Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
SUND / ALÞJÓÐLEGT MÓT í AUSTUR-BERLÍN
Eövarð Þór Eövarösson náði sínum besta tíma á þessum árstíma ( 100 metra baksundi í gærkvöldi.
„Ég er mjög ánægður
með árangurinn"
- sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem varð
í 2. sæti í b-úrslitum í 100 metra baksundi
„ÉG er mjöjg ánægður með ár-
angurinn. Eg hef ekki fyrr synt
100 metra baksund undir 59
^ sekúndum á þessum árstíma,
en nú synti ég á 58,52 sekúnd-
um, sem sýnir að ág er á réttri
leið,“ sagði Eðvarð Þór Eð-
varðsson, sundmaður úr
Njarðvfk, við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Eðvarð er nú í Austur-Berlín og
tekur þar þátt í mjög sterku
alþjóðlegu sundmóti. í gærkvöldi
keppti hann í 100 metra baksundi
og hafnaði í öðru sæti í b-úrslitum,
en í a-úrslitum sigraði Austur-
Þjóðveijinn Dirk Richter á 57,08.
Keppnin var mjög jöfn, en heima-
menn, sem leggja mikla áherslu á
þetta mót, röðuðu sér í fjögur af
fímm efstu sætunum.
„Austur-þjóðveijamir líta á þetta
sem meistaramót og eru því allir
vel hvíldir og rakaðir. Ég er hins
vegar óhvfldur og ekki rakaður og
má því vel við una. Mér gekk reynd-
ar frekar illa í undanrásunum, varð
í 13. sæti á 59,57 sekúndum, en
bætti mig vel í úrslitunum," sagði
Eðvarð.
Hann keppir í 200 metra baksundi
í dag, en fer til Bonn á morgun og
tekur þar þátt í ámóta sterku móti,
sem hefst á föstudaginn.
KNATTSPYRNA / DANMÖRK
Friðrik byrjar vel með B1909
Hélt hreinu þegar liðið sigraði Vejle 3:0
FRIÐRIK Friðriksson, lands-
liðsmarkvörður f knattspyrnu,
byrjaði vel með sínu nýja fé-
lagi, B 1909 í Danmörku, en
um helgina var fyrsti æfinga-
leikur Friðriks og félaga, sem
leika í 3. deildinni í sumar
Friðrik og félagar mættu 1.
deildarliðinu Vejle, með Alan
Simonsen í broddi fylkingar, og
sigruðu 3:0.
Þessi sigur kom nokkuð á óvart,
enda Vejle eitt sterkasta lið Dan-
merkur. Flestir eru því á því að
B-1909 vinni sér sæti í 2. deild í
sumar.
„Þetta hefur gengið mjög vel og
aðstaðan hér er allt önnur en
heima," sagði Friðrik Friðriksson í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Það var keypt mikið af nýjum leik-
mönnum og það virðist hafa gengið
upp. Annars er ekki svo mikið að
marka þetta ennþá, hálfgerður vor-
bragur á öllu.“
Rikard Möller, þjálfari danska
olympíulandsliðsins og U-21 árs
landsliðsins er þjálfari B-1909,
þrátt fyrir að hann sé ekki titlaður
sem slíkur vegna þess að hann
starfar hjá danska knattspyrnu-
sambandinu. Hann stjómar þó æf-
ingum hjá liðinu og er kallaður
„tæknilegur ráðunautur liðsins."
„Við eigum fyrsta leik 4. apríl og
ég held að við getum verið bjartsýn-
ir. Þetta gengur vel og ég kann
mjög vel við mig hér. Þó hefur
málið verið að vefjast fyrir mér og
það er svolítið óþægilegt þar sem
markmenn verða á láta vel í sér
heyra. En þá lætur maður það bara
vaða á bjagaðri dönsku!"
BLAK / BIKARKEPPNIN
**
Deildarmeistarar UBK úr leik
VÍKINGAR slógu lið UBK úr bik-
arkeppninni íblaki kvenna um
helgina í spennandi og
skemmtilegum leik. Blikastúlk-
ur höfðu aðeins tapað einni
hrinu í vetur áður en þær
mættu Víkingum.
að er því ljóst að það verður
ekki sama liðið sem vinnur
.deild og bikar í kvennablakinu að
þessu sinni. Blikar eru með forystu
og eru þegar orðnir
Skúli Unnar deildarmeistarar en
Sveinsson nú er það baráttan
skrifar um Islandsmeistara-
titilinn sem er fram-
undan hjá blökurum.
Blikar unnu fyrstu hrinuna 15:8 en
‘ Víkingar þá næstu 15:9. Þriðja
hrinan var æsispennandi og lauk
með 16:14 sigri UBK en það var
dýru verði keypt því næstu hrinu
unnu Víkingar auðveldlega 15:4.
Lokahrinuna vann Víkingur síðan
15:13 eftir æsispennandi keppni.
Þróttarar unnu lið HSK í þremur
hrinum en kvennalið HSK tekur
ekki þátt í deildarkeppninni - kepp-
ir aðeins í bikarkeppninni, og stóð
sig ágætlega gegn Þrótti. Úrslit
hrina urðu 15:4, 15:10 og 15:11.
Leik Völsungs og KA varð að fresta
vegna veðurs nyrðra.
í bikarkeppni karla vann Þróttur
Rvk. ótrúlega auðveldan sigur á
HK og tryggðuisér þar með sæti 1
undanúrslitum. Úrslit urðu 15:6,
15:13 og 16:14.
Á Akureyri vann KA lið Óðins í
Ijórum hrinum. Lið Óðins er skipað
„gömlum" blakrefum sem eru að
reyna að hætta. KA-menn unnu
fyrstu tvær hrinurnar 15:13 og
15:4 en þá tóku þeir „gömlu“ við
sér og unnu þriðju hrinuna 16:14.
Fjórðu hrinuna vann KA 15:7.
Stúdentar komust til Neskaupstað-
ar og léku þar við heimamenn. IS
vann bæði í karla- og kvenna-
flokki. í karlaflokki var baráttan
hörð. ÍS vann fyrstu hrinuna að
vísu 15:0 en næstu tvaer vann Þrótt-
ur 15:13 og 15:9. ÍS vann síðan
15:2 og 15:4.
Stúdínur unnu fyrstu hrinuna 15:6
og þá næstu 15:9 en heimamenn
snéru dæminu við og unnu 15:4 í
þriðju hrinu en ÍS var sterkari aðil-
inn og vann 15:8 í fjórðu hrinu.
ÞJALFARAR
Þeir eru besbr sem láta verkin tala
Enginn verður óbannn biskup
TVeysta þarf ungum mönnum fyrir ábyrgðarstöðu
Olympíuskjálfti er kominn í
marga nú þegar sól (Seoul)
hækkar á lofti. Það eru margir
sem sækja fast að komast á OL
í Seoul. Ekki hefur verið spurt
um árangur, heldur um peninga-
styrki.
Hin furðulegustu
skrif um peninga-
styrki, íþróttafor-
ustuna, stjómar-
menn afreksmanna-
sjóðs ÍSÍ og þjálfara
hafa skotið upp koll-
inurri síðustu daga.
Fyrst var rekið upp
heróp um styrki,
styrkþega og þá sem
veita styrki. Síðan
kom í kjölfarið hver
á að þjálfa þá sem
fá styrki. Spuming-
in er hver er svo
góður að hann fái
styrki, eða hvaða
þjálfari hefur mest-
leik, þá aðeins 22 ára. „Ijaldað
til einnar nætur" mátti þá lesa.
Nú má lesa: „Ólafur Unnsteins-
son, Stefán Jóhannsson og
Andre Raes eru allir þrautreynd-
ir þjálfarar. Guðmundur hefur
Umdelldur
Ráðning Hilmars Björnssonar sem landsliösþjálf-
ara í handknattleik fyrir tuttugu árum var umdeild.
Hann kom þá, sá og sigraði.
an styrk til að þjálfa íþrótta-
menn sem fá styrk.
„Formaðurinn og stjóm FRÍ eru
ekki starfí sínu vaxnir," sagði
einn þjálfarinn, eftir að búið var
að rálða landsliðsþiálfara Fijáls-
íþróttasambands íslands.
„Hreinn dónaskapur við mig,“
segir annar þjálfari og bætir
síðan við: „Ég er sem betur fer
umdeildur þjálfari enda lft ég
svo á að sá sem er umdeildur
sé góður.“
Þjálfarinn benti á að boðhlaups-
sveitír hafi alltaf sett íslandsmet
undir hans stjóm. Getur það
verið að hann sé búinn að
gleyma, að báðar boðsveitimar
undir hans stjóm, voru dæmdar
úr ieik í Evrópubikarkeppninni
1985?
Ástæðan fyrir þessum ummæl-
um þjálfaranna er að þeir fengu
ekki landsliðsþjálfarastöðu hjá
FRÍ. Sambandið réði ungan
mann, Guðmund Karísson, sem
stundar nám við hinn virta
íþróttaháskóla í Köln.
Báðir þjálfaramir tala um
reynsluleysi Guðmundar. Telja
báðir að þeir séu réttu mennim-
ir. Ég þekki vel til þjálfaranna
tveggja og veit að: Ef annar
þeirra hefði verið ráðinn sem
landsliðsþjálfari, hefði hinn talið
gróflega hafí verið gengið fram
hins vega ekki þjálfað áður.“
Það er rétt að Ólafur og Stefán
eru reyndir þjálfarar. En hver
er Raes? Er hann þrautreyndur
frjálsíþróttaþjálfari? Nei, hann
er knattspymumaður sem hefur
ekki komið nálægt þjálfun
ftjálsíþróttamanna.
Hilmar Bjömsson lét ekki
ósanngjamar árásir á sig fá á
sínum tíma. Hann var maðurinn
sem kom með nýtt blóð f lands-
liðið. Undir hans stjóm tryggði
íslenska landsliðið sér farseðil-
inn á Ólympíuleikana S Múnchen
1972. Hilmar er einn virtasti
þjálfari sem hefur komið fram
á íslandi, enda þekktur fyrir að
láta verkin tala.
Guðmundur, sem er 24 ára,
stfgur nú í fótspor Hilmars.
Vonandi lætur hann ekki illar
tungur hafa áhrif á starf sitt.
Hann hefur aflar sér þekkingar
í þjálfun við íþróttaháskólann í
Köln, með frjálsar íþróttir og
handknattleik sem sérmenntun.
Hann hefur staðist mörg erfíð
próf og er verðugur þjálfari
landsliðsins. Guðmundur er ekki
ókunnugur landsliðsmálum.
Hann er sleggjukastari og hjó
nærri Islandsmeti Erlends
Valdimarssonar sl. haust. Guð-
mundur er vel virtur fijáls-
íþróttamaður.
r-.rr+ - v-
- r á
wi
t
‘ ^ É
'WlU/. .. /íÁÍ'Wl
hjá sér. Það hefur gerst áður.
Þessir menn eru báðir ágætir
þjálfarar á sínu sviði, en þó ekki
réttu mennimir til að gera stór-
átak S þjálfaramálum hjá FRÍ.
Það var rétt þjá FRÍ að fá nýtt
blóð í þjálfun. Blóð sem hefur
illilega vantað undanfarin ár.
Það er rétt ákvörðun hjá FRÍ
að treysta ungum manni fyrir
ábyrgðastöðu. Menn vaxa með
aukinni ábyrgð.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
fáir menn ijúka upp til handa
og fóta vegna ráðningu á lands-
liðsþjálfara. Fyrir nákvæmlega
20 ámm börðu margir bumbur
þegar Hilmar Bjömsson var ráð-
inn landsliðsþjálfari í handknatt-
Guðmundur lætur ekki orð sem
sögð em f stundaræsingi á sig
fá. Hann hugsaði ekki um far-
seðil til ÓL S Seoul, þegar hann
sótti um þjálfarastöðuna. Hans
hugur er að leggja sitt að mörk-
um til að koma fijálsum íþrótt-
um hér heima upp úr þeim
öldudal sem þær hafa verið f
undanfarin ár. Hann kemur
heirri, en fer ekki út, til að reyna
að ná árangri.
Við eigum því að veita Guð-
mundi allan þann styrk sem
hann þarf, en ekki leggja gijót
f götu hans.
Sigmundur Ó.
Steinarsson