Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 27
26 Útifíísar Karsnesbraut 106. Simi 46044 IrViWI Hljóðeinangrandi loftplötur til límingar í loft. ÍSLEMZKA VERZLUriARFELAGlÐ HE UMBOÐS- & HEILDVER2LUN Bíldshöfða 16, sími 687550. Vmnuborð og vognor Iðnaöarborö, öll sterk og stillanleg. Meöog án hjóla. Hafðu hvern hlut viö hendina, það léttir vinnuna og sparar tímann. Leitið upplýsinga. UMBODS OGHEILOVERSLUN Það er dýr hver rúmmetri í lager- húsnæði. N ýtið hann þvível. Þungavörukerfl ©HF.OFNASMIIJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Meðferð, skóli og vinna í Krýsuvík eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson Ef svo fer sem horfir mun Krýsuvíkurskólinn hefja starfsemi sína á þessu ári. Framkvæmdir þar ganga vel, hægt en markvisst og sá hluti skólahússins sem ætlunin er að taka í notkun til að byija með er óðum að taka á sig endan- lega mynd. Ætlunin er að fara hér fáeinum orðum um það sem þar á að fara fram þegar þar að kemur. Lykilorðin að dagskrá Krýsuvík- urskólans eru; meðferð, skóli, vinna. Á þessum þremur þáttum verður öll starfsemin byggð, þetta þrennt verður grunnurinn undir öllu sem gert verður. Meðferðin verður byggð á þeim leiðum sem tvímælalaust hafa skil- að hér bestum árangri. Hér er átt við svokallað 12 spora kerfi sem gjaman er kennt við AA-samtökin og hefur verið þekkt hér á landi í rúm 30 ár. Kerfí þetta byggist á því að einstaklingurinn sjálfur tak- ist á við vandamál sín og læri í gegnum aga og ábyrga iifnaðar- hætti hvemig hann getur lifað hamingjusömu lífi þrátt fyrir vímu- gjafavandamál sitt. Um þetta kerfi er óþarft að flölyrða og nægir að vísa til SÁÁ þar sem það hefur verið notað með árangri sem öllum er nú kunnur. Rétt er að taka fram að í Kiýsuvík verður ekki afvötnun, amk. ekki til að byija með. Talið er óþarft að kosta því til þar sem afvötnunarstöðvar eru fyrir hendi hjá öðrum stofnunum. Lögð verður mikil áhersla á sam- skipti vistmanna við ijölskyldur sínár. Mun stöfnunin leggja mikið upp úr fjölskyldumeðferð ýmiskon- ar, þ.e. fundum vistmanna með ástvinum sínum svo og ráðgjöf fyr- ir aðstandendur en þeir eru sem' kunnugt er oft mjög illa leiknir og langþreyttir þegar þama er komið. Víkjum því næst að skóiaþættin- um. Rökstuðningur fyrir því að yfírleitt skuli rækja þennan skóla- þátt er m.a. sá að í könnun sem gerð var af starfsmönnum ungl- ingadeildar, útideildar og unglinga- ráðgjafar og gefin út á vegum unglingadeildar Félagsmáladeildar Reykjavfkurborgar í maí 1987 kem- ur eftirfarandi fram um unglinga í vímuefnavanda. Af 83 einstakling- um sem könnunin náði til höfðu 51,3% ætt í skóla áður en skyldu- námi lauk. Rúmlega helmingur þeirra sem ekki luku skyldunámi hafa hætt í skóla í 8. bekk. 81,9% heildarhópsins eiga við námserfið- leika að etja, tæpir Vz eru sagðir eiga í félagslegum erfiðleikum í skóla og rúmur helmingur er sagð- ur eiga í hegðunarerfíðleikum. Það gefur augaleið að unglingar sem hafa horfið frá námi þegar í 8. bekk eiga mjög erfitt uppdráttar í þvi samfélagi sem við lifum í. Þegar við bætast svo andlegir, líkamlegir og félagslegir erfíðleikar vegna langvarandi vímuefnaneyslu þá sér hver maður að hér hlýtur að vera nánast um óyfírstíganlega erfiðleika að ræða í mörgum tilvik- um. Skólaþættinum er ætlað að koma þegsum einstaklingum aftur inn í samfélagið, gera þá hæfa til að takast á við lífið á sama grundvelli og annað ungt fólk á íslandi. Krýsuvíkurskóli verður sérskóli, starfræktur samkvæmt því sem grunnskólalög kveða á um slíka skóla og miðaður við það að þangað komi nemendur með ákveðnar sér- þarfir. I greinargerð Kiýsuvíkur- samtakanna segir m.a. svo um námsleiðir: „ ... reynt verður að mæta sér- stökum þörfum hvers einstaka nemanda. Meðal annars verður lögð áhersla á þroskamiðað nám með sérstöku tilliti til félagslegra samskipta. Einnig verður lögð áhersla á stuðn- ingsmiðað nám í þeim námsgreinum sem tekin eru samræmd próf í, þ.e. íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Nauðsynlegt verður að gefa nemendum möguleika á því að taka samræmd próf. Þriðja námsleið verður færnimiðuð. Þar verður að- aláhersla lögð á að auka fæmi nemenda til að sækja vinnu á al- mennum vinnumarkaði, taka þátt í Ragnar Ingi Aðalsteinsson „Krýsuvíkurskólinn er að verða að veruleika. Athvarf fyrir útilegu- menn okkar tíma, heimili fyrir þá heimil- islausu, skóli fyrir þá sem flæmst hafa út úr skólunum, vinna fyrir þá sem þurfa verndað- an vinnustað í samfé- lagi streitu og vímuefna.“ heilbrigðu tómstundastarfi, sinna heimilisverkum og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu." Krýsuvíkurskóli er staðsettur í Reykjanesumdæmi og því hyggjast samtökin fara fram á kennslufræði- lega ráðgjöf hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Hefur þetta verið rætt nokkuð og Helgi Jónas- son fræðslusijóri sýnt þessu málefni velvild og áhuga. Verð á rafmagni til dælingar í fisk- eldisstöðvum á orkuveitusvæði RARIK eftir Kristján Jónsson í frétt í Morgunblaðinu 24. janúar sl. er ijallað um raforku- sölu til fiskeldis og kemur þar fram, að fískeldisfyrirtæki í Þor- lákshöfn þurfí að greiða 70 til 80 mills fyrir kílówattstundina af raforku. Haft er eftir forsvars- mönnum fískeldisfyrirtækja, að stjómendur Radfmagnsveitna ríkisins og Landsvirlgunar sýni málinu ekki skilning. Þá er og haft eftir Þorsteini Pálssyni, for- sætisráðherra, að þetta háa verð væri fráleitt. „Það þyrfti að nota betra skipulag á raforkudreifíng- unni og lækka verð.“ Vegna ofangreindra ummæla vilja Rafmagnsveitur ríkisins taka fram eftirfarandi: Kristján Jónsson Rafmagnsveitumar selja raf- magn til dælingar í fískeldis- stöðvum skv. gjaldskrárlið B1 og er verðið 2.841 kr./kWh miðað við 8.000 h nýtingartíma, þ.e. 70—80 mills, eins og segir í frétt- inni. í eftirfarandi dæmi er sýnt, hvemig kostnaður notandans skiptist milli Landsvirkjunar, ríkissjóðs og RARIK. I dæminu er gert ráð fyrir, að RARIK kaupi af Landsvirkjun á 66 kV spennu, sem gildir t.d. fyrir Ölfus og Kelduhverfi, sem em aðalfískeldissvæðin á orku- veitusvæði RARIK og notaður er nýtingartími heildarorkukaupa RARIK af Landsvirkjun, eða 5.600 (hámarksnýtingartími samkvæmt samkomulagi). Skipting kostnaðar: Gjaldskrárverð Landsvirkjunar 1,806 kr/kWh 63,6% töp, ca. 10% 0,181 kr/kWh 6,4% söluskattur 0,568 20,0% tilRARIK 0,280 10,0% 2,881 kr/kWh 100,0% ii Ein mynda Vigfúsar úr síidinni á Siglufirði. Ljósmynda- sýning’ í Leik- skemmu LR SÝNING á gömlum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar ljós- myndara sem teknar voru á Siglufirði og viðar var opnuð þriðjudaginn 2. febrúar í Leik- skemmu LR v/Meistaravelli i Vesturbænum í Reykjavik. Myndimar eru flestar tengdar síldveiði og sfldarverkun. Vigfús tók flestar þessar myndir á árunum 1925—40 og eru þær ómetanlegar sem heimildir um síldarvinnu o.m.fl. frá liðnum tímum. Sonur Vigfúsar, Gunnar G. Vig- fússon ljósmyndari, hefur stækkað þessar myndir og gengið frá þeim. Gunnar hélt sýningu á myndunum á Siglufírði sl. haust og vöktu þær mikla athygli og ^ðdáun bæjarbúa. Myndimar eru til sölu. Leikskemma LR er opin alla daga vikunnar frá kl. 16 til 20. Veitinga- hús er á staðnum og er það opið sýningardaga kl. 18—20, og eftir leiksýningartil kl. 1 eftir miðnætti. (Úr fréttatilkynningti) Hugleiðingar Sigurbjörns Einarssonar í Kirkjuhvoli BRÆÐRAFÉLAG Garðakirkju gengst fyrir samkomum alla laugardagsmorgna í febrúar og verður sú fyrsta laugardags- morguninn 6. febrúar í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup hugleiðir efiiið „Hið innra líf“. Fyr- irlestramir hefjast kl. 11.00 og að þeim loknum verða umræður. Allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.