Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
55-
HANDKNATTLEIKUR / HM-94
Sækja Vestur-Þjóðveijar
um HM-keppnina 1994?
Alþjóða handknattleikssambandið hefurfarið þess á leit við þá á bak
við tjöldin. Litlar líkur eru á stofnun Evrópusambands strax vegna
andstöðu þjóða í Austur-Evrópu
ÞRATT yfir að enn hafi aðeins
tvœr þjóðir sótt um að halda
heimsmeistarakeppnina í
handknattleik 1994, ísland og
Svíþjóð, eru líkur á því að
Vestur-Þjóðverjar sæki um að
fá að halda keppnina, sam-
kvæmt því sem heimildir
Morgunblaðsins frá V-Þýska-
landi herma.
Nú stendur slagurinn milli ís-
lands og Svíþjóðar en þó er
ekki þar með sagt að fleiri þjóðir
geti ekki bæst í hópinn. Umsókn-
arfresturinn rennur ekki út fyrr
en í apríl og að sögn stjómar-^
manna Alþjóða handknattleiks-
sambandsins, IHF, gæti jafnvel
farið svo að fresturinn yrði fram-
lengdur.
40 milljóna króna tap 6
rekstri IHF1986-1987
Næsta A-heimsmeistarakeppni
verður haldin í Tékkóslóvakíu
1990. Líklega mun verða nokkurt
tap á keppninni, en IHF stendur
illa fjárhagslega. Tapið á rekstri
IHF 1986-1987 var t.d. hálf önn-
ur milljón svissneskra franka, skv.
heimildum Morgunblaðsins, en
það samsvarar svarar tæpum 40
milljónum ísl. króna.
Það er því mikilvægt að HM-94
komi vel út fjárhagslega og að
sögn heimildarmanns Morgun-
blaðsins í Vestur-Þýskalandi hef-
ur stjóm IHF farið þess á leit við
vestur-þýska handknattleikssam-
bandið að það sæki um. V-Þjóð-
veijar eiga mjög stórar hallir og
marga dygga áhorfendur. í vetur
héldu þeir Super-Cup keppnina
og hún skilaði rúmlega 400.000
þýskum mörkum í hagnað, u.þ.b.
8,5 milljónum ísl. kr. Það er því
auðséð að haldi V-Þjóðveijar
keppnina þá ætti tapið a.m.k.
ekki að verða mikið.
V-Þjóðveijar hafa ekki látið í ljósi
mikinn áhuga á að halda keppn-
ina. Þess ber þó að geta að þeir
em í augnablikinu í B-riðli og ef
þeir halda HM-94 komast þeir
sjálfkrafa í A-riðil sem gestgjaf-
ar. Það væri mjög mikilvægt fyrir
þá ef þeim tækist ekki að tryggja
sér sæti í A-riðli fyrir 1994.
Hvorug umsóknln enn oröin
fullnægjandi
Jörg Bahrke, framkvæmdastjóri
IHF staðfesti það í símtali við
Morgunblaðið frá aðalstöðvum
IHF í Sviss, að fresturinn væri
ekki enn útrunninn. Hann sagði
m.a. að eins og staðan væri í dag
væri ekki komin nein fullnægjandi
umsókn. „ísland og Svíþjóð hafa
bæði skilað inn umsóknum, en
þær eru ekki fullnægjandi. í þær
vantar til dæmis Qárhagsáætlun
og ýmiskonar smátriði sem við
verðum að hafa á hreinu. Þetta
er þó nokkuð sem þjóðimar geta
lagfært fyrir Seoul, en þá kemur
þingið saman og ákveður hvar
HM 1994 verður haldin."
-Er það rétt að IHF vilji fá
Vestur-Þjóðveija til að halda
HM-94 vegna hugsanlegs taps
sem gæti orðið á HM-90 í
Tékkóslóvakíu?
„Stjóm IHF hefur ekkert gefið
út um hvaða þjóðir eru æskilegar
til að halda keppnina og við sjáum
ekki fram á verulegt tap á keppn-
inni í Tékkóslóvakíu.
Það er jú rétt að innkoma úr leikj-
um verður ömgglega 'mun minni
en áður, en við vonumst til að
halda sömu auglýsingatekjum og
tekjum af sjónvarpsútsendingum.
Það er því ekkert til í því að við
séum að setja pressu á Vestur-
Þjóðveija um að sækja um. Um
íjárhagsstöðu IHF vil ég hins veg-
ar ekkert segja.“
Jón Hjattalín: Vestur-Þjóó-
veijar stydja okkur
Framanritað var borið undir Jón
Hjaltalín Magnússon, formann
HSÍ. „Það hafa aðeins tvær þjóð-
ir sótt um keppnina og við höfum
ekki ástæðu til að búast við að
fleiri bætist í hópinn. Hvað Vest-
ur-Þjóðveija varðar þá hafa þeir
haldið képpnina tvisvar og ég hef
ekki heyrt að þeir hafl áhuga að
þessu sinni. Þeir hafa meðal ann-
ars lýst yfír stuðningi við okkur.“
Elnhver blð verður á stofnun
Evrópusambands
Samkvæmt fréttatilkynningu sem
HSÍ sendi frá sér fyrir síðustu
helgi, eftir að fulltrúar HSÍ komu
heim frá fundi forystumanna
handknattleikssambanda Evrópu-
þjóða í Prag, gerir stjóm HSÍ sér
vonir um að Evrópusamband í
handknattleik verði stofnað fljót-
lega. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun þó líklega
verða einhver bið á því , einkum
vegna áhugaleysis þjóða í Aust-
ur-Evrópu.
í þessari sömu tiíkynningu er sagt
að stofnun sambandsins strandi
einna helst á forráðamönnum
IHF.
Jörg Bahrke neitaði þessu í sam-
tali við Morgunblaðið: „Stjórn IHF
hefur ekki lagst gegn stofnun
Evrópusambands. Hinsvegar kom
það fram á þessum fundi í Prag
að þjóðir í Austur-Evrópu hafa
alfarið hafnað stofnun sambands-
ins, að minnsta kosti í nokkur ár.“
Jón Hjaltalín Magnússon, formað-
ur HSÍ, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að stjóm IHF
væri mótfallin stofnun sambands-
ins. „Það em þar menn frá Evr-
ópu sem era hræddir við að Evr-
ópukeppni, sem Evrópusambandið
myndi sjá um, myndi vekja of
mikla athygli. Þar að auki hefur
Evrópukeppnin verið tekjulind
fyrir IHF og þeir era hræddir við
að missa hana.
Það er hinsvegar rétt að þjóðir
Austur-Evrópu hafa sagt að þær
séu ekki tilbúnar, en ég held að
þær vilji bara sjá hvemig málin
þróast.
En við erum þó bjartsýnir á að
fá heimsmeistarakeppnina 1994,
enda höfum við fengið stuðning
hjá mjög mörgum þjóðum," sagði
Jón Hjaltalín.
ENSKI BIKARINN
Wayne Clarke
Everton
gegn
Liverpool
Everton leikur gegn Liverpool í
5. umferð ensku bikarkeppn-
innar 20. febrúar. Everton vann
Middlesbrough í gærkvöldi 2:1 í
þriðja leik liðanna
Frá Bob og vora aðstæður
Hennessy allar hinar verstu.
I Englandi Graeme Sharp skor-
aði fyrsta markið á
Goodison á 17. mínútu, en Stuart
Ripley jafnaði á 64. mínútu. Paul
Power, sem nú lék með Everton í
fyrsta sinn síðan í september, fór
þá af velli og í staðinn kom Wayne
Clarke. Sóknarleikurinn varð béitt-
ari, en heppnisstimpill var á sigur-
markinu. Gary Stevens átti skot að
marki Boro sjö mínútum fyrir leiks-
lok, knötturinn fór í Tony Mow-
bray, fyrirliða Boro, breytti um
stefnu og í netið.
FRJALSAR IÞROTTIR
Belgíumaður sótti um
landsliðsþjálfarastöðu
undir fölsku flaggi
„Raes hefurfarið jrjálslega með sannleikann," seg-
irÁgúst Ásgeirsson, formaður FRÍ
ÞAÐ vakti mikia athygli á dög-
unum þegar Belgíumaðurinn
André Raes, knattspyrnuþjálf-
ari hjá nýstofnuðu knatt-
spyrnufélagi Ægis, sótti um
starf sem landsliðsþjálfari ís-
lands í frjálsum íþróttum. Í
umsókn sinni sagði hann að
hann hafi átt Evrópumet ungl-
inga í400 m hlaupi, sem hann
setti sextán ára gamall 1972.
Einnig sagði Raes í umsókn sinni
að hann hafí keppt í 400 m
>pt i 400 m
Ölympíuleik-
hlaupi og boðhlaupi á
unum í Miinchen 1972. Þegar
gluggað var í bók frá Munchen
1972, til að kanna hvaða árangri
Raes hafði náð, aðeins 16 ára —
væntanlega jmgsti hlaupari ÓL frá
upphafí — kom fram að hann var
ekki skráður sem keppandi og að
Belgíumenn sendu ekki boðhlaups-
sveitir til leiks. Belgíumaðurinn
Hermann Mignon keppti í 800 m
hlaupi og hinn frægi Emiel Putte-
mans keppti í 5.000 og 10.000 m
hlaupi. Tryggði sér silfurverðlaun í
10.000 m hlaupi.
André Raes sótti um landsliðsþjálf-
arastöðuna I fijálsum íþróttum.
Morgunblaðið hafði samband við
belgíska fíjálsíþróttasambandið I
gær til að fá upplýsingar um Evr-
ópumet Raes og feril hans. Þau
svör fengust á telex-skeyti, að Raes
hafí verið efnilegur hlaupari á yngri
áram, og meðal fremstu ungmenna
í spretthlaupum í Evrópu. Hann
hafí þó hvorki náð að setja Evrópu-
met né belgísk unglingamet á sínum
tíma. Heldur hafi hann ekki verið
í ólympíuliði Belgíumanna 1972 í
Miinchen.
Eftir að hafa fengið þessar upplýs
ingar hafði Morgunblaðið sambanc
við Ágúst Ásgeirsson^ formann
Fijálsíþróttasambands Islands og
skýrði honum frá svari belgíska
fijálsíþróttasambandsins. „Þetta er
mjög alvarlegt. Það er greinilega
að Raes hefur farið heldur betur
fijálslega með sannleikann í um-
sókn sinni til FRÍ,“ sagði Ágúst,
Þess má og geta að með umsókn
sinni til FRl gaf Raes upp árangur
sinn I 100, 200 og 400 m hlaupi
en aðeins var um réttar upplýsingar
að ræða í 100 m hlaupi, svk. þeim
upplýsingum sem belgíska fijáls-
íþróttasambandið gaf í gær.
ÍÞRÚMR
FOLK*
SVÍAR unnu Dam 24:23 í vin-
áttulandsleik í handknattleik í
Malmö f gærkvöldi. Danir leiddu
lengst af og vora 14:11 yfír í hálf-
leik, en heimamenn, með góðri hjálp
vestur-þýskra dómara, náðu að
sigra. Guðjón Guðmundsson, liðs-
stjóri íslenska landsliðsins, var á
leiknum og tók hann upp á mynd-
band. Annar leikur verður í kvöld
og fer hann fram í Bröndby, en
)á dæma Gunnar Kjartansson og
Rögnvald Erlingsson.
THIJS Liebrechts hætti í gær
sem þjálfari hjá gríska knattspymu-
liðinu Olympiakos eftir að hafa
>jálfað liðið í 75 daga. Samstarfíð
gekk ekki og Liebrechts fer aftur
til Hollands og tekur við landsliðinu
eftir Evrópukeppnina, en þá hættir
Rinus Michels sem landsliðsþjálf-
ari. Liebrechts, sem er 47 ára,
ijálfaði Feyenoord og PSV Eind-
hoven áður en hann hélt til Grikk-
lands 1984 og tók við Aris Salon-
ika, þar sem hann var í tvö ár.
Sfðan þjálfaði hann Paok og loks
Olympiakos.
SCARBOROUGH á í miklum
fjárhagserfíðleikum. Félagið skuld^ „
ar nú 200.000 pund og tapar 1.000
pundum á viku og ef fjáröflun geng-
ur ekki upp, bendir allt til þess að
félagið hætti í vor. Peter Gargett,
formaður 4. deildar félagsins, sagði
í gær að kostnaðurinn við að leika
í deildinni væri mun meiri en gert
hefði verið ráð fyrir, en liðið byrj-
aði í 4. deild fyrir yfírstandandi
tímabil — kom í stað Lincoln.
SEPP Piontek, landsliðsþjálf-
ari Danmerkur, fer í „njósnaleið-
angur“ til ítaliu og Spánar nú inm
febrúar. Hann sér mótheija danska <
landsliðsins á EM, Sovétmenn og
Spánveija leika. Sovétmenn leika
gegn ítölum í Bari 20. febrúar.
Spánveijar leika gegn Tékkum
Sórum dögum seinna í Malaga.
I BRASILÍSKI landsliðsmaður-
inn Josimar hefur gengið til liðs
við SeviIIa á Spáni. Félag hans
Botafogo lánaði hann til SeviUa
út þetta keppnistímabil.
■ HOLLENDINGAR tilkynntu
Dönum nú í vikunni að þeir gætu
ekki tekið þátt f 100 ára admælis-
móti danska knattspyrnusambands-
ins 1989. Áður höfðu V-Þjóðveijar
afþakkað boð frá Dönum. Brasilíu- —
menn og Svíar era enn inn í mynd-
inni.
■ BORIS Becker,tennisleikar-
inn snjalli, hefur gert þriggja ára
auglýsingasamning við Ford. Hann
fær 3,1 milljón marka fyrir samn-
inginn eða um 66 milljónir íslenskar
krónur. Einng fær hann nýjan Ford
Sierra Cosward til afnota. Hann er
því ekki á flæðiskeri staddur fjár-
hagslega.
■ JESUS Gil y Gil, forseti At-
letico Madrid, neitaði í gær fregn-
um um að hann ætlaði að selja
portúgalska landsliðsmanninn
Paulo Futre til Barcelona, en í
spænskum blöðum var sagt að
liðið hefði boðið meira en 10^
milljónir dollara fyrir kappann.
Hann sagði að engar breytingar
yrðu gerðar á liðinu fyrr en að lo-
knu yfírstandandi keppnistímabili.
Gil y Gil greiddi Porto um sex
milljónir dollara fyrir Futre í fyrra
og liðið undir stjórn Cesar Luis
Menotti er í öðra sæti, sex stigum
á eftir Real Madrid.
■ GUÐMUNDUR Guðmunds-
son hefur ákveðið að leika með
Völsungum í 1. deild í knattspyrnu
á næsta keppnistímabili. Guð-
mundur lék með yngri flokkum ÍA«^
en hefur verið með UBK undanfar-
in tvö ár.
■ CRYSTAL Palace, sem nú
er í 3. sæti í 2. deild í Englandi,
hefur sett stefnuna á 1. deild. í gær
bauð Steve Coppell, stjóri Palace
200.000 pund í Andy Linighan,
vamarmann hjá Oldham. Linig-
han er 26 ára og lék áður með
Leeds.