Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988
Austurríki:
Deilt um skýrslu
sa^nfræðinganna
Hópur Palestínumanna hyggst ýta úr vör í Aþenu
í dag skipi sem kallað er „Afturhvarfið“. Mönn-
unum hefur öllum verið vísað úr landi í ísrael
og hyggjast þeir taka land í Haifa í ísrael innan
tíðar. Stjórnvöld í ísrael ætla að hindra landtöku
mannanna og eru margir ísraelar ævareiðir yfir
nafngift skipsins sem vísar til þess er ísraels-
menn yfirgáfu Egyptaland og einnig til sigling-
ar skipsins Exodus frá Grikklandi til Palestínu
fyrir fjörtíu árum. Þá sneru Bretar skipveijum
við og vakti það mikla samúð með málstað zíon-
ista og stuðlaði óbeint að stofnun Ísraelsríkis
árið 1948.
Vln, frá Önnu Bjarnad&ttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
HANS-RUDOLF Kurz, formaður sagnfræðinganefndar s^m ránnsak-
aði aðgerðir Kurts Waldheims, forseta Austurríkis, á striðsárunum,
tjáði æðstu ráðamönnum Austurríkis á mánudag að nefndin hefði
ekki fundið neitt sem sannaði persónulega sekt Waldheims eða þátt-
töku hans í stríðsglæpum í heimsstyxjöldinni síðari. Þetta var megin-
efnið í forsíðufréttum Vínarblaða í gær og liöfuðatriðið í umfjöllun
um starf nefndarinnar. En nefndin tekur hvergi svo afdráttarlaust
til orða um sakleysi Waldheims í skýrslu sinni. Hún sakar hann
ekki um stríðsglæpi en segist hvergi hafa fundið dæmi um að hann
hafi mótmælt eða reynt að draga úr óréttlæti sem átti sér stað og
hann vissi örugglega um. „Starf hans tengdist á hinn bóginn oft
ólöglegum aðgerðum og þannig auðveldaði hann framkvæmd þeirra,"
segir í sýrslunni.
Palestínumenn snúa heim
Reuter
Forkosningar í Iowa:
Bush fær
ir hafi unnið verkið fræðilega og
hlutlægt. „Það leikur enginn vafi á
að margir líta það sem stendur í
skýrslunni alvarlegum augum. En
það er ekki í okkar verkahring að
segja réttkjörnum forseta landsins
fyrir verkum. Hann tekur sínar eig-
in ákvarðanir." Vranitzky er sann-
færður um að deilumar um Wald-
heim muni halda áfram. „Þessi
umræða mun krefjast þess að við
beinum athygli okkar að vandamáli
sem við vildum helst ekki hafa,“
sagði hann.„En stjómmálaflokkam-
ir í ríkisstjóminni munu ekki hætta
samstarfí út af þessu máli. Það er
mikilvægt að stjómin starfi áfram
þegar vandi steðjar að.“
I dagblaðinu Kurier var komist
þannig að orði: „Forsetinn situr
vafalaust áfram og þjáist. Við mun-
um þjást með honum."
Waldheim ánægður
Óeining ríkir í ríkisstjórninni um
gildi skýrslu sagnfræðinganna. Alo-
is Mock, varakanslari og pólitískur
stuðningsmaður Waldheims, segir
að nefndin hafi farið út fyrir starfs-
svið sitt með því að fjalla almennt
um herþjónustu Waldheims. Hann
segir að hún hafí aðeins átt að. rann-
saka sannleiksgildi ásakana um að
Waldheim hafí framið stríðsglæpi.
„Hún fann ekkert sem sannaði per-
sónulega sök hans. Það eitt skiptir
máli í skýrslunni," segir Mock.
Franz Vranitzky, kanslari og
pólitískur andstæðingur Waldheims,
segir hins vegar að sagnfræðingam-
á baukinn en sam-
an dregur með demókrötum
Des Moines í Iowa, Reuter.
VARAFORSETI Bandaríkjanna, George Bush, varð fyrir
nokkru áfalli í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa-ríki
á mánudag, en þær voru hinar fyrstu áður en flokkarnir
vestra tilnefna forsetaframbjóðendur sína. Varð Bush í þriðja
sæti, en Robert Dole varð hlutskarpastur með 38% atkvæða.
í öðru sæti varð síra Pat Robertson með 24% atkvæða og kom
mönnum það mjög á óvart að hann skyldi skjóta Bush ref
fyrir rass. í búðum demókrata var hins vegar tíðindalausara
— Richard Gephardt varð í fyrsta sætí með 31% atkvæða, en
fast honum á hæla komu þeir Paul Simon og Michael Dukak-
is. Gary Hart reyndist hins vegar sá sem verst fór út úr þess-
um forkosningum, því hann fékk tæplega 1% atkvæða.
Fréttaskýrendur telja að Bush
verði að sigra forkosningamar í
New Hampshire, sem fram fara í
Vmnuborð
og vagnar
Iðnaðarborð, öll sterk og
stillanleg. Með og án hjóla. Hafðu
hvern hlut viö hendina, það léttir
vinnuna og sparar tímann.
Leitið upplýsinga.
UMBODS OG HEILDVERSL UN
BÍLDSHÖFDA 16 SÍM16724 44
næstu viku, með óyggjandi hætti
eigi hann að halda hlut sínum í
kapphlaupinu um tilnefningu
Repúblikanaflokksins til forseta-
framboðs. Fáum kom reyndar á
óvart að hann skyldi ekki verða í
fyrsta sæti í Iowa, en að síra Pat
Robertson skyldi hafa af honum
annað sætið kom mönnum í opna
skjöldu.
Meðal demókrata voru línumar
óskýrari. Þrátt fyrir að Richard
Gephardt reyndist vera hlutskarp-
astur var hann þó ekki einn um
að geta hreykt sér af niðustöðu
forkosninganna því Paul Simon
hafði litlu minna atkvæðamagn á
bak við sig og Michael Dukakis
dró einnig mun meira á þá Gep-
hardt og Simon en búist hafði
verið við.
Höfðu menn á orði að forkosn-
ingamar hefðu í engu gert stöðu
Demókrataflokksins ljósari — hið
eina sem væri á hreinu væri að
Gary Hart væri búinn að vera, en
hann náði ekki einum hundraðs-
hluta greiddra atkvæða.
„Látum fólkið ákveða," var
kjörorð Harts og vísaði hann þar
til þess að það væri kjósenda að
ákveða hvort hann skyldi gjalda
mistaka í einkalífinu í sókn sinni
eftir forsetastólnum eður ei.
Greinilegt má telja hverrar skoð-
unar kjörfulltrúar demókrata í
Iowa eru í þeim efnum.
Talið er að Bush eigi sér við-
Reuter
Robert Dole með úrslitin í hendi
sér.
reisnar von í New Hampshire, en
þar njóta hann og Reagan forseti
nokkurra vinsælda, sem þeir félag-
ar gera hins vegar ekki í Iowa.
Hver staða síra Pats Robertsons
og „hulduhers" hans úr röðum
heittrúaðra í New Hampshire er,
er hins vegar mjög óljóst.
Meðal demókrata vom margir,
sem töldu Dukakis vera þann sem
mest vann á í forkosningunum.
Honum hafði ekki verið spáð miklu
fylgi í Iowa en kom á óvart með
því að sópa að sér 22% atkvæða,
en skoðanakannanir höfðu bent til
þess að hann fengi mun minni
stuðning. Þá er það einnig talið
Dukakis til tekna, að næsta víst
má telja að hann sigri í New
Hampshire, en hann er ríkisstjóri
í Massachusetts, næsta ríki við.
Hver sem úrslitin þar verða,
hafa þó margir fréttaskýrendur
bent á, að þessi úrslit demókrata
Forkosningar
í iowa
Riehard Gephardt
DEMÓKRATAR
Hiutfall
atkvœða
Gephardt
Simon
Dukakis
Jackson
Babb'itt
Hart
Gore
Auó og ógild
31%
27%
22%
9%
6%
1 % (tCBPt)
0%
4%
Robert Dole
REPÚBLIKANAR
Hlutfall
atkveöa
38%
Robertson 24%
Bush 19%
Kemp 11%
du Pont 7%
Haig 0%
Auó og ógild 1 %
Heimild: Reuter
MorgunblaflióAM
Dole
hafí litlu breytt — enginn fram-
bjóðenda geti talist fremstur með-
al jafningja — að nú kunni hins
vegar óráðnir menn eins og Mario
Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis,
og öldungadeildarþingmaðurinn
Sam Nunn að taka af skarið og
gefa kost á sér.
Waldheim virtist rólegur og
hæstánægður með niðurstöðu sagn-
fræðinganefndarinnar í viðtali sem
hann veitti austurríska sjónvarpinu
á mánudagskvöld. Hann gerði lítið
úr fullyrðingum hennar um að hann
hafi vitað um stríðsglæpi og sagði
að allir hefðu vitað um þá. Hann
sagði að allir af sinni kynslóð sætu
undir ákæru, ef hann væri sakaður
um að hafa vitað um glæpina án
þess að hafast nokkuð að. Hann gat
þess ekki að hann hefði stundað
upplýsingaöflun í Grikklandi og þess
vegna verið óvenju vel upplýstur um
gang stytjaldarinnar.
Það fór vel á með honum og fúll-
trúum nefndarinnar sem heimsóttu
hann stuttlega á mánudagskvöld.
Hann sagði þeim frá erfíðleikum
fjölskyldu sinnar á stríðsárunum og
sagðist ekki hafa verið með upp-
steyt í hemum hennar vegná. Hann
sagði að einhveijum öðrum hefði
verið skipað að taka við hlutverki
sínu, ef hann hefði neitað að fara
að fyrirmælum og gaf til kynna, að
hann hefði verið tekinn af lífí ef
hann óhlýðnaðist skipunum.
Waldheim sagðist ekki hafa neina
ástæðu til að segja af sér embætti.
Meirihluti þjóðarinnar styður hann,
þótt hann hafí ekki reynst þjóðinni
góður forseti, eins og einn frétta-
skýrandi og stuðningsmaður hans
komst að orði í gær. Austurríkis-
menn taka harðri gagnrýni á hendur
forsetanum erlendis óstinnt upp og
gagnrýnin styrkir stöðu hans heima-
fyrir. Stóryrtum yfírlýsingum for-
seta Heimsráðs gyðinga er tekið
sérstaklega illa og eins hafa af-
skipti Der Spiegel af málinu ekki
fallið í góðan jarðveg.
í skýrslu sagnfræðinganna er
gefíð til kynna að Waldheim hafí
vikið sér undan að segja sannleikann
um fortíð sína. Kröfur um að hann
segi af sér eru taldar verða hávær-
ari eftir því sem fleirum gefst kost-
ur á að kynna sér skýrsluna. Bruno
Kreisky, fv. kanslari, sagði að hann
hefði aldrei stuðlað að því að Wald-
heim yrði aðalframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna ef hann hefði
vitað um fortíð hans. Og Simon
Wiesenthal sagði að skýrsla sagn-
fræðinganna krefðist þess að aust-
urrískir menntamenn reyndu að
hafa áhrif á Waldheim svo að hann
skipti um skoðun og hyrfí úr forseta-
stóli.