Það er orðið ljóst að við náum ekki saman með nokkru móti um samning til skemmri tíma, sem raunar hefur alltaf verið okkur þvert um geð, því við teljum að það þurfi að skapa festu um þróun kaupgjalds út þetta ár. Það blasir við að við eigum eftir að gera þessa kjarasamninga og við höfum lýst yfir vilja okkar til þess að hefja þá vinnu þegar í stað. Þar þarf að hyggja að miklu fleiri atriðum en rúmast geta innan ramma frestunar á samningum. Ég hygg að VMSÍ muni funda um þessi mál, en hvort viðræður geta hafist á ný ( næstu viku þori ég ekki að spá um. Kaupmátturinn Þórarínn V. Þórarinsson. hefur á síðustu tveimur árum au- kist um 30% og verkefnið framund- an er að varðveita þennan árangur eins og framast er unnt einkum hvað þá lægstlaunuðu varðar og það gerum við ekki með óraun- hæfum kauphækkunum." Dr. Jakob Yngvason. Dr. Jakob Yngvason skip- aður prófessor í eðlisfræði FORSETI íslands hefur sam- kvæmt tillögu menntamálaráð- herra skipað dr. Jakob Yngvason prófessor í kennilegri eðlisfræði við raunvísindadeild Háskóla íslands, frá 1. janúar 1988 að telja. Jakob Yngvason er fæddur í Reylq'avík árið 1945. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og stundaði. síðan nám í eðlisfræði við háskól- ann í Göttingen 5 V-Þýskalandi, þaðan sem hann lauk diplom-prófí 1969 og doktorsprófi 1973. A ár- unum 1973 til 1978 starfaði hann við rannsóknir í kennilegri eðlis- fræði við háskólann í Göttingen og síðan 1978 hefur hann verið sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans. Hann varð doktor habil frá háskólanum í Gött- ingen árið 1979 og starfaði sem prófessor þar í samtals tvö og hálft ár á árunum 1979 til 1986. Jakob var gestaprófessor við Max-Planck stofnunina í eðlisfræði og stjarn- eðlisfræði í Munchen 1982 til 1983 og gestaprófessor við háskólann í Leipzig 1981. Hann var settur pró- fessor í eðlisfræði við Háskóla íslands 1985 til 1986 og síðastliðið sumar var hann Gaus-prófessor við vísindaakademíuna í Göttingen. Dr. Jakob Yngvason er kvæntur dr. Guðrúnu Kvaran orðabókarrit- stjóra og eiga þau tvö böm. Cd öö PIOMEER ÚTVÖRP Það sbiptír ddd máU hvortþig vantarstól eða ekki, þvíAPFOLLO leðurstóllinn er svo þægilegur og á svo góðu verði, að maður hreinlega verður að kaupa hann. Iiúsgagna>!iöllin REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.