Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 33. tbl. 76. árg. MEÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Bandaríkjaþing: Demókratar vilja styðja kontra-liða Washington, Reuter. JIM Wright, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, hefur sent Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta bréf þar sem hann óskar eftir því að forsetinn aðstoði þingmenn við gerð áætlunar um áframhaldandi stuðning við kontra-skæruliða i Nicaragua. í bréfínu er skýrt tekið fram að stuðningurinn verði ekki í formi vopnakaupa en nýlega hafnaði full- trúadeildin beiðni Reagans um 36 milljóna dala fjárstuðning við skæruiiða. Hafði forsetinn áætlað að 90 prósentum upphæðarinnar yrði varið í friðsamlegum tilgangi m.a. til kaupa á hjálpargögnum. í bréfí Wrights segir að slíkur stuðn- ingur verði til þess að flýta fyrir friðarviðræðum í Mið-Ameríku. Wright lætur ennfremur í ljós þá von að Bandaríkjaþing geti greitt atkvæði um stuðninginn á næstu tveimur vikum en þess er ekki getið hversu miklum ijármun- um Demókrataflokkurinn er reiðu- búinn til að veija í þessu skyni. Ónefndir talsmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að veita skæruliðum 10 til 15 milljónir Bandaríkjadala. FlóðíSignu Reuter Úrhellisrigning hefur bulið á strætum Parísarborgar undanfama daga og í gær flæddi áin Signa yfír bakka sína. Myndin var tekin við Pont d’Alma-brúna en þegar vatnsborðið hefur náð fótum styttunnar segja innfæddir að flóð sé í Signu. Innrásarlið Sovétmanna í Afganistan: Deilur um brott- flutning að leysast - segir sendimaður Sameinuðu þjóðanna Ulamabad, Peshawar, Reuter. DIEGO Cordovez, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að samkomulag milli stjórnvalda í Pakistan og Afganistan um tímasetn- ingu brottflutnings innrásarliðs Sovétmanna frá Afganistan væri inn- an seilingar. Ákveðið hefur verið að næsta lota samningaviðræðna fulltrúa ríkjanna hefjist í Genf 2. mars. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi sagði á mánudag að Sovétmenn væru reiðubúnir til að hefja brottflutninginn 15. maí hefðu ríkin náð samkomulagi um þetta fyr- ir 15. mars. Cordovez kvaðst telja mjög líklegt að fulltrúar þeirra næðu sáttum um þetta á fyrirhugðum fundum þeirra í Genf í næsta mánuði. Pakistanir styðja frelsissveitir afganskra skæruliða og hefur Cordovez að undanfömu rætt við ráðamenn í ríkjunum tveimur um leiðir til að binda enda á ófriðinn í Afganistan. Talsmenn skæruliða sögðust ef- ast um heilindi Sovétstjómarinnar í þessu efni og kváðust ekki sjá nein merki þess í Afganistan að Sovétmenn hygðust kalla innrásar- liðið heim. „Sjálf tímasetningin skiptir ekki höfuðmáli. Mestu varðar hvort Sovétmenn gera alvöm úr yfirlýsingum sínum og hverfa frá Afganistan," sagði einn þeirra. Ríkisstjómir á Vesturlöndum hafa tekið yfírlýsingu Gorbatsjovs með varfæmi. Harðorð skýrsla um Kurt Waldheim, forseta Austurríkis: Waldheim sakaður uni að rangtúlka niðurstöðumar Vín, frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunbtaðsina. NEFND sagnf ræðinga, sem rannsakað hefur fortið Kurts Waldheims, forseta Austurríkis, komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki gerst sekur um beina stríðsglæpi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar en að hon- um hefði verið kunnugt um ólög- mætar aðgerðir svo sem brott- flutning gyðinga i flóttamanna- búðir og aftökur liðsmanna frels- issveita. Waldheim hefur lýst yfir þvi að hann hyggist ekki segja af sér embætti forseta. ísraelskur sagnfræðingur, sem sat i nefndinni, sagði í gær að Waldheim hefði snúið út úr nið- urstöðum nefndarinnar. í Aust- urríki deila menn hins vegar um hvort nefndarmenn hafi farið út fyrir starfssvið sitt. ísraeiski sagnfræðingurinn Yeh- udah Wallach sagði í gær að niður- stöður nefndarinnar bentu til þess að unnt yrði að ákæra Waldheim fyrir stríðsglæpi á ámm síðari heimsstyijaldarinnar. „Ég tel að lögfræðingar ættu að kynna sér niðurstöður nefndarinnar," sagði Wallach og bætti við að hann hefði þegar rætt málið við lögfróða menn. Waldheim sagði á mánudagskvöld Fjórir sagnfræðinganna, sem sátu í nefndinni, svara spuraingum blaðamanna í Vín í gær. Reuter að nefndin hefði hreinsað hann af ásökunum um stríðsglæpi. Wallach sagði þetta §arri hinu sanna. „Þetta er útúrsnúningur. Niðurstaða Okkar kveður einmitt á um hið gagn- stæða,“ sagði hann. Alois Mock, varakanslari, sagði í gær að nefndinni hefði aðeins verið ætlað að kanna hvort Wald- heim hefði gerst sekur um stríðsglæpi. Sagnfræðingarnir sem sátu í nefndinni báru á móti því í gær að þeir hefðu farið út fyrir eiginlegt verksvið sitt með því að rannsaka gerðir Waldheims á stríðsárunum og bera þær saman við fullyrðingar hans um eigin fortíð. Kváðust nefndarmenn ekki telja það í sínum verkahring að dæma um aðgerðir forsetans heldur að leggja fram staðreyndir sem aðrir gætu lagt mat á. I skýrslunni eru fjölmörg dæmi nefnd þar sem Waldheim hefur farið með rangt mál um gerðir sínar á styijaldarár- unum. „Hann vildi gleyma her- þjónustu sinni og reyndi að draga úr mikilvægi hennar þegar það reyndist ekki unnt,“ segir í skýrsl- unni. Fréttaskýrendur virðast almennt þeirrar skoðunar að skýrsla sagn- fræðinganefndarinnar verði ekki til að þagga niður í þeim sem krafist hafa afsagnar Waldheims. Er litið svo á að nefndin hafi kveðið upp siðferðislegan dóm yfír Waldheim sem skaðað geti ímynd Austurríkis og samskipti stjómvalda þar við önnur ríki. Sjá einnig „Deilt um skýrslu . . . á bls. 24. Marlin Fitzwater, talsmaður Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að tillaga Gorbatsjovs væri „sérlega jákvætt skref í rétta átt“. Minntist Fitzwater sérstaklega á að Sovétstjómin væri nú reiðubúin til að flytja innrásarliðið á brott á tíu mánuðum í stað tólf. Sovétmenn hafa einnig bundið brottflutninginn því skiljrrði að Bandaríkjamenn hætti að styðja skæruliða og kvaðst Fitzwater ekki fá séð að ekki yrði unnt að laysa þann ágreining. Sjá einnig „Sovétstjórnin reyn- ir ... á bls. 25. Kína: Barnungir stærðfræði- snillingar Peking, Reuter. SKÓLABÖRN í smáþorpi einu í Innri-Mongólíu leika sér að því að leysa hinar aðskiljanlegustu stærðfræði- þrautir í huganum en for- eldrar þeirra, sem flestir eru fátækir smábændur, eru al- mennt og yfirleitt ólæsir og eiga í hinum mestu ecf iðleik- um með að leggja saman og draga frá. Að sögn fréttastofunnar Nýja Kína hefur skólabömun- um, sem búa í fjallaþorpinu Yihe, verið kennd sérstök að- ferð til að leysa stærðfræði- dæmi í huganum. Árangurinn er sagður ótrúlegur og skýrði fréttastofan frá því að 11 ára gömul stúlka, Liu Gouqin að nafni, hefði margfaldað 856 með 758 og fengið rétta niður- stöðu (648.848) á aðeins sex sekúndum. Á sama tíma skemmtu bekkjarsystkini hennar sér við að draga fem- ings- og teningsrætur og leysa önnur áhug^verð og uppbyggi- leg stærðfræðiverkefni. Shi Fengshou, 31 árs gam all stærðfræðingur, fann að ferð þessa upp en félagar hans og vinir kalla hann gjaman „tvífætta reikniheilann”. Að sögn Nýja Kína hafa skóla- bömin oftlega verið fengin til að sýna erlendum gestum Peking listir sínar en þess á milli aðstoða þau foreldra sína við samlagningu og frádrátt á markaðinum í Yihe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.