Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 32
82
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
Yerkmenntaskólinn:
Synjað um heimild til
að brautskrá fóstrur
Menntamálaráðuneytíð hefur
synjað skólanefnd Verkmennta-
skólans um héimild til að út-
skrifa fóstrur. Þetta er í annað
skipti sem skólinn sækir um slíka
heimild án þess að fá jákvætt
svar, að sögn Bernharðs Haralds-
sonar skólameistara.
Nýskráningum bifreiða
fjölgaði um 700 í fyrra
SKRÁÐIR voru um 1.800 nýir
og innfluttir notaðir bílar á
síðasta ári á Akureyri miðað við
um 1.100 árið áður. Á móti voru
hinsvegar afskráðir um 600 bilar
í fyrra.
Sigurður Indriðason fulltrúi hjá
Bifreiðaeftirliti ríkisins á Akureyri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi fjölgun væri með mesta
móti og ætti fjölgunin rætur að
rekja til tollalækkana á bifreiðum,
sem gengu í gildi á síðasta ári.
Um nýliðin áramót munu öku-
tæki með umdæmisbókstafnum A
hafa verið alls 9.483 talsins. Um
áramótin 1986/1987 voru bifreiðir
með A-númeri hinsvegar 8.843 tals-
ins. Sigurður sagði að innfluttar
notaðar bifreiðir væri aðeins mikill
minnihluti þessara talna, enda hefði
miklu meira borið á þeirri iðn í
Reykjavík en hér fyrir norðan.
Uppinn opinn til 5 á næturnar:
Nýti smásöluleyfið
eins og sjoppurnar
— segir Þráinn Lárusson veitingamaður
ÞRÁINN Lárusson veitinga-
maður á Uppanum á Akureyri
sótti í síðustu viku um leyfi til
bæjarráðs til að hafa opið um
helgar til klukkan 5 á næturn-
ar.
Þráinn heldur bæði veitinga-
leyfi og smásöluleyfi og sagðist
hann með þessum nýja opnun-
artíma hyggjast nýta smásöluleyfi
sitt, eins og sjoppumar gerðu sem
væru á hverju götuhomi, seldu
heitan mat og væm með opið fram
á nótt um helgar. Á Uppanum
hefur verið opið til klukkan 3
hingað til. Þó hefur verið lokað
fyrir áfengissölu klukkan 2.30,
eins og iög gera ráð fyrir. Um-
sóknin fór fyrir bæjarráð sl.
fímmtudag og fékk þar jákvæða
umfjöllun. Hinsvegar fékkst ekki
leyfíð þar sem lögreglusamþykkt
fyrir Akureyri gerir ráð fyrir að
veitingastaðir skuli vera lokaðir á
milli kl. 3 og 6 á nætumar. „Eft-
ir að hafa fengið þessa niðurstöðu
ákvað ég að reka Uppann milli
kl. 3 og 5 á næturnar á smásölu-
leyfínu, eins og sjoppumar allt í
kringum mig gera og bjóða upp
á heitan mat eins og þær. Þannig
fór ég af stað á föstudagskvöldið,
en síðar þann sama dag fékk ég
þau boð að gestimir gætu komið
inn, pantað sér mat og borðað
matinn alls staðar annars staðar
en á Uppanum. Með öðrum orðum
þurftu kúnnamir annaðhvort að
borða matinn úti á götu eða taka
hann með sér heim. Þeir máttu
ekki nýta sér þau borð og stóla
sem til staðar voru á staðnum og
þar við sat um helgina.
Þráinn sagði að engin lagabók-
stafur væri til um það að fólk
mætti ekki neyta þeirra vara í
verslunum sem það keypti þar.
Að auki væri fjöldi stóla, borða
og bekkja í verslunum út um allt
land, þar á meðal í sjoppunum,
og hlytu menn að gera ráð fyrir
því að viðskiptavinirnir fengju sér
nart þar. „Spumingin er ekki sú
hvort kúnninn sest niður eða ekki,
heldur hlýtur hún að snúast um
það hvað á boðstólum er á hveij-
um stað fyrir sig,“ sagði Þráinn.
Hann sagði að Uppinn yrði áfram
opinn næstu helgar til klukkan
5.00. Maturinn yrði afgreiddur á
n—
Morgnnblaðið/Guðmundur Svansson
Ivetrarsól
í svari ráðuneytisins til Verk-
menntaskólans segir: „Ráðuneytið
hefur ákveðið að skipa nefnd til að
endurskoða lög um fóstmmenntun
í landinu, hugsanlega greiningu
hennar í mismunandi stig og starfs-
réttindi. Fyrir nokkm var beðið um
tilnefningu í nefndina og vonast
ráðuneytið til að nefndin geti tekið
til starfa innan tíðar. Engar heim-
ildir verða veittar til skóla um að
brautskrá fóstmr, að minnsta kosti
eigi fyrr en að fyrir liggur álitsgerð
nefndarinnar sem að ofan getur og
mörkuð hefur verið stefna um
menntun fóstra í landinu."
Bemharð sagði að töluvert væri
um það að fólk spyrði hvort í bígerð
væri fóstmnám við Verkmennta-
skólann, aðallega væri um að ræða
fólk af Norðurlandi.
Morgunblaðið/GSV
Frá árekstrinum á mótum Glerárgötu og Tryggvabrautar í fyrradag.
• •
Bilvelta í
Bilvelta varð rétt við Engimýri
i Öxnadal um kl. 15.15 i gærdag
og sluppu hjón, sem í bílnum
voru, ómeidd. Þá urðu þrír
minniháttar árekstrar fyrrihluta
gærdagsins á Akureyri. Enginn
slasaðist.
I fyrradag urðu níu árekstrar í
bænum og er það heldur meiri fjöldi
en gengur og gerist á einum degi
Oxnadal
á Akureyri, að sögn varðstjóra.
Hann sagði að töluverð hálka væri
á götum bæjarins þessa dagana og
ætti hún eflaust sinn þátt í árekstr-
unum. Þó væri ekki hálku einni
saman um að kenna heldur mættu
ökumenn fara mun varlegar í um-
ferðinni. Menn gættu ekki nægjan-
lega vel að sér þó skyggni væri
mjög gott.
Ánægja með útkomuna
úr fyrstu prófunum
— segja brautarstjórar Háskólans á Akureyri
sunnan þó erfítt sé að dæma um
það hafandi þetta smáan hóp.
Mesta fallið var í félagsfræðinni
og er sú raunin reyndar líka fyrir
sunnan. Fjórir féllu hjá okkur í
félagsfræði og ekki er óalgengt
að fallið sé þetta 40-50% í þeirri
grein fyrir sunnan. Tveir nemend-
ur féllu á efnafræðinni, en í öðrum
fögum náðu allir prófíim, en út-
koma úr frumulíffræði hafði ekki
verið reiknuð þegar rætt var við
Margréti. Upptökupróf fara fram
að loknu páskaleyfí."
Þrettán nemendur eru nú í fullu
námi í hjúkrunarfræðum á vegum
Háskólans á Akureyri og fjórir
nemendur eru að hluta til í skólan-
um. Margrét sagði að upphaflega
hefðu þrettán nemendur byijað í
deildinni í haust, einn hefði helst
úr lestinni og annar komið í stað-
inn, þannig að tala nemenda stæði
í stað. Einn nemendanna kemur
frá Egilsstöðum, en aðrir eru frá
Akureyri og nágrenni.
Stefán Jónsson brautarstjóri í
iðnrekstrarfræðum sagði að átján
nemendur væru nú við nám á iðn-
rekstrarbraut við Háskólann á
Akureyri. Brautin skiptist í tvö
svið, framleiðslusvið og markaðs-
svið. Stefán sagði að nokkrir hefðu
hætt námi fyrst í haust, en þessi
átján manna hópur sem eftir væri
héldi áfram. „Áður en komið var
af endurtökuprófum og sjúkra-
prófum höfðum við gefið 133 ein-
kunnir. Af þeim voru aðeins níu
falleinkunnir. Aðallega féllu þeir
sem höfðu léiegan enskuundirbún-
ing úr framhaldsskólum og eins
er einstaka nemandi með slæman
undirbúning í stærðfræði sem
jafnframt kemur niður á reikn-
ingshaldinu," sagði Stefán.
Hann sagði að erfítt væri að
bera útkomuna saman við iðn-
rekstrarffæðina í Reykjavík. Hún
væri á vegum Tækniskóla Islands
þar og gæfí hann einkunnir í bók-
stöfum, en háskólinn í tölustöf-
um.„Persónulega er ég ánægður
með útkomuna og tekur maður
eftir jafngóðum einkunnum í
mörgum fögum,“ sagði Stefán að
lokum.
Brautarstjórar Háskólans á
Akureyri segjast ánægðir með
útkomuna úr fyrstu prófum
skólans en þeim er nú öllum
nýlokið. Þeir segja að nær dag-
Iega berist fyrirspurnir um
nám næsta vetur. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvað
í boði verður þá, en nefnd hef-
ur skilað áliti á námi í matvæla-
fræði auk þess sem unnið er
að undirbúningi viðskipta- og
hagfræðináms. Þá er mikill
áhugi fyrir námi í sjávarút-
vegsfræði á vegum skólans, en
ljóst er að af því getur ekki
orðið fyrr en síðar.
Margrét Tómasdóttir brautar-
stjóri í hjúkrunarfræðum sagðist
ekki hafa endanlegar niðurstöður
þegar Morgunblaðið ræddi við
hana, en þó virtist árangurinn
vera þokkalega góður. „Við feng-
um inn einkunnir allt frá mjög
góðu niður í nokkuð lélegt. Ég
held að útkoman hjá okkur sé svip-
uð því sem gengur og gerist fyrir
Morgunblaðið/GSV
Gunnar Páll Gunnarsson yfirmatreiðslumaður Uppans og Þráinn
Lárusson veitingamaður.
sama hátt og tíðkaðist í verslun-
um og myndi starfsfólk Uppans
síst standa í veginum fyrir því að
viðskiptavinimir fengju afnot af
stólum og borðum þar innan dyra.
„Ég vil að skýrar línur séu
dregnar um það hvað má selja í
verslunum og hvað ekki. Ég rek
til dæmis verslun hér á Akureyri
sem heitir Sjávargull og þar hef
ég selt heitan mat í hádeginu í
nokkra mánuði án þess að þurfa
nokkurt veitingaleyfí. Hinsvegar
hefði ég þurft veitingaleyfi hefði
ég sett stól i afgreiðsluna. Þá
þarf maður ekki að hafa lærðan
kokk við matreiðsluna nema því
aðeins að kúnnamir setjist niður
á staðnum og borði mat sinn þar,“
sagði Þráinn.