Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 61 Ingibjörg Amórs- dóttír — Minning Fædd 17. júní 1902 Dáin 28. janúar 1988 I dag, fimmtudag 4. febrúar, kveð ég elskulega vinkonu mína, hana Ingibjörgu Amórsdóttur. Mig setti hljóða 28. janúar þegar tengdamóðir mín hringdi til að til- kynna okkur, að móðir hennar hefði látist þá um kvöldið í Borg- arspítalanum. Ég hugsaði með mér, ætli ég eigi nokkum tíma eftir að kynnast eins góðri mann- eskju og eignast eins góðan vin og hana Ingibjörgu. Ég vil vitna í orð sona minna er þeir sögðu: „Amma mátti ekki deyja, við átt- um eftir að segja henni svo margt og hún var alltaf svo heit og mjúk.“ Svona hafa sjálfsagt marg- ir hugsað vegna þess að Ingibjörg var öllum góð og öllum svo mikill vinur og þó að kynslóðabilið væri stundum mikið þá hafði hún gott lag á að brúa það. Já, það er stórt skarð höggvið í ijölskylduna okkar núna, vegna þess að þó að Ingibjörg væri orðin þetta fullorðin, að verða 86 ára gömul, þá hélt hún fólkinu alltaf saman og síðustu dagana fyrir andlát hennar var hún enn að tala um að nú yrði hún að fara að bjóða fólkinu til sín í mat, en það var hennar yndi að fá að gera því sem mest til góða. Yfírleitt hittist fjöl- skyldan heima hjá henni og eftir- lifandi eiginmanni hennar, Sæmundi Bjamasyni, og bæði tóku þau á móti okkur öllum með mikilli hjartahlýju og vom allir alltaf velkomnir hvemig sem á stóð, á ég þá við hvað Ingibjörg var orðin mikill sjúklingur og gerði hún oft meira en hún gat. En vilj- inn sem sjálfsagt hefur alltaf auðkennt hana rak hana endalaust áfram. Elsku Sæmundur, ég vil votta þér dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þig í þinni miklu sorg, en það er huggun harmi gegn að eftir lifír minningin um þessa góðu konu sem þú áttir, hana Ingibjörgu. Að endingu biðjum við öil böm- in hennar í Hjarðarlandi 5 góðan guð að vemda og blessa Ingibjörgu ömmu og þakka henni allt það góða sem hún veitti okkur. Hrafnhildur Ingimarsdóttir Ingibjörg var fædd að Tungu í Nauteyrarhreppi við ísafjarðar- djúp. Foreldrar hennar vom hjónin Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir frá Dröngum í Dýrafírði, fædd 24. júní 1877 og Amór Hannibalsson frá Neðri-Bakka, Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp, fæddur 11. júlí 1869. Hún ólst upp í Tungu hjá for- eldrum sínum, ásamt 7 systkinum, en þau vom eftir aldursröð: Hann- es f. 1899, Sigríður f. 1900, Ingibjartur f. 1904, Matthías f. 1906, Stefanía f. 1910, Guðmund- ur f. 1914 og Ása f. 1917. Af þeim systkinum em eftirlifandi Ása og Ingibjartur, bæði búsett í Reykjavík. Amór lézt þ. 15. desember 1922. Skömmu eftir lát manns síns brá Sigríður búi og fluttist ásamt bömum sínurti til Reykjavíkur. Ingibjörg giftist 22. júní 1940 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sæmundi Bjamasyni, verslunar- stjóra, ættuðum frá Búðardal, Dalasýslu. Bjuggu þau í Búðardal fyrstu árin. Þar eignuðust þau tvíburana Auði og Þorstein, áður hafði Ingibjörg eignast son, Ar- nór. Faðir hans var Þorlákur Kristjánsson, bóndi í Álfsnesi á Kjalamesi. Á Sólvangi í Búðardal vom þau Ingibjörg og Sæmundur með veit- ingarekstur af miklum dugnaði og myndarbrag í nokkur ár. Var Ingi- björg orðlögð fyrir hvað hún bjó til góðan mat og hann ekki af skomum skammti. Hún var sér- lega dugleg og ósérhlífín og mun hún oft hafa lagt nótt við dag á þessum ámm. Ekki mun hún hafa unað hag sínum nógu vel í Búðardal, og fluttust þau Sæmundur til Reykjavíkur. Þar tóku þau að sér mötuneyti Sjómannaskólans í Reykjavík um tíma. Eftir að þau hættu því fór hún að vinna í sæl- gætisgerðinni Víkingi, og vann þar að mestu þangað til hún hætti vinnu utan heimilisins. Ingibjörg var mjög félagslynd. Eftir að hún fluttist frá Búðardal tók hún mikinn þátt í ýmsum fé- lagsmálum. Hún starfaði m.a. í Kvenréttindafélagi íslands, Kven- félagi Alþýðuflokksins og sat í stjóm Iðju í nokkur ár. Hún hafði ánægju af að vera meðal fólks og naut sín þvi vel í félagsmálum. Hún var kvenrétt- indakona og þótti henni kjör kvenna oft fyrir borð borin. Hún hafði gott skap, var jákvæð og bjartsýn, horfði alltaf á björtu hlið- t Jarðarför móður okkar og tengdamóður, INGIGERÐAR LOFTSDÓTTUR, fer fram föstudaginn 5. febrúar kl. 15.00 frá Fríkirkjunni i Reykjavík. Hörður Óskarsson, Ingveldur Óskarsdóttir, Jón Óskarsson, Þorbjörg Sigtryggsdóttir, Einar Sveinsson, Katrfn Marteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför, HELGA S. JÓNSSONAR, isabakka, Hrunamannahreppi. Anna S. Sigurðardóttir, Jón M. Helgason, Sigurður Jónsson. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmú, DAGBJARTAR NÖNNU JÓNSDÓTTUR, Jaðri, Ólafsvík. Steinn Kristjánsson, Eygló Steinsdóttir, Halla Bryndís Steinsdóttir, Adolf Steinsson, Nfna Breiðfjörð Steinsdóttir, Hilmar Gunnarsson, Jón Viggósson, Birgir Jónsson, Erla Þórðardóttir, Áslaug Þráinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Þökkum innilega þær.fjölmörgu samúðarkveðjur og þann mikla hlýhug er okkur var sýndur við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, PÁLS INGIBERGSSONAR frá Vestmannaeyjum, er andaðist í Landspítalanum 15. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Maren Guðjónsdóttir, Reynir Pálsson, Sigríður Björnsdóttir, Bergur Reynisson, UnnurBirna Reynisdóttir, Páll Már Reynisson. t Hjartkæru vinir og ættingjar. Hugheilar kveðjur og þakklæti til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, SIGRÍÐAR S. INGIBERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks 14-G Landspítala. Guð blessi ykkur öll. Skuli Sveinsson, Sigurdís Skúladóttir, Sveinn Skúlason, Erna Valsdóttir, Sigríður Ágústa Skúladóttir, Ari Kristján Sæmundsen. Theodór G. Guð- mundsson- Kveðja amar í lífínu. Svartsýni var henni ekki að skapi. Síðustu árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða og margar voru sjúkrahúslegumar orðnar hjá henni. En hún var kjarkmikil og kvartaði ekki. Hún var ein af þeim sem gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég minnist hennar af hlýhug og þakka henni samverustundim- -ar. Þær hefðu mjög gjaman mátt vera fleiri. Ég mun sakna hennar. Ég votta Sæmundi, bömum hennar, bamabömum og systkin- um samúð mína. Blessuð sé minning henrtar. Tengdadóttir Fæddur 9. mars 1966 Dáinn 12. janúar 1988 Með skólatöskur á bakinu, kom- um við með haustinu lítil böm. Og saman eltumst við og stækkuð- um, lærðum og kannski vitkuð- umst, þóttumst fullorðin. Saman áttum við vonir og drauma, kannski hugsjónir. Saman áttum við vonbrigði og sorgir. Og þó stundum hafí eitthvað komið upp á, náðum við saman aftur, og héld- um saman. En nú er einn okkar horfínn, Theodór Grímur Guðmundsson farinn. Alltof ung emm við, til að þurfa að sjá á eftir félaga okkar. En við vitum að vini okkar líður vel og að að því kemur að við hitt- umst aftur. Lilli og Ella, systur, ættingjar og vinir. Teddi er mitt á meðal okkar og mun alltaf vera. Bekkjarfélagar af Blönduósi. Glaður hópur á góðri stund. 16. júní, eins árs stúdentaafmæli. Einu sinni enn situr F-bekkur frá ámn- um 1983—1986 saman og skemmtir sér hver sem betur get- ur. Teddi, eini karlmaður bekkjar- ins, situr hljóður með vinalegt bros á vör. Brosið breikkar þegar sko- tið er fram sniðugum athugasemd- um og hlátur heyrist frá honum. Gleðiglampi fyllir augun. Hver hefði trúað að þetta væri í síðasta skiptið sem allur bekkurinn kæmi saman, að Teddi yrði ekki oftar með okkur? Hvað skal segja þegar bekkjar- bróðir og vinur á unga aldri fellur frá. Orð megna svo' ósköp lítils. Aðeins minningin um svarthærða, rólega strákinn lifír. Teddi var atorkusamur á sviði félagsmála í M.A. Hann hafði mik- inn áhuga á pólitík og hélt ósjaldan heitar ræður. Talaði af tilfínningu. Augun tindmðu af áhuga. Hann vildi vera virkur, geta stuðlað að meira réttlæti ogjafnræði. Eflaust hefur honum fundist áhugaleysi okkar æði mikið en hann lét aldr- ei bilbug á sér fínna og kímdi á sinn góðlátlega hátt. Nú tindra augun ekki lengur og söknuður fyllir hugi okkar. Við áttum saman góðar stundir sem gleymast aldrei. Við sendum ást- vinum Tedda okkar innilegustu samúðarkveðjur og hafí hann þökk fyrir samveruna og vináttuna. Bekkjarsystur úr M.A. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaröarför eigin- manns mins, föður, tengdafööur, afa og langafa, GUÐFINNS L. FRIÐRIKSSONAR, Grundarhóli 1, Bolungarvfk. Björg Jónsdóttir, Ingibjörg Guðfinnsdóttir, Jón E. Guðfinnsson, Kristrún Guðfinnsdóttir, Sæbjörn Guðfinnsson, Guðmundur Guðfinnsson, Gylfi Guðfinnsson, Magnea Guðfinnsdóttir, Rannveig Guöfinnsdóttir, Jóna Guðfinnsdóttir, Hjörleifur Guðfinnsson, Margrét Guðfinnsdóttir, Sigurður Guðfinnsson, barnabörn og Einar Þorsteinsson, Guðbjörg Hermannsdóttir, Guðmundur Agnarsson, Rannveig Margeirsdóttir, Bryndfs Ragnarsdóttir, Gunnar Þorgilsson, Árni Másson, Ingvar Ástmarsson, Þorbjörg Harðardóttir, Rúnar Þór Þórðarson, Sigrún Þorgilsdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Ásvallagötu 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deild A-5 Borgarspital- anum fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Ásdís B. Óskarsdóttir, Gfsli Jónsson, Jón Kr. Óskarsson, Sigurborg H. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ÞÓRDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR, Bollagötu 2, Reykjavfk. Gunnar Runólfsson, Jón Hilmar Runólfsson, Brynja Dfs Runólfsdóttir,. Ingibjörg Eiíasdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Vatnar Viðarsson. Lokað Lokað föstudaginn 5. febrúar frá kl. 13.00-16.00 vegna útfarar GUÐRUNAR TRYGGVADÓTTUR. Höfðadekk hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.