Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 43 Línurit 5: Línuritið sýnir breytingar þær, sem orðið hafa á neyslu hinna ýmsu gerða áfengis í Svíþjóð undanfarna áratugi, mælt i litrum á ibúa 15 ára og eldri. Ljóslega má ráða af þessu riti að um leið og neysla á sterkum bjór eykst verulega síðustu ár, þá minnkar neysla á sterku áfengi. í Finnlandi hefur sterkur bjor alltaf verið leyfður og sala hans hefur verið með svipuðu sniði og hjá Svíum. Árið 1969 fetuðu þeir aftur á móti í fótspor Svía og hófu sölu á millisterku öli í matvöruverslun- um. Með því fjölgaði útsölustöðum áfengis um 17.500 í Finnlandi (4). Sama varð upp á teningnum hjá Finnum og Svíum, þ.e.a. heildar- neysla jókst mjög. Olíkt Svíum hafa Finnar þó ekki meiri áhyggjur af þessari þróun en svo, að þeir hafa aldrei lagt af sölu á milliöli. Um „stökkpalla“ Því hefur verið haldið fram, að sterkur bjór sé einskonar „stökk- pallur" yfir í neyslu sterkari drykkja og jafnvel eiturlyfja. Reynsla Svía bendir til hins gagnstæða. Horfast verður í augu við, að áfengisneysla er og verður leyfð hér á landi og að áfengi er mjög hættulegt í eðli sínu. 9 af hveijum 10 neyta þessa vímugjafa, flestir sér til ánægju, aðrir sér og öðrum til vandræða. Vandræðin virðast aukast í hlut- falli við hluta sterkra vína í heildar- neyslunni, a.m.k. hvað Svía varðar. Við verðum einnig að horfast í augu við, að flestir unglingar munu fyrr eða síðar hefja neyslu þessa hættu- lega vímugjafa. Sá „stökkpallur", sem þeim er boðið upp á núna er sterkt áfengi, þ.e.a.s eitraðasta form áfengis. Ef mín eigin böm einhvem tíma ákveða að neyta áfengis, þá óska ég eindregið eftir að „stökkpallurinn", sem þau þá hætta sér ut á, verði sem lægstur, þ.e.a.s., að þau muni halda sig við sem veikastar áfengistegundir með- an þau em að læra að umgangast áfengi. Reikna ég með að flestir foreldrar séu sama sinnis. Drykkjusiðir íslenskra unglinga nú em að mínu mati þjóðarskömm. En þeir endurspegla dryklq'usiði foreldranna. Ég hefi víða búið er- lendis, allt frá Los Angeles til Svíþjóðar, og hvergi kynnst öðmm eins drykkjulátum og skemmdar- starfsemi hjá unglingum. Nú þykir, að því er virðist, sjálfsagt að dmkknir unglingar leggi miðbæ Reykjavíkur í rúst reglubundið og að þeir gangi með hnífa, veifandi brennivínsflöskum. Hvemig á ann- að að vera þegar jafnvel alþingis- maður talaði sl. haust, og það í jóm- frúræðu sinni (13), um ofneyslu fslendinga sem „gömlu, góðu, heið- arlegu, íslensku fylliríin“?! Mér er spum: Hvað eða hvem teljum við okkur vera að vemda með því að beina neyslu ungmenna að sterk- ustu tegundum áfengis? Allavega ekki bömin okkar. Um vinnusvik Eitt af mörgu sem bannmenn hræða þjóðina með er, að með því að leyfa sterkan bjór, þá mundu allskyns vinnusvik aukast, afköst minnka og vömgæði þverra, einnig mundi dagdrykkja aukast. Mesta bjórþjóð í heimi em Vest- ur-Þjóðveijar. Sú þjóð er annáluð fyrir dugnað og fyrir að framleiða heimsfrægar gæðavömr. Á ég erf- itt með að trúa því að þeir séu ölvað- ir við að setja saman t.d. Bensana þar í landi. En sé svo, þá em það einhver bestu meðmæli, sem ég hefi heyrt með bjómum hingað til. Aðrar þekktar „bjórþjóðir" em Dan- ir, Austurríkismenn, Belgar og Ástralir. Allar þessar þjóðir em þekktar fyrir allt annað en lélega framleiðslu. Þær þjóðir sem neyta hlutfallslega minnst af bjór og þeim mun meira af sterkum vínum em Sovétmenn og Pólvetjar. Ef ég man rétt, þá telur sjálfur Gorbatsjov, amk. samkvæmt nýútkominni bók sinni, að vinnusvik séu eitt helsta þjóðarmein hjá hans þjóð. Það skyldi þó ekki vera vodkanu að kenna? Um „staðreyndir“ Fyrir nokkm birtist grein í dag- blöðum, sem samin var af tveim starfsmönnum heilbrigðisráðuneyt- isins. Til stuðnings máli sínu birtu þeir töflu sem er að finna í riti frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (4). Sögðu þeir, að tafla þessi sýndi að heildameysla á áfengi hefði auk- ist um helming (100%?) í heiminum á ámnum 1960 til 1980. Hefðu þessir annars ágætu menn lesið örlítið betur þann texta sem fylgir þessari töflu, þá hefðu þeir áttað sig á ýmsu. í fyrsta lagi sýn- ir taflan ekki heildameyslu heldur heildarframleiðslu í heiminum. í öðm lagi eiga tölumar um bjór- framleiðslu við um árin 1960 til 1980 en tölumar um vínframleiðslu og framleiðslu á sterkum drykkjum um árin 1965 til 1980. Hlutföllin em því skökk. í þriðja lagi stendur skýmm stöfum á sömu síðu, aðeins níu línum fyrir ofan töfluna, að heildarframleiðsla á áfengi í heim- inum hafi aukist um 15% á þessu tímabili. Birting þessara töflu er skýrt dæmi um það, hvemig reynt er að hafa áhrif á almenning og þing- menn, með því að rangtúlka upplýs- ingar frá virtum stofnunum. Tafla þess segir ekkert til um heildar- neyslu og þaðan af síður um sam- band milli bjómeyslu og heildar- neyslu. Sex síðum aftar í sama riti er aftur á móti tafla sem sýnir heild- ameyslu. Þar kemur fram að heild- arneysla í Evrópu jókst á árunum 1970 til 1977 um 3%. Að mínu mati er það alvarlegt mál, þegar starfsmenn sjálfs heil- brigðisráðuneytisins láta fara frá sér villandi upplýsingar, til þess að hefta framgang frumvarps á Al- þingi, en ég get sagt þeim til máls- bóta, að ég heyrði nýlega prófessor rangtúlka þessa sömu töflu á hlið- stæðan hátt. Að lokum Að öllu ofanskráðu samanlögðu fæ ég ekki séð, að veijandi hefði verið fyrir sérmenntaða lækna að svara ekki áðumefndri auglýsingu prófessoranna með því að skrifa undir margnefnda yfirlýsingu. í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir- liggjandi eru er það móðgun við heilbrigða skynsemi að leyfa ekki sölu á bjór á íslandi. Með þeim stjómunartækjum sem til reiðu em hafa stjómvöld í hendi sér hversu mikil neysla hans verður. En frá mínum bæjardyrum séð finnst mér álit lækna, hvort sem þeir em prófessorar eða ekki, skipta minnstu máli í sambandi við bjór- inn. Mér fínnst málið fyrst og fremst vera ágætis prófsteinn á lýðræðið í landinu. Það þarf afar sterk rök til þess að hægt sé að réttlæta það, að þingmenn gangi í þerhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar í þessu máli sem öðmm. Þau rök hafa.enn ekki komið fram að því ég best fæ séð. Nú er rekinn harður áróður gegn þessu fmmvarpi. Yfirlýsing lækn- anna er gerð tortryggileg á allan hugsanlegan hátt. Áróður þessi er af því tagi, sem ég vil kalla hræðsluáróður. Engin ný rök hafa komið fram, sem stutt gætu áfram- haldandi bjórbann. Undirtónninn í ræðum og skrifum bannmanna er ætíð sá sami: forsjárhyggja. Þessir sjálfskipuðu forsjáraðilar telja sig þess umkomna, að með allskyns villandi upplýsingum og beinum rangfærslum að koma í veg fyrir að fmmvarpið fái eðlilega af- greiðslu á Alþingi. Oft finnst mér orð banndýrkenda þessara hljóma sem þau komi frá rökþrota stein- tröllum, sem dagað hafa uppi í anda bannáranna. Ég vona, að með grein þessari hafi mér tekist að leið- rétta hið helsta af rangfærslum þessara manna. Ég efast ekki um, að þetta skrif mitt muni kalla yfir mig reiði bann- dýrkenda og annarra, sem óumbeð- ið hafa tekið að sér að veita fólkinu í landinu forsjá sína. Verði skrif þeirra álíka málefnaleg og hingað til, þá hefi ég engu að kvíða. Áður en þeir setjast við skriftir mæli ég þó með, að þeir bregði út af vana sínum og leiti sér fróðleiks í heimild- um, til dæmis þeim sem fylgja hér eftir. Höfundur er geðlæknir. Heimildir: ( 1) Winokur, G., Clayton, P: The Medic- al Basis of Psychiatry, Saunders 1986. ( 2) The Swedish Council for information on Alcohol and other drugs: Report ’84,1984. ( 3) Hagstofan: Verelunarskýrslur 1983, 3. yfirlit. 4. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), 1985: Alcohol Policies in National Health and Development planning. 5. Department of Health and Social Secu- rity: Prevention and health: Drinking sensibly. London HMSO, 1981. 6. Centralförbundet för alkohol- och nar- kotikaupplysning: Rapport 77,1977. 7. Yearbook of Nordic statistics 1987: Hagstofan. 8 Áfengis- og tóbaksverelun ríkisins 20. október 1987: FYéttatilkynning. 9. Centralforbundet för alkohol- och nar- kotikaupplysning: Rapport 87,1987. 10. Lögtingslóg um skammtan af rús- drekka, 1980. 11. Lögtingslógumbroytingílóg„om forbud mod at drive erhverv med berusendedrikke44, 1980. 12. YearbookofNordicstatistics 1984. 13. Birgir Dýrijörð: „Við erum ekki öðruvÍ8Í en aðrar þjóðir**, jómfrú- ræða, Morgunblaðið 13. janúar 1988. omRon AFGREIÐSLUKASSAR Sunar 35408 og 83033 SKERJAFJ. Einarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegurt-33o.fl. UTHVERFI Langholtsvegur 45-108 Ystibaero.fi. Sogavegur Heiðargerði 2-124 Snæland Sæviðarsund lægri tölur Sæviðarsund hærri tölur Efstasund 2-59 Kambsvegur KOPAVOGUR Sunnubraut Laufbrekka Nýbýlavegur VESTURBÆR Hringbraut 37-77 Hringbraut 74-90 Ægisíða 44-78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.