Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Byggðastofnun: Lán ekki veitt nema næg veð liggi fyrir - segir Bjami Einarsson aðstoðarforstjóri Hraðfrystihús Patreksfjarðar á veð fyrir hinu 35 milljón króna láni sem fyrirtækið fær frá Byggðastofnun, enda gerir stofnunin nýög strangar veðkröfur þegar lán eru veitt, að sögn Bjarna Einarssonar, aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar. Lán Byggðastoftiunar til H.P. er til 10 ára, en engar afborganir eru af því fyrstu 2 árin. Ekki hefur ver- ið fullkomlega ákveðið hvers eðlis lánið verður, að sögn Bjama, en það verður annaðhvort verðtryggt eða gengistryggt. Lánið verður tilbúið til útborgunar þegar upplýsingar um flárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins liggja fyrir frá eigendum og Lands- bankanum, en von er á þeim mjög fljótlega. Þessi lánveiting er miðuð við það að Hraðfrystihús Patreks- ijarðar geti staðið jafnfætis öðrum fyrirtækjum í frystiiðnaði, sagði Bjami. Hhann sagðist bjartsýnn á að þetta lán gæti komið fyrirtækinu á réttan Iq'öl hvað fjármögnun þess snerti. 3. ársfjórðungur 1986 til 3. ársfjórðungs 1987: Kaupmáttur jókst um 18,3% að meðaltali Kaupmáttur minnkaði frá 2. ársfjórðungi 1987 KAUPMÁTTUR fólks í aðildar- félögum Alþýðusambands ís- lands jókst að meðaltali um 18,3% frá 3. ársfjórðungi 1986 til 3. ársfjórðungs 1987, að því er fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknanefndar. Hækk- unin var hins vegar mjög misjöfn eftir stéttum og var kaupmáttar- aukning iðnaðarmanna langmest eða 34,1%, en minnst þjá skrif- stofukonum eða 8,9%. Vinnutími styttist lítilleg^ á þessu tímabili. Á tímabilinu hækkaði greitt tímakaup um 44,2% að meðaltali, en framfærsluvísitalan hækkaði um 20,3%. Kaupmáttur verkamanna jókst um 13,6%, verkakvenna um 16,3%, afgreiðslukarla um 16,6%, afgreiðslukvenna um 21,5% og skrifstofukarla um 11,1%. Frá 2. ársfjórðungi 1987 til 3. ársfjórðungs sama árs lækkaði kaupmáttur að meðaltali um 0,7%, þar sem greitt tímakaup hækkaði um 4,9% á sama tíma og fram- færsluvísitalan hækkaði um 5,7%. Þannig minnkaði kaupmáttur verkamanna um 2,1% á þessu tíma- biíi, jókst hjá verkakonum um 1,4% og iðnaðarmönnum um 4,9%, minnkaði hjá afgreiðslukörlum um 2,9%, hjá afgreiðslukonum um 1,5%, hjá skrifstofukörlum um 6,2% og skrifstofukonum um 5,2%. Vinn- utími styttist að meðaltali um 0,3 stundir á þessu tímabili. Egg, kjúklingar og kartöflur: Sexmannanefnd svar- ar bændum á morgun Framleiðendur leggja fram sinn verðlagsgrundvöll VERÐLAGSNEFND búvara, öðru nafni sexmannanefnd, tók í gær fyrir ósk félaga alifugla- og kartöflubænda og Stéttarsambands bænda um að nefndin verðleggi egg, kjúklinga og kartöflur til fram- leiðenda. Nefndin kemur saman næstkomandi föstudag til að ganga VEÐURHORFUR í DAG, 4.2.88 YFIRLIT í gær: Gert er róö fyrir stormi á suðvestur, suður- og suðvesturdjúpi. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.030 mb lægð aust- ur við Noreg, önnur lægð um 984 mb djúp við suðvesturströnd írlands ó suðausturleið. Kalt verður áfram. SPÁ: í dag verður norður og norðaustan-átt ó landinu, víða stinn- ingskaldi eða allhvasst en lægir líklega dálítið þegar líður ó daginn. Él verða um norðan- og austanvert landið og e.t.vi vestur með suðurströndinni en annars bjart veöur. Frost 2—8 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustanótt og tals- vert frost. Bjart veður sunnanlands og vestan en ól viö noröur- og austurströndina. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Skúrir * V E' / = Þoka Léttskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * = Þokumóða ’, ’ Súld - Skýjað r * r * Slydda / * / ÖO Mistur —J- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * |y Þrumuveður • VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hltl 0 2 veður tnjókoma úrk. Igr. Bergen B akýjað Hetelnki -H) snjókoma Jan Msyen +10 tkafrennlngur Kaupmanneh. B tkýjað Nintarsiuiq +1.6 skafrenningur Nuuk +3 anjókoma Ostó 4 tnjókoma Stokkhólmur 3 akýjað Þórshðfn 3 akúr Algarve 14 helðsklrt Amaterdam S Mttakýjað Aþena 15 lóttakýjað Barcölono 13 hélfakýjað Berlln s akúr Chicago +3 altkýjað Feneyjar 9 I 1 Frankfurt 7 akýjað Qlaagow vantar Hamborg 6 akúr LasPalmea 18 skýjað London 8 akýjað LoaAngelea 8 helöskírt Lúxemborg 6 akýjað Madrid 8 þokumóða Melaga 16 léttskýjað Mallorca 12 alskýjað Montraal +20 léttakýjað NewVork 2 alskýjað Paris 8 rlgnlng Róm 14 léttskýjað Vln 13 akýjað Washlngton 2 alskýjaft Winnlpeg +27 helftakfrt Valencia 12 léttakýjaft frá svari sínu. Samkvæmt búvörulögunum ber sexmannanefnd að semja um verð- lagsgrundvöll sé þess óskað og mun ekki vera ágreiningur um það í nefndinni. Einhvem tíma mun taka að semja um verðlagsgrundvöll, þar sem það hefur ekki verið gert áð- ur, en framleiðendur munu óska eftir verðlagningu til bráðabirgða á grundvelli þeirra eigin útreikninga á framleiðslukostnaði sem þeir hafa haft til viðmiðunar á undanfömum árum. í verðlagsgrundvelli eggjabænda er eggjakílóið verðlagt á 160 krónur í heildsölu, miðað við verðlag í nóv- ember, en verð án magnafsláttar er núna um 160 krónur. í núverandi verðlagsgrundvelli kjúklinga er kílóið verðlagt á 340 krónur í heildsölu, sem þýðir um það bil 200 krónur til framleiðenda. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Tapið minna en áætlað hafði veríð REKSTRARTAP SteinuIIarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki varð 20 milljónum króna minna á síðasta ári en áætlað hafði verið og var 10 milljónir króna, en ekki 30 miiyónir, eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna endurskipulagningar fyrirtækisins. Árið 1987 var salan innanlands 3.030 lestir saman- borið við 2.250 lestir árið áður og á þessu ári er gert ráð fyrir vaxandi sölu á steinull á heimamarkaði og auknum útflutningi til Færeyja og Bretlands. í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að í fyrra hafí verksmiðj- an náð betri árangri í framleiðslu og sölu, en áætlað hafí verið þeg- ar reksturinn var endurskipulagð- ur frá grunni árið 1986 og ytri skilyrði hafí að mörgu leyti verið hagstæðari og hafí meðal annars fastgengisstefnan stuðlað að til- tölulega litlu gengistapi af langtí- malánum fyrirtækisins. Eðliiegar verðhækkanir hafí náðst á fram- leiðslunni vegna bættrar sam- keppnisstöðu á heimamarkaði og útflutningur hafí aukist úr 200 tonnum 1986 í 630 tonn í fyrra. Söluhorfur á nýbyijuðu ári séu góðar, en gengisfelling myndi að öllum líkindum eyða þeim afkomu- bata, sem annars sé fyrirsjáanleg- ur og leiða til nýs taprekstar á þessu ári. Stokkhólmsóperan: Sýningum aflýst vegna veikinda Garðars Cortes GARÐAR Cortes, óperusöngv- ari, getur ekki sungið með Stokkhólmsóperunni á tveimur sýningum i lok mánaðarins, eins og ákveðið hafði verið, vegna þess að hann er ekki búinn að ná sér eftir slæma hálsbólgu. Ákveðið hafði verið að Garðar syngi hlutverk hertogans í Rígó- lettó með Stokkhólmsóperunni á sýningum þann 23. og 25. febrúar næstkomandi, en ákveðið var að fresta þeim sýningum þegar Garð- ar hafði samband við Óperuna og tjáði þeim að hann væri með háls- bólgu sem illa gengi að lækna til fulls. óperan vildi hins vegar ekki sleppa samningnum við Garðar og vonast hann til að geta sungið í Rígólettó í Stokkhólmi síðar þeg- ar hann hefur náð sér til fulls. Garðar sagðist hafa veikst fyrst í haust, en kvefveiran lét síðan aftur á sér kræla í janúar, þannig að hann fékk hálsbólgu og kom hann þá heim frá Engiandi til að vera undir umsjá sinna eigin lækna, en röddin hefur enn ekki náð að jafna sig að fullu. Garðar hyggst syngja í lok mars annað- hvort í óperunni II Trovatore á írlandi eða á tvennum tónleikum á Spáni, en vonandi verður röddin komin í fullt lag þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.