Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Carrington lávarður kominn til landsins OPINBER kveðjuheimsókn Carringtons lávarðar, aðal- framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, hingað til lands hófst síðdegis í gær, er flugvél hans lenti á Reykjavík- Selárskóli: Annar áfangi boðinn út BYGGINGADEILD Reykjavíkur- borgar hefur auglýst útboð í ann- an áfanga Selásskóla. Kostnaður við áfangann er áætlaður 26 milij- ónir króna. Annar áfangi er 466 fermetrar að stærð með tveimur sérkennslustof- um, fyrir hand- og myndmennt auk salema. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar forstöðumanns bygg- ingadeildar borgarverkfræðings er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist í byrjun mars. Guðmundur Þór Pálsson arkitekt hannaði bygging- una. urflugvelli. Hann mun hitta forsetann, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og utanrík- ismálanefnd Alþingis í dag, en heldur síðan utan á morgun. Heimsókn Carringtons hófst með óformlegum kvöldverði á heimili utanríkisráðherra, Steingríms Hermannssonar, og eiginkonu hans, Eddu Guðmunds- dóttur. Fyrir hádegi í dag fer Carr- ington lávarður til fundar við ut- anríkisráðherra og síðan forsætis- ráðherra en eiginkona hans skoðar Þjóðminjasafnið. Hádegisverður verður snæddur í boði Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, í ráð- herrabústaðnum. Síðdegis hittir Carrington utanríkismálanefnd Alþingis og heimsækir Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands á Bessastöðum. Um kvöldið verður kvöldverður í boði utanríkisráð- herra og eiginkonu hans á Hótel Holti. Carrington og fylgdariið hans heldur af landi brott í fyrramálið. Morgunblaðið/Bjarni Við komuna til Reylgavíkur vakti grein um Sykurmolana í blaðinu Indepeadant frá þriðjudeginum athygli utanríkisráðherra, en Einar Benediktsson, sendiherra i Brussel, og Carrington lávarður höfðu blaðið í pússi sínu. Loðna: Veiðin fær- ist sunnar LOÐNUSKIPIN eru nú byijuð veiðar við Berufjarðarál, syðst í göngunni, sem þau hafa verið að veiða úr að undanförnu. Talsvert er af loðnunni og gæftir ráða því mestu um aflann. Veiðin á þriðju- dag var nokkri líflegri en síðsutu daga. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, fór Gígja VE með 750 tonn til Vestmannaeyja á mánudag og Bergur VE með 530 til Reyðarfjarð- ar. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Magnús NK 470 til Reyðarfjarðar, Húnaröst ÁR 620 til Homafjarðar, Víkingur AK 1.100 til Akraness, Hilmir II SU 580 og Helga II RE 430 til Seyðisfjarð- ar, Guðmundur VE 750 til Vest- mannaeyja, Guðmundur Ólafur ÓF 430, Hrafn GK 500 og Skarðsvík SH 550 til Neskaupstaðar og Svanur RE með 400 tonn, löndunarstaður óákveðinn. VEÐURHORFUR í DAG, 10.2.88 YFIRLIT í gær: Yflr Grænlandi er 1.010 mb hæð en 875 mb lægð skammt austur af Jan Mayen hreyfist lítið. Á sunnanverðu Græn- landshafi er önnur 975 mb lægð sem þokast austur og kröpp lægð er yflr Skotlandi á leið austur. Áfram verður frost um allt land vfðast 5—10 stig. SPÁ: Norðan- og norö-austanótt um land allt. Áfram verða él norð- anlands, einkum þó við ströndina, en víðast bjart veður um landiö sunnanvert. Frost verður á bilinu 3 til 13 stlg. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG: Norðlæg ótt og frost um land allt. Él allvíða noröanlands, en úrkomulaust og léttskýjað syöra. HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg, breytlleg átt og kalt í veðri. Dálftil él við norð-austurströndina og á annesjum vestanlands, annars bjart veður. TÁKN: Hei6s|<,rt Léttskýjað Hólfskýjað Skýjað ÍT^SAiskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / # Slydda / * / * * # # # * * Snjókoma # # # -) 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V V 5 9 5 oo 4 R VEÐ UR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að isl. tíma Akureyri Reykjavlk hltl +8 +7 veöur alskýjað akýjaö Bergen 3 alskýjað Helsinki 0 snjókoma Jan Mayen +4 akýjaö Kaupmannah. 3 skýjað Narasarasuaq +11 úrkoma Nuuk +8 alskýjað Oaló +1 súld Stokkhólmur 1 slydda Þórahöfn 2 rignlng Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 lóttskýjað Aþena 16 alskýjað Barcelona vantar Berifn 6 akýjað Chicago +10 láttskýjað Feneyjar B skýjað Frankfurt 3 rignlng Glasgow 4 skúr Hamborg 3 rignlng Lea Palmaa 18 skýjsð London 6 skur Loa Angelea 10 þokumóða Lúxemborg 3 rigning Madrid 14 léttskýjað Malaga 18 Mttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal +18 skýjað NewVork +4 helðskfrt Parfs 8 haglél Róm vantar Vln 7 láttakýjað Washlngton +3 alskýjað Winnlpeg +28 helðskfrt Valancla 18 léttBkýjað Reykjavík: 107,7 milljónir fyrir tvær lóðir STEINTAK átti hæsta tilboð, eða 77,7 milljónir króna, í lóð við Klapparstíg 1 og Dögun hf. átti hæsta tilboð, eða 32 milljónir, í Ióð við Laugaveg 148. Borgar- yfirvöld hafa ákveðið að selja lóðirnar hæstbjóðanda. Samkvæmt samþykktu deili- skipulagi er gert ráð fyrir að byggð- ar verði 50 íbúðir á lóðinni við Laugaveg og að rúmlega 500 fer- metrum verði varið í atvinnuhús- næði. Að sögn Hjörleifs Kvaran, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar, er gert ráð fyrir að byggðar verði 109 íbúðir og rúm- lega 700 fermetrum verði varið í atvinnuhúsnæði á þeim hluta lóðar- innar við Klappastíg 1, sem boðinn var út. Verið er að ræða við hæstu tilboðsgjafa um þær tryggingar sem setja þarf fyrir kaupverðinu. Að sögn Hjartar Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Dögunar hf., hyggst fyrirtækið byggja íbúðar- hótel við Laugaveg 148 að fengnu samþykki borgaryfirvalda. Yrði ein- staklingum, fyrirtækjum og félaga- samtökum gefinn kostur á að kaupa íbúðimar en sérstakt húsfélag eða stjóm sæi um rekstur þeirra og leigu þegar eigendur óskuðu eftir. „Þetta verður svipað fyrirkomulag og á sólarströnd Spánar, en þar em íbúðir í einkaeign leigðar þann hluta ársins sem eigendur þurfa þeirra ekki með,“ sagði Hjörtur. „íbúðirn- ar gætu einnig verið góð fjárfesting fyrir fyrirtæki og félagasamtök sem ekki þurfa að nýta þær nema hluta úr ári. Einnig kæmi til greina að leigja þær skólafólki að vetri en ferðamönnum á sumrin." INNLENT Viðar Pétursson tannlæknir látínn Viðar Pétursson, iæknir og tannlæknir, Sólheimum 42, lést í Reykjavík mánudaginn 8. febrúar. Viðar fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1908, sonur °éturs Zóphóníassonar ættfræðings og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskó- lanum í Reykjavík 1928, lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1935 og hélt þá til Danmerkur til náms í taugasjúkdómum. Jafn- framt lauk hann þar prófi í tann- lækningum 1942 og var síðan starfandi tannlæknir í Reykjavík frá 1945. Eftirlifandi eiginkona Viðars er Ellen Petersdóttir Knudsen frá Jótlandi. Viðar lætur eftir sig þijú böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.