Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Minning: Jón Sæmundsson verslunarmaður Fæddur 24. desember 1900 Dáinn 1. febrúar 1988 Jón fæddist að Gilsstöðum í Stað- ardal í Steingrímsfirði, elstur í hópi níu systkina. Foreldrar þeirra voru Elísabet Jónsdóttir frá Bjamarfirði og Sæmundur Jóhannsson frá Stað- ardal. Jón var maður hávaxinn, mildur yfírlitum en brúnamikill. Jón gekk að eiga Helgu Tómasdóttur (f. 11/12 1904), ættaða frá Blönduhlíð í Skagafirði. Þau kynnt- ust er Jón var á Bændaskólanum að Hólum. Hófu þau búskap í Ara- tungu 1930. Þar fæddist eldri sonur þeirra, Ragnar, sama ár. Síðan fluttu þau að Stað og bjuggu þar í nokkur ár. Fæddist þeim þar yngri sonurinn, Theódór, 1939. Fjölskyld- an fluttist til Hólmavíkur 1943. Þar starfaði Jón fyrir Kaupfélag Hólmavíkur um langt árabil og eru á þessum árum falin mörg trúnað- arstörf fyrir hreppinn. Eftir að fjöl- skyldan flutti til'Reykjavíkur 1955, starfaði Jón við skrifstofu- og versl- unarstörf fyrir Ofnasmiðjuna. Er hann lét af störfum þar vegna ald- urs, starfaði hann í nokkur ár sem kvöld- og næturvörður við Lands- banka Islands. Helgu konu sína missti Jón í desember 1975. Ég minnist þessarar fjölskyldu fyrst þegar hún bjó í lítilli nota- legri íbúð við Skeggjagötu á árun- um frá 1955, þegar við mamma, sem er yngsta systir Jóns og eina systirin sem náði fullorðinsárum, fengum að gista þama í kaupstað- arferð. Sem fimm-sex ára gömlu bami festist mér í minni hve Jón og Helga vora einstaklega hljóðlát hjón og notaleg og hefur þótt svo alla tíð síðan. í þessari heimsókn gáfu þau mér ávöxtinn peru sem ég hafði aldrei séð fyrr á ævinni, og þótti því sem ég hefði komist í snertingu við erlenda aldingarða. Það var ekki að undra, því þama við eldhúsborðið á Skeggjagötunni varð Jóni, Helgu og móður minni tíðrætt um Ragnar, eldri soninn sem stundaði þá nám í verkfræði í Karlsrahe í Vestur-Þýskalandi. Theódór, yngri sonurinn, varð fyrir slysi um fermingaraldur og fékk síðan sjúkdóm sem batt hann við hjólastól. Hann hóf þó nám við Samvinnuskólann á Bifröst 1959. Á þessum áram var það óvenjulegt og mikið þrekvirki hjá fötluðum manni að brjótast til náms. Það urðu Jóni og Helgu og allri ættinni gleðitíðindi þegar það kvisaðist að Ragnar hefði fundið sína huldumey í Karlsrahe og væri væntanlegur með Christu hingað upp til að kynna hana fyrir skyldfólkinu. Christa kom vel fyrir, sérstæður töfrandi persónuleiki, glettin, kaþólsk, og beitti sinni persónulegu kímni sem hændi okkur krakkana strax að henni. Hún gat leyft sér að snúa upp á nefið á jafn virðulegum manni og Jóni frænda og herma eftir þess- um tengdaföður sínum, án þess að nokkur móðgaðist, og þessi annars dagfarsprúðu skyldmenni vötnuðu músum af hlátri í boðunum með Christu. Eftir að Jón, Helga og Teddi fluttu í Hátún 4 og við fjöl- skyldan áttum heima hér syðra óx samgangur mikið. Þetta var á gull- aldaráram íslenskra flölskyldu- og jólaboða, u.þ.b. 1960—1970. Ég man að það var viss passi þegar þau vora í boði hjá okkur um far- dagaleytið á vorin þá tók Jón frændi okkur systkinin alltaf afsíðis, hvert í sínu lagi, og hvíslaði að okkur hvort hann gæti fengið að sjá ein- kunnabókina. Þegar hann hafði skoðað einkunnimar nokkra stund þegjandi, klappaði hann manni allt- af á kollinn og sagði ekki meir um það. Minnisstæð era boðin á gamlárs- kvöld hjá Jóni og Helgu og Tedda. Þau héldust meðan Helga lifði, eða til 1975. Fyrst vora bomar fram endalausar kræsingar fram eftir kvöldi og eftirrétturinn gjaman sendur frá Christu og Ragnari í Þýskalandi, samblanda suðrænna ávaxta, lagðir í lútsterkt romm. Þennan rétt bar Helga fram með þeyttum ijóma og urðu ijóðar kinn- amar ef vel var neytt. Síðan var gjaman haft símasamband við Þýskaland og skipst á nýársóskum. Á miðnætti man ég að okkur systk- inunum þótti mikill fengur að vera stödd þama upp á fjórðu hæð og fá að sjá allan flugeldaflota Reylq'avíkur sigla í loftið samtímis. Er leið á kvöldið losnaði um mál- beinið hjá mönnum, en aldrei minn- ist ég þess að Jón frændi yrði há- vær. Er áliðið var nætur, stjömu- Minning: / Jón Guðmundsson frá Molastöðum Fæddur 3. september 1900 Dáinn 30. janúar 1987 Að kvöldi laugardagsins 30. jan- úar sl. lést Jón Guðmundsson frá Molastöðum í Fljótum í Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Hafði hann lagst þar inn annan dag jóla og átti ekki aft- urkvæmt. Jón fæddist 3. september árið 1900 í Efra-Haganesi í Fljótum, sonur hjónanna Guðmundar líall- dórssonar og konu hans, Aðalbjarg- ar Pétursdóttur. Ekki ætla ég að rekja hér ættir Jóns eða telja upp afkomendur hans. Það munu aðrir gera. En hann átti 13 böm með konu sinni, Helgu Jósefsdóttur frá Stóra-Reykjum í Flókadal. Helgu kynntist ég því miður ekki. Var hún látin þegar kynni okkar Jóns hófust. Leiðir okkar Jóns lágu saman fyrst 1974, og þá, og ávallt síðan leyndist mér ekki hvemig maður Jón var. Þekki ég engan sem kynnt- ist Jóni að ekki bæri sá virðingu fyrir honum. í mínum huga var Jón elskulegur maður, hreinskiptinn og áreiðanleg- ur. Hnyttni í svöram og leiftrandi kímni einkenndu hann í samræðum. Ekki 'fór á milli mála að Jón var víðlesinn og hafði næman skilning á mönnum og málefnum. Var stund með Jóni alltaf mér til ánægju og uppbyggingar. Af- komendum Jóns votta ég samúð ljósin útbrannin og Teddi hafði tek- ið allar myndimar, var venjulega tveggja tíma kveðjustund með kaffi og kökunum hennar Helgu, meðan Theódór pantaði bílinn sem keyrði okkur á vit nýs árs. Christa og Ragnar eignuðust langþráðu dótturina Katrínu í febr- úar árið 1973. 1984 lést Christa úr krabbameini langt um aldur fram. Árið 1973 kvæntist Theódór Elísabetu Jónsdóttur. Eignuðust Jón og Hélga þar röggsama tengda- dóttur sem bæði var myndarleg húsmóðir og bókhneigð, og með henni tvö fósturbamabörn, þau Bjarna og Kristínu. Er Elísabet hóf nám við öldungadeildina 1975 og Teddi tók aukna ábyrgð á elda- mennskunni, talaði Jón jafnan um það af miklu stolti að tengdadóttir sín hyggði á stúdentspróf. Það hvarflar stundum að mér hin seinni ár að þessi systkinahópur úr Stað- ardalnum, eða þau þeirra sem fengu að lifa langa ævi, þeir Jón, Guð- mundur, Benedikt, og þau sem eft- ir lifa, þau Jóhann og Svanborg, hafí alveg öragglega staðið fyrir sínu sjálf um ævina, því þau fædd- ust í fjölskyldu sem bjó við kröpp kjör. Skyldi Jón frændi hafa þorað að dreyma dagdrauma um að menntast þegar hann var ungur maður? Ef til vill rættust óskir hans við að sjá soninn Ragnar starfa sem matvælaverkfræðing á erlendri grand og Theódór helga krafta sína málefnum fatlaðra við margvísleg störf í þágu Sjálfsbjargar. Ragnar og Theódór, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar samúð. Megi minningin'um heiðarleika og hógværð foreldra ykkar lifa sem hvatning um að njóta vel ókominna ævidaga. Elísabet Berta vegna fráfalls hans. Þeir era nú 155 á lífí og er missir þeirra mikill, þar sem samband hans við fjölskyldu sína var mjög náið og mikill fögnuð- ur ríkti, ekki síst hjá yngstu kyn- slóðinni, þegar afí kom í heimsókn. Með þessum fáu orðum í minn- ingu Jóns frá Molastöðum vil ég fyrst og fremst þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast jafn stórbrotnum og mikilhæfum manni. Slík kynni færa andlegan auð, sem ekki fást á annan hátt. Með Jóni er genginn sannur maður. Guð blessi minningu hans. . Kristján Kristjánsson Blóma- og w skreytingaþjónusta ® ™ hvertsemtilefniðer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. simi 84200 Kveðjuorð: * Ira A. Kattan Er mér barst sú fregn að Ira væri dáinn var. ég harmi slegin. Hann hafði veikst í haust og síðar kom í ljós að hann átti við ban- vænan sjúkdóm að etja. Hann lést 25. janúar sl. en að svona brátt yrði um hann kom mér á óvart. Af hveiju Irá, þessi indæli maður sem átti konu og linl börn. Hann var giftur Auði Ósk Reynisdóttur og áttu þau tvö böm, Davíð Reyni og Tali Ónnu. Ég kynntist Ira fyrst er ég fór til Bandaríkjanna árið 1973. Þar var hann reiðubúinn að aðstoða mig á allan máta eins og honum einum var lagið. Ira var yndislegur mað- ur, opinn og ætíð hjálpfús þeim sem til hans leituðu. Hann lagði sig fram við að læra íslensku og hann hafði mikinn áhuga á að kynnast landi og þjóð. Þegar þau hjónin mættu á Islendingahátíðir í New York var Ira hrókur alls fagnaðar og það var ógleymanlegt að fylgjast með hon- um bragða á þjóðarréttum íslend- inga. Hann kom oft til íslands ásamt konu sinni, þótt þeim ferðum fækkaði eftir að bömin fæddust. Hér heima var honum tekið opnum örmum af fjölsyldu Auju. Ira giftist eftirlifandi konu sinni í Forest Hills, New York, og þar bjuggu þau þar til fyrir nokkkram áram að þau fluttu til Phoenix í Arizona. Elsku Auja, Davíð Reynir og Tali Anna. Megi Guð gefa ykkur aukinn styrk við svo mikinn missi. Guð blessi ykkur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför FRÍÐU DAVÍÐSDÓTTUR, Eyrargötu 14 b, Siglufirði. Sigurbjörn Torfason, Danmörku, Halldóra Jónsdóttir, Siglufirði. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og Otför MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Fyrir hönd ættingja og vina, Jón Þór Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jaröarför HÖLLU G. LARSDÓTTUR, Útstekk, Eskiflrði. Sjöfn Gunnarsdóttir og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR, Stigahlíð 30. Fyrir hönd aðstandenda. Svanhvít Magnúsdóttir. Þau Ijós sem skærast lýsa þau Ijós sem skína giaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum, nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Minningin um góðan dreng lifír. Guðlaug Arsælsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega þeim, sem auðsýnt hafa hlýhug og vináttu við fráfall og jarðarför móður, tengdamóður, fósturmóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR AUÐUNSDÓTTUR, Syðri-Hól, Vestur-Eyjafjöllum. Guðrún Guðmundsdóttir, Jónas Pétursson, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Ágústsson, Auðunn Óskar Jónasson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Katrín B. Jónasdóttir, Guðmundur K. Guðmundsson, og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.