Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 04.02.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 -4- FALLEG OG VÖNDUÐ HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA íSSrr^as»5-“3a Þar sem góöu kaupin gerast. Smiöjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG KL 10 - 16 OG SUNNUDAG 14 -17 Morgunblaðið/Bjami Rúdolf Kristinsson formaður FornbUaklúbbs íslands og Örn Sigurðs- son markaðsstjóri Bifreiðastöðvar íslands, fyrir framan fyrsta sýningarbilinn, Ford model A, „nýja Ford“ árgerð 1929, í eigu Rú- dolfs. Gamlir bílar sýndir á Umferðarmiðstöðinm BIFREIÐASTÖÐ íslands og Fornbílaklúbbur íslands hafa nú hafið samstarf um sýningar gam- alla bíla á Umferðarmiðstöðinni. Ætlunin er að skipta um bfla mánaðarlega, svo almenningi gefist kostur að líta augum sem flestar gerðir gamalia bfla, sem að öðrum kosti væru lokaðir inni í myrkum geymslum, þar sem ekkert bflasafn er til á íslandi. „Á Umferðarmiðstöðina í Reykjavík koma árlega rúmlega 700.000 manns, en það er álíka ijöldi og Þjóðminjasafn íslands fær til sín á 20 árum. Segja má því að hér sé sprottinn upp vísir að all- mjmdarlegu safni,“ segir í frétt frá Umferðarmiðstöðinni. Kaldrananes- kirkja: Áheit þykja gefast vel Laugarhóli, Bjarnarfirði. Kaldrananeskirkja í Bjarnar- firði á Ströndum er upphaflega vígð Guði, heilagri Mariu, Micha- el höfuðengli og heilögum Þorláki. Það þarf þvi ekki að þykja neitt undarlegt, að hún skuli hafa orðið svo vel við áheit- um á undanförnum árum að til þess er tekið bæði hér í Kaldr- ananeshreppi og ekki síður meðal brottfluttra hreppsbúa, sem jafnvel hafa stofnað reikn- inga í nafni kirkjunnar til að leggja inn á áheitin. Það eru nokkur ár síðan að menn fóru að veita þvf athygli að Kaldr- ananeskirkja brást einstaklega vel við áheitum. Stofnaði kona nokkur reikning við Sparisjóð Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga og lagði þar inn áheit sitt. Lét aðra vita um þetta og munu nú vera komnar um 20 þúsund krónur inn á þessa bók. Þá hafa og áheit safn- ast víðar að til kirkjunnar. Kirkjan hefir verið útkirkja frá Stað í Steingrímsfirði lengst af, en heyrir nú undir sóknarprestinn á Hólmavík, en hann er Baldur Rafn Sigurðsson. Formaður sóknar- Morgunblaðifl/Sigurður H. Þorateinsson Altari og sálmatafla í Kaldrana- neskirkju. nefndar er svo Jóhann Bjöm Amgrímsson í Framnesi. Upphaflega er kirlqa sú er nú stendur í Kaldrananesi byggð árið 1851 og er því að verða 137 ára gömul. Arið 1891 var hún svo end- urbætt og meðal annars sett jám á þak og tum, en þetta er annars timburkirkja. Nú er hún enn farin að láta á sjá og þarfnast gagn- gerðra endurbóta. Hefir núverandi sóknamefnd til athugunar hversu það megi verða. Heitir hún jafn- framt á alla velunnara kirkjunnar að aðstoða í þeim efnum. - SHÞ Seltjarnarneskirkja Kirkjubyggingunni á Seltjarn- arnesi miðar nú vel áfram. Sjá Seltimingar fram til þess dags með björtum augum að kirkju- skipið á efri hæðinni verði vigt á þessu ári. Með þeirri aðstöðu sem komin er í kjallara kirkjunn- ar hafa fyrstu skrefin verið stigin í sjálfstæðu safnaðarstarfi á Seltjaraaraesi, en nauðsynlegt er að nýta megi alla bygginguna sem fyrst. Lokaátakið er fram- undan og þvi er brýnt að sam- staða safnaðarins verði sýnd í verki á þessu ári. Nk. sunnudag þann 7. febrúar verður messa í kjallara kirkjunnar kl. 14 eins og venjulega. Eftir messu verður kaffisala í hliðarsaln- um, sem við köllum „hvíta húsið“, og flóamarkaður til styrktar kirkju- byggingunni. Þar verða á boðstól- um glæsilegar flóamarkaðsvömr, m.a. húsgögn. Auk þess verður happdrætti, þar sem vinningar verða ekki af verri endanum. Þau sem að þessum mikla fjáröfl- unardegi safnaðarins standa hvetja Seltiminga til að sýna kirkju sinni samstöðu og sækja messu næsta sunnudag og styrkja kirkjubygg- inguna með því að kaupa kaffi og annað, sem á boðstólum verður. Sóknamefnd. N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.