Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 10.02.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988 Sýning Hörpu Björnsdóttur Myndlist Valtýr Pétursson í Gallerí Borg stendur nú yfir sýning á tuttugu og sjö myndum eftir unga listakonu, Hörpu Bjömsdóttur. Hún sýnir eingöngu myndir gerðar með blandaðri tækni, flestar unnar í olíu á pappír. Áferð þessara verka gerir þau dál- ítið keimlík, og flest eru þau undir gleri, eins og sagt er á stundum á máli myndlistarmanna. Það er éinkennandi fyrir þau verk, sem sýnd eru að sinni, að andlit og mannslíkaminn gegna þar stóru hlutverki. Harpa virðist leggja aðaláherzlu á þá möguleika, sem mannslíkaminn býður upp á i myndrænum skilningi. Teikningin verður aðalatriði í mörgum þessara verka, en liturinn er í flestum til- vikum nokkuð einskorðaður við ákveðinn skala, sem gengur eins og rauður þráður í flestum þessara verka. Það hefði að meinalausu mátt vera meiri fjölbreytni hvað þennan þátt varðar, en flestir lista- menn beita þeim tónum, sem þeim eru eiginlegastir. Harpa á það til að vera svolítið rómantfsk á köflum og gefur það skemmtilega tilbreyt- ingu í þau snotru verk sem hún sýnir. Þetta er ekki veigamikil sýning í sjálfu sér, en þama má finna vissa hæfileika og tillitssemi í meðferð viðfangsefna. Þama er tekið á mannlegum myndefnum af alúð og með skilningi. í dag og næstu daga bjóðum við ótrúleg tilboð ó Ijósmynda- vörum t.d. DIA STONE 12x50 SJÓNAUKA. verð 4.875 eftir tollalækkun 3.590 verð nú 2.990) TILBOÐSVERÐ 15% AFSLATTIIR AF FRAMKÖLLUN UÓSMYNDABÚOIN fLauaavegi 118 (vio Hlamm) TOLVUPRENTARAR Q PIOIMEER HUÓMTÆKI Lennart Iverus Myndlist Valtýr Pétursson Í anddyri Norræna hússins hefur verið komið fyrir sýningu á verkum sænska grafíklistamannsins Lenn- art Iverus. Þar eru sýndar kopar- stungur, ætingar og teikningar — allt fyrsta flokks vinnubrögð, bæði listrænt og tæknilega. Þessi verk eru öll unnin af einstakri íþrótt og era margslungin í eðli sínu og við- fangsefnum. Skáldlegt handbragð og mikið hugmyndaflug einkenna bæði teikningar og grafík á þeim tuttugu og fjóram blöðum, sem til sýnis eru. Það fer ekki milli mála, að hér er mikill kunnáttumaður á ferð, sem bæði ræður við fyrirmyndir sínar og hefur vald á dramatískri út- færslu þeirra viðfangsefna, sem sækja á hann í það og það skiptið. Hann nær í sumum verka sinna undraverðri spennu, sem skapast af samspili ljóss og skugga, svo að manni dettur í hug, að gömlu meist- aramir séu þama á ferð, og er þó allt unnið á mjög nútímalegan hátt og samtíð listamannsins sannarlega hvarvetna til staðar. Það er mikið af grafíklistamönnum á ferð í samtíð okkar og margir nokkuð keimlíkir í verkum sínum. Því kem- ur sýning sem þessi nokkuð á óvart, og óneitanlega glaðnar yfír manni að kynnast jafn snjöllum verkum og hér um ræðir. Hér er á ferð einstök sýning, sem á það sannarlega skilið að eftir henni sé tekið, og ég skora á lesend- ur að sækja Norræna húsið heim og kynnast verkum Lennart Iveras og óvenjulegum verðleikum þeirra. Hér á hlut að máli verulega sér- stæður listamaður, sem fer sínar eigin leiðir og tekur á hlutunum á persónulegan og frumlegan hátt, enda skólaður f úrvals stofnunum eins og Atelier 17 og Atelier Pried- lander í París. Það er mikill fengur að sýningu sem þessari, og ég færi aðstandendum hennar bestu þakkir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.