Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNRLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 23 Now Brunswick ‘•■'uveau-Brunfiwlt: o KORCHNOi Jóhann Hjartarson og Viktor Kortsjnoj að tafli í St. John í Kanada. að láta flytja sig og enn lúffaði Glig- oric. í framhaldi af þessu ræddi Friðrik málin ítarlega við bæði mótshaldar- ana og Campomanes, forseta FIDE, og fékk þar mun betri hljómgrunn en hjá yfírdómaranum. Um kvöldið skrifaði hann harðort bréf til að fylgja þessu eftir. Við Jóhann fórum hins vegar í sund og þennan dag ákváð hann að breyta alveg um taktík við val sitt á byijunum. Þá breytingu hefði mátt gera fyrr, en það er auðvitað alltaf hægt að vera gáfaður eftir á. Það var merkilegt að eftir sjöttu skákina var mótsblaðið borið mjög skilmerkilega til herbergja okkar, en á þessu hafði verið nokkur mis- brestur í fyrri umferðum. Þegar ég vaknaði daginn eftir sá ég að nýj- asta heftinu hafði verið rennt undir hurðina á herbergi mínu. Framan á því var stækkuð mynd af lokastöð- unni í sjöttu skákinni undir fyrir- sögninni „Viktor gerði það aftur". Greinin var síðan mikið lof á Kortsj- noj og jafnframt geflð í skyn að hinn óreyndi ungi íslendingur gæti eins farið heim strax. Ég taldi þetta ekki heppilega lesningu fyrir Jóhann eins og á stóð og tókst að ná blaðinu út úr herberginu hjá honum, án þess að hann sæi það. Þegar einvígið var búið bað einn af ritstjórum blaðsins afsökunar á þessari grein. Það var greinilegt að greinarhöfundur taldi að fulltrúar smáþjóða ættu ekki að vera að gera sig breiða. 7. skákin: Landið tekur að rísa. Friðrik tekur til sinna ráða Dagurinn hófst með góðum frétt- um frá Friðrik, það kom í ljós að hægt er að brýna deigt jám svo bíti og Gligoric ákvað að færa einvígið um set, eins og ákveðið hafði verið, þrátt fyrir mótmæli Kortsjnojs. Þá sendi mótsstjómin frá sér ályktun um hvernig æskileg hegðun kepp- enda ætti að vera, sem var að vísu ekki nægilega skýr, en þó í áttina. Það hafði ómetanlega góð áhrif á Jóhann, því hann sá að Kortsjnoj gæti ekki haft allt eftir sínu höfði. Jóhann hóf nú taflið í fyrsta sinn með drottningarpeðinu og enn kom Kortsjnoj á óvart, hann tefldi mót- tekið drottningarbragð. Jóhann tók þá skynsamlegu ákvörðun að tefla sjaldgæft afbrigði og taflmennska hans var nú aftur orðin mjög yfir- veguð. Kortsjnoj hegðaði sér líka mun betur en í sjöttu skákinni, hann fór niður af sviðinu milli leikja og lét sér nægja að ganga um gólf fyr- ir neðan það. Þar sem Friðrik þurfti að bregða sér frá í upphafi skákar- innar til að framlengja farmiðunum heim kom það í minn hlut að þurfa að kvarta við Gligoric yfir þessu. Hann vildi ekki gera neitt í málinu, svör hans vom á þá leið að ég yrði að segja Jóhanni að láta ekki and- stæðinginn trufla sig og Spasskíj hefði komist upp með að ganga um gólf í einvíginu við Kortsjnoj í Belgrad 1977, þrátt fyrir mótmæli. Þá bætti hann við að Kortsjnoj hefði ausið yfir sig skömmum um morgun- inn og það þýddi ekkert að tala við hann. Mér þótti þetta að vonum býsna léttvæg rök, sem sýndu að engu yrði komið til leiðar í gegn um yfirdómarann sjálfan. Skömmu eftir að ég kvartaði var sovézki þátttak- andinn Sokolov beðinn um að ganga ekki um gólf upp á sviði, Spraggett, andstæðingur hans, naut því góðs af óskum okkar um að keppendur sýndu hver öðrum fulla kurteisi. Aðstoðardómarinn, frú Jarecki, sýndi hins vegar vilja sinn í verki með því að fá sjónvarpsmennina til að leggja snúrur sínar þannig að Kortsjnoj yrði að ganga lengra frá sviðinu. í skákinni sjálfri mátti Kortsjnoj hafa sig allan við til að halda jafn- tefli, hann varð að láta af hendi peð og var þar að auki svo tímanaumur, að hann varð að einbeita sér að því að flnna jafnteflisleið og hafði engan tíma til að trufla Jóhann. En þótt tíminn væri naumur tefldi Kortsjnoj vörnina mjög vel, hann virtist eiga mjög létt með að finna beztu vamar- leikina í erfíðu hróksendatafli. Skák- inni lauk því með jafntefli eftir rúm- lega fimm tíma taflmennsku. Við vorum ánægðir með þessi úrslit, sérstaklega þar sem það var Jóhann sem pressaði. Þótt Kortsjnoj hefði tekist að bjarga í hom var greinilegt að okkar maður hafði náð að hrista af sér slenið og tefla af eðlilegum styrkleika. 8. skákin: Allt er gott sem endar vel Á frídeginum fyrir áttundu skák- ina fómm við aftur í sund, auk þess lagt var á ráðin um hvemig Jóhann ætti að tefla með svörtu i síðustu skákinni. Við gerðum okkur að sjálf- sögðu ánægða með jafntefli, því við töldum Jóhann eiga a.m.k. jafna möguleika í bráðabananum sem færi fram ef úrslitin yrðu 4—4. Friðrik fylgdi líka áfangasigri sínum frá þvi deginum áður vel eft- ir og krafði dómarana um skýrara svar við kvörtun okkar en það sem komið hafði daginn áður. Þetta fékk hann í gegn, þeir sendu Kortsjnoj bréf þar sem hann var varaður mjög alvarlega við. Þetta hleypti að von- um illu blóði í hann, og ekki bætti úr skák fyrir hann að þegar hann kvartaði undan þeirri óvirðingu, sem sér væri sýnd, við áskorendur sem lokið höfðu sínum einvígjum þá fékk hann engan hljómgmnn. í skákinni tefldi Jóhann mjög trausta vöm, hann mætti katal- ónskri byrjun Kortsjnojs með upp- skrift frá Anatólíj Karpov. Það varð snemma greinilegt að Jóhann hafði endurheimt sjálfstraust sitt. I stað þess að sækjast eftir uppskiptum og að jafna taflið fyllilega flækti hann það og freistaði þess að leggja mest vandamál fyrir andstæðinginn. Taflr mennska Kortsjnojs í bytjuninni var heldur ekki sérlega sannfærandi, hann lék t.d. hrók sínum frá al til el í 12. leik en lék honum til baka á al í þeim 14. Okkur þótti ekki mikið til þessa leikmáta koma, Frið- rik líkti þessu við að ætla sér að vinna fótboltaleik með þvi að sparka boltanum út af. í 22. leik lét Kortsj- noj að lokum til skarar skríða er hann fómaði peði. Peðsfómin reynd- ist hins vegar byggð á alröngum forsendum og skyndilega varð ljóst að Jóhann ætti alla möguleika á að vinna taflið. Þegar Kortsjnoj hugs- aði sig lengi um, aðeins tveimur leikjum eftir fómina, var ljóst að hann hafði misreiknað sig, og skák- in væri töpuð. Jóhann hélt síðan vel á spöðunum í lokin, með peði minna og engan tíma átti Kortsjnoj og enga möguleika á jafntefli. Þar með var sigur í höfn og við gátum loksins andað léttara eftir þriggja vikna dvöl hér í Saint John. Eftirmáli Persónulega varð ég fyrir miklum vonbrigðum með framkomu Kortsj- nojs. Eg hitti hann fyrst heima á íslandi árið 1981, þegar herferð sem ég tók þátt í til að fá leyfi fyrir fjöl- skyldu hans til að flytjast úr landi, stóð sem hæst. Sem kunnugt er var það fyrst og fremst fyrir harðfylgi Friðriks Ólafssonar, forseta FIDE, að það mál leystist. Ég dáðist mjög að Kortsjnoj fyrir að geta staðið uppi í hárinu á sovézku skákvélinni og kerfinu, þrátt fyrir að gagnrýnis- raddir hafl verið uppi um það að hann væri óvandur að meðulum og sæktist eftir illdeilum. Það verður að segjast að því miður virðist þessi barátta hans hafa haft neikvæð áhrif á hans persónu, hann sýndi Jóhanni ekki snefil af virðingu eða kurteisi. Það sem skipti máli var að vinna einvígið, sama hvað það kostaði. Með lokaorðum sínum hér í Kanada sýndi Kortsjnoj að hann vissi upp á sig sökina, er hann sagði Friðrik en ekki Jóhann hafa unnið einvígið. í huga hans var það greinilega ekki skáksnilldin sem réði úrslitum, held- ur einhverskonar skæruhernaður utan borðsins. Reglur þær sem skák- stjómin setti eru einungis sjálfsagð- ar umgengnisvenjur, sem hefðu ekki sett skákmenn með hreinan skjöld út af laginu. Sem betur fór endaði baráttan farsællega, Jóhann vann stórkost- legt og óvænt afrek og er jafnframt reynslunni ríkari. Fyrirfram vissum við í raun ekki neitt um það hvemig hlutimir ganga fyrir sig í einvígi sem þessu. Jóhann getur dregið mikil- vægan lærdóm af öllu saman, sem mun koma honum að góðu gagni í næsta hildarleik. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN Sl'MI 624260 | SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Gabriel HÖGGDEYFAR Amerisk úrvalsvara L/EKKAÐ VERÐ! SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Clæsileg pelsfóðurskápa Allarstærði/. 'v' L >' Verð kr. 49.000,^ x v PELSINN Kirkjuhvolisími 20160 N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.