Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 1

Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 1
80 SIÐUR B/C Evrópubandalagið: Landbúnaðar- stefnan vefst fyr- ir leiðtosfunum Brussel, Reuter. ~ LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins (EB) hófu í gær sérstakan „neyð- arleiðtog-afund" í aðalstöðvum bandalagsins í Briissel, höfuðborg Belgiu. Aðalumræðuefnið er hvernig forða megi bandalaginu frá gjaldþroti, en það sem aðildarríkin greinir helst á um er landbúnaðar- stefna EB og mun sú deila vera komin í hinn versta hnút. Bretar og Hollendingar stóðu saman gegn Frökkum og Vestur-Þjóðveijum þegar loks var tekið til við að ræða landbúnaðarmál, en þá höfðu skoðanaskipti um fjárhagsvanda bandalagsins staðið linnulaust í átta tíma. Að sögn stjómarerindreka var það Jacques Chirac, forsætisráð- herra Frakka, sem helst var í for- svari þeirra, sem vilja hafa niður- greiðslur til bænda sem hæstar, en Margaret Thatcher, starfssystir hans á Bretlandi, stóð föst fyrir og krafðist þess að niðurgreiðslur yrðu lækkaðar verulega hið fyrsta. Styrinn stendur um það hversu mikið hinar 10 milljónir bænda bandalagsins mega framleiða og njóta fulls afurðaverðs fyrir, sem EB tryggir þeim. Þessari stefnu hefur einmitt verið kennt um hina gífurlegu offramleiðslu bandalags- ins, sem haft hefur í för með sér að upp hafa safnast kjöt- og smjör- Qallgarðar, að ógleymdum rauðvínshöfum. Nú nema niður- greiðslumar 2/s allra útgjalda Evr: ópubandalagsins. Thatcher vill ekki að bændur fái fullt verð fyrir offramleiðslu um- fram 155 milljón tonn, en Chirac þvertekur fyrir að setja markið lægra en við 160 milljón tonn. Leiðtogafundurinn, sem gert er ráð fyrir að standi í tvo daga, var haldinn eftir að samskonar fundur í Kaupmannahöfn fyrir tveimur mánuðum rann út í sandinn. Sjá nánar á síðu 24. Lögregluþjónn í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, leiðir tvo óeirða- seggi á brott. Sveitarstjórnakosningar í Bangladesh: Knight-Ridder Graphics Network Tugir manna faJla ogþús- imdir særast í ofbelcOsöldu Dhaka, Reuter. SKÁLMÖLD ríkti i Bangladesh á miðvikudag, en þá fóru fram sveitarstjórnakosningar þar i landi. Stjórnarandstöðuflokk- amir sögu að ekki hefðu færri en 100 manns legið i valnum eft- Þvertaka fyrir stiórn ir óeirðimar, en stjórnin sagði að 68 manns hefðu látist. Að sögn lögreglunnar börðust andstæðar fylkingar með byssum, hnífum og bareflum í látlausum götubar- dögum víðs vegar um landið og er talið að alls hafi um 8.000 manns særst. Fjöldi manns liggur enn i sjúkrahúsum. kosningar í mars, segi Mohammad Hossein Ershad, forseti landsins, ekki af sér. 17 ára saga lýðveldisins Bangla- desh hefur einkennst af pólitísku ofbeldi og hafa tveir forsetar þess verið ráðnir af dögum. Bangladesh er eitt fátækasta ríki í heimi. án forystu Najibullahs ti«nf, Reuter. ”* —— Reuter Samningamenn Kabúl-stjómarinnar á blaðamannafundi í Genf í gær. Abdul Rahim Hatif er fyrir miðju. HÁTTSETTUR embættismaður í samninganefnd leppstjóraarinnar í Kabúl, sem nú tekur þátt i friðar- viðræðum í Genf, sagði í gær að ekki væri til umræðu að friðmælst yrði við íslamska skæruliða í Afg- anistan með þeim hætti að Naji- bullah, leiðtogi kommúnistastjórn- arinnar, færi frá völdum. Á sama tíma kom fram i Islamabad að Sovétmenn telja Pakistana fara sér of hægt í viðræðiun þeirra um „lausn Afganistanvandans", eins og Sovétmenn kalla hann. Sagði Júlíj Vorontsov, aðstoðamtanrik- isráðherra Sovétríkjanna, að Sov- étmenn væm stórhuga í viðræðun- um og ætluðust til þess að aðrir gerðu það líka. „Það er einfaldlega ekki til um- ræðu að dr. Najibullah eða Lýðræðis- legi alþýðuflokkurinn fari frá völd- um,“ sagði Abdul Rahim Hatif, sem er forseti Þjóðarsáttamefndar Afg- anistans, sem stofnuð var af komm- únistastjóminni og á að freista þess að koma á friði í landinu. Fréttaskýrendur telja að þrátt fyr- ir nokkum árangur í friðarumleitan í Afganistan að undanfömu sé þess vart að vænta að úr leysist á næst- unni, þar sem skæruliðar sætti sig ekki við að leppstjóm Najibullah sitji áfram, jafnvel þótt fulltrúar skæm- liða fengju inni í stjóm hans. Júlíj Vorontsov sagði blaðamönn- um í Islamabad, höfuðborg Pakist- ans, að ef til vill hefðu Sovétmenn farið of hratt yfir í samningaviðræð- unum til þess að aðrir héldu þræði, en eigi að síður væri það staðreynd- in og nú ættu hinir leik. Hamraði hann á því að undirritun friðarsamn- inga í Genf í mars næstkomandi væri eina leiðin til þess að tryggja friðinn, en Pakistanar frábiðja sér slíka samninga áður en mynduð er stjóm, sem hinar stríðandi fylkingar Afganistans sætta sig við. Sjá Aí erlendum Vettvangi á bls. 27. Vopnaðir hópar réðust víða inn á kjörstaði og stálu atkvæðaköss- um, en annars staðar var ekki fyrir því haft og eldur lagður að kjörstöð- um. Alls varð að ijúfa atkvæða- greiðslu á 2.500 kjörstöðum af þessum ástæðum og ýmsum öðmm. Innanríkisráðherra landsins, Abdul Matin, sagði í gær að sam- kvæmt opinberum skýrslum hefðu 68 manns fallið í óeirðunum. „Ég er harmi lostinn yfir þessu blóð- baði,“ sagði ráðherrann. „En þetta ætti að kenna okkur öllum nauðsyn þess að afneita ofbeldi sem lausn.“ Að sögn lögreglunnar var hún máttlaus gagnvart ofbeldisseggjun- um, sem vom margfalt fjölmennari en tiltækt lögreglulið. „Þetta var vonlaus barátta. Vígamennimir hopuðu ekki einu sinni eftir að við skutum viðvörunarskotum að þeim,“ sagði lögregluþjónn nokkur. Þessi ofbeldisalda hefur vakið ótta um hvað geti gerst þegar þing- kosningar fara fram, en þær em áætlaðar hinn 3. mars næstkom- andi. „Þetta sýnir glögglega að stjómin getur ekki vemdað líf og eignir borgaranna. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gæti gerst ef af þingkosningunum verður,“ sagði Tofael Ahmed, einn forsvarsmanna stjómarandstöðunnar, en hún hyggst sniðganga fyrirhugaðar Bandaríkin: Allsnarpur jarðskjálfti í Los Angeles Los Angeles, Reuter. SNARPUR jarðskjálfti gekk yfir Los Angeles og nágrenni í gærmorgun og olli hann nokkrum usla. Háhýsi hristust til, rúður brotnuðu og lauslegir hlutir hrundu úr hillum. Að sögn yfirvalda höfðu um 30 manns siasast, fiestir þó óvem- lega, og eignatjón virtist iítið. Bandaríska jarðfræðistofnunin sagði að skjálftinn hefði verið 4,7 stig á Richters-kvarða og átti hann sér stað klukkan 7.26 að morgni — eða tæplega hálf fjögur eftir hádegi að islenskum tíma. í Los Angeles búa að minnsta kosti 8,3 milljónir manna. Skjálftinn fannst greinilega um langa vegalengd, meðal ann- ars til Las Vegas, sem er um 400 km norðaustur af Los Angeles, og suður til San Diego, í 250 km Qarlægð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.