Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4, FEBRÚAR 1988 Bandríkin: 33 Kappsfullur — Já, það er Chirac! I niðurstöðum skoðanakönnunar — sem birtist í franska vikublað- inu París Match í gær — um fylgi frambjóðenda til forsetakjörs í Frakklandi, hlaut Jacques Chirac forsætisráðherra í fyrsta skipti i rúmt ár meira fylgi en aðalkeppinautur hans meðal hægrimanna, Raymond Barre, 22% á móti 19,5%. Francois Mitter- rand, sem enn hefur ekki tilkynnt, hvort hann býður sig fram eða ekki, hlaut 38% atkvæðanna í þessari könnun. f gær hóf Chirac mikla veggspjaldaherferð um allt Frakkland til að styrkja stöðu sína fyrir kosningamar. Á veggspjaldinu,- sem sést hér á myndinni, stendur „Kappsfullur — Já, það er Chirac. Persaflói: Skotið á norskt olíuskip Dubai. Reuter. AHOFN íransks byssubáts skaut í gær á norska oliuskipið Petro- bulk Ruler á Persaflóa. Skip- stjóri og vélstjóri skipsins særðust litillega. Olía lak úr skip- inu sem skemmdist ekki mikið og var það flutt til hafnar í Dubai til viðgerðar. Á þriðjudag gerðu Phantom F-4 þotur eldflaugaárás á olúskip frá Líberíu en misstu marks. Voru þetta fyrsta loftárásir írana á oliuskip á Persaflóa í 18 mánuði. Að sögn heimildamanna Reuters virðast Ir- anir ætla að bregðast við samræmd- um aðgerðum vestrænna ríkja til að veija olíuflutinga með því að beita orrustuþotum í stað byssu- báta. Talið er að eldflaugarnar sem notaðar voru á þriðjudag séu banda- rískar af Maverick-gerð. Sovéskur kafbátur af Yankee-gerð. Venjulega bera þeir 12-16 lang- drægar kjamorkuflaugar, með einum eða tveimur kjarnaoddum. Nú hafa Sovétmenn einnig komið fyrir stýriflaugum i þeim. Kólaskaga er aðalbækistöð Rauða flotans. Undanfarin ár hefur þar orðið vart mikillar hemaðarupp- byggingar. I máli Holst kom einnig fram að norsk stjómvöld hefðu nú til athug- unar beiðni frá hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins um að koma fyrir meiri vistum og búnaði fyrir flota vamarbandalagsins í Noregi. „Hér ræðir um meiri elds- neytisbirgðir, hefðbundin skotfæri og aðgang að skipasmíðastöðvum til viðgerða á stríðstímum.“ Áður en hægt verður að fallast á beiðni þessa þarf málið þó að hljóta sam- þykki norska þingsins. Vopnaður maður heldur 26 börnum í gíslingu Tuscaloosa í Alabama, Reuter. Reuter Tveir feður halda á bömum sínum, eftir að vopnaður maður hafði haldið þeim í gislingu í hálfan sólarhring. VOPNAÐUR maður, sem er geð- veikur og fyrrverandi hermaður í Víetnam-stríðinu, hélt 26 böra- um og kennslukonu í gislingu í tólf klukkustundir á þriðjudag. Maðurinn fékkst til að gefast upp þegar lögreglan hafði lofað hon- um blaðamannafundi. Gíslarnir sluppu heilir á húfi. Maðurinn réðist inn í bamaskóla bæjarins Tuscaloosa ásamt öðrum vopnuðum manni og náði 60 bömum og tveim kennslukonum á sitt vald. Hinn maðurinn gafst upp nokkrum klukkustundum seinna, bömunum var sleppt smám saman og önnur kennslukonan, sem var vanfær, fékk einnig að yfírgefa skólann skömmu eftir árásina. Vopnaði maðurinn krafðist þess að Ronald Reágan, forseti Banda- ríkjanna, Veitti honum sakaruppgjöf og að hann fengi umfjöllun í sjón- varpi í beinni útsendingu. Hann sagði við fréttamann, sem náði tali af hon- um meðan á gíslingunni stóð, að með þessum aðgerðum vildi hann vekja athygli á vandamálum heimilislausra í Bandaríkjunum og fyrrverandi her- manna úr Víetnam-stríðinu. Hann sagði að aðgerðir hans væm af pólitískum toga, og hann hefði ekki ætlað að gera bömunum mein. Lögreglan náði manninum með því að lofa honum blaðamannafundi, og handtók hann um leið og hann kom út, við mikinn fögnuð foreldranna sem beðið höfðu fyrir utan. Suður-Afríka: Nítján Zúlú-menn falla í átökum s vertingj ahópa Jóhannesarborg, Briissel, Reuter. NÍTJÁN Zúlúmenn voru drepnir um síðustu helgi í átökum milli tveggja hreyfinga, Inkatha-hreyfingarinnar og UDF (Sameinuðu lýðræðis- fylkingarinnar), sem beijast gegn kynþáttastefnu stjóraarinnar í Suður-Afríku. Ennfremur herma fréttir frá Brilssel að stjórn Suður- Afriku hafi sent þijá starfsmenn suður-afriska sendiráðsins þar i borg til Suður-Afriku að ósk belgískra stjóravalda, sem eru ósátt við að belgískri konu sé haldið i fangelsi i Jóhannesarborg. Talsmenn UDF í Suður-Afriku saka Inkatha-hreyfínguna um að beita ofbeldi til að ná völdum yfir sveitaþorpum og segja að stuðnings- menn hennar hafi meðal annars haldið ijöldafund, vopnaðir spjótum og kylfum, í bænum Sweetwaters, þar sem fímm manns hafí látist. Talsmenn Inkatha-hreyfíngarinnar segjast hins vegar aðeins vera að veija sig fyrir UDF, sem beiti Inkatha ógnunum. Samkvæmt opin- berum skýrslum hafa 100 svertingjar látist í janúar vegna deilna Inkatha og UDF, sem er mesta mannfall á einum mánuði síðan deilumar hófust fyrir ári. Utanríkisráðherra Belgíu, Leo Tindeman, sagði í síðustu viku að belgísk yfírvöld hefðu óskað eftir að suður-afrísku sendiráðsmennimir yrðu sendir úr landi vegna máls Helene Passtoors, 45 ára konu, sem hlotið hefur 10 ára fangelsisdóm fyr- ir að styðja skæruliða í Suður-Afríku. Talsmenn stjómar Suður-Afríku segja að þessi ákvörðun belgískra stjómvalda eigi eftir að hafa slæm áhrif á samskipti ríkjanna og að hún leiði ekki til þess að Passtoor verði sleppt. n Jeep V\ Jeep EGILL 1/ILHJÁLMSSON HF. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202 BASE.................1.074.000.- PIONEER..............1.166.000.- CHIEF................1.219.000.- LAREDÓ...............1.334.000.- 6 cyl. vél 177 hö........44.100.- Sjálfskipting............52.500.- 4ra dyra.................52.900.- Rafdrifnar rúður.........30.400-. LL ÁRSIIMS 1988 Verð: Var kosinn 4x4 bíll ársins 1984 og sem CHOMANCHE 1986 Verð á aukabúnaði: EIIXIU SINNI ENN B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.