Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 26
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 25 notist meira eða minna í stað tékka- reikninga vegna hærri innláns- vaxta. Slík innlán, sem eru án uppsagnarfrests, eru að drjúgum hluta ekki spamaður í venjulegri merkingu þess orðs, enda eru inn- og útborganir tíðar. Almenn spari- innlán bera 22% vexti og önnur óbundin spariinnlán 32—36% vexti. Eigendur taka því lítinn eða engan þátt í kostnaðinum við að þjónusta þessa reikninga. Kostnaðurinn kemur sem skattur á lántakendur. Aukning, sem orðið hefír á nefndum innlánum, speglar þá lánaþenslu, sem verið hefír í landinu. Hluti veittra lána hafnar ævinlega á skammtíma innlánsreikningum, hvort sem menn nota tékka eða ekki. Samanlögð innlegg af þessum toga geta numið miklum íjárhæð- um. Loks er að geta þess, að heildar- sparnaður í landinu, þ.e. hluti þjóðartekna sem telst eignaauki, hefír verið fallandi nánast allar götur frá 1977, þegar hávextir héldu innreið sína á íslandi, til árs- ins 1986. Þessar athuganir styðja allar þá frumreglu, sem sett var fram í byij- un greinar, að ekki séu bein tengsl milli innlánsvaxta og spamaðar. Bankar og sparisjóðir mættu gjaman draga úr kapphlaupinu sín á milli og við „gráa" peningamark- aðinn um hæstu vaxtaprósentuna. Þeir ættu þess í stað að laða að sér viðskipti sparifjáreigenda með því að bjóða fleiri valkosti í þjónustu. Gagnlegt gæti verið að fara nokkmm orðum um lánskjaravísi- töluna í annarri grein. Höfundur hefir doktorapróf í hag- fræði ogáratuga reynslu við sérfræðistörf fyrir stjómardeildir heima ogerlendis. Háskóli íslands: Doktors- vörn við læknadeild DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla íslands laugardaginn 6. febrúar nk. Kári Stefánsson læknir ver doktorsritgerð sína, sem lækna- deUd hafði áður metið hæfa til doktorsprófs. Doktorsritgerð Kára fjallar um rannsóknir á próteinum í tauga- kerfí sem em talin hafa mikilvægu hlutverki að gegna í sérhæfíngu og myndun taugavefs. Heiti rit- gerðarinnar er. „A Few Members of the Family of Nervous System Glycoproteins that Contain the HNK-1 Epitope: A study in Dise- ase and Development". Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor Martin Raff, Institute of Zoology, Univer- isity College, London, og Helga Ögmundsdóttir dósent við Iækna- deild Háskóla íslands. Deildarfor- seti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjómar at- höfninni. Doktorsvömin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öll- um er heimill aðgangur. IMY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum notuðum úrvals bflum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áður hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 626,4ra dyra, 2 OL GLX, árg. ’85 Verð...................................kr. 490.000 Útborgun 25%...................kr. 122.500 Eftirstöðvar...........................kr. 367.500 Afsláttur.......................kr. 49.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum..kr. 318.500 Við eigum nú nokkra notaða, nýlega úrvalsbíla, sem seljast á sambærilegum kjörum. Opið laugardaga f rá kl. 1 -5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Hér er góður jarðvegur fyrir fjölbreytta starfsemi! Sjóefnavinnslan óskar eftir samstarfi við hugmyndaríka athafnamenn. Q U jóefnavinnslan hf. á Reykjanesi er nú í meirihluta eigu Hitaveitu Suðurnesja sem nýverið keypti öll hlutabréf ríkissjóðs í félaginu. Þetta umráðasvæði Sjóefnavinnslunn- ar á Reykjanesi er afar gjöfult frá náttúrunnar hendi og býður því upp á ótal tækifæri. Því hefur verið ákveðið að bjóða ein- staklingum, félögum og félagasamtökum að nýta sér aðstöðuna til þess að hrinda fram- leiðsluhugmyndum sínum í framkvæmd. Opnir fyrir öllum hugmvndum Möguleikarnir eru hinir fjölbreyti- legustu og er Sjóefnavinnslan til viðræðu um hvers konar hugmyndir og samvinnu við áhuga- aðila. Sjóefnavinnslan getur útvegað nú þegar: Raforku, gufu, jarðsjó, vatn og húsnæði. Til sölu eða leigu Einnig býður Sjóefnavinnslan til leigu eða kaups núveradi framleiðslubúnað félagsins á svæðinu: Kolsýruverksmiðja og flutningstæki; afköst 160 t/mán. Þurrísframleiðsla; afköst 125 t/mán. Saltverksmiðja; afköst 430-525 t/mán. Kíslarframleiðsla (SiO,). Leitið upplýsinga Þeir sem vilja leita frekari upplýsinga, um rekstur á svæði félagsins á Reykjanesi, vinsamlegast hafi samband við: Magnús Magnússon framkvæmdastjóra í síma 92-16955 e.h. Jón Gunnar Stefánsson stjórnarform. í síma 92-68111 e.h. 1 ÖÖ56 SJÓEFNAVINNSLAN HF Pósthólf 194 230 Keflavík sími 92-16955
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.