Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 37 tónleikum hljómsveitarinnar undir stjóm Gilberts Levine. Eins og fyrr segir mun Vladimir Ashkenazy, sem er heiðursforseti Listahátíðar, halda einleikstónleika. Þar verða á efnisskrá verk eftir Schumann og Chopin. Svava Bernharðsdóttir lágfiðluleikari og Guðný Anna Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika, eirinig Kolbeinn Bjamason flautuleikari. Loks verður fmmflutt kantata eftir Gunnar Reyni Sveins- son og Birgi Sigurðsson, sem heitir A jörð ertu kominn og var upphaf- iega samin fyrir Listahátíð 1984 en féll þar af dagskrá vegna for- falla. Leikhús og bókmenntir Þjóðleikhúsið mun fmmsýna Marmara eftir Guðmund Kamban í leikgerð systurdóttur höfundar, Helgu Bachmann, sem einnig er leikstjóri. Marmari verður fmm- sýndur 8. júní en þá verða liðin 100 ár frá fæðingu Kambans. Frá Los Angeles í Bandaríkjunumn koma 17 djassballettdansarar og flytja sýningu sem kallast Black Ballet Jazz og sýnir þróun dansmenningar bandarískra blökkumanna allt frá upphafi. Að sögn aðstandenda Listahátíðar hefur sýningin farið víða um lönd og hlotið frábærar undirtektir. Þá mun íslenski dans- flokkurinn sýna ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist sem Þor- kell Sigurbjömsson samdi við ljóðið Borgin hló eftir Matthías Jóhann- essen. Þá mun koma fram á Lista- hátíð franskur látbragðsleikari, Yves Lebreton, og einnig verða haldnar bókmenntakynningar, dag- skrá helguð Steini Steinarr, sem orðið hefði áttræður á þessu ári, brúðuleikflokkur sýnir og fleiri at- riði verða á Listahátíð. Þyrftum lengri tíma til imdirbúnings - segir Jón Þórarinsson formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar „Aðdragandi Listahátíðar þarf þeirri gmndvallarhugmynd að að vera lengri en verið hefur,“ borg og ríki skiptist á um forystu sagði Jón Þórarinsson formað- í þessu og að það séu tíð manna- ur framkvæmdastjómar á skipti í forystu Listahátíðar," blaðamannafuundi þar sem sagði Jón Þórarinsson. „Nefnd dagskrá Listahátíðar var sem kannaði málið hefur nýlega kynnt. „Maður rekur sig á það skilað áliti þar sem gert er ráð að eftirsóknarverðir listamenn fyrir að undirbúningstínmi geti era bókaðir lengra fram í orðið allt að fjórum ámm. Bókan- tímann en þessi undirbúningur atími þekktustu listamanna er hefur staðið og væri því ákjós- alltaf að lengjast og það er óhætt anlegi að hann lengdist." að segja að það er hrein og bein heppni þegar tekst að fá hingað „Það er unnið að þvi að koma heimsþekkt nöfn með þessum þessu í lag án þess að breyta stutta fyrirvara.“ Vladimir Ashkenazy verður með- al gesta Listahátíðar. nleik- apelli bandaríska coloratur-sópransöng- konan Debra Vanderlinde syngja á Biðröð við Kalvinstorg í Búdapest þegar biblían var fáanleg í versl- un þar nýlega. leyfa henni að starfa óáreittri en sníða henni þröngan stakk. Kristnir Sovétmenn hafa löngum sætt ýmis konar ofsóknum af hálfu stjóm- valda en að sögn biskups íslands, herra Pétur Sigurgeirsson binda menn nú vonir við, að það að þess- ari gjöf verður veitt viðtaka, sé til marks um aukið trúfrelsi eystra í kjölfar glasnost-stefnu stjómvalda. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBIN SMYTH Regis Debray með eiginkonu sinni Elizabeth Burgos árið 1970 Regis Debray lætur allt f lakka Tuttugu árum eftir að Regis Debray varð frægur fyrir að hafa verið handtekinn með dauðadæmda marxíska skæruliðaforingjan- um Che Guevara í Bólivíu, stóð hann frammi fyrir dauðanum af allt öðrum sökum. Iíbúð hans í nánd við kauphöllina í París höfðu þau nýlokið kvöld- verði, hann og ótrú ástkona hans, Sylvia Murillo frá Chile. Þau sett- ust sitt hvorum megin við skrifborð hans, og í skrifborðsskúffunni á milli þeirra lá skammbyssa. Hann hafði læst útidyrunum og falið lyk- ilinn. Kveðjubréf til ungrar dóttur hans var frágengið, og sömuleiðis fréttatilkynning til blaðanna með skýringum á því hvers vegna þessi fyrrum ráðgjafi Mitterands forseta í öryggismálum hefði ákveðið að drepa ástkonu sína og fremja síðan sjálfsmorð. Hvað það var sem fékk hann til að skipta um skoðun kemur fram í „Les Masques" (Grímum- ar), nýútkominni sjálfsævisögu hans sem er svo opinská varðandi ógæfusamt kynlíf hans að bókin vakti megna vanþóknun bók- menntaritstjóra Le Mond. Franskir ævisagnahöfundar eru þekktir fyrir áhuga sinn á að skýra frá viðkvæmum einkamál- um. Sumar frásagnir þykja þó ekki lengur henta á prenti. En Debray hikar ekki við að verða að athlægi hjá lesendum sínum með því að veija mestum hluta bókarinnar í lýsingar á því hvem- ig hann var skipulega kokkálaður um tíu ára skeið án þess nokk- umtíma að hafa gert sér grein fyrir því. Met í sjálfspíslahvöt Þegar hann lokst komst að sviksemi Sylviu fylltist hann ör- væntingu. Hann var ekki lengur elskhuginn mikli og tók að svipta sig öðrum „grímum", játa fýrir sjálfum sér misbresti á öðrum sviðum. „Þama eru slegin öll fyrri met í sjálfspíslahvötum," skrifar Bertrand Poirot-Delpech í Le Mond. „Heilagur Sebastian rekur inn örvamar hveija á fætur ann- arri.“ Sylvia er ekkja eftir eina af hetjum andstöðúnnar gegn Pinoc- het í Chile. Langvarandi ástar- samband hennar við Debray táknaði sameiningu tveggja framámanna úr röðum alþjóð- legra vinstrisinnaðra mennta- manna. Debray, sem átti fyrir dóttur úr fyrra hjónabandi, varð hæstánægður er Sylvia ól honum son. En Sylvia sagði að halda yrði faðeminu "leyndu, og heimt- aði að fá að ala soninn Angelo upp sjálf í eigin íbúð. Meðan Drbray var öryggisráð- gjafi forsetans var hann tíðum á ferðum erlendis, og sem pólitískur útlagi umgekkst Sylvia jafnan hóp ungra flóttamanna. Þegar hann kom eitt sinn heim til Parísar degi á undan áætlun komst hann að sannleikanum. Sylvia hafði um tíu ára skeið verið í þægilegri sambúð með kvikmyndatöku- manni, sem nefndur er Paul í bókinni. Angelo var sonur Pauls. Þau bjuggu saman í druslulegri íbúð í Pantin, einu af úthverfum Parísar - þar sem litlar líkur vom á að byltingarsinnaður góðborgari ætti leið um. Þegar Debray hitti Paul fannst honum hann „lítilfjör- legur útlits - hann var líkur mér.“ Paul hafði tjáð Sylviu að hún gæti staðið í ástarsambandi við Debray svo lengi sem hún væri ekki næturlangt að heiman. De- bray, sem allan tímann virtist álíka trúgjam og blindustu eigin- mennimir í skopleikjum Georges Feydeau, hélt að þegar Sylvia klæddi sig og fór frá honum um miðja nótt væri móðurástin að kalla hana að rúmstokki litla son- arins. í öllum látunum sem á eftir fylgdu sór Sylvia frammi fyrir Debray að hún elskaði aðeins hann. En leyndin sem hvfldi jrfir starfí hennar með suður-amerísku andspymuhreyfingunni setti sinn svip á persónu hennar: hún kunni því bezt að fara frjálslega með sannleikann. Hún hét því að gefa Paul upp á bátinn, en gerði það aldrei. í boði Kastrós Debray gat sér fyrst frægð fyr- ir grein sem hann skrifaði á stúdentsárunum um framtíðar- horfur byltingar í Latnesku Ameríku. Efyrir þessa grein hlaut hann persónulegt boð frá Fidel Kastró um að sitja ráðstefnu á Kúbu. Það var Kastró sem ráð- lagði þessum 25 ára gamla franska aðdáanda sínum að heim- sækja Che Guevara inn í frum- skóga Bólivíu. Beztu kaflamir í „Masques“ em lýsingar á mddalega meinyrta dýrlingnum Guevara, sem flestir soltnir og örmagna félagamir vom famir að fyrirlíta á leið hans að launsátrinu sem beið. Charles de Gaulle hershöfðingi skarst sjálfur í málið til að bjarga lífi Debrays eftir að hann var handtekinn. Þriggja ára fangelsis- vist hans í Bólivíu og vináttan við Kastró, Guevara og Allende höfðu gert hann að þjóðsagnapersónu, og þessi frægð hefði nægt til að tryggja hveijum sem væri öragg- an frama á stjómmálasviðinu. En Debray sagði fljótlega skilið við byltingarhugsjónir fyrmm félaga sinna. Hann komst að því að hann hafði trú á vestrænu lýðræði og á Frakklandi. í bókinni segir hann: „Ég átti hvorki hugsjónir vina minna né vini hugsjóna minna.“ Það var samkvæmt eigin ósk að hann gerðist starfsmaður Francois Mitterands þáverandi leiðtoga sósíalista og síðar forseta Frakklands. Þegar hann nú svipt- ir sig grímum starfsáranna í Elysee-forsetahöllinni segir hann að valdaaðstaðan er fylgdi starf- inu hafi ekki verið það sem hann sóttist eftir: „Ég fékk fljótlega leiða á höllinni, Mystere 20 þotun- um og fylgd lögreglumanna á ■ mótorhjólum." Þessi valdaaðstaða varð einnig til þess að hann vanrækti og missti vini sína. Hann birtir í heild harðort kveðjubréf frá leikkon- unni Simone Signoret, sem hafði ásamt leikaranum Yves Montand tekið honum opnum örmum og skotið yfír hann skjólshúsi þegar hann kom heim frá Bólivíu. Áður en sættir gátu tekizt með þeim á ný lézt Signoret úr krabbameini. Kvenhyili Eins og Bertrand Poirot- Delpech bendir á í gagnrýni sinni er eins og Debray sé að stæra sig af kvensemi sinni í ævisögunni. Hann er þakklátur Jane Fonda fyrir að kenna sér „samspil líkama meðal jafningja". Hún bauð hon- um út á dýra matstaði, vafði fyrir hann hass-sígarettumar og beið stundum í marga tíma fyrir utan íbúð hans eftir að hann kæmi heim, en það var allt til einskis. Hann kunni í raun ekki að meta hana fyrr en hún gafst upp og fór heim. Debray var spurður að því í sjónvarpsþætti af hveiju hann væri að skrifa um atburði sem lesendur hefðu að öðmm kosti ekki átt nokkra möguleika á að frétta neitt um. „Ég held að bók- in mín sé mjög hreinskilin, mjög alvarleg og mjög kristileg,“ svar- aði hann. „Ég aðhyllist mjög þá hugmynd að þjáning leiði til frels- unar og að sá sem játi syndir sínar fái aflausn og verði heilsteyptur og hreinn á ný. Ég afneita engu úr fortíðinni. Ég trúi ekki á Guð, svo ég get ekki farið og skriftað hjá presti. Ef til vill trúi ég á hið skrifaða orð og það að manni beri _að segja öðmm sannleikann. „Á vissan hátt er þetta bók látins höfundar, skrifuð fyrir dauða hans. Ég óttaðist að menn gerðu sér rangar hugmyndir um mig ef ég létist á morgun." Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu Tbe Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.