Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Sýning Hörpu Björnsdóttur Myndlist Valtýr Pétursson í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á tuttugu og sjö myndum eftir unga listakonu, Hörpu Bjömsdóttur. Hún sýnir eingöngu myndir gerðar með blandaðri tækni, flestar unnar í olíu á pappír. Áferð þessara verka gerir þau dál- ítið keimlík, og flest eru þau undir gleri, eins og sagt er á stundum á máli myndlistarmanna. Það er éinkennandi fyrir þau verk, sem sýnd eru að sinni, að andlit og mannslíkaminn gegna þar stóru hlutverki. Harpa virðist leggja aðaláherzlu á þá möguleika, sem mannslíkaminn býður upp á i myndrænum skilningi. Teikningin verður aðalatriði í mörgum þessara verka, en liturinn er í flestum til- vikum nokkuð einskorðaður við ákveðinn skala, sem gengur eins og rauður þráður í flestum þessara verka. Það hefði að meinalausu mátt vera meiri fjölbreytni hvað þennan þátt varðar, en flestir lista- menn beita þeim tónum, sem þeim eru eiginlegastir. Harpa á það til að vera svolítið rómantfsk á köflum og gefur það skemmtilega tilbreyt- ingu í þau snotru verk sem hún sýnir. Þetta er ekki veigamikil sýning í sjálfu sér, en þama má finna vissa hæfileika og tillitssemi í meðferð viðfangsefna. Þama er tekið á mannlegum myndefnum af alúð og með skilningi. í dag og næstu daga bjóðum við ótrúleg tilboð ó Ijósmynda- vörum t.d. DIA STONE 12x50 SJÓNAUKA. verð 4.875 eftir tollalækkun 3.590 verð nú 2.990) TILBOÐSVERÐ 15% AFSLATTIIR AF FRAMKÖLLUN UÓSMYNDABÚOIN fLauaavegi 118 (vio Hlamm) TOLVUPRENTARAR Q PIOIMEER HUÓMTÆKI Lennart Iverus Myndlist Valtýr Pétursson Í anddyri Norræna hússins hefur verið komið fyrir sýningu á verkum sænska grafíklistamannsins Lenn- art Iverus. Þar eru sýndar kopar- stungur, ætingar og teikningar — allt fyrsta flokks vinnubrögð, bæði listrænt og tæknilega. Þessi verk eru öll unnin af einstakri íþrótt og era margslungin í eðli sínu og við- fangsefnum. Skáldlegt handbragð og mikið hugmyndaflug einkenna bæði teikningar og grafík á þeim tuttugu og fjóram blöðum, sem til sýnis eru. Það fer ekki milli mála, að hér er mikill kunnáttumaður á ferð, sem bæði ræður við fyrirmyndir sínar og hefur vald á dramatískri út- færslu þeirra viðfangsefna, sem sækja á hann í það og það skiptið. Hann nær í sumum verka sinna undraverðri spennu, sem skapast af samspili ljóss og skugga, svo að manni dettur í hug, að gömlu meist- aramir séu þama á ferð, og er þó allt unnið á mjög nútímalegan hátt og samtíð listamannsins sannarlega hvarvetna til staðar. Það er mikið af grafíklistamönnum á ferð í samtíð okkar og margir nokkuð keimlíkir í verkum sínum. Því kem- ur sýning sem þessi nokkuð á óvart, og óneitanlega glaðnar yfír manni að kynnast jafn snjöllum verkum og hér um ræðir. Hér er á ferð einstök sýning, sem á það sannarlega skilið að eftir henni sé tekið, og ég skora á lesend- ur að sækja Norræna húsið heim og kynnast verkum Lennart Iveras og óvenjulegum verðleikum þeirra. Hér á hlut að máli verulega sér- stæður listamaður, sem fer sínar eigin leiðir og tekur á hlutunum á persónulegan og frumlegan hátt, enda skólaður f úrvals stofnunum eins og Atelier 17 og Atelier Pried- lander í París. Það er mikill fengur að sýningu sem þessari, og ég færi aðstandendum hennar bestu þakkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.