Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Nokkrar ábendingar geðlæknis varðandi bj órfrumvarpið HEILDARNEYSLA -0- ISLAND F ÆREYJAR FINNLAND N0REGUR SVÍÞJÖÐ Línurit 1: Línuritið sýnir heildarneyslu mælda í lítrum hreins vínanda (100% alkóhóls) miðað við einstaklinga 15 ára og eldri hjá 5 Norður- landaþjóðum á árunum 1978—1984. ÍSLAND -o HEILDARNEYSLA - LETT VIN ► STERK VIN Linurit 2: Línuritið sýnir hvaða breytingar hafa orðið á heildar- neyslu íslendinga undanfarna áratugi og hver áhrif verðstýring hefur haft á neysluhlutföll veikra og sterkra vína. eftir Grétar Sigurbergsson Undanfamar vikur hefur birst í dagblöðunum fjöldi greina, sem gagnrýna þá ákvörðun mína og fjölda annarra lækna að skrifa und- ir ályktun þess efnis, að við teljum íslendingum ekki muni stafa sér- stök hætta af bjór, verði hann leyfð- ur hér á landi. Það er vissulega alvarlegt mál, þegar þeir, em hafa sérmenntað sig í leiðum til að bæta heilsufar þjóðar- inar, finna sig knúna til að skrifa undir slíka yfirlýsingu og má ljóst vera að slíkt er einungis gert að “•Vel íhuguðu máli. í umræðu undanfarinna mánaða hefur alltof lítið verið um að menn styddu mál sitt með vísindalegum rökum, aftur á móti þeim mun al- gengara að slegið sé fram órök- studdum fullyrðingum. Gjaman er vitnað til reynslu annarra þjóða, sérstaklega Norðurlandaþjóða, af bjór, og hún sögð okkur víti til vam- aðar. I versta falli er vitnað í skýrsl- ur Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þær rangtúlkaðar og síðan dulbúnar sem „staðreyndir" sem mæli gegn því að leyfa bjór í landinu. Mun ég víkja nánar að slíkum skrifum síðar. Þegar nokkrir prófessorar í læknadeild Háskóla íslands sáu ástæðu til að auglýsa álit sitt á bjórfrumvarpinu í dagblöðum í krafti sinna embætta mátti skilja það sem svo, að þar væri á ferðinni skoðun læknastéttarinnar almennt og að stuðst væri við vísindaleg rök. Varð þetta kveikjan að undir- skriftum sérmenntaðra lækna. Mér þykir sjálfsagt að gera grein fyrir þeim rökum, sem liggja að baki minni undirskrift en vil taka skýrt fram, að ég er ekki að skrifa -íyrir hönd annarra lækna. Heildarneysla Allt það líkamlega, félagslega og geðræna tjón, sem áfengi veldur, er jafnan talið vera í réttu hlutfalli við heildameyslu hverrar þjóðar, mælt í hreinum vínanda á mann, 15 ára og eldri. Ef heildameysla vínanda eykst, þá eykst einnig tjón- ið sem það veldur. Þetta á þó ekki við um drykkjusýki. Tíðni drykkju- sýki er sú sama t.d. í Bandaríkjun- um og Svíþjóð þótt heildameysla á íbúa í Bandaríkjunum sé mun meiri en í Svíþjóð. Drykkjusýki virðist því lúta öðrum lögmálum en annað það ijón, sem vínandi veldur. Til dæmis eru erfiðaþættir mikilvægir í tilurð drykkjusýki (1). Hafa verður í huga, þegar rætt er um heildarneyslu hverrar þjóðar, að 10% þjóðarinnar neyta 50% þess vínanda sem þjóðin neytir í heild. Heildameyslan segir því iítið til um hver almenn neysla vínanda er (1,2). Þá ber að hafa í' huga að ekki eru allir ofneytendur áfengis drykkjusjúkir. Við íslendingar höfum jafnan státað okkur af lágri heildameyslu vínanda (sjá línurit 1). í skýrslum Hagstofunnar (3) er þó tekið fram, að tölur um heildameyslu lands- manna, sér í lagi hin síðari ár, séu mjög óáreiðanlegar, og kemur þar margt til. Til dæmis er ekki tekið með í tölum um heildameyslu allt það áfengi sem íslendingum er selt í Fríhöfninni og Hagstofan telur að þar sé um mikið magn að ræða (3). Á síðasta ári munu íslendingar hafa keypt um 900 þús. lítra af bjór í Fríhöfninni. Ef áætlað er að álíka fyöldi hafi keypt leyfilegan skammt af bjór eða sterku víni, þ.e.a.s. 6 til 8 lítra af bjór og/eða 1 lítra af sterku víni, þá selst þar á ári sem svarar hálftim lítra af hreinum vínanda á hvem íbúa, 15 ára og eldri. Áfengi það sem far- menn fá að caka með sér inn í landið er heldur ekki með í tölum Hagstofunnar um heildameyslu og er það þó umtalsvert magn. Þá er ótalið allt það áfengi sem smyglað er til landsins og erfitt er að áætla. Þó virðist sem hver sem vill geti orðið sér úti um bjórkassa hvenær sem er, reyndar á upp- sprengdu verði. Vil ég leyfa mér að fullyrða, að ef allt smyglað áfengi væri talið með í tölum um heildameyslu, þá væri heildarneysla hér svipuð og hjá öðrum Norður- landaþjóðum, ef ekki meiri. Að sjálfsögðu er smygl mun minna hjá öðrum Norðurlandaþjóð- um af ýmsum augljósum ástæðum. Þar er áfengi mun ódýrara en hér og óþárft er að smygla bjór þar eð hann er seldur í löndunum. Auk þess er komufarþegum til landanna ekki leyft að versla í fríhöfn líkt og hér. Hlutfallslega ferðast íslend- ingar mun meira til útlanda og far- menn eru hlutfallslega margfalt fleiri hér. Þó heyrði ég því nýlega haldið fram og það af prófessor, að smygl væri mun meira í Svíþjóð en hér, vegna þess að ferðalög til útlanda væru mun tíðari þar, þeir væru jú margfalt fleiri en við! Rök- hugsun jafnvel mætustu manna nær sem sagt ekki langt þegar bjór- málið er annarsvegar. Þá virðist hún blindast af bannáráttunni. Ráðleggingar WHO (4) Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bent þjóðum heims á vænlegar leiðir til að halda heild- ameyslu niðri í þeirri von að draga muni úr áfengisskaða. WHO ráð- leggur eftirfarandi: 1. Takmarka má aðgang að áfengi með a) stjómun á innflutningi og framleiðslu b) stjómun dreifíngar, þ.e.a.s. takmörkun á fjölda útsölu- staða, ákvæðum um lág- marksaldur, vínveitingaleyfí o.s.frv. c) verðstýringu með skattlagn- ingu. 2. Draga má úr eftirspum eftir áfengi með a) upplýsingum og fræðslu um áfengi o g vandamál sem skapast af því b) takmörkunum á auglýsingum á áfengi c) beitingu siðferðilegra og trú- arlegra afla í þjóðfélaginu. Hvergi er í ráðleggingum WHO að fínna neitt, sem styður bjórbann. T.d. er ekki talið í þessum ráðlegg- ingum að fækkun tegunda áfengis leiði til minni heildameyslu við óbreytt sölufyrirkomulag. Hvergi er að fínna stafkrók um að áfengi sé hættulegra í sínu veikasta formi en þeim sterkari, enda slíkt rök- leysa. Þessar ráðléggingar WHO hefur þó ýmsum tekist að rangtúlka sem svo, að þær styddu bjórbann. Er bágt til þess að vita að nafn WHO skyldi bendlað við annað eins veraldarviðundur og bjórbannið er. Skýrt er tekið fram í áfengis- stefnu margra þjóða, t.d. Breta (5) og Svía (6), að beina beri neyslu frá sterku áfengi til hinna veikari tegunda, svo sem bjórs og léttra vína, með því að skattleggja áfengi í hlutfalli við styrkleika þess. Áfengisskaði á íslandi Áfengisskaði á íslandi er gífur- legur. Flestir meiriháttar glæpir, morð og sjálfsmorð tengjast of- neyslu áfengis. Sama er að segja um alvarleg umferðarslys, hjóna- skilnaði, sjúkdóma, húsbmna o.s.frv. Talið er að fjórði hver mað- ur sem leggst inn á sjúkrahús geri það vegna líkamlegra áfalla, sem stafa beint eða óbeint af áfengis- neyslu. Kostnaður þjóðfélagsins af áfenginu er meðal flestra þjóða tal- inn margfaldur sá „gróði“, sem fæst af sölu þess með skattlagn- ingu. Síðustu 12 árin hefur stór hluti landsmanna verið meðhöndlaður við ofneyslu áfengis eða drykkjusýki hérlendis og/eða erlendis. Með sama áframhaldi verður mest öll þjóðin búin að fá slíka meðferð inn- an fárra áratuga. Hvergi á byggðu bóli em til hlutfallslega jafn mörg sjúkrarúm fyrir ofneytendur áfeng- is og drykkjusjúka. Þessi þróun bendir að mínu mati ekki til, að núverandi áfengisstefna sé sérlega heillavænleg eða líkleg til að draga úr heildameyslu hvað þá áfengis- skaða. Þvert á móti virðist áfengis- stefnan ýta vemlega undir of- neyslu. Meðferðin á hveijum ein- staklingi kostar skattborgarana stórfé. Hundmð em á biðlistum. Verðstýring íslensk stjómvöld hafa fyrst og fremst haldið niðri heildameyslu með takmörkun á fjölda útsölustaða og með gífurlegri skattlagningu, sem að mínu mati er fyllilega rétt- lætanleg með hliðsjón af þeim kostnaði, sem ofneysla áfengis hef- ur í för með sér fyrir ríkissjóð. Grétar Sigurbergsson. „En frá mínum bæjar- dyrum séð f innst mér álit lækna, hvort sem þeir eru prófessorar eða ekki, skipta minnstu máli í sam- bandi við bjórinn. Mér finnst málið fyrst og fremst vera ágætis prófsteinn á lýðræðið í landinu. Það þarf afar sterk rök til þess að hægt sé að réttlæta það, að þingmenn gangi í berhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar í þessu máli sem öðr- um.“ Verðstýring og einkasala eru lang áhrifamestu leiðir til að halda niðri heildameyslu og með skattlagningu eftir styrkleika má tiltölulega auð- veldlega beina neyslunni í ákveðinn farveg, t.d. til sterkra vína, léttra vína eða enn veikari tegunda, séu þær á boðstólum. Því miður hefur verðstýring á sölu hinna ýmsu tegunda áfengis á íslandi síðustu ár aðallega stjómast af því, hversu mikið vantar í ríkis- kassann hveiju sinni. Ekkert annað virðist ráða stefnunni. Eftir já- kvæða þróun síðustu áratuga í átt til neyslu veikra vína hefur þróunin snúist við hin síðustu ár (sjá línurit 2). Skattlagning hefur verið aukin hlutfallslega á léttum vínum og því hefur neysla sterkra vína aukist. Fyrir ríkissjóð er hagstæðara að hvetja til neyslu sterkra vína þar eð þau eru hlutfallslega ódýrari í innkaupi og framleiðslu. Fyrir þjóð- félagið í heild hlýtur þessi þróun þó að teljast afleit og að mínu mati að ýta undir ofneyslu og þar með áfengisskaða. Línuritið sýnir auk þess, að auk- ist neysla sterkra vína þá minnkar neysla veikra vína, en heildameysla helst nánast óbreytt. Því má reikna með að tilkoma bjórs mundi draga úr neyslu sterkari tegunda áfengis, enda hefur sú orðið raunin annars staðar, eins og ég kem að síðar. Bjórleysið ýtir aftur á móti undir neyslu sterkra tegunda. Árið 1986 dmkku íslendingar, 15 ára og eldri, 8,55 lítra af sterku víni, Norðmenn 3,90 lítra, Svíar 6,65 lítra, Danir 4,83 lítra og Grænlendingar 4,43 lítra. Aðeins Finnar stóðu okkur á sporði í þessu efni (7). Því miður hef ég ekki tölur frá Færeyjum fyrir árið 1986. Tölur um söluna í Áfengisverslun ríkisins á síðasta ári em ekki sérlega uppörvandi. Fyrstu 9 mánuði ársins varð söluaukningin í lítrum talið 3,22% og í alkohollítr- um 4,88%, miðað við 1986(8). Virð- ast því sterk vín enn hafa sótt á. Sala á gini jókst um 55%, vodka um 16% en sala á hvítvíni minnk- aði um nær 6%. Þegar litið er í verðlista ÁTVR kemur í ljós að hver sentilítri af hreinum vínanda er langódýrastur í formi sterkustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.