Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 Skoðanakannanir: Engin ákveðin regla um aldurshámark ENGIN ákveðin regla er um aldurshámark varðandi skoðanakannan- ir hér á landi heldur er það metíð í hverju tílviki fyrir sig. Þessar upplýsingar komu fram í fyrirspurn Morgunblaðsins tíl nokkurra aðila, sem framkvæma slíkar kannanir hér á landi, en athygli hefur vakið að í nýlegri skoðanakönnun Hagvangs, þar sem meðal annars var spurt um fylgi við stjórnmálaflokkana, var aldurshámarkið að- eins 67 ár. Gunnar Maack hjá Hagvangi sagði í samtali við Morgunblaðið að hér hefði verið um að ræða fjöl- þætta könnun, sem laut að mun fleiri atriðum en stjómmálum, og í þessu tilviki hefði verið miðað við 67 ár sem aldurshámark. Hann sagði að venjan væri sú að hafa aldurshámarkið hærra í könnunum sem eingöngu snerust um stjómmál og fylgi við stjómmálaflokka. í þessu tilfelli hefði 67 ára markið hins vegar þótt heppilegra enda hefði það rækilega verið tekið fram og á það bent þegar greint var frá niðurstöðum könnunarinnar. Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar i dag <5 rí VIÐSKIPn A3VINNUIÍF ......~~~~ tH rHótrlðrh 70 niíty. iýiivgwnfíriáa? tAWClDi, IH7 □ brrOaskrÍfcfofy rfi ■ ísifí# rífíknfyritiivk / \$m J frtiftfi í«T4Í Á ., ; í f-Yauil«*iri«Ui i b(v«*l«li líWi? stjómmálafræðings, sem hefur haft umsjón með mörgum skoðanakönn- unum á vegum Félagsvísindastofn- unar Háskólans, er það metið hveiju sinni hvert aldurshámark skal vera og sagði hann algengt að miða við 75 ára aldur. Þetta væri þó misjafnt eftir eðli kannananna og oft spum- ing um vinnuhagræðingu. BLAO B Spurt og svaraðum nýju hús- næðíslánín MORGUNBLAÐIÐ mun á næst- unni gefa lesendum sínum kost á að fá svarað á siðum blaðsins spumingum um nýju húsnæðis- lánin. Lesendur geta hringt í síma Morgunbiaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt úmsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um nýju hús- næðislánin". Hann tekur spuming- amar niður og kemur þeim til Húsnæðisstofnunar ríkisins. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. o INNLENT F" Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Á kafi ísnjó Færð hefur verið erfið á norðanverðu landinu síðustu daga og samgöngur stírðar. Krakkarnir á Akureyri una þó glaðir við sitt og þessar stöllur bragðu á leik í einum skaflinum á leið heim úr skólanum í gær. Sauðárkrókur: Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Útgerð- arfélaginu Sauðárkróki. ÁGÚST Guðmundsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Skagfirðinga í stað Bjarka Tryggvasonar, sem lagði • fram uppsagnarbréf fyrir stjórn fé- lagsins á þriðjudaginn og var uppsögnin samþykkt og tók þá þegar gildi. Miklir rekstrarörðugleikar hafa verið hjá Útgerðarfélagi Skagfirð- inga undanfama mánuði. Að sögn Þorbjöms Amasonar sem sæti á í stjóm félagsins hefur einnig verið um að ræða verulega örðugleika í samstarfi stjómar og framkvæmda- stjóra félagsins, Bjarka Tryggva- sonar, og á fundi stjómarinnar sl. þriðjudag þar sem þessi mál vom rædd lagði Bjarki fram uppsagnar- bréf og samþykkti stjómin sam- hljóða að fallast á uppsögn hans. Tók hún gildi þegar. Frá sama tíma hefur Ágúst Guðmundsson við- skiptafræðingur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. - BB Hvalkjöt hefur hækkað í verði á Japansmarkaði VERÐ á hvalkjöti í Japan hefur hækkað nokkuð I kjölfar minnk- andi framboðs vegna samdráttar i veiðum eða stöðvunar þeirra. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að hækkunin hafi lítil áhrif á gang mála hér á landi. Samkvæmt samkomulagi við banda- risk stjóravöld frá síðasta ári er heimilt að flytja allt að 49% af hvalaafurðum, sem fást við visindaveiðaraar, utan. Mia Hara, fulltrúi í fiskimáladeild japanska sendiráðsins í Washing- ton, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að sala á hvaíkjöti á mörkuðum í Japan lægi jafnan niðri á þessum árstíma. Verð á kjötinu á þessum mörkuðum hefði í nóvem- ber síðastliðnum verið um 1.500 yen, 435 krónur fyrir hvert kíló að meðaltali. Það væri um 10% hækk- un frá árinu áður. Vegna samdrátt- ar í veiðum og veiðistöðvunar færi framboð minnkandi og hefði á síðasta ári dregizt saman um ná- lægt 10%. Hins vegar væri málum þannig háttað, að yfirleitt væru til í landinu birgðir til um það bil tveggja ára og svo væri einnig nú. Kristján Loftsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að vissulega hefði verð hækkað í kjölfar minnk- andi framboðs og samdráttar í afla. Það hefði hins vegar lítil sem engin áhrif á gang mála hér heima. Hækkunin vægi aðeins eitthvað upp á móti auknum kostnaði vegna verðbólgu innanlands. Skipt um hjarta og lungu í íslendingi í London: Veifaði foreldrum sín- um úr einangi’un í gær SKIPT var um hjarta og lungu í 25 ára gömlum íslendingi í Old Court Hospital í London á þriðjudag og er hann fyrsti íslenski hjartaþeginn. Aðgerðina gerði professor Yacoub yfir- læknir á Brompton-sjúkrahúsinu og tók hún um átta klukkustund- ir og tókst mjög vel, samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins. Er líðan sjúklingsins góð og var hann kominn úr öndunarvélinni í gær. Að sögn Kristjáns Eyjólfssonar hjartalæknis hefur þessi aðgerð þegar verið framkvæmd á nokkrum tugum manna í London. Sjúklingurinn heitir Halldór Halldórsson og var með með- fæddan hjartagalla sem tók að ágerast fyrir fjórum árum og er tæpt ár liðið síðan læknar kváðu upp um að skipta þyrfti um hjarta og lungu. Síðan hefiir súrefniskút- ur fylgt honum og hann dvalið á sjúkrahúsum hér heima og erlend- is á meðan beðið var eftir réttum gjafara. Veifaði foreldrum sínum í gegnum gler „Hann var hress eftir aðgerðina og veifaði til foreldra okkar þegar þau fengu að sjá hann í gegnum gler í gær, en hann er í einangrun og verður þar um óákveðinn tíma,“ sagði Ingibjörg Halldórs- dóttir systir Halldórs. „Hann var furðu rólegur fyrir aðgerðina og ánægður yfir að loksins var kom- ið að henni. Það er mikill léttir að þessari bið er loks lokið þó erfítt sé að sjá hvemig honum reiðir af enn sem komið er og of fljótt að ákveða næsta skref.“ „Halldóri líður framar öllum vonum,“ sagði sr. Jón Baldvinsson sjúkrahúsprestur í London. „Eftir atvikum er ekkert nema gott eitt um líðan hans að segja. Hann er kominn úr öndunarvél, er með fullri meðvitund og ræðir við hjúkrunarfólkið sem annast hann. Allt hefur þetta gengið langt umfram það sem maður þorði að vona að gæti gerst en það er samt mikið eftir ennþá.“ Aðgerðin tók átta klukkustundir Aðgerðin tók um átta klukku- stundir frá klukkan 18 og þar til Halldór var kominn inn á gjör- Prófessor Yacoub er yfirlæknir á Brompton-sjúkrahúsinu í London. gæsludeild um klukkan 2 aðfara- nótt miðvikudags. Gert er ráð fyrir að hann verði í algerri ein- angrun í 48 klukkustundir frá uppskurði en síðan ræður Kðan hans hvenær eftirmeðferðin hefst. Aðgerðin var gerð á Old Court Hospital en það var eina sjúkrahú- sið sem gat tekið við honum þegar réttu líffærin bárust. „Gjörgæslan á Brompton var full í gær og ekkert rúm var á Herfíeld sjúkrahúsinu," sagði sr. Jón. „Old Court Hospital er einka- sjúkrahús og þar er mjög góð aðstaða til skurðaðgerða og góð gjörgæsla. Prófessor Yacoubgerir sínar aðgerðir á þessum sjúkra- húsum allt eftir aðstæðum hverju sinni. Það þýðir ekkert að bíða þegar réttu hlutimir fást. Prófess- or Yacoub var strax mjög ánægður með þessi líffæri sem Halldór hefur fengið. Hann hefur það fram yfir aðra sem þurfa að fara í þessa aðgerð að heilsan leyfði þessa löngu bið. Þess vegna var beðið eftir besta mögulega gjafara sem hentaði. Með bros á vör Halldór var mjög vel undir að- gerðina búinn og sýndi framúr- skarandi hugrekki, bjartsýni og lífsgleði. Hann kvaddi okkur með bros á vör og sigurmerki þegar hann fór á skurðstofuna. Það kom mér þægilega á óvart hvað hann var yfirvegaður og rólegur jafnvel þó við værum búin að fara yfir hugsanleg viðbrögð þegar að að- Halldór Halldórsson var losað- ur úr öndunarvél í gær og heilsaðist vel miðað við aðstæð- ur. gerð kæmi. Hann var önnum kafinn frá því kallið barst, síðdeg- is á þriðjudag nokkrum klukku- stundum fyrir aðgerðina, að hringja í vini sína og segja þeim hvað stæði til. Við þá talaði hann eins og að fyrir dyrum stæði ferð á sólarströnd." Foreldrar Halldórs, þau Guð- björg Aðalheiður Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson, hafa beðið aðgerðarinnar með syni sínum í London og áttu erfiðar stundir á meðan á aðgerðinni stóð. „Þau stóðu sig mjög vel og eru mjög jákvæð," sagði séra Jón A. Baldvinsson. „Ég dáist að því með hvaða hugarfari þau hafa gengið í gegnum þetta og hvað þau hafa sýnt mikið þrek. Þau hafa verið hér með honum allan tímann, fyrst í tíu vikur fyrir jól, en Hall- dór fékk að skreppa heim um jólin, og síðan frá 8. janúar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.