Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 4- TT Þar sem góöu kaupin gerast. Smidjuvegi 2 Kópavogi simi 44444 INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG KL 10 -16 OG SUNNUDAG 14 -17 Morgunblaðið/Bjarni Rúdolf Kristinsson formaður Fornbílaklúbbs íslands og Örn Sigurðs- son markaðsstióri Bifreiðastöðvar íslands, fyrir framan fyrsta sýningarbílinn, Ford model A, „nýja Ford" árgerð 1929, í eigu Rú- dolfs. Gamlir bílar sýndir á Umferðarmiðstöðiniii BIFREIDASTÖD íslands og FornbOaklúbbur íslands hafa nú hafið samstarf um sýningar gam- alla bíla á Umferðarmiðstöðinni. Ætlunin er að skipta um bfla mánaðarlega, svo almenningi gefíst kostur að líta augum sem flestar gerðir gamalla bfla, sem að öðrum kosti væru lokaðir inni í myrkum geymslum, þar sem ekkert bflasafn er t.il á íslandi. „Á Umferðarmiðstöðina í Reykjavík koma árlega rúmlega 700.000 manns, en það er álíka fjöldi og Þjóðminjasafn íslands fær til sín á 20 árum. Segja má því að hér sé sprottinn upp vísir að all- myndarlegu safni," segir í frétt frá Umferðarmiðstöðinni. Kaldrananes- kirkja: Áheit þykja gefast vel Laugarhóli, Bjarnarfirði. Kaldrananeskirkja í Bjarnar- firði á Ströndum er upphaflega vigð Guði, heilagri Maríu, Micha- el höfuðengli og heilögum Þorláki. Það þarf þvi ekki að þykja neitt undarlegt, að hún skuli hafa orðið svo vel við áheit- um á undanförnum árum að til þess er tekið bæði hér í Kaldr- ananeshreppi og ekki síður meðal brottfluttra hreppsbua, sem jafnvel hafa stofnað reikn- inga í nafni kirkjunnar til að Ieggja inn á áheítin. Það eru nokkur ár síðan að menn fóru að veita því athygli að Kaldr- ananeskirkja brást einstaklega vel við áheitum. Stofnaði kona nokkur reikning við Sparisjóð Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga og lagði þar inn áheit sitt. Lét aðra vita um þetta og munu nú vera komnar um 20 þúsund krónur inn á þessa bók. Þá hafa og áheit safn- ast víðar að til kirkjunnar. Kirkjan hefir verið útkirkja frá Stað í Steingrímsfírði lengst af, en heyrir nú undir sóknarprestinn á Hólmavík, en hann er Baldur Rafn Sigurðsson. Formaður sóknar- Morgunblaðið/Siguröur H. Þorsteinsson Altari og sálmatafla í Kaldrana- neskirkjú. nefndar er svo Jóhann Björn Arngrímsson í Framnesi. Upphaflega er kirkja sú er nú stendur í Kaldrananesi byggð árið 1851 og er því að verða 137 ára gömul. Arið 1891 var hún svo end- urbætt og meðal annars sett járn á þak og turn, en þetta er annars timburkirkja. Nú er hún enn farin að láta á sjá og þarfnast gagn- gerðra endurbóta. Hefír núverandi sóknarnefnd til athugunar hversu það megi verða. Heitir hún jafn- framt á alla velunnara kirkjunnar að aðstoða í þeim efnum. -SHÞ Seltjarnarneskirkja Kirkjubyggingunni á Seltíarn- arncsi miðar nú vel áfram. Sjá Seltirningar fram til þess dags með björtum augum að kirkju- skipið á efri hæðinni verði vigt á þessu ári. Með þeirri aðstöðu sem komin er f kjallara kirkjunn- ar hafa fyrstu skrefin verið stigin í sjálfstæðu safnaðarstarfi á Seltíarnarnesi, en nauðsynlegt er að nýta megi alla bygginguna sem fyrst. Lokaátákið er fram- undan og því er brýnt að sam- staða safnaðarins verði sýnd í verki á þessu ári. Nk. sunnudag þann 7. febrúar verður messa í kjallara kirkjunnar kl. 14 eins og venjulega. Eftir messu verður kaffísala í hliðarsaln- um, sem við köllum „hvíta húsið", og flóamarkaður til styrktar kirkju- byggingunni. Þar verða á boðstól- ¦ ¦• ;v**3f2* .;***¦¦ um glæsilegar flóamarkaðsvörur, m.a. húsgögn. Auk þess verður happdrætti, þar sem vinningar verða ekki af verri endanum. Þau sem að þessum mikla fjáröfl- unardegi safnaðarins standa hvetja Seltirninga til að sýna kirkju sinní samstöðu og sækja messu næsta sunnudag og styrkja kirkjubygg- inguna með því að kaupa kaffi og annað, sem á boðstólum verður. Sóknarnefnd. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.